Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Side 8
GUNNARSTRAUMLAND Um atvik Það er rétt eins og heimurinn hafí aldrei stöðvast áður. Samt var það daglegt brauð í árdaga. Við hverja nýja upplifun hnikaði sólin gangi sínum. Árnar runnu ekki lengur, blómin hættu að vaxa og vindurinn sem leikið hafði í bifhárum mínum eins og gufaði upp. Og segulsviðið fór úr skorðum og bráðnandi jökullinn fraus á ný. Þegar eldurinn kviknaði. Einungis blóð mitt rann er veröldin breyttist. Úr ferð án slóða Samt var eins og sæljónin forðuðust gresjuna þau syntu á milli fölnandi þokubakka sóru og eiða. Ófyrirséðar runnu antilópurnar í hópum eggjandi á sinn forgengilega hátt undirfurðulega. Höfundur er í myndlistarnámi í Enschede í Hollandi. HRAFN LÁRUSSON hugskots- sjónir Að finna þig einu sinni af tilviljun þar sem ég átti ekkert að fínna ganga inní borg Drauma með gullslegnum þökum og goðsagnarverum sótuga borg með þunggráum byggingum og sveimandi hóp svipleysingja svo minnir á fjölleikahúskonu: á stiku heldur hún - hátt yfír höfðum engla - á disk í jafnvægi snýr honum svo hann hringsnýst. Gæfa mín Höfundur er háskólanemi. Um ellina Inýlega útkomnu kveri, sem hefur að geyma þrjátíu ljóð eftir Horas í þýðingu Helga Hálfdanarsonar er að finna þessar ljóðlínur, „dauðinn í námunda búinn bíður“ og „engum mun dauðinn af miskunn þyrma“ og ennfremur: „Stutt er ævin; hví skal þá mæðst í mörgu?“ og „Árin hverfa, og ekkert að eilífu varir“. Eins og dauðinn bíður allra, læðist ellin fyrr en varir að öllum, sem ekki falla fyrir aldur fram fyrir sjúkdóm- um, slysum éða í styijöldum. Hún er undanfari og fyrirboði dauðans. Hver og einn einstaklingur á fyrir höndum að verða íverustaður ellinnar ef hann lifir í 7-8 áratugi. Breyting er eðli lífsins, ellin loka- stig þess og yfir henni grúfir nánd dauð- ans, sem færist æ nær eftir því sem ár og dagar líða. Ellin minnir á hverfulleika lífsins og að kynslóðir koma og kynslóðir fara. Tíminn líður óaflátanlega og eyðir öllu lífi um það er lýkur, einstaklingum, samfélögum og stórveldum, og myndar þess í stað rými fyri nýtt líf, endurnýjar lífið hér á jörðu. Tíminn eyðir öllu, sem við skynjum, eyðingin hljóða er alls staðar alla tíð að verki og allt lýtur henni að lok- um. Ellin er vetur lífsins, hvítt hári og hvítt skegg minna á snjó og vetur og sá sem lifir lengi finnur líf sitt kólna. Ellin er oft betur merkjanleg öðrum en hinum öldruðu sjálfum. Írska skáldinu Yeats fannst öldruðum að hann væri sama persónan og á unga aldri en væri neyddur til að sætta sig við lítt viðunandi heiti. Voltaire sagði að ellin breytti ekki hjarta- laginu en það væri dapurlegt að dveljast inni í rúst. Oscar Wilde sagði að líkaminn eltist en sálin héldist ung, það væri harm- leikur lífsins. En hvað sem líður þessum ummælum má hitt jafnan heita satt að áhrif aldursára á líkama og huga verða æ greinilegri eftir því sem líður á ellina. Þróttur dvín, skilningarvit dofna, hugsun og athöfn seinkar, hugur slævist, minni hrakar. Aldursgleymni háir flestum, sem