Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Blaðsíða 8
I auga óreiðunnar Skegg keisarans Við skulum setja okkur í spor ævintýranna og segja að eitt sinni fyrir langa löngu hafí orðið lagt af stað út í heim. Það fór fótgangandi, en þurfti ekkert nesti, af því að orðaforði þess var álitinn svo drjúgur. Spumingin er þessi: Eiga bókmenntimar að ala börnin upp í góðum siðum og gegna hlutverki einhverskonar uppeldisstofnunar eða stríðir þetta viðhorf gegn innsta eðli sagnalistarinnar og er í raun andstætt bókmenntunum? Eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON En orðið hafði ekki gengið í margar aldir þegar það tók að þreytast á göngu sinni, svo mikið að við lá að það missti málið. Vissi það þá ekki fyrr til en vatnahestur stóð fyrir framan það. Hann kvaðst mundu fylgja því hvert sem er, niður í djúp vatn- anna og um loftin blá, því þó að þetta væri vatnahestur gat hann líka flogið. Við þetta léku nýir vindar um orðið. Það fann hárið fjúka í allar áttir og straumar djúpanna runnu um æðar þess. Það hafði aldrei haft eins mikinn orðaforða og því fannst afar gaman að ferðast. En þar kom að orðið varð leitt á djúp- hyggju vatnanna og í loftunum gerðist það svo háfleygt að það glataði öllu jarðsam- bandi og mundi ekki lengur hvert ferðinni var heitið. Það ákvað því að stíga aftur til jarðar og ganga inn í skógana, eftir götunum og inn í þorpin. Þegar það var orðið þreytt á göngu sinni fékk það sér reiðhjól og hjólaði yfír flöllin og niður dalina eða þar til hjólið var allt komið í skrall og hvergi neina viðgerðar- þjónustu að fá. Sá það þá hvar reykstrókar stóðu upp úr hraðskreiðu farartæki og jámbrautarlest kom brunandi. Orðið hugsaði með sér: Með þessu farartæki kemst ég fyrr á leiðarenda og get jafnvel stytt það sem ég þarf að segja. Og heimurinn þaut hjá, hús spruttu upp úr jörðinni, bílar, flugvélar, skriðdrekar og snjósleðar. Og orðið hélt áfram að ferðast úm heiminn og er enn ekki komið á leiðar- enda. Soffía frænkn og ræningjarnir, Kasper, Jesper og Jónatan. Teikning eftir höf- und leikritsins, Torbjöm Egner. Kannski er ég kominn út á hættulega braut, því síst ætlaði ég að fara að tala um listir og listsköpun almennt. Það hikstar þó í mér öll sú flokkun sem á sér stað. Menn tala til dæmis um alvarlegar bókmenntir og skemmtisögur, sem á sér forsendur í ann- arri flokkun, nefnilega í hámenningu og lág- menningu. Þessi flokkun er auðvitað á reiki vegna þess að alvarlegar bókmenntir geta auðveld- lega verið skemmtilegar og skemmtisögur alvarlegar. Eins má segja um hámenning- una, til dæmis skáldsöguna, að hún nærist á lággróðrinum. Til að mynda eru flestir þeir rithöfundar sem fæddir eru eftir seinna stríð aldir upp við djasstónlist, rokktónlist, kvikmyndir, glæpasögur og glens af ýmsu tagi sem varla verður talið til menningarafreka. Skáldskapur þýðir sköpun, en sú sköpun á sér ekki stað í tómarúmi. Um leið og skáld- ið dregur upp mynd af heiminum túlkar það þennan sama heim. Gabriel Garcia Marquez Einhvar taldi sig sjá það á fjórhjóladrifnu torfærutæki á leið yfír hálendið, annar sagði að það væri farið að skokka en gengi um á nóttunni og leitaði að uppruna sínum. n Þannig kann það einnig að vera með bók- menntimar, sagnalist mannanna. Það sem eitt sinn hét því einfalda nafni saga eða söguljóð, hefur greinst í ótal afbrigði sem við fyrstu sýn virðast álíka tengd og vatna- hestur og flugvél. Allir em með sínum hætti að segja sögu. Hún er hluti af eðli mannsins, tæki hans til að skilja sjálfan sig og