Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 3
LESBðK MOHGl