Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 12
„Móðir mín skildi mig ekki og faðir minn gat ekki hjálpað mér,“ sagði María síðar. Sennilega hefur það verið á þessum tíma sem María mun hafa farið að skapa sér nýja per- sónu til þess að mæta þessum hörðu kröfum sem til hennar voru gerðar og þar með þróa upp leikræna hæfileika sína. Þetta varð henn- ar vörn og sókn í hinum harða heimi og þetta varð sú María Callas sem sigraði heim- inn með list sinni - sú María Callas sem þótti hortug og stundum hrokafull - príma- donnan sem gekk út af sviðinu í miðri sýn- ingu ef henni mislíkaði og sú María Callas sem sagði upp samningum ef uppfærslan féll henni ekki í geð. Sú María sem varð eftir að tjaldabaki kom ekki fram fyrr en löngu síðar og þá með alvarlegum afleiðingum fyrir prímadonnuna Maríu Callas. Foreldrar hennar skildu árið 1937 og móðir hennar flutti aftur til Grikk- lands með dætur sínar og settist að í Aþenu. Þar hélt María áfram námi og komst brátt undir handleiðslu spænsku söngkonunnar og kennarans Elviru de Hidalgo sem varð mik- ill áhrifavaldur í listferli hennar. María Callas þreytti frumraun sína á óperusviðinu í Aþenu sem Tosca og síðar sem Leonora í Fidelio. Árið 1945 flytur María svo aftur til föður síns í New York og þar hittir hún ítalska óperustjórann Zenatello sem ræð- ur hana 1947 til að syngja í La Gioconda á Arena-sviðinu í Veróna, sem varð upphafið að sigurgöngu hennar á óperusviðinu. I Ver- óna mætti hún tveim af þeim af mönnum sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á listrænan og persónulegan feril hennar. Annar þeirra var hljómsveitarstjórinn Serafin sem hún átti eftir vinna mikið með síðar. í Veróna mætti hún einnig þeim manni sem átti eftir að verða eiginmaður hennar í tíu ár - manni sem veitti henni öryggi og friðsamt heimili. Hann var ráðgjafi hennar og umboðsmaður, sá um alla samninga og yfírleitt öll hennar mál út á við. Sjálf gat hún gefið sig alla að því að byggja upp og þroska listræna hæfileika sína. Þessi maður var Meneghini, auðugur ítalskur kaupsýslu- maður, tuttugu og átta árum eldri en hún. Sambúð þeirra byggðist _upp af vináttu og umhyggju frekar en ást. ítalski stórtenorinn di Stefano, sem var söngfélagi Maríu Callas í mörg ár og þekkti hana hvað best, sagði að þetta samband hefði verið henni nauðsyn- legt og ómetanlegt - hefði gefið henni frið og öryggi. Ef hún hefði tekið upp ástríðu- fullt samband við yngri mann á þessum tíma er vafasamt að hún hefði orðið sú María Callas sem heimurinn þekkti og dáði. Á þessum árum frá 1947 er María Callas á hátindi ferils síns. Hún er eftirsóttasta og dáðásta óperusöngkona heimsins - drottning óperunnar. Þegar horft er yfir hlutverkaskrá Maríu Callas er greinilegt að óperan Norma - þetta meistaraverk Bellinis, er þar efst á blaði en hún mun hafa sungið þetta hlutverk a.m.k. níutíu sinnum í helstu óperuhúsum heims. Hin melódíska bænaaría „Casta diva“ úr fyrsta þætti óperunnar er ein af skærustu stjörnum í söngkórónu hennar en þessi aría er ein af þekktustu „show stop“ aríum af ítalska óperusviðinu. Maríu Callas átti eftir að svipa til Normu í óperunni þar sem orðst- ír og ást takast á í einni og sömu persón- unni. Önnur höfuðhlutverk á söngferli hennar voru hin dramatísku og tragísku kvenhlut- verk í óperum nítjándu aldar óperutónskáld- anna ítölsku, Donizettis, Verdis og Puccinis auk Bellinis. María Callas kafaði djúpt í þau hlutverk sem hún söng og þær persónur sem hún átti að túlka. Ein af þeim er Violetta í La Traviata. Þekktur gagnrýnandi sagði: MARIA Callas í nýju og erfiðu hlutverki sem fylgikona skipakóngsins Onassis. CALLAS í Medeu eftir Cherubini á sviði La Scala. CALLAS sem Madalena di Coigny í Andreu Chénier eftir Gioardano, ásamt Mario del Monaco. SCALA-óperan. Goðsögnin Maria Callas tengist órjúfanlega þessu húsi. MARIA Callas: Diva eins og þær allra bestu eru nefndar. „flestar sópransöngkonur geta fengið áheyr- endur til að vikna í síðasta þætti La Tra- viata - María Callas fékk óperugesti til að fella tár strax í öðrum þætti. Hún gerði þessa deyjandi konu sanna og trúverðuga í ást sinni.