Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 5
grein fyrir þeim. Laitman leitast við að finna hvernig Neanderthal talaði með því að tengja saman steingerð beinin og vöðvana sem eitt sinn tengdust þeim. Binford reynir að kom- ast að því hvernig Neanderthalar gerðu sér mannheima í heiminum, með því að tengja saman steinverkfærin og störfin sem þau voru gerð fyrir. Hann hefur þegar komist að óvenjulegu sambandi og hegðunarmynstri milli karla og kvenna Neanderthala. Sumar þessar skilningstilraunir varpa daufu ljósi á steinaldarhegðun sem minnir á hegðun okkar nú á dögum, en á öðrum sviðum er annarleik- inn algjör þótt þetta tímabil sé ekki svo fjarri í tíma sé miðað við þróunarsögu mannsins. Laitman tekur upp gipshaus. Þetta er „Sterkfontein Five“ fallegt eintak af suð- urapa, útdauðri mannapategund. Kúpan er e.t.v. tveggja milljón ára gömul. Það má sjá að grunnur kúpunnar er ákaflega ómennsk- ur, mjög flatur, svipar til kúpugerðar simp- ansa eða gorillu.“ Laitmann leggur frá sér „Sterkfontein“ og tekur upp aðrar gipsafsteypur af suðuröp- um. Flati grunnurinn er einkenni þeirra allra. Þessi einkenni þeirra allra, þ.e. kúpulagið, sannaði okkur að sú kúpa sem við vorum að skoða hlaut að hafa apaháls — með barka- kýlinu ofarlega. Málhæfni þeirra hefur ekki nálgast okkar.“ Laitman tekur upp aðra stóra hauskúpu. „Við skulum byija á því að sjá breytingarnar sem eru orðnar með „Homo erectus". Þetta er fulltíða maður, líklega 1 og Vimilljón ára gamall. Þegar við virðum fyrir okkur kúpu- grunninn, er hann ekki mjög líkur kúpu- grunni okkar sjálfra. En hann virðist þó vera mennskur." Þegar Laitman ber hann saman við „Sterkfontein", þá sjáum við muninn. Þar munar bugðunni, hún gerir muninn, svo að munurinn á grunninum er mjög afgerandi. „Við skulum halda áfram og hér er ein- staklingur eins og þessi.“ Laitmann tekur upp dökkbrúna gipsafsteypu, sem hefur mennskari einkenni en nokkur þeirra sem hann hefur hingað til sýnt okkur. Þetta er „Broken Hill“. Tímasetningin er ekki örugg, hún er vel hundrað og fimmtíu þúsund ára gömul, e.t.v. tvö hundruð þúsund ára göm- ul.“ j,Broken Hill“ frá Zambíu er frummað- ur. Asamt svipuðum kúpum frá Petralona á Grikklandi og Steinheim í Þýskalandi, þá eru allar þessar kúpur af verum sem eru e.t.v. forfeður allra manna, þar á meðal Neandert- hala og einnig okkar. Laitmann snýr kúp- unni „Broken Hill“ við. „Hér má sjá kúpu með grunni sem er í mörgu líkur nútímakúpu og hún er um það bil tvöhundruð þúsund ára gömul. Að öllum líkindum mætti ætla að þessi einstaklingur væri gæddur raddsviði sem svipar mjög til okkar. Munurinn er ekki ýkja rnikill." „En svo koma þessir Neanderthalar," held- ur Laitman áfram og bendir á stóra brúna kúpuafsteypu á borðinu. „Þetta er La Chap- elle-aux-Saints, stjörnuleikarinn í stórum hópi forfeðra." La Chapelle-kúpan er tímasett fyrir um 50.000 árum. Hún hefur öll þessi sígildu ein- kenni Neanderthala, ásamt kúpum annars staðar frá, svo sem La Ferrassie í Frakk- landi og Spy í Belgíu: framstandandi brúnir, grófa og mikla kjálka, stórar tennur — og kúpugrunn sem er flatari en kúpugrunnur nokkurra annarra frummanna sem uppi voru löngu fyrir daga Neanderthala. Ástæðan fyrir „afturför" Neanderthals- manna í máli snertir að litlu ieyti hrörnun máls og málskilnings að dómi Laitmans. Háls og barkakýli Neanderthals-mannsins gegndu einnig öðrum hlutverkum, svo sem öndun, sem.var þeim þýðingarmeiri en mál- ið. „Menn kjósa að anda, framar öðru,“ seg- ir Laitman. „Að anda og síðan að borða eitt- hvað og svo