heiminn. Þegar heim- urinn verður óskiljanlegur hættir maðurinn að skynja ævi sína sem sögu. Hann villist í völundarhúsi og veit ekki hver hann er af því að saga hans er horfín. Atvikin í lífinu em einsog ljóðlínur í sál- inni. Við eram alla okkar ævi að tengja þær saman. Hvemig það tekst kalla menn þroska. En setjum nú svo að leiðangursmaður ætlaði að fínna hina upphaflegu lind, þar sem sagan kviknaði. Hann yrði fljótt ramm- villtur í völundarhúsi aldanna. Framskógur ólíkra stílbragða myndi mæta honum og greinar og kvistir sem teygja sig í allar átt- ir. Þegar hann kæmi á leiðarenda væri eins víst að ekkert fæðingarvottorð myndi finnast. Svo margar era listastefnur nútímans að mönnum kemur vöraúrval stórmarkaðanna ósjálfrátt í hug. Til era fleiri gerðir af raun- sæi en þvottaefnum og allar nýju stefnumar í mjmdlistinni taka miklu meira pláss en dótið í leikfangadeildinni, enda listamenn nútímans oft á tíðum einsog litlir strákar með flugvélamódel. Við slíkar aðstæður er ekkert skrýtið þó að flestum fínnist sinn fugl fagur, enda eign- ast Iistastefnumar sfna talsmenn líkt og stjómmálaflokkamir og nútíminn hefur komið því svo haganlega fyrir að til eru menn sem hafa ekkert betra við tímann að gera en að semja stefnuskrár. Auðvitað hlýtur það að vekja vissar spum- ingar þegar listastefnumar era famar að flokka listamennina eftir svipuðu mynstri og hugmyndakerfi sljómmálanna. Þá er stutt í kreddumar, tískustraumana sem eirð- arlausir flæða og svikin við hinn eina og sanna málstað. Ef orðið velur vatnahestinn era það svik við flugvélina. Vilji það aka um á reiðhjóli er það höfnun á bílnum. Allt slíkt era auðvit- að deilur um keisarans skegg og vitna að- eins um það hvað rökftæðin hefur gert mennina fíma með orð, en oft á tíðum ein- sýna og jafnvel þröngsýna. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst listin og listsköpunin um afstöðu til lífsins, túlkun á mannlegri tilvera, og umhverfí hennar og náttúra. Það er því andstætt eðli hennar að beygja sig undir ok einhverrar stefnu sem Iistamanninum er ætlað að lúta einsog flokk- saga, enda velja fáir listamenn sér stefnu með svipuðu hugarfari og aðrir föt eða bfla. Frekar má gera ráð fyrir að listin sé mönnunum ástríða, ástríða sem smám saman er beisluð. Þannig spretta aðferðimar upp. Sköpunin virkjar þær einsog foss og þyrlar þeim inn í hringiðuna. Stefnumar tileinka sér því listamennina, ekki síður en listamenn- imir stefnumar. m orðaði það þannig, að þegar skáldið tekur mynd af veraleikanum framkalli filman drauma. Þetta er nokkuð skemmtileg skoðun og ágætis lausn á deilunni um raunsæið og hugarflugið. En þó að raunsæið og hugarflugið sé sama tóbakið í bókmenntunum er eilíf togstreita þar á milli. Svo virðist sem að bókmenntim- ar sveiflist á milli þessara póla, þó að allir viðurkenni í orði að hvort tveggja, raunsæið og hugarflugið, sé hvor sín hliðin á sama peningnum. Bömin hafa ekki síst verið fómarlömb - eða ég ætti kannski frekar að segja tilrauna- dýr - þessarar togstreitu. Og enn rekumst við á flokkun, í fullorðinsbækur, ungl- ingabækur og bamabækur. í kvikmynda- heiminum tala menn um fjölskyldumyndir, en þar hafa bókaútgefendur enn ekki kveikt á geranni. í Evrópu er bamabókin vanalega talinn ávöxtur upplýsingastefnunnar og hjá upplýs- ingamönnum var krafan um að kenna böm- um eitthvað nýtilegt og ala þau upp í góðum siðum. Rómantíkin snýr baki við þessu með því að heija ævintýrið til vegs og virðingar. Ævintýri rómantíkurinnar gátu vissulega verið jarðbundin