Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 10
í auga óreiðunnar V Þversagnir í þjóðarsálinni egar við komum dansaði fortíðin í gluggum húsanna einsog roðaslegin sól að kvöldlagi. Við vissum að án hennar hyrfum við í nátt- myrkrið, jafnvel þó glitrandi rafljósin vísuðu áfram veginn. Okkar sögu svipar til sögu „þriðja heimsins“ að því leyti hve stór hluti hennar er saga nýlendu og vegna þess hve nútíminn hellist skyndilega yfir okkur og lendir í miklum árekstri við fortíðina en sameinast henni um leið. Eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON Því stilltum við okkur upp við ræðupúlt örlaganna og spurðum: Hvað eru örfáar hræður í víðáttu þessa lands ef raddir hins liðna þagna og tímarnir hverfa sem fótspor í fönn? Eða víðáttan, sjálf víðáttan, getur hún skroppið saman og sogað alla ferkílómetr- ana inn í einn lítinn hring? Nú er kapphlaupið hafið, þessi eltingar- leikur við tímann, sem enginn veit hvort er skollaleikur, blint hlaup með bundið fyr- ir augun, eða hindrunarhlaup þar sem toll- múrar .rísa einsog fjöll. Sumir tala um kollsteypur aftur í aldir en aðrir sjá gull og græna skóga í gróður- sælum stórmörkuðum þar sem moldin er marmari og glerhallir teygja sig einsog baunagrös til himins. Jafnvel þó að engir jámbrautarteinar séu í landinu erum við sífellt að missa af ein- hverri lest: hún brunar í austur, hún brun- ar í vestur, hraðar hraðar, en við stöndum eftir í kyrrð eilífðarinnar og vitum ekki hvað við heitum. Þrátt fyrir alla gervihnettina og farsím- ana, tölvumar og telextækin, allt það sem leyst hefur bréfdúfur og hugskeytasam- bönd af hólmi, virðist heimurinn vera á harðahlaupum burt frá okkur. Einn daginn verður til stórt efnahags- svæði en næsta dag er það gufað upp. Heimurinn veður reyk, en svo birtist svæð- ið aftur og við erum á leiðinni inn á það, síðan út úr því og því næst aftur inn á það, einsog í handboltanum þar sem stöð- ugt er verið að skipta mönnum inn og út af vellinum. Það er helst að hafa auga með svipbrigð- um samninganefndanna. Ýmist eru nefndarmenn niðurdregnir eða digurbarka- legir, enda minna samningaviðræðurnar, sem þeir hafa tekið þátt í, á vísindaskáld- skap þar sem fisktonnum og grænmeti er velt eftir samningaborðum og þjóðum rað- að upp í hagtöflur einsog dægurlögum á vinsældalista. Kannski endum við í hlutverki útlaganna sem í upphafí stigu hér á land, nema hvað við þurfum að hefja tijárækt á ný og veið- in er ekki lengur gefin. Á meðan heimurinn siglir um samtíðina og flýgur inn í framtíðina opnum við farangursgeymslur fortíðarinnar, finnum kálfskinn, sverð og ódauðleg ljóð eða hefj- um nýtt innra landnám þar sem öndvegiss- úlur reika um hugann og vínlönd andans verða numin, til dýrðar þeim villtu guðum sem eitt sinn ríktu. Nefndin sem greiða á úr flækju ríkisfjár- málanna er kennd við fortíðarvanda, en sú fortíð er nánast samtíð, nema að rekja eigi öll efnahagsvandræði nútímans aftur til sögualdar eða jafnvel til Kólumkilla, hins írska særingamanns, sem varð að flýja ásamt föruneyti undan landnámsmönnun- um og lagði í hefndarskyni á þjóð hina nýju „að hún skyldi í þessu landi aldrei þrífast, og fleira í þeim anda, sem síðar hefur mjög þótt ganga eftir“ einsog segir í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. II