Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 9
Þorbjörg Morgunblaðið/Þorkell ÞORBJÖRG Höskuldsdóttir listmálari telur engar stökkbreytingar hafa orðið á listsköpun sinni í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Þorkell RAGNHEIÐUR Jónsdóttir myndlistarkona. í bakgrunni krauma frumþættir og öfl náttúrunnar. ÞRÁ- HYGGJA ÞOR- BJARGAR UPP ÚR áhrifum sem Þorbjörg Höskuldsdóttir listmálari varð fyrir frá popplistinni á sjötta ára- tugnum hefur hún þróað fígúratíft málverk og í verkum hennar hafa allar götur síðan fléttast saman fortíð og nútíð, en í þeim blandar hún saman byggingarstíl endurreisnar, draumsæi súrrealismans og íslensku landslagi. „I hnotskurn má ef til vill segja að ég flétti saman mannanna verkum og ís- lenskri náttúru," segir listakonan, sem opnar sýningu á olíumálverkum í vest- ursal Listasafns Kópavogs-Gerðarsafns í dag. Telur Þorbjörg engar stökkbreyting- ar hafa orðið á listsköpun sinni í gegn- um tíðina — þó hún sé sennilega ekki rétta manneskjan til að kveða upp dóm í þeim efnum. „Ef eitthvað er þá myndi ég segja að það væri svolítið að losna um verkin mín, þau eru ekki eins stíf og áður. Annars þykir mér alltaf erfitt að ræða um verkin mín þegar ég er búin að vera með nefið ofan í þeim, eins og þegar ég er að hengja upp sýn- ingu.“ Þorbjörg kveðst ekki vinna hratt, hún þurfi að hafa verkin í kringum sig í dágóðan tíma til að „melta þau“. Þorri verkanna á sýningunni sé þó unninn á þessu ári. í öóru Ijósi Þykir listakonunni mikið til Gerðar- safns koma. „Það er stórkostlegt að sjá verk sín hanga uppi á vegg í svona stórum og rúmgóðum sal — maður sér þau í allt öðru ljósi. Reyndar er kannski ekki alveg að marka mig, þar sem ég mála heima hjá mér, í lítilli íbúð. Ég hleyp reyndar stundum með verkin út til að virða þau betur fyrir mér en það jafnast ekki á við sal sem þennan, enda er birtan í honum alveg einstaklega góð.“ Sýningin í Gerðarsafni er tólfta einkasýning Þorbjargar en síðast var hún á ferð í Nýhöfn fyrir fjórum árum. Þá hefur listakonan tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis, unnið að leikmyndagerð hjá Þjóðleik- húsinu og Leikbrúðulandi og mynd- skreytt bækur. Kveðst hún ávallt reyna að takast ný viðfangsefni á hendur eins fljótt og hægt er að hverri sýningu lokinni — það sé ekki að neinu öðru að stefna. Að þessu sinni mun engin breyting verða þar á. „Ég mun lialda ótrauð áfram á sömu braut — þetta er orðin mín þráhyggja." Sýning Þorbjargar er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Henni lýkur sunnudaginn 20. október. Ragnheiður NÁVÍGIVIÐ NÁTTÚRUNA konan og vísar í nærtækasta dæmið, eldinn í iðrum Vatnajökuls. Lítur hún hins vegar ekki á gosið sem auglýsingu fyrir sýninguna, þótt skjálftavirkni gæti í tveimur verkanna, sem saman nefnast Umbrot. Ragnheiður kveðst alla tíð hafa heillast af náttúr- unni enda sé hún alin upp í sveit og því bundin land- inu sterkum böndum. „Síðan bý ég við hraunið í Garðabæ og er því stöðugt í návígi við náttúruna. Mitt nánasta umhverfi er því úfið og endurspeglast það í verkum mínum. Ef ég byggi í Frakklandi væru þau vafalaust allt öðruvísi.“ Áhríf umhverfisins Ragnheiður er viss um að hin hrjúfa náttúra ís- lands hafi áhrif á listamennina sem hér starfi. „Maður sér þetta oft greinilega í verkum íslenskra listamanna, þótt þeir geri sér kannski ekki grein fyrir því sjálfir, enda getum við ekki annað en haft tilfinningu fyrir ofuraflinu sem lúrir undir yfirborðinu.“ Sýningin í Gerðarsafni er átjánda einkasýning Ragnheiðar en hún hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sex sinnum hafa verk hennar hlotið alþjóðleg verðlaun. Nýverið dvaldist listakonan í Visby á Gotlandi ásamt 24 starfsbræðrum sínum frá ellefu löndum í boði Nord- grafia og vann að tilraunagrafík. Ragnheiður kveðst vera harðákveðin í að halda áfram á sömu braut, það er að gera stórar kolateikn- ingar. Þegar hún hafi leitt grafíkina til öndvegis hafi hún verið bundin af stærðunum sem pressan hafi tekið, auk þess sem efnið hafi verið eitrað. Nú sé frelsið meira og efnið ekki eins hættulegt. Þá verður tíminn til að sinna listinni vafalítið rýmri á komandi misserum en listakonan hlaut þriggja ára starfslaun á þessu ári. „Ég þarf ekki að kvarta nema ef vera skyldi út af vinnustofunni í bílskúrnum heima hjá mér — ég vildi að hún væri stærri, kannski jafn stór og sýningarsalurinn hér í Gerðarsafni — hugs- anlega væri það hálfa þó nóg.“ Sýning Ragnheiðar er opin daglega, nema mánu- daga, frá kl. 12—18. Henni lýkur 20. október. f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.