Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 4
Þróun mannsins í 25 milljónir ára er talin hafa verið sem hér er lýst. Fyrsti apamaðurinn, sem alveg gekk uppréttur, Homo Erectus, var uppi fyrir 750 þúsund árum og sýnir það bezt, hvað þróunin hefur verið hröð eftir það. Talið er fullvíst að Neandertalsmaðurinn hafi dáið út, en að ættfaðir okkar sé Cro-Magnon maðurinn. Neanderthals- maðurinn er ráðgáta Mér geðjast ekki að Neanderthals-mönnum“ segir Jeffrey Laitman, sem virðist vera mjög fjarri því að vera haldinn fordómum. Hann flýtir sér að bæta við til útskýringar: „Ég hef enga ömun á þeim, en þeir hafa orðið til meiri vandræða en nokkur annar mann- hópur, sem ég hef rannsakað." Laitman er mannfræðingur og líffæra- fræðingur. Hann er staddur í litlu herbergi í skýjakljúf úr gleri og stáli. I þessari bygg- ingu er Mount Sinai-læknaskólinn til húsa í New York-borg. Hauskúpur fylla herbergið. A lágu stálborði er raðað hauskúpum af nútímamanneskjum. við hliðina á gipsmót- uðum hauskúpum af öðrum meðlimum menn- skra tegunda, allt frá fyrsta vísi frummanns- ins, suðurapa, sem er útdauð mannapategund og til þessa vafagemsa vandræðafyrirbrigðis og hálf-mennska Neanderthals-manns. Fleiri hauskúpur þekja hillurnar meðfram veggjun- um; hundakúpur, kattakúpur, svína-, apa- og rottukúpur og í einu horninu eru hauskúp- ur af hvölum. Laitmann reynir að útskýra hvers vegna menn kunna að tala og hvers- vegna aðrar tegundir gátu það ekki og hvern- ig stendur á því að Neanderthalinn og tal- gáfa hans er svo mikið vafamál og hann er þvi erfiður í flokkun. Ein Tegund Spendýra Sker SlG ÚR „Sjáðu,“ hann tekur upp hauskúpu og snýr henni öfugt. „Þetta er það sem við nefn- um venjulega gerð spendýra-hauskúpu. Þetta er hauskúpa simpansa... Hér er grunnur- inn. Sjáðu þessa línu.“ Laitmann strýkur fíngrinum frá efri hluta munnsins og upp undir þann hluta kúpunnar sem umiykur heilabúið. „Þetta er þessi venjulega gerð. Ég get tekið nærri því hvaða kúpu sem er. Hér í 100 þúsund ár háði Neanderthals-maðurinn lífsbaráttu sína í ýmsum löndum Mið-Evrópu. Nafnið er dregið af stað í Þýzkalandi, þar sem margar minjar hafa fundizt, en jafnvel enn fleiri minjar hafa fundizt í Frakklandi. Vísindamenn púsla saman því sem fínnst og hafa leitt í ljós að bygging gómsins og hálsins var öðruvísi er í okkur og hefur haft í för með sér hljóðmyndunar- og talörðugleika fyrir Neanderthals-manninn. Eftir JOSHUA FISCHMAN Jeffrey Laitman í rannsóknarstofu sinni í Sinai læknaskólanum í New York, þar sem hann ber saman formið á hauskúpum nútímamanna og Neanderthalsmanns- ins. Sá samanburður leiðir í Ijós, að Neanderthalsmaðurinn hefur átt mjög erfitt með hljóðmyndun borið saman við nútimamanninn og að það hefur komið niður á hæfni hans til að þróa tungumál. Stóra, brúna hauskúpan í fremstu röð er af Neanderthalsmanni. er hundskúpa, hér svínskúpa." Hann leggur frá sér simpansa-kúpuna og tekur upp aðrar og snýr þeim við til að sýna flötinn, sem einkennir þær allar. „Þetta er af pokarottu og þessi af ketti: Þú sérð þessa gerð aftur og aftur.“ „Það er ein tegund spendýra sem er und- antekning frá þessari venjulegu gerð haus- kúpulagsins," hann grípur hauskúpu, haus- kúpu sem maður kannast við, „og það erum við. Hér er þessi mikla bugða.