tölum við um það,“ segir hann. Ein afleiðingin af „hækkun" barkakýlisins er, að þá þrengist loftrýmið næst munninum og því verður erfiðara um andardrátt. Og Neanderthalar voru einmitt uppi á því skeiði þegar það gat verið hættulegt að draga að sér mikið loftmagn með djúpri öndun. Loft- slag í Evrópu fyrir 130.000 árum fór kóln- andi og loftið varð þurrara en áður hafði verið. Það gat boðið hættunni heim að hlaupa um og taka andköf eða standa á öndinni af mæði. Þetta gat- orsakað of mikla þornun vefja í hálsi og í lungum. Þeir sem höfðu „hátt“ barkakýli voru betur varðir gegn auknum kulda og þurrki. En þeir urðu að geta andað. „Hærra“ barkakýli hefur engin áhrif á neföndun og nef Neanderthala var opnara og stærra en gerist, mun stærra, og með því að anda um nasirnar hlýnar loftið á leiðinni niður í lung- un. Hiti vefjanna sem kalt og þurrt loftið streymir um, gerir það rakt og rakinn vernd- ar vefi og lungu. Það er ekki ólíklegt að Neanderthalar hafi fremur andað með nefinu en munninum, einmitt til þess að vernda sig gegn ískulda og þurru lofti. Það var ef til vill erfiðara að skilja það sem þeir sögðu hver við annan, en allir gátu andað á auðveld- ari hátt en ella. Á þessari skýringarmynd sést munur- inn á hauskúpunni að neðan, svo og barkakýlinu, annars vegar á nútíma- manni og hinsvegar á simpansa. Ekki sízt það, að barkakýlið hefur færst neðar, margfaldar möguleikana til hljóðmyndunar. Hauskúpur Neandert- halsmannsins eru mun flatari að neðan en í nútíma manni og einnig hefur bark- akýlið verið nærþví sem er ísimpansan- um. Ekki Skari Heimskra Apa Nauðsyn öndunar kom þó alls ekki í veg fyrir það að þeir töluðu saman og Laitman flýtir sér að bæta við: „Við skulum hafa í huga að við erum ekki að tala um skara hálfvita. Við vitum að heilabú þeirra var stórt. Samkvæmt því sem við vitum um taugavefi þeirra — vitneskjan er fengin með rannsókn á ummerkjum á innri hlið hauskúpunnar — er munurinn á þeim og okkur að þessu leyti hverfandi. Þetta er ekki skari heimskra apa — það er ekki þar með sagt að apar séu heimskir." „Barkakýli Neanderthala, segir hann, er þó nógu langt frá munninum til þess að þeir hafa nokkuð vítt lofsvið til þess að mynda hljóð og orð, þótt nokkuð skorti á að tónsvið þeirra sé jafnt okkar. Það má vera að Neand- erthalar hafi ekki getað myndað sérhljóð, svo sem a, i og u eins greinilega og við gerum. En menn geta talað án þess að kveða skýrt að i og a.“ Laitman heldur áfram: „Gátu Neanderthalar tjáð sig jafn skýrt og við? Nei. Voru þeir svo greindir að þeir hefðu hæfileika til tjáskipta? Já, auðvitað." Lewis Binford er sáttur við álit Laitmans, að nokkru leyti. „Ég get samþykkt að þeir hafi getað stundað tjáskipti, já, já, en ekki með máli, eins og við skiljum hugtakið," seg- ir Binford með semingi. „Eiginlegt tungumál ber með sér hæfileikann til þess að gera áætlanir til framtíðar á táknrænan hátt og einnig að geta minnst fortíðar.“ Rannsóknir hans benda allar til þess að Neanderthalar hafí ekki verið færir um að gera sér hug- myndir um framtíðina. Hugmyndir Binfords um Neanderthala mótast af fornminjum fremur en líffæra- fræði og þar með kemur upp önnur mynd af Neanderthals-mönnum en sú sem Laitman dregur upp og lýsir þessu fyrirbrigði sem nokkuð fjarskyldum ættingja. Meðal annars álítur Binford að Neanderthalar hafi verið ófærir um að hugsa í framtíð og einnig geng- ið erfiðlega að aðlaga sig breytingum á umhverfmu. Samfélag þeirra var algjörlega ólíkt samfélögum „homo sapiens". Karlmenn og konur lifðu aðskildu lífi. Fæðan sem neytt