Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Blaðsíða 10
„Staða ríkisstjómar er oft eins og nemanda sem er í þann mund að falla á prófi. Með því að svindla svolítið kemst hann kannski hjá því að sitja heilt ár í viðbót á skólabekk..." Myndin er af ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens, 1982. bæði við um einstaklinga og hópa. Hópur sem finnur til samkenndar og vill halda saman, til dæmis stétt, trúflokkur eða kyn- þáttur, þroskast og mannast á því að stjóma sjálfur eigin málum. Þess vegna er valddreifing og almenn þátttaka í stjóm- málum og félagsstarfí að jafnaði til marks um gróandi þjóðlíf. Ef til vill má líta svo á að íslenska þjóð- in myndi samstæðan hóp sem þroskast á að vinna saman að málefnum samfélags- ins. Mér þykir þó vafasamt að gera of mikið úr þessu. Þeir sem vilja byggja rök gegn hvers kyns skerðingu á fullveldi á þeirri forsendu að það sé mikilvægt fyrir þroska og sjálfs- virðingu landsmanna að geta sjálfir mótað samfélag sitt ættu að minnsta kosti að gæta sín á tvennu svo þeim veíjist ekki tunga um höfuð: Annað er, það sem ég hef fyrr getið, að skert fullveldi getur stundum falið í sér aukin áhrif. Minna formlegt vald þarf ekki að þýða minna áhrifavald; Hitt er að fullveldi tryggir eng- an veginn að landsmenn séu upp til hópa sinnar eigin gæfu smiðir. Fullveldi og mið- stýring getur farið saman og vald yfírþjóð- legra stofnana getur farið saman við vald- dreifíngu og virka þátttöku almennings í stjómmálum og ákvarðanatöku um eigin mál. Sú forsenda að það sé mönnum til góðs að geta verið sinnar eigin gæfu smiðir dugar að mínu viti skammt til að styðja þá kenningu að fullveldisskerðing hljóti ævinlega að vera til ills. Það er hægt að nota hana til að rökstyðja lýðræði, vald- dreifingu og fijálslynd stjómmálaviðhorf. Ef þetta tengist fullveldi þá er það óbeint og eftir einhveijum krókaleiðum. En hvað með atriði númer tvö? Ætli þjóðlegri menningu sé stefnt í voða ef full- veldið skerðist? Um þetta held ég að sé erfitt að alhæfa. Alþjóðlegt vald yfír málaflokkum eins og umhverfísvemd eða eftirliti með afvopn- un mundi trúlega ekki ógna þjóðlegri menn- ingu. Hins vegar gæti alþjóðlegt vald yfír viðskiptum, eins og það sem Evrópubanda- lagsþjóðir era settar undir, ógnað þjóðlegri menningu til dæmis með því að banna okkur að takmarka umsvif erlendra §öl- miðla. Ég fullyrði ekki að það sé mikil hætta á þessu, aðeins að ekki sé hægt að treysta því að yfírþjóðlegt löggjafarvald taki mikið tillit til íslenskrar menningar. (Með þessu er ekki sagt að við getum treyst því að innlendur löggjafí sé til fyrirmyndar í þessu efni.) Þetta tengist þriðja atriðinu sem ég taldi hér áðan, nefnilega því að hætt er við að yfirþjóðlegt löggjafarvald verði þungt í vöfum, seinvirkt og ófært um að taka tillit til íslenskra aðstæðna þannig að skert full- veldi yrði til þess að við byggjum við lak- ari löggjöf en nú er. Reynslan af stofnunum Evrópubandalagsins bendir til þess að þessi hætta sé raunveraleg. Ef til vill er hér þó aðeins um byijunarerfíðleika að ræða. Yfír- þjóðlegt löggjafarvald er lítt mótað og sjálf- sagt á eftir að sverfa af þvl ýmsa agnúa. Um hættumar sem kunna að fylgja skerðingu á fullveldi ætla ég ekki að fjöl- yrða meira. Enda held ég að það sé lítið hægt að alhæfa um þær. En ætli ríkjum sé einhver ávinningur að því að takmarka fullveldi sitt? Mér virðist ýmislegt benda til þess og að fullveldinu fylgi hættur ekki síður en annarri skipan. Það er víst sama hvemig við snúum okkur, lífið er og verður hættulegt. í fyrsta lagi er ef til vill þörf