en þau gerðust oftast í ein- hverri fymd. Raunsæisstefnan sem síðan verður ríkjandi tekur svo aftur upp þráðinn frá upplýsingunni og leggur mesta áherslu á siðbætandi áhrif bókmenntanna á börnin. Nýrómantíkin gengur svo enn lengra en rómantíkin í höfnun sinni á siðabót raunsæis- mannanna og leggur enn meiri áherslu á hugarflugið og ævintýrið. Menn þurfa ekki að vera vel að sér í bók- menntaumræðu liðinna tíma til að sjá að nákvæmlega sama mynstrið endurtekur sig í umræðunni um bókmenntir ætlaðar bömum og fullorðnum, í skáldskap og Ijóðlist. Þessi hringur virðist óijúfanlegur, þó að ef til vill hafí hann á seinni áram opnast í allar áttir og sé ekki lengur hringur. En þetta mál snýst ekki aðeins um raun- veraleikaskyn bókmenntanna og afstöðuna til hugarflugsins, heldur er þessi togstreita samofín annarri, nefnilega spumingunni um boðskap og uppeldishlutverk bókmenntanna. Spumingin er þessi: Eiga bókmenntimar að ala bömin upp í góðum siðum og gegna hlutverki einhvers konar uppeldisstofnunar eða stríðir þetta viðhorf gegn innsta eðli sagnalistarinnar og er í raun andstætt bók- menntunum. I einni af hinum stórskemmtilegu endur- minningabókum sinum, í túninu heima, lýsir Halldór Laxness kynnum sínum af bamabók- menntum og segir meðal annars framarlega í kafla sem heitir einfaldlega Bamabækur: „Hollur og lærdómsríkur lestur handa únglíngum gekk víst illa í mig frá upphafí og þegar ég fékk í hendur Dæmisögur Esóps var ég ekki nógu þroskaður, og er ekki enn, til að skilja þetta er heimsádeila á vonda menn og ránglát yfirvöld; mér sýndist þetta vera eitthvað um apa og ketti að vega ost. Ég hef aldrei skilið symbólík né þesskonar tossakver sem segir A = B. Einkanlega var mér uppsigað við bækur ef ég fann á lesmál- inu að í staðinn fyrir að segja mér sögu átti að fara að kenna mér eitthvað gott. Til dæmis byijar saga á því að segja frá ormi sem varð að manni, og reyndar er heillandi hugmynd; en þegar komið var dálítið frammí lesmálið kom upp úr dúmum að þetta var saga til að kenna manni að þekkja á klukku og endaði á margföldunartöflunni. Slíkt er svik og prettir í skáldsögu." Viðhorf andstætt þessu má finna í barna- bókmenntasögu Silju Aðalsteinsdóttur ís- lenskar bamabækur 1780—1979, en í þeirri bók er að fínna mýgrút af upplýsingum um þróun bamabóka og stöðu þeirra á hveijum tíma. En í fyrsta kafla bókarinnar segir Silja meðal annars: „Þegar kemur að einstökum bókum dregur höfundur þessa rits enga dul á þá skoðun sína á hlutverki bamabóka að þær eigi að umfram allt að vekja böm til umhugsunar og aðgerða, vera vekjandi og hvetjandi, helst pólitískar og róttækar." Hér er ekki ætlunin að beija Silju í höfuð- ið með Halldóri eða Halldór í höfuðið með Silju. Hér birtast hins veg;ar hin tvö andstæð viðhorf til sagnalistar í eins hreinu og tæru formi og hægt er að hugsa sér. Halldór vill meina að boðskapur og kennsla séu svik og prettir við söguna en Silja vill meina að slíkt sé heilög skylda. Vissulega er hægt að ræða þessi ólíku viðhorf á grandvelli bókmenntasögunnar, en svona hrein og tær held ég að viðhorfín séu aldrei í raun. Ég á afar erfítt með að sjá þann höfund fyrir mér sem sest niður og segir við sjálfan sig: í þessu verki á ekki að vera neinn boðskapur. Slíkur höfundur er aðeins til sem, ef ekki sértekning, þá undantekning. Eins er líklegt að höfundur, sem er með opinberan sína og boðskap á heilanum, reyni að pijóna í kringum hann einhveija sögu. Ella gæti hann bara látið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.