Já, þó að við siglum úm samtíðina og fljúgum inn í framtíðina, er fortíðin alltaf í farangrinum. Hún liggur undir koju í káetu heimsins og smeygir sér hjá tollvörð- um_ tímans. Á tyllidögum rís hún upp og hangir í barmi stjómvalda og lengst af hefur megin- þorri eyjarskeggja ekki getað hugsað hálfa hugsun án þess að hún eigi sér hljómgrunn í fortíðinni. Þrátt fyrir öll nútímalegu leiktjöldin lif- um við í horfnum heimi. Við heyrum sömu rökin gegn Evrópubandalaginu árið 1992 og við heyrðum gegn Gamla sáttmála árið 1262. Sagan, sem á víxl endurtekur sig sem harmleikur eða skrípaleikur, þrýstir á heila- sellurnar. Vissulega má segja að því litlausari sem samtíminn er, því glæstari verði hin fornu afrek. Á hinn bóginn eru fáar þjóðir sem skynja sig jafn sterkt í ljósi fortíðarinnar og við sem búum á þessari eyju. Við vitum að aðgangurinn að fortíðinni eru forréttindi, því á meðan sumar þjóðir koma að luktum dyrum eða rangölum full- um af myrkri setjum við sýningatækin í gang og sjáum forfeðurna stíga á land, margfalt glæsilegri en alla vaxtarræktar- menn samtímans. Að minnsta kosti deilum við ekki um atgervi þeirra eða heimtum þvagprufur þegar að afrekin skáka skynsemishyggju nútímans og við erum hissa ef útlendingar leggja aðrar mælistikur á sögur okkar en bókstafinn forna. Við erum bókstafstrúarmenn, en bók- stafír okkar svífa á vængjum hugans. I okkar sögu eru mörg tímabil myrkri hulin og á löngúm tíma þurrkast margt út úr tölvuminni heimsins. Eigi að síður munum við sögu okkar eða minnsta kosti upphaf hennar og rekjum ættir okkar til fomra kappa sem með vissum rétti má segja að séu sögupersónur, jafnvel þó að fyrirmyndimar séu sannar. Eitt sinn var land okkar nýr heimur og í þessum heimi eigum við hlutdeild vegna bókmenntanna. Minni okkar býr í skáld- skap. Aðrar þjóðir sem muna fortíð sína em jafn háðar minningunni og vísa stöð- ugt til bemsku sinnar, þeirra tíma þegar einmana hetjur buðu náttúmöflunum byrg- inn og brutu undir sig land, urðu sérvitrir og þröngsýnir en þó á þann hátt að hjarta alheimsins sló í bijóstum þeirra. Sagnaritararnir frá því á þrettándu öld, Embættismannavaldið byggir á þeim trúarbrögðum að hlunka sér niður í stóla og sitja þar sem fastast. Fijóar breytingar eru eitur í beinum þess, því að þá getur þurft að færa stólana úr stað. sem enginn veit með vissu hveijir vom, skildu eftir sig svo ódauðlegar bókmenntir að enn þann dag í dag eru til menn sem aldrei hafa lesið þær í bók en kunna þær samt utanbókar. Ef að rómantísku skáldin á nítjándu öld hefðu ekki haft gullöld sagnaritunar sem viðmiðun og þjóðin ekki þekkt hinar skraut- klæddu hetjur landnámsins er alls ekki víst að sjálfstæðisbaráttan hefði haft nægj- anlegt púður og þá töluðum við kannski enn einhveija afdala dönsku sem vambm- iklir embættismenn ropuðu upp úr sér. Þó að stundum sé sagt að arfur hins liðna hvíli sem farg á heila lifenda, getum við ekki án fortíðarinnar verið, að minnsta kosti ekki í menningarlegum skilningi. Hér á landi þekkjum við ótal dæmi um menn sem em svo nákomnir fortíðinni að hún er þeim sem samtíðin sjálf. Þeir fylgja sveitungum sínum yfir fjöll og firnindi og rata í raunir af ýmsu tagi en hvort það var fyrir fjóram öldum eða