“ Laitmann sýnir hauskúpuna öfuga, gerðin er allt önnur en í hauskúpum annarra spendýra. „Hér kemur margt áhugavert í ljós, sem þýðir gífurlega breytingu á gerð hálsins." Vöðvarnir og taugarnar sem stjórna barka- kýlinu — en barkakýli er hljóðmyndandi ve- fjalíning efst í barkanum — tengjast kúpu- botninum. Þegar botninn er flatur, eins og í simpönsum, halda þessir vöðvar og vefjar barkanum hátt uppi í hálsinum. En sveigist botninn niður, eins og í mönnum, fylgir bark- inn með neðar. „Með þessu myndast talsvert loftrými fyr- ir ofan barkakýlið, sem auðveldar hljóðmynd- un í mun ríkara mæli en nokkurri spendýra- tegund,“ segir Laitman. „Það sem hefur gerst er'að maður tekur herlúður og breytir honum í trompet með því að bæta við meira hljóð- rými. Það er þetta atriði sem gefur mönnum líkamlega hæfni til þess að mynda rödd og þar með talmál. Þetta aðgreinir menn frá skepnum.“ Breytingar á líffærum manna til málhæfni hófust fyrir um það bil 1 og 'h milljón ára. Flöturinn frá munni og aftur úr tók að bogna og barkinn færðist um leið neðar. Bugðan í kúpunni jókst til þeirrar gerðar sem hún nú er. Þessi þróun hélt nokkurn veginn stöðugt áfram. Og Laitman heldur áfram: „Síðan koma Neanderthals-menn til sögunnar, þar er á hængur. Hauskúpurnar af Neanderthals- mönnum, sem ég hef rannsakað, hafa flatari grunn en manndýrin sem til voru fyrir.daga Neanderthala. Gera má ráð fyrir að barki þeirra hafí ekki náð jafn langt niður í háls- inn. Hér virðisti breytingin á grunninum stefna í öfuga átt, þegar breytingin í öðrum mannflokkum eða manndýraflokkum mynd- aði meiri málhæfni, en það eru forfeður okk- ar.“ Hann þagnar smástund: „Það er mjög erfítt að útskýra þetta.“ Bjuggu í Evrópu í 100 ÞÚS- UNDÁR Það hefur alltaf verið erfitt að útskýra Neanderthala, allt frá því að fyrstu haus- kúpubrotin fundust 1856 í Feldhofer-helli í Neanderdal í Þýskalandi. Mannfræðingar og vísindamenn þeirra tíma deildu hvort þykkt heilaskeljarinnar fyrir ofan augnatóftirnar og önnur einkenni, ólíkt nútíma hauskúpu- gerð, væru merki um einhvern furðulegan sjúkdóm eða þá útdauða manntegund. Síðan hafa fundist beinaminjar á um 70 stöðum og ýmislegt hefur skýrst. Nú er vitað að Neanderthalinn kom fram fyrir um 130.000 árum og að hann dó út fyrir 35.000 árum. Hann byggði svæði frá Suður-Frakklandi, Mið-Evrópu og e.t.v. einnig ísrael og írak. En við vitum ekki hvort við erum afkomend- ur Neanderthalans. Þeir hurfu í Evrópu um sama leyti og mennskar manneskjur komu fram. Rannsóknimar hafa snúist um örlög þeirra á 20. öld. Rannsóknarefnið er einkum útlit þeirra. Sumir mannfræðingar telja að útlit þeirra, þykk höfuðkúpa, lágt enni, sterk- legir kjálkar og luraleg beinabygging bendi til þess að þeir hafí verið sérhópur, sem sé aðskildur þróunarsögu mannsins og að þeir hafí dáið út, en annar hópur mannaættar séu forfeður vorir. Aðrir mannfræðingar telja aftur á móti að munurinn sé ekki svo afger- andi að þróunin hefði ekki eins vel getað umbylt Neanderthal í mennskari verur, þ.e. að þeir geti verið forfeður okkar. Þótt athafn- ir Neanderthala hafí áður verið sérstakar og ákveðnar eru þær nú gjörsamlega horfnar. Laitman, Binford og margir fleiri vinna nú að því að fínna þær, gera sér einhveija

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.