Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 4
- BJÖRN Jónsson um þrítugt. KARLS,SONUR ÆVINTYRISINS - HARMSÖGULEG HETJA EFTIR SVEIN SKORRA HÖSKULDSSON Björn Jónsson ísafoldarritstióri fæddist 8. október, 1846 og því eru liðin 150 ár frá fæðingu hans eftir þrjá daga. Björn setti mikinn svip á samtíma sinn7 báðum megin við aldamótin. Isafold kom fyrst út 1874 og ráóherra varó Björn 1909, upphefó sem veitti honum nokkra gleði, en líka ærió mótlæti. i Pólitík er að vilja, sagði Olof Palme. Hugrekki taldi John F. Kennedy vera meginein- kenni mikilhæfra stjórnmála- manna. Björn Jónsson var gæddur sterkum vilja og miklu hugrekki. Hann hófst líka til mikilla valda í stjórnmálalífi þjóðar sinnar. Samt er saga hans um margt mörkuð lögmálum harmleiksins. Hún er senn í ætt við ævintýrið um karlssoninn, sem vann prinsessuna og konungsríkið, og við sögu hetjunnar sem óvitandi vinnur að falli sjálfrar sín - Ödipus konungur, Njáll á Bergþórshvoli. Klassísk írónía, kaldhæðni örlaganna. Samt er hann líklega skyld- astur Móse, sem leiddi lýð sinn yfir eyðimörkina, en þeim mun harmrænni, að Móses dó áður en hann þyrfti að glíma við lífsvanda Fyrirheitna lands- ins, en Björn Jónsson féll á glímuteigi við óleystan vanda. II Hann fæddist 8. okt. 1846 í Djúpadal í Gufudalssveit í Barða- strandarsýslu, elsta barn hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Jóns Jóns- sonar hreppstjóra. Þau eignuðust tólf böm og komust sex þeirra til fullorðinsára. Svo telja heimildir að foreldrar Björns hafí búið við sæmi- lega góð efni og menningarbragur mun hafa verið meiri á heimilinu en títt var. Jón Jónsson hafði verið forgöngumaður um stofnun lestrar- félags, hins elsta þar um slóðir, og voru bækur þess varðveittar í Djúpadal. Fermingarfræðslu sína hlaut Björn hjá séra Ólafi E. John- sen, mági Jóns forseta Sigurðssonar, á Stað á Reykjanesi, en hann þjónaði þá Gufudalsprestakalli. Séra Ólafi þótti pilturinn gáfaður og tók hann til náms í tvo vetur 1859-61. Síðan kom hann honum til undirbúnings latínuskóla- göngu einn vetur til séra Sveins Níelsson- ar á Staðastað. Síðar á ævi einkenndust lífsviðhorf Björns Jónssonar af djúpri siðferðilegri al- vöru og trúrækni og má virðast líklegt að þar gæti að einhveiju leyti uppeldisáhrifa frá þessum höfuðklerkum. Þó að trúarefasemda hefði gætt hjá séra Ólafi ungum var hann, þegar hér var komið sögu, strangur í rétttrún- aði sínum og skrifaði mági sínum, Jóni for- seta, m.a. um eina af bókum Magnúsar Ei- ríkssonar guðfræðings: Nú þykir mér Magnús bróðir vor vera far- inn að færa sig upp á skaftið í þjónustu djöfulsins. Ég kenni í bijóst um aumingj- ann að vera orðinn svona villtur. Ó, hvílík- an óttalegan skaða getur hann ollað kristn- inni, verði bók hans ei hrakin. En mér þykir það ekki nóg. Ég vil láta brenna á báli öll expl. bókarinnar, svo sem fæstar sálir villist af trúnni fyrir hana. Föður sinn missti Björn sumarið 1863 og settist svo í Lærða skólann um haustið. Móð- ir hans lést vorið eftir. Eftir það var hann á vegum