var var ólík og auk þess bjuggu kynin sér. Karlmennirnir komu aðeins við hjá konunum til þess að geta afkvæmi, annars voru þeir á ferð í ætisleit. „Við getum kallað karlmenn- ina „losta-gesti", segir Bonford hlæjandi. Þetta forsögulega líf var sviðsett á stað sem nú heitir Combe-Grenal. Þarna er mikið um hella, hellisskýli í þröngu gljúfri, sem lækur rennur eftir, skammt frá Dordogne- ánni, sem liðast eftir samnefndum dal í suð- vesturhluta Frakklands. Set hefur verndað gljúfrið undanfarin 55.000 árin en 70.000 árin þar áður var byggð Neanderthals-manna í gljúfrinu. Um miðja þessa öld hófst uppgröftur í Combe- Grenal og þá komu í ljós bein og tennur ásamt þúsundum steingripa og dýraleifar. Binford, sem var í hópi fornleifafræðinga seint á 7. áratugnum taldi sig geta dregið þá ályktun af fundunum, að Neanderthalar hafi notað hellana á mismunandi hátt. Magn fundanna var svo mikið og óskýranlegt að hann var yfírþyrmdur. Það virðist engan botn vera hægt að fá og enga mynd af lifn- aðarháttum þeirra sem byggðu þetta svæði í fyrndinni... Það var ekki fyrr en 1982, þegar hann tók að nota tölvu til flokkunar og röðunar á fundunum að hann gat farið að átta sig. Steintól Og Eldsminjar Minjarnar voru úr tveimur áttum. Önnur tegund minjanna var úr byggðaleifum, sem Binford kallar „bólið" eða „hreiðrið". I sér- hveiju jarðlagi í Combe-Grenal fundust í setinu öskuleifar, sem bentu til þess að þar hafi eldar brunnið. Á næsta leiti fundust ein- föld steintól, svo sem flögur sem höfðu verið meitlaðar úr kletti. „Og hér var mikið um beinflísar úr beinum dýra sem brotin höfðu verið til mergjar og tennur og hausaskeljar.“ En í lögum frá sama tíma, þar sem svæðið var klettóttara og leifar af skriðuföllum, var að fínna annars konar mannvistarleifar," heldur Binford áfram. Hann lýsir þessum leifum sem smærri en „bólunum“ og sums staðar mátti finna marg- ar slíkar í sama jarðlagi. Þessar leifar voru ekki fjarri „bólunum", ljarlægðin var 9-30 fet, en þau báru ákveðin og greinileg ein- kenni. Þar var að fmna vandaðri steintól, svo sem sköfur, sem voru gerðar úr klettaflögum og brýndar með flögum til að auka bitið. í þessum ytri vistarþyrpingum var að fínna beina- og leggjaenda úr dýrum og oft tókst Binford að finna hluta þessara beinaenda í „bólunum", sem bendir til þess að báðir stað- irnir hafi verið notaðir á sama tíma. Auk þessa fann hann kolgert efni umhverfis, en enga ösku, sem bendir til þess að hitinn við eldun hafi verið mun hærri en í „bólunum". ■Binford taldi sig geta staðhæft að mest af þeim munum og leifum sem hann fann í „bólunum" og skröpunarstöðunum hafi kom- ið úr mismunandi umhverfi eða frá mismun- andi stöðum. Steinarnir sem voru notaðir í flögur í bólunum voru nærtækir. „í „bólun- um“ voru hráefnin úr sjálfum hellinum þar sem „bólið“ var staðsett, í mesta lagi frá stað í 160 feta fjarlægð," segir Binford. „En í skröpunarstöðunum kom hráefnið frá mun fjarlægari stöðum. Hásléttan sem lá næst var oft upprunalegi staðurinn, í tveggja mílna fjarlægð." Honum tókst að finna uppruna gijótsins, sem haft varí sköfur, þar sem í þeim mátti finna steingerðar sjávarverur og samskonar steingervingar fundust í gijótinu á hásléttunni. „Bólin" og skröpunarstaðirnir héldust sem mannvistarstaðir alla 70.000 ára sögu „Combe-Grenal". Þetta virðist byggjast á ákveðnu kerfi,“ segir Binford. En, hverskonar kerfi? Svo virðist sem upp- runastaður gijótskafanna tengist dýrabein- um frá sama stað, þ.e. hásléttunni. Þegar sköfurnar voru frá „bólunum" voru dýrabein- in eins og sköfurnar úr allra næsta ná- grenni. Þegar sköfurnar voru úr gijóti frá hásléttunni voru öll dýrabeinin þaðan. Þegar sköfurnar voru úr gljúfrinu, sem nokkur dæmi fundust um, voru dýrabeinin oft af svínum. Svo virðist að þeir, sem notuðu sköf- urnar kæmu, með svínket úr nokkurri fjar- lægð. „Leifar sem fundust í „bólunum" benda greinilega til þess að það fólk sem hafðist þar við að staðaldri hafi haldið sig þar, ekki hreyft sig þaðan.