á alþjóð- legu löggjafar-, framkvæmda- og dóms- valdi í ýmsum málaflokkum sem varða alla jarðarbúa eins og umhverfísmálum, eftirliti með vígbúnaði og baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Frá stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1945 hefur verið töluverð hreyfíng í þessa átt þótt hún hafí ekki gengið svo langt að útiloka tilvera fullvalda ríkja. Eftir því sem hagsmunir þjóðanna tengjast meira og heimurinn þjappast sam- an verður erfíðara að gera skarpan greinar- mun á innanríkis- og alþjóðamálum svo tæpast fer hjá því að aukið alþjóðlegt vald takmarki á endanum fullveldi einstakra ríkja. I öðra lagi kann að vera gagn að alþjóð- legu löggjafar- og dómsvaldi á sviði mann- réttindamála. Vísir að slíku dómsvaldi er þegar til, að minnsta kosti innan Evrópu, því dómar Mannréttindadómstóls Evrópu era bindandi fyrir flest ríki álfunnar, þar á meðal ísland sem viðurkenndi lögsögu hans árið 1958. Þessi dómstóll hefur nú nýlega ógilt dóm Hæstaréttar yfír Þorgeiri Þorgeirssyni og ég fæ ekki annað skilið en hann geti dæmt íslensk lög ógild. Það er ef til vill umdeilanlegt hvort fullveldi landsins var skert með viðurkenningu á lögsögu Mannréttindadómstólsins. Hins vegar er lítill vafí á því að hún var ríkinu bæði til gagns og sóma. Þetta tengist enn einum ávinningi sem kann að vera að skertu fullveldi, sem er að alþjóðlegt vald getur veitt landstjóm hollt aðhald. Ég ætla að ljúka þessu erindi á því að staldra aðeins við þetta atriði. Eitt af erfiðustu en um leið mikilvæg- ustu viðfangsefnum stjómspekinnar er að fínna leiðir til að halda ríkisvaldinu í skefj- um. Ég þarf víst ekki að rökstyðja þessa fullyrðingu. í hverri viku fáum við fréttir af valdníðslu og ofstjóm svo þetta ætti að vera hveijum manni ljóst. Tilgangur ríkisvaldsins á að vera að tryggja frið og frelsi, öryggi og mannrétt- indi og fleiri góða hluti. En því hættir til að verða kúgunartæki. Ætli alþjóðlegt vald geti dregið úr þessari hættu eða leiðir það bara til enn meiri valdníðslu og yfírgangs? Það veltur á hvemig því yrði fyrir komið, en ég held að alþjóðlegt vald geti orðið til þess að bæta stjómarfar í flestum ríkjum og leysa um leið ýmis þau vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Tilgangur þeirra laga sem kveða á um réttindi og skyldur landsmanna er meðal annars sá að gera mönnum mögulegt að vita fyrirfram hvað þeir geta leyft sér og hvað ekki. Þau mynda, ef svo má segja, vegakerfíð og umferðarmerkin sem menn verða að stýra lífshlaupi sínu eftir. Það er réttlætismál að þessar reglur geri ekki upp á milli fólks og þær breytist nægilega hægt og séu nægilega einfaldar til þess að venjulegt fólk geti leitað bestu leiða og komist þær árekstralaust. Hér á landi og víða annars staðar vant- ar töluvert á að lögin þjóni þessum til- gangi nógu vel. Fyrir þessu era sjálfsagt margar ástæður. Ein þeirra er sú að fram- kvæmda- valdið er nátengt löggjafanum því ráðherrar þurfa að geta haft áhrif á lagasetningu um rekstur og framkvæmdir á vegum ríkisins. Það er því orðinn vani að þeir geti nánast pantað lög eins og þeim hentar, líka lög sem hafa áhrif á rétt- arstöðu og daglegt líf landsmanna og öllum er ætlað að hlýða. Svo ég haldi mig nú við að líkja lögunum við vegakerfí með tilheyrandi umferðar- merkjum má segja að framkvæmdavaldið færi merkin til og breyti leiðum eftir hentugleikum meðal annars með þeim af- leiðingum að fólk almennt er löngu hætt að rata. Álþjóðleg, eða yfirþjóðleg, löggjöf svipuð þeirri sem er að þróast í Evrópu- bandalaginu gæti ef til vill dregið eitthvað úr