komnir eru yfir sjötugt og ágerist með hækkandi aldri. Nöfn á persónum, hlutum og hugtökum standa í hinum öldruðu, þeir muna hvað var sagt við þá en ekki hver sagði það eða þeir muna hver talaði en ekki hvað hann sagði eða þeir muna ekki hvað þeir hafa sagt áður og endur- taka sig því að óþörfu. Þó hafa 5-10% þeirra sem komnir eru yfir sjötugt jafn trútt og nákvæmt minni og barnabörn þeirra. Þá er heyrnardeyfa mörgum til baga í ellinni. Fjárhagur þrengist, einangr- un eykst, sjúkdómum fjölgar og iðulega herja nokkrir sjúkdómar saman á hinn aldraða. Þeir sjúkdómar, sem hijá gamalt fólk, eru ósjaldan langvinnir, ólæknandi eða banvænir. Hin mikla sorg í ellinni er missir vin- anna. Eigin kynslóð er grisjuð, raðir jafn- aldra eru þynntar, í vinahópinn eru komin skörð. Svo kvað Sophokles í þýðingu Gríms Thomsens: „Á mér hefur einkum brotið ellin gleði firð, viðtals erfið, vinum þrotin, völt á fótum, stirð. Heim hún öllum sorgum býður, aldrei líður.“ Langlífir menn njóta Það sem ef til vill fær öldruðum áhyggju og kvíða meira en annað er nánd dauðans. Brottförin héðan, dauðasporin þungu, eru ekki einungis örðug á unga aldri heldur líka einatt í elli. Svo mikið er aðdráttarafl lífsins, að þrátt fyrir sorgir og þrautir, mótlæti, ama og þreytu áranna, verða menn seint og ógjarnan saddir lífdaga. AdolfHölzel (1853-1934); Ævikvöld, 1885. Eftir ÓLAF SIGURÐSSON í fyrri daga náðu fáir háum aldri. Hinir öldruðu voru fámennir en nú er því öðru- vísi farið. Bætt lífskjör alls þorra fólks og þróun í læknavísindum hafa orðið þess valdandi að hinum gömlu hefur fjölgað svo mjög að þeir eru nú orðnir félagslegt vand- amál, fjárhagslegur baggi á almenningi og tímasprengja í samfélaginu að sumra ætlan. Það er í ellinni, að „umskiptin á ævihög- um allra byija þá“. Flestum ber að láta af störfum sjötugum. Þá verður ekki þörf fyrir aldraða á vinnustöðum, þeir þoka fyrir þeim sem yngri eru, hafa ekki hlut- verki að gegna, gera ekki gagn lengur. Þeir eru settir út fyrir garð. Hinn aldraði lýtur óhjákvæmilega örlögum sínum, er ekki lengur virkur þátttakandi í framvindu mannlífsins. Samfélagið sniðgengur hann í þögn. þeirra dapurlega forréttinda að dvelja ein- ir í nýjum heimi. Eitt mikið auðnutjón, sem hefur hent menn, er að lifa alla vini sína. Dauði þess, sem okkur er kær, er rof við fortíðina. Menn verða framandi mitt í eig- in landi, jafnvel í eigin fjölskyldu. Gerólík- ur heimur er kominn í staðinn fyrir fyrri heim hins aldraða. Gamall maður lifir sum- part bæði kynslóð sína og þátt úr sjálfum sér. Það sem ef til vill fær öldruðum áhyggju og kvíða meira en annað er nánd dauð- ans. Brottförin héðan, dauðasporin þungu, eru ekki einungis örðug á unga aldri held- ur líka einatt í elli. Svo mikið er aðdráttar- afl lífsins, að þrátt fyrir sorgir og þrautir, mótlæti, ama og þreytu áranna verða menn seint og ógjarnan saddir lífdaga. Hinir öldruðu halda margir hveijir lífs- þorsta sínum fram í háa elli, lífsvilji þeirra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.