séra Ólafs á Stað sem með fleiri góð- um mönnum styrkti hann fjárhagslega til skólagöngu. Björn lauk stúdentsprófi vorið 1869 með mjög hárri einkunn. Var hann efst- ur á prófinu sinna bekkjarbræðra og voru þar þó engir aukvisar. Næstur honum kom Björn M. Ólsen, síðar fyrsti rektor Háskóla íslands. Sakir féleysis treystist Björn ekki til að fara til náms við Kaupmannahafnarhá- skóla um haustið og mun hafa hvarflað að honum að innritast í Prestaskólann, en næsta vetur dvaldist hann í Flatey á Breiðafírði við kennslu. Haustið 1870 sigldi hann svo til Kaupmannahafnar og skráðist í lögfræði við háskólann. Á sömu misserum og Björn Jónsson bjóst til háskólanáms voru uppi nokkrar pólitískar hræringar. Á héraðsfundi á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði vorið 1870 lagði Tryggvi Gunnarsson fyrstu drög að stjórnmálasam- tökum er endanlega voru stofnuð sem flokk- ur sautján þingmanna á Alþingi 1871 og hlutu nafnið íjóðvinafélag. Var því í öndverðu ætlað að vera stuðningsflokkur Jóns Sigurðs- sonar í kröfum hans um stjómarfarslegt sjálfsforræði íslendingum til handa. Þegar Jón kom heim af þingi haustið 1871 kallaði hann saman ritnefnd Nýrra félagsrita og kynnti nefndarmönnum lög íjóðvinafélags- ins. í framhaldi af því var svo stofnuð sér- stök deild félagsins í Kaupmannahöfn og hlaut hún nafnið Atgeirinn. Fyrsti forseti hennar var kjörinn hinn ungi laganemi Björn Jónsson, en á honum hafði Jón Sigurðsson fengið gott álit. Félagsmenn í Atgeimum voru fyrst og fremst íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn en einnig verslunarmenn sem þar dvöldust Iangdvölum vegna viðskiptasambanda sinna. Tvö vom þau mál, hvort öðm skyld, sem Geirungar vildu einkum leggja lið: stofnun þjóðmálablaðs og ritun greina í erlend blöð til styrktar málstað íslendinga í sjálfstæðisbarátt- unni. Sömdu þeir og birtu allmargar slíkar greinar og telur Lúðvík Kristjánsson að Björn væri höfundur að einni þeirra. Önnur ritstörf Björns á þessum Hafnarámm hans voru þau að hann samdi tvo árganga Skírnis og all- langa grein, „Um lagaskóla á íslandi", í Ný félagsrit 1872. Öll þessi félagsmálastarfsemi og ritstörf hlutu að koma niður á námi Björns og þegar Garðstyrk hans þraut eftir fjögur ár hvarf hann próflaus heim til íslands 1874. III Áhugi Geirunga á því að stofna nýtt þjóð- málablað stafaði einkum af því að þeim þótti hið gamla málgagn frelsisbaráttunnar, Þjóðólfur, orðið lint í sóknum undir rit- stjórn Jóns Guðmundssonar. Frá því um miðja öldina höfðu stjórnskipunin og íjárhagsmálin verið megininntak stjórnmálabaráttu Jóns Sigurðssonar og fylgismanna hans og stundum komist nokkurt los á fylkingar. Jón hafði uppi mun harðari kröfur en aðrir á hendur Dönum um fébætur er löggjafar- og fjárveitingarvald yrði fært til íslendinga sjálfra. í fjárhagsmálinu höfðu þeir nafnar ekki orðið samstiga og ekki heldur um leiðir til að vinna bug á fjár- kláðanum sem upp úr miðri öld- inni var mikil vá í búskap lands- manna. Þó að eindregnustu stuðnings- mönnum Jóns Sigurðssonar