þessum hringlandahætti og vanið ríkis- stjómir við eðlilegan aga. Þegar ríkisvald hættir að þjóna sínum rétta tilgangi þá hættir það oftast annað- hvort að fara að lögum eða tekur upp á því að breyta þeim sífellt eftir duttlungum framkvæmda valdsins. Afleiðingamar era skert réttaröryggi og óvissa sem gerir mönnum erfítt að spá í stöðu sína og leita leiða til að bæta hana nema með því að komast annaðhvort í vinfengi við valdhaf- ana eða hunsa stjórnvöld og öll þeirra lög og tilskipanir. Það þarf því engan að undra að spilltu stjómarfari fylgir annars vegar fleðuskapur við stjómarhérrana og hins vegar alls konar lögleysa og neðanjarðar- starfsemi. Hættan á svona spillingu er ætíð nokkur vegna þess að þeim sem fara með fram- kvæmda valdið virðist iðulega brýn nauð- syn að koma stefnu sinni fram. Þar sem nauðsyn brýtur lög freistast þeir stundum til að taka sér alræðisvald ef þeir geta. Þetta er ekki af neinni illmensku heldur ósköp mannlegum hvötum og yfírleitt í góðum tilgangi. Staða ríkisstjómar er oft eins og nemanda sem er í þann mund að falla á prófi. Með því að svindla svolítið kemst hann kannski hjá því að sitja heilt ár í viðbót á skólabekk, auka enn á vanda Lánasjóðsins og valda foreldram sínum vonbrigðum. Hvað gerir hann nú ef próf- vörðurinn bregður sér frá í smá stund og svörin við öllum spumingunum liggja í skólatösku á gólfínu? Hann hugsar: nauð- syn brýtur lög. Löggjafí sem er óháður framkvæmda- valdinu og hafínn yfír það, sterk réttarhefð og réttarvitund almennings geta staðið gegn þessu og haft svipuð áhrif og vökull prófvörður. Hér á landi höfum við ekkert af þessu og fyrir vikið gengur fram- kvæmdavaldið stundum býsna langt. Kannski þurfum við óháðan alþjóðlegan prófvörð svo ríkisstjómin svindli ekki í hvert sinn sem hún er í þann mund að falla. Höfundur er heimspekingur og kennari á Akra- nesi. Aftanmálsgreinar 1. Thomag Hobbes: Leviathan, niðurlag 30. kafla. 2. I 79. gr. stjðmarskr. segir: „Nú samþykkir Al- þingi breytingu á kirlguskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði alira kosningabærra manna ( landinu ...“? ÁRNI GRÉTAR FINNSSON Naktar greinar Er nálgast haustið nóttin lengist alitaf um mitt andrúm þrengist. Bráðum verða breiður þaktar gulu laufí greinar naktar — og þá læðist að mér tregi eins og eitthvað innra deyi. Höfundur er lögmaður í Hafnarfirði. JÓHANNES STRAUMLAND Vetrarkvöld Hann hefur rofað til í háloftunum en élin halda sig neðar í svörtum bólstrum hið kalda mánaskin slær draugabirtu á fíóann yfír Náttfaravíkum rísa jötnahallir til himins. Hversu einmana er ekki hið litla hús í snjónum. Þar sem áður var mannlíf þar vaka minningar einar. Eins og gagnsær hjúpur. Bátur þinn heldur leið sína yfír flóann. Smár er þessi bátur eins og fleytur þeirra sem gengnir eru á brott. Og hefur borð fyrir báru. Hjartaslög hans eru hvell. Hann er snöggur í hreyfingum. Eins og lifandi vera. Eins og höfrungur sem leikur sér í kvikunni. Hundrað ára Ijósmynd f rá Borðeyri Hálfgleymt regn á mynd og mistruð eyri merlar í logni tanginn við ysta haf, er sem úr fjarska hugdjúpsins nið ég heyri. Grunar mitt hjarta er lognöldu- hvíslið kemur: kemur ilmur af rós og hið Ijósa traf, brosandi augu. Fagnandi ilmar meyjanna hör- und mjúkt í mánaskini, í sól og f helgidagsregni. Það blikar á eilífð, bak við hin ungu form. Ofar guðunum vakirhið veika líf veglegast alls sem snertir þig, jarðarleir. Höfundur er Breiðfirðingur og sjómað- ur. Ljóðin eru úr nýlegri Ijóöabók hans sem heitir „Brot úr veraldarsögu". 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.