Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 16
LOFTAÐI HRESSILEGA UM OKKUR Morgunblaðið/Kristinn TRIO Romance: Peter Máté, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir. Trio Romance er nýkomió heim úr stórri tónleika- ferð um Evrópu og Bandaríkin og ó tónleikum ó -y-------------------------------------------------------- Alftanesi ó morgun og í Kópavogi ó mióvikudag fó óheyrendur tækifæri til aó hlýóa ó efni sem leikió var í ferðinni. ÞORODDUR BJARNASON ræddi vió tríóió og drakk með því morgunkaffi. FLAUTULEIKARARNIR Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir og píanóleikarinn Peter Máté eru nýkomin heim úr löngu hljóm- leikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin þar sem þau spiluðu bæði tríó, dúetta og hvert í sínu lagi á alls tólf tónleikum. Þau hófu undirbúning ferðarinnar fyrir rúmu ári en samstarf þeirra hófst skömmu eftir að Peter fluttist til Reykjavíkur fyrir þremur árum. Þau hafa síðan þá leikið saman á tónleikum hér heima en tónleikaferðirnar í sumar voru þær fyrstu sameiginlegu á erlendri grundu. Leið þeirra í Evópuferðinni átti í upphafi eink'- um að liggja um Norður-Frakkland og Prag en þegar á skipulagninguna leið bættust meðal annars við tónleikar í Amsterdam, Sló- veníu, Austurríki og fleiri tónleikar í Tékk- landi. „Þetta spannst svona áfram, allt gekk upp í ferðinni og engir tónleikar féllu niður,“ sagði Guðrún. Á efnisskránni voru yfir 30 verk sem þau völdu úr og reyndu að aðlaga hveijum stað sem þau léku á. Til dæmis spiluðu þau verk eftir tékknesk tónskáld í Tékklandi og frönsk í Frakklandi. „Islensku tónskáldin voru líka með okkur á efnisskránni alla ferðina og verkum þeirra var vel tekið enda fólk oft spennt að heyra eitthvað frá framandi landi eins og ísland er í augum flestra.“ Hljóðfæraskipanin er óvenjuleg og býður þar af leiðandi upp á ólíka efnisskrá þeim sem gjarnan eru í boði hjá kammerhópum með hefðbundna hljóðfæraskipan. „Það búa alltaf einhveijir óvæntir möguleikar í því sem er nógu fáránlegt," sagði Guðrún og Peter bætti við: „Við erum þar af leiðandi ekki að spila hefðbundin píanótríó sem eru algeng á efnisskrám. Flest af því sem við spilum er upprunalega skrifað fyrir okkar hljóðfæra- skipan þó að við séum einnig með umritanir.“ Hasarstykkió Handanheimar Fyrstu tónleikarnir í ferðinni voru í Gra- velines á norðvesturströnd Frakklands þar sem íslandsvinátta er mikil vegna tengsla við ísland frá skútuöldinni. „Fólk var mjög spennt fyrir tónleikunum og það var gaman að leika fyrir það. Tónleikarnir í Vínarborg voru einnig eftirminnilegir því þá lékum við ’í tónleikasal sem var rétt við húsið þar sem Beethoven skrifaði þriðju sinfóníu sína, Ero- ica. Mér fannst allt annað að leika Beethov- en þar og finna hvernig fólkið hlustaði úti í sal. Loksins fannst mér ég spila Beethoven nokkurn veginn rétt,“ sagði Martial. Þau sögðu enga tónleikaferð eiga að vera án lít- ils „skandals", eða einhvers sem ýtir við fólki, og því ákváðu þau að spila verk eftir Atla Heimi Sveinsson á tónleikum þar. „Vegna þess hve ímynd Vínar er sykurskreytt, tókum við mesta hasarstykkið okkar, sem er Hand- anheimar eftir Atla Heimi Sveinsson, á tón- leikunum. Okkur varð á endanum enginn glæpur úr því, því gömlu konurnar í Vín klöppuðu svo mikið fyrir Atla. Þær voru greinilega ekki eins smáborgaralegar og við höfðum búist við.“ Þau segja skipulagninguna hafa verið mjög tímafreka og mun auðveldara sé um að tala en í að fara. „Það þarf að finna góðan sal að spila í og kynna tónleikana, ferðast á milli og afla fjár. Þetta er mikil vinna og faxvélin og síminn voru mikið notuð. Reynd- ar sáu tónleikahaldarar á hveijum stað um kynningu og slíkt auk þess sem eitthvað óvænt getur alltaf komið upp á og bregðast þarf við. Þessu fylgja mikil ferðalög á bíl og ég keyrði um 9.000 kílómetra í ferðinni,“ segir Peter og brosir. Þau segja kynningar- gildi ferðarinnar hafa verið mikið og víða var þeim boðið að koma aftur. „Kennarinn minn sagði eitt sinn við mig að það væri ekkert mál að láta bjóða sér eina tónleika, meira mál væri að láta bjóða sér aftur,“ sagði Guð- rún. Þau fengu góðar móttökur hjá íslending- um búsettum erlendis hvar sem þau komu. „Sendiherrahjónin í París opnuðu fyrir okkur bústaðinn, bentu inn og sögðu gjörið svo vel, þjóðin á þennan flygil, og þar æfðum við okkur.“ Meó Menuhin i San Francisco Eftir að hafa ferðast um Evrópu fóru þau til San Francisco þar sem þau léku á fernum tónleikum. Ræðismaður íslands í San Franc- isco hjálpaði til við undirbúning þeirra tón- leika enda sögðu þau hann listunnanda sem tryði á gildi listar fyrir landkynningu. Að þeirra sögn kom munurinn á bandarískum áheyrendum og evrópskum aðallega fram eftir tónleika, því þeir voru opnir, gáfu sig á tal við þau og sýndu mikinn áhuga á öllu sem viðkom tónleikunum, allt frá kjólnum sem Guðrún klæddist að tónlistinni sjálfri. Á meðal tónleika í borginni voru tónleikar í kaþólskum stúlknaskóla sem bauð upp á svokallaða „virtuósa“-línu. „Það var eins og að labba inn í bíómynd. Tennisvellir, tölvuher- bergi, reiðvellir og sundlaugar voru þar á báðar hendur og Steinway flyglarnir stóðu í röðum. Maður hefur bara aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Guðrún og Peter bætti við: „Þarna voru tilkynningar um fyrirlesara og tónleika í skólanum og þar vorum við við hlið fiðlusnillingsins Yehudis Menuhins og aðalstjórnanda sinfóníuhljómsveitarinnar í San Francisco. Eftir tónleikana fengum við mjög úthugsaðar, greinargóðar og bein- skeyttar spurningar frá nemendum." Þau segja íslenskt tónlistarfólk leita í aukn- um mæli út til tónleikahalds vegna smæðar íslensks tónleikaumhverfis og einangrunin hér standi oft í vegi fyrir þeim. „Það loftaði ansi hressilega um okkur í ferðinni." Af viðtökum við tónleikum þeirra að dæma eru eftirspurn- in og áhuginn á íslenskum tónleikum mikil erlendis og til dæmis mættu 400-500 manns á tónleikana í París. Þegar fréttist af Ieik þeirra í tónleikaferðinni komu tónleikahaldarar í Kópavogi og á Álftanesi að máli við þau um að halda tónleika. Þeir verða á sunnudag kl. 20.30 í samkomusal íþróttahúss Álftaness og á miðvikudag kl. 20.30 í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Efnisskráin verður ekki sú sama á báðum tónleikunum og leikin verða íslensk og erlend verk. LIFIÐ EREKKI SALTFISKUR Kaffileikhúsió efnir til spænskra kvölda undir heitinu La vida no es bacalao í vetur og veróur frumsýnt í kvöld. ÞRÖSTUR HELGASON athugaói stemningung á æfingu og ræddi vió sögumanninn í sýningunni en hann hefur sagt landsmönnum sögur af spænskum í útvarpinu um árabil. „ÞAÐ VERÐUR stiklað á stóru í spænskri sögu og menningu, reynt að gleðja bæði augu og eyru áhorfenda, það verður dansað og sungið en sjálfur mun ég verða sögumað- ur,“ segir Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmað- urinn skeleggi, sem mun í fyrsta skipti stíga á leiksvið í Kaffileikhúsinu í kvöld. „Ja, kannski ekki í fyrsta skipti því ég lék í skólaleikriti í gamla daga.“ La vida no es bacalao heitir sýningin en á íslensku þýðir það að iífið sé ekki saltfiskur. Margar eru klisfurnar Aðspurður segir Kristinn að sólarlanda- ferðir landans gefi honum sennilega ekki rétta mynd af Spáni eða Spánveijum. „Sól- sleikjur og sandlægjur, eins og ég hef kall- að þau, fá ekki að kynnast hinum raunveru- lega Spáni enda eru þau niðri í fjöru allan tímann. Spánn er að langmestu leyti há- slétta, þurr háslétta og þarna býr þjóð sem er afkomandi allra þeirra þjóða sem hafa átt leið um Spán í aldanna rás og þær eru ófáar. Þetta er því mjög margbrotin þjóð og ólík innbyrðis. Spánveijar hafa held ég aldrei verið ein þjóð, þótt þeir líti kannski út fyrir að vera það þegar þeir horfa á lands- leik í knattspyrnu. Það eru alls konar klisjur til um Spán- veija sem er ekki fótur fyrir í raunveruleik- anum. Við höfum til dæmis þá mynd af þeim að þeir séu blóðheitir og tilfinningarík- ir þótt þeir hafi held ég bara nokkurn veg- inn sama blóðhita og við, í kringum 37 stig; vaða ekki um í neinu sótthitaæði. Fyrr á öldum voru Spánveijar þvert á móti taidir vera kaldir og harðir samningamenn. Húm- orinn þeirra er líka kaldur og afskaplega líkur okkar; þeir klæmast og tala illa um náungann. Þeir vilja þó reyna að standa við þá ímynd sem útlendingar hafa af þeim og það hefur mótað sjálfsmynd þeirra þó- nokkuð. Það hefur líka haft áhrif á sjálfsmynd Morgunbladið/Kristinn KRISTINN R. Olafsson, útvarpsmaðurinn skeleggi, verður sögumaður á spænsku kvöldunum í Kaffileikhúsinu. þeirra að þeir eru ekki lengur það heims- veldi sem þeir voru einu sinni. Annars hafa Spánveijar það ekki skítt. Það er að vísu um 20% atvinnuleysi þar en ef maður hefur vinnu á annað borð hefur maður það gott. Spánn er í sjöunda sæti á velmegunarlista Sameinuðu þjóðanna, einu sæti ofar en ís- land og segir það kannski sitt um ástandið þarna. Auk þess hafa Spánveijar annað gæðamat en við íslendingar, þeir leggja til dæmis ekki jafnmikið upp úr húsakosti enda er veðurfarið allt annað.“ Spænskur matur ■ boói Tónlistin sem flutt verður á sýningunni spannar margar aldir, sú elsta er frá miðöld- um og sú nýjasta frá seinni hluta 20. ald- ar. Boðið verður upp á spænskari mat og spænsk vín. Lögð verður áhersla á íslenskt sjávarfang matreitt á spænska vísu. Auk Kristins koma fram í sýningunni Sigríður Ella Magnúsdóttir söngkona sem hefur verið búsett erlendis undanfarin ár, Lára Stefánsdóttir dansari, Pétur Jónasson og Einar Kristján Einarsson gítarleikarar. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir sem leikstýrði einnig grísku kvöldunum í Kaffi- leikhúsinu á síðastliðnum vetri. Þorsteinn Gylfason þýðir spænska lagatexta á ís- lensku. Sýningin hefst kl. 21. 16 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.