í gær skiptir þá minna en engu máli. Við eigum okkur sagnatón úr djúpi tímans og þessi tónn er samofínn frelsinu eða að minnsta kosti skilningi okkar á því. Þegar einhver bankar á dyrnar segjum við: „Gakktu í bæinn,“ jafnvel þó að við séum stödd inni í miðri borg: og enn þykj- umst við sjá hugarfar einyrkjans í athöfn- um okkar. Við vitum ekki hvort við höfum sérvisku okkar úr bókum eða hvort að bókmenntim- ar nærist á sérvisku okkar. Við getum tek- ið heilar setningar upp úr fornritunum og haft þær um nútímann og höldum í gamlar matarvenjur og lögum þær að nútímalegum lífsháttum einsog ekkert sé. Það má að vísu velta því fyrir sér hvern- ig tekið verður á þeirri fornu matarmenn- ingu okkar ef við stillum okkur upp í biðröð- ina fyrir framan glerhúsið í Brussel. Fyrst banna á Svíum að tyggja sitt munntóbak er eins víst að súrsaðir hrútspungar geti valdið Evrópudómstólnum heilabrotum, jafnvel meltingartruflunum. En þá verður sjálfsagt gerð út sendi- nefnd og sendinefndirnar verða einsog fuglar á stöðugu flugi fram og til baka, hálfrykaðar af flugvélavíni og alltaf með hellu í eyranum, og þegar þær snúa til baka með úrskurði sína hafa eyjarskeggjar fýrir löngu gleymt erindi þeirra og vilja aðeins vita hve mikla dagpeninga nefndar- menn höfðu upp úr krafsinu, verði dagpen- ingar þá ekki komnir úr tísku og einhveij- ir staðlaðir evrópskir matarmiðar, kannski hannaðir einsog strætókort, komnir í stað- inn. III Nútíminn gengur að ýmsu leyti snyrti- lega til verks. Þannig er hinn fijálsi maður dagsins í dag ekki lengur veginn með vopn- um, höggvinn í herðar niður eða brenndur inni; sem slíkur gæti hann öðlast samúð sagnaritara og jafnvel orðið gjaldgengur á myndbandaleigum framtíðarinnar. Þess í stað er honum svipt burt með reglugerðum og málinu skotið til markaðarins sem mál- laus vinnur sín verk. Fremur en að hverfa af mannavöldum gufa menn upp í samtímanum og ekkert heyrist til þeirra, ekki frekar en álfanna. Hér á landi sjá menn atvinnutækifærin gufa upp vegna tilfærslna hjá stjórnvöldum og þögnin gleypir heilu þjóðfélagshópana. Á næstu öld verða trillur kannski komnar á minjasafn, þó svo að trillukarlinn sé ímynd hins ftjálsa manns. Það bendir allt til þess að Evrópubanda- lagið og efnahagssvæði þess verði paradís reglugerðarmanna þar sem sögupersónur Franz Kafka ráfa um skrifstofuganga og einn lítill Chaplin mun geta sett allt úr skorðum. Það sem tengt hefur Evrópu í gegnum aldirnar eru andleg afrek og sam- eiginlegur menningararfur en ekki umferð- arreglur eða sameiginleg afstaða til munn- tóbaks. Vissulega getur verið að allt reglu- gerðafarganið og stöðlunaráráttan séu að- eins vaxtarverkir ört vaxandi samveldis, því að enn veit enginn hvernig framtíðin á eftir að dæma þá hugvitssemi sem fram fer í glerhúsinu í Brassel eða hvernig sú hugvitssemi verður: menn era aðeins nei- kvæðir á meðan ekkert jákvætt kemur í ljós. En af því að minnst var á Gamla sátt- mála, þá var hann lengi túlkaður sem af- sal sjálfstæðis og uppgjöf gagnvart erlendu konungsvaldi. Seinni tíma sagnfræðingar líta hann þó öðram augum og telja hann jafnvel forsendu þess að landið hélst í byggð. Til dæmis tryggði hann reglulegar skipakomur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.