fynd- ist Þjóðólfur naumast nógu skel- eggt málgagn þótti stjórnvöldum meira en nóg um sóknhörku hans og voru nokkur blöð stofnuð hon- um til höfuðs, en urðu skammlíf. Á þriðja fjórðungi 19. aldar var Alþingi einungis ráðgefandi þing og Danir hjuggu á sjórnskipunar- deiluna með setningu svonefndra stöðulaga 1871 og í framhaldi af þeim með setningu stjórnarskrár 1874 sem veitti Alþingi takmarkað löggjafarvald og fjárveitingarvald. Undir forystu Jóns Sigurðssonar mótmælti Álþingi stöðulögunum, en stjórnarskránni var tekið þrátt fyrir ýmsa veigamikla annmarka sem á henni voru fundnir. Eftir stöðulögunum hafði verið stofnað embætti landshöfðingja í stað stiftamtmanns og var hann æðsti embættismaður konungs á íslandi og fulltrúi hans gagnvart Alþingi. Eftir stjórnarskrána 1874 var þinginu skipt í tvær deildir og var helmingur þingmanna í efri deild skipaður af konungi, nefndir konungkjörnir. Þannig höfðu stjórnhollir þingmenn stöðvunarvald á Alþingi. Fyrstu tvo áratugina eftir setningu stjórnarskrárinnar er naumast unnt að tala um eiginlega flokkaskiptingu á Alþingi. Ann- ars vegar voru hinir þjóðkjörnu þingmenn. Hins vegar landshöfðingi og konungkjörnir, oftar en ekki grónir embættismenn. Þessar voru þær pólitísku aðstæður sem biðu Björns Jónssonar er hann hvarf próflaus heim frá laganámi sumarið 1874. IV Misserin á undan höfðu orðið töluverðar hræringar í fábreyttum blaðaheimi íslend- inga. Einhver mesti eldingameistari og þrumufleygir íslenskra blaðamanna fyrr og síðar, Jón Olafsson, flýði land til Noregs vor- ið 1870 eftir að hann hafði verið ákærður fyrir kvæðið „íslendingabrag" sem hann birti í blaði sínu Baldri. Eftir heimkomu sína stofn- aði hann blaðið Göngu-Hrólf og sumarið 1873 hlaut hann fangelsisdóm fyrir meiðyrði um Hilmar Finsen landshöfðingja og flýði þá aft- ur land og nú til Ameríku. Um sömu mundir og Göngu-Hrólfur hvarf af sviðinu hóf nýtt blað göngu sína í Reykjavík og nefndist Vík- verji. Ritstjóri þess var Páll Melsted sagn- fræðingur en mikill ráðamaður um útgáfuna var Jón Jónsson ritari landshöfðingja. Þessu blaði lýsti Jón forseti svo við Konráð Maurer um haustið: „Á botninum er stefna blaðsins án efa dönsk, en ofaná er hún íslensk, af þeirri tegund, sem danskir íslendingar hafa.“ Til þeirra tíðinda dró og um útgáfu Þjóðólfs að vorið 1874 keypti séra Matthías Jochums- son skáld blaðið af Jóni Guðmundssyni og fékk til þess fjárstuðning enska únítaraprests- ins Roberts Spears fyrir tilhjálp Eiríks Magn- ússonar í Cambridge. Þegar Jón Sigurðsson frétti af eigendaskiptunum skrifaði hann Ei- ríki að hann „vildi bara að Matthías væri dálítið fastari í rásinni.” Það var því ekki að undra þó að eindregnum fylgismönnum Jóns Sigurðssonar eins og Geirungum þætti þörf á nýju, skeleggu málgagni í þjóðfrelsisbarátt- unni. 1 desemberbyijun 1873 höfðu sjö menn í Reykjavík bundist samtökum er þeir nefndu Þjóðblaðsfélagið. Telur Lúðvík Kristjánsson að frumkvöðull þess hafí verið Pétur Eggerz 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.