“ „En,“ segir Binford, „dreif- ing skafanna bendir til þess að þeir sem þar á héldu, hafi farið víðar.“ Þessi dreifmg skaf- anna bendir til skiptingar þess fólks sem þama byggði í Combe-Grenal og Binford álítur að skilin hafi verið milli karla og kvenna. Tengslin milli steins (steinaldarleifa) og kynja er alls ekki pottþétt tilgáta, en það er besta útskýringin að dómi Binfords. „Svo vitnað sé í lifnaðarhætti dýra, er eitt aðaleinkennið að kvendýrið rásar mun minna en karldýrið," segir Bonford. „og dæmi um hegðun manna á steinöld bendir til þess að konur eru heimakærari. Konurnar þarfnast auðtekinnar fæðu fyrir sig og afkvæmi sín, svo þær hagnýta sér nærtækt hráefni, svo sem plöntur og rætur. Öflun þeirra hefur enga hættu í för með sér. Karlmennirnir leita annars fæðuhráefnis sem hefur hættu í för með sér. Þeir leita bráðar sem oft er að finna fjarri „bólunum“. Niðurlag í næstu Lesbók. HELGI SEUAN Hin veg- lausu börn Hvað veldur því að vegalaus börn velkjast í heimi köldum? Hvar er þá margrómuð velferðar- vörn sem vísasta jafnan töldum? Hvar er að finna foreldra þá sem frumskyldu tókst ekki að leysa? Að veita þeim farsæla fyrirsjá og framtíðarborg þeim reisa. Þau eru svo grimm hin mannlegu mein og mannúðin gleymist víða. Sinn unga harm bera börnin ein og brostnar vonirnar svfða. Og svo ergengið á vímunnar vald og vafrað í falskri gleði. Unz hvergi er til í heiminum hald og hamingjan öll að veði. Svo undramargt er samfélagssök er sækir í glys og prjál. Og afskræmir freklega frelsisrök, en fegrar pretti og tál. Lofsyngur vímu sem leiðandi sið og leiðir hjá sér hvert böl. En hefur til skýja sem háleitt mið að hagnast á annarra kvöl. HoIIast er þó að horfa sér nær og hyggja að eigin ranni. Því sjálfselskan köld er mörgum kær og kreljandi, víst með sanni. Að dæma er létt, en úrbót öll erfið og fórnum stráð. Viðgrýtum svo oft úrglersins höll og getum náungann smáð. Hvað verður svo um þau veglausu börn í villum á lífsins braut? Réttum þeim hönd og verum þeim vörn svo víki einsemd og þraut. Ef sérhver leggur þar lóðið sitt og litið það sannast fær: Að vegalaust barn það væri þitt og vonir þess hjarta nær. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. SIGFÚS KRISTJÁNSSON Kola Mörgum virtist þú venjuleg tík. Samt varstu gáfuð og hugmyndarík og geymdir svo margt í minni. Ef ólundin hafði að mér sótt, eyddirðu þessum kvilla fljótt, með einstakri aðferð þinni. Brúnleiti fínlegi feldurinn þinn, fallegu augun og svipurinn eru mér oft í minni. Skapið var reikult en tryggðin traust. Þú tónaðir stundum hárri raust, ef þér var angur í sinni. Astamál þín voru á ýmsa lund. Ergilegt var það marga stund, baslið með biðlana þína. Orusta þeirra var ærið hörð. Atlaga um nætur tíðum gjörð. Það var nú blóðug brýna. Kola þú áttir þér ekki mál, en einhvers staðar leynist þín sál og fetar sig fram á veginn. Ef ég til himna seinna svíf, sýnist mér betra eilíft líf að hafa þig hinumegin. Höfundur er tollvörður á, Keflavíkurflug- velli. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16.MAÍ1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.