Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Blaðsíða 12
hönnun heldur eru einnig aðdáendur arki- tektúrs og gera sér grein fyrir að það er hægt að nota hann í auglýsingaskyni fyrir fyrirtækið. Þeir réðu enska arkitektinn Nic- holas Grimshaw til að teikna nýja verk- smiðju eftir mikinn bruna hjá Vitra 1981 og síðan hefur framleiðslusvæðið í Weil am Rhein þróast í safn bygginga eftir heims- þekkta arkitekta. Rolf Fehlbaum, forstjóri Vitra, á mikið safn húsgagna og fékk Frank Gehry, sem hannaði meðal annars menningarstofnun Bandaríkjanna sem er að rísa í París, til að teikna hús fyrir húsgögnin. Það stendur í útjaðri iðnaðarsvæðisins og safnið er opið almenningi. Vitra hefur um 800 manns í vinnu og tugir þúsunda ferðamanna koma til Weil am Rhein á ári til að sjá húsgagna- safnið og byggingar fýrirtækisins. Þróun bæjarins og Vitra þarf því að vera samstillt og Bjarki sér um það. Hann átti hugmynd- ina að og undirbjó ráðstefnu arkitekta og sérfræðinga um skipulagsmál sem bærinn og fyrirtækið héldu fyrir tveimur árum. Og hann hefur nú umsjón með heildarskipulagi Vitra. Fyrirtækið hyggst færa út kvíarnar og reisa iðnaðarsvæði með íbúðarhúsum við flugvöllinn í Basel-Múlhausen í Frakklandi á næstu árum. LZB sér um skipulag þess „og við reiknum með að fara af stað með útfærslu fleiri hundruð íbúðabygginga eftir 3 til 4 ár,“ sagði Bjarki. Bjarki var við nám í Bandaríkjunum í eitt ár áður en hann fór til Sviss 1967 og lagði stund á arkitektúr í ETH, tækniháskó- lanum, í Zúrich. Bernhard Hoesli var þá nýorðinn prófessor þar, en hann var einn af hinum svo kölluðu Texas Rangers“ sem urðu prófessorar í mörgum helstu háskólum Bandaríkjanna á sjöunda áratugnum. „Ho- esli kom með nýtt kennsluviðhorf sem fólst meðal annars í miklum samanburði milli hugmynda nemendanna, helstu kenninga þessarar aldar og listasögu svo og lausna starfandi arkitekta," sagði Bjarki. „Hann stóð fyrir því að þá óþekktum arkitektum eins og Ungero, Stirling, Louis Kahn og fleirum var boðið til skólans og margar góðar sýningar voru settar upp. GTA-deild- in, Inst’itut fúr Geschichte und Theorie der Architektur, var sett á laggirnar á þessum tíma en hún hýsir öll plögg og skrif sem tengjast CIAM og veitir góða rannsóknarað- stöðu. Aldo Rossi var kærkominn gestur í kennslu við skólann þessi ár og sá alþjóð- legi andi sem ríkti þar átti vel við mig.“ Bjarki segir að hann myndi fara sömu náms- leið ef hann ætti að byrja upp á nýtt. Hann lagði stund á aðstoð við þróunarríki í fram- haldsnámi en sneri sér aftur að arkitektúr eftir nokkurra mánaða dvöl.við erfiðar að- stæður í Indlandi. Þátttaka i samkeppnum er besta leiðin til að fá verkefni fyrir nýja og upprennandi arkitekta. Bjarki hefur tekið þátt í mörgum, þar á meðal fáeinum á Islandi og vann sam- keppnina um heildarskipulag Þingvalla 1973. „Okkar úrlausn var stungið undir stól og hún hefur aldrei verið notuð viljandi," sagði hann, en hann vann keppnina með Ásmundi Jakobssyni og Vikari Péturssyni. „Mörgum þótti þá út í hött að við tókum tillit til heita vatnsins á Nesjavöllum og sögðu að þangað yrði aldrei lagður vegur að sunnan yfír heiðina. Annað hefur nú komið á daginn og ég er enn sannfærður um að Nesjavellir geta verið notaðir til að létta á ferðamannastraumnum á Þingvelli og í Valhöll." Bjarki er kvæntur þýskri konu og þau eiga tvo syni. Hann á ekki von á að flytja til íslands úr þessu en vill halda tengslum við landið. Hann hefur góð sambönd í Norð- ur- Ameríku og Evrópu og stóð meðal ann- ars fyrir ráðstefnu kennara í arkitektúr frá báðum heimsálfum á íslandi 1990 þar sem fjallað var um fyrirkomulag kennslu í arki- tektúr á íslandi í framtíðinni. „Mér fannst tími til kominn að þetta yrði rætt í alvöru á íslandi og ákvað því að nota sambönd mín til að koma þessari ráðstefnu í kring. Ég sé að hlutirnir þokast nú í rétta átt og í vetur verður hægt að taka haustönn í háskólanum í Osló í Reykjavík. Það er skref í rétta átt.“ Hann gæti hugsað sér að endur- taka slíkt málþing eða standa fyrir nám- skeiði á íslandi í framtíðinni. Eitt slíkt nám- skeið með Arno Lederer, prófessor í Karlsru- he, og Jórunni Ragnarsdóttur, konu hans, næsta sumar er á byijunarstigi. „Ég myndi gjarnan glíma við íslensk verkefni ef ég hefði meiri tíma til þess,“ sagði Bjarki. „Það er margt gott gert á íslandi en mér finnst að íslenskir arkitektar ættu að fara betur með fé og ekki endilega sækja hugmyndir til útlanda heldur sniða sér stakk eftir vexti, líta sér nær og fá meiri innblástur úr um- hverfinu í kringum þá.“ Höfundur býr I Sviss. Ferðamenn leggja lykkju á leið sína tíl að skoða húsgagnasafn Vitra- fyrirtækisins sem er til húsa í sérstæðri byggingu eftir Frank Gehry. Hún stendur á framleiðslusvæði húsgagnafyrirtækisins ásamt öðrum athyglisverðum byggingum eft- ir þekkta arkitekta. Á innfeldu myndinni sjást allar hugsanlegar gerðir stóla sem eru í húsgagnasafni Vitra. íslenzkur arkitekt nýt- ur velgengni í Sviss jarki Zophoníasson, arkitekt í Basel, lét slag standa fyrir átta árum og opnaði eigin stofu ásamt kollega sínum í svissnesku borginni við Rínarfljót. Hann datt ofan á gott húsnæði í hjarta gamla bæjarins og festi sér það þótt hann væri á leið til Bandaríkjanna í nokkra mánuði. Vinir hans drógu frekar úr honum en hitt, þeir töldu framtíðarmöguleika tví- sýna á þessum tíma og sögðu bráðnauðsyn- legt að Bjarki sleppti Bandaríkjaferðinni ef hann vildi endilega opna nýja arkitekta- stofu. En Bjarki hélt sínu striki og fór vest- ur um haf þar sem hann kenndi við háskóla í Virgíníu-ríki í eina önn. Að því loknu sneri hann sér að uppbyggingu arkitektastofunn- ar LZB Larghi, Zophoniasson und Blanc- karts AG sem hefur nú yfír 20 starfsmenn og næg verkefni. Eitt viðamesta verkefnið og það sem Bjarki starfar aðallega við er skipulagsvinna fyrir bæinn Weil am Rhein við bæjardyr Basel en þýskalandsmegin við landamærin. „Við tókum þátt í samkeppni sem arkitekt- um frá Frakklandi, suðurhluta Þýskalands Húsgagnafyrirtækið Vitra fær heimsfræga arkitekta til að hanna húsnæði fynr sig í Weil am Rhein. íslenski arkitektinn BJARKI ZOPHONÍASSON hefur umsjón með skipulagi iðnaðarsvæðisins, heildarskipulagi bæjarins og samruna svæðanna tveggja Eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR og Sviss var boðin þátttaka í um endurskipu- lag miðkjarna borgarinnar fyrir þremur árum,“ sagði Bjarki. „Og við unnurn." Hann getur séð fýrir sér hvemig hlutirn- ir verða í framtíðinni þegar hann ekur um bæinn. Það verður bæjartorg þar sem þjóð- vegur liggur nú og aðal umferðaræðin verð- ur flutt niður að lestarteinum. Ný brautar- stöð verður byggð, stór bílageymsla og aðr- tarbyggingar. „Þetta hús fer,“ sagði Bjarki “þegar við ókum fram hjá, „og allt þetta hverfur,“ og hann benti á gamlar skemmur. „En hlutirnir verða auðvitað aldrei alveg eins og á teikningunum. Það má ekki ríg- 'Júnda sig við þær. Borgin mun þróast í átt að hugmyndum okkar. Það er mikilvægt að skipulagið sé þannig unnið að það sé hægt að ná því fram smátt og smátt, kubb fyrir kubb svo að heildarhugmyndin haldi sér þótt einn kubbur sé fjarlægður eða annar standi eftir." Húsgagnafyrirtækið Vitra er með verk- smiðju í Weil am Rhein. Það er heimsþekkt og hefur samninga við suma fremstu hönn- uði heims um gerð stóla, skrifstofuhúsgagna og búðarinnréttinga. Eigendur fyrirtækisins kunna ekki aðeins að meta góða húsgagna- Bjarki Zophoníasson stofnaði arkitektastofuna LZB Larghi, Zophoniasson und Blanckarts AG í Sviss fyrir átta árum. Yfir 20 manns starfa nú á stofunni og hún hefur tvær vinnustofur, eina í Basel og aðra handan landamæranna í Weil am Rhein í Þýskalandi. í 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.