“ Fátt hafði bent til þess að stórvið- burða væri að vænta úr einkalífi Maríu Call- as en nú fóru að gerast hlutir sem áttu eftir að gjörbreyta lífi hennar. Það var líkast því að hin grísku goð væru að undirbúa sviðsetn- ingu á því mikla drama sem nú var senn að hefjast á óperusviði lífsins sem átti eftir að láta fjölmiðlaheiminn standa á öndinni. Mar- ía Callas hafði verið feitlagin frá unga aldri - hafði „wagnerískt“ líkamlegt umfang - enda hafði hún sungið hlutverk Brynhildar í Niflungahringnum. Nú var eins og hún varp- aði af sér álagaham. Á rúmlega einu ári hverfa öll hennar aukakíló og ný persóna - konan María, spengileg og fögur kemur, fram á sjónarsviðið. Di Stefano segir: „María Call- as þráði allt sitt líf að vera elskuð og dáð sem kona - hún vildi lifa í ást og verða drottning samkvæmislífíns." Slormasamt samband Það mun hafa verið í samkvæmi í Mílanó á heimili Wally Toscanini sem haldið var Maríu Callas til heiðurs, að hún hitti í fyrsta sinn landa sinn Aristoteles Onassis. Eins og hún sagði síðar frá féll hann á hné, kyssti hönd hennar og sagði á grísku „Frú! - þér eruð vissulega sú gríska gyðja sem ég hefí ímyndað mér. Það er mikill heiður að hafa hitt yður og ég vona að við eigum eftir að sjást aftur.“ Sú varð líka raunin. Sumarið 1959 bauð Onassis Maríu Callas og manni hennar ásamt fleiri gestum í siglingu á snekkju sinni Cristina. Sú ferð endaði þannig að Menaghini sneri einn til Ítalíu en Onassis og María létu sig hverfa og enginn vissi hvar þau héldu sig. Þau settust síðan að í París þar sem þau urðu eftirsótt í samkvæm- islífínu., En samband þeirra varð brátt storma- samt, ástaijátningar Onassis voru yfírborðs- kenndar og falskar. Hann notaði Maríu ós- part til að auka á ímynd sína sem ekki hafði verið sérstaklega góð fyrir. Með frægustu og fegurstu óperusöngkonu heimsins sér við hlið opnuðust honum nýjar dyr í viðskipta- og samkvæmisheiminum sem hann hafði ekki áður aðgang að. Onassis hafði lofað Maríu því að þau myndu ganga í hjónaband en það dróst á langinn að María fengi skiln- að frá manni sínum og Onassis fór undan í flæmingi og fór að sýna henni tómlæti og afskiptaleysi. María varð ófrísk en hún hafði þráð að eignast barn, Onassis umturnaðist og aftók að slíkt ætti sér stað. María Callas hafði sem kona fallið algjör- lega fyrir Onassis og mun hafa elskað hann til dauðadags. Þó ástin geti verið blind er ekki hægt annað en að undrast að kona með slíkan orðstír og persónuleika sem María Callas skyldi láta yfir sig ganga alla þá auð- mýkingu sem hún varð að þola í sambúð sinni með Onassis. Líklega er skýringin sú að það var konan María sem var að upplifa sína fyrstu og raunverulegu ást. Primadonnan María Callas vissi hvernig bregðast skyldi við ef henni var misboðið, konan María brást við með fyrirgefningu og jafnvel undirgefni. Ást hennar var sönn en varnarlaus. Endalokin Árið 1971-1972 var María Callas í New York og stundaði um tíma söngkennslu „Master Class" fyrir óperusöngvara við Juill- iard tónlistarskólann. Um þetta var síðar gert leikrit sem lengi gekk í New York og mun nú verða sýnt í íslensku óperunni. Árin 1973-74 fór María Callas í söngferðalag um Evrópu og Ameríku. Með henni í þessari söngför var hennar gamli söngfélagi di Stef- ano. Þeim var hvarvetna tekið með miklum fögnuði en María Callas var ekki sú sem hún áður var. Undirleikari hennar í þessari för, Robert Sutherland, segir svo frá: „Þegar María Callas átti að ganga inn á sviðið á hljómleikunum í London sagði hún við mig „ég er hrædd,““ og hann heldur áfram „mér varð orðfall og gat ekkert sagt - hvað gat ég líka sagt til uppörvunar við þessa konu með slíka goðsögn á bak við sig?“ Þetta voru endalokin. María Callas söng ekki opinber- lega eftir þessa söngför. Hún settist að í íbúð sinni í París þar sem hún hneig niður þann 16. september 1977 og var látin þegar læknir kom á vettvang. Dánarvottorðið hljóð- aði upp á hjartaáfall - eða dó hún úr ein- manaleik og trega? - Það er líka hægt. Hinn jarðneski líkami Maríu Callas var brenndur og öskunni var síðar dreift af grísku her- skipi út yfir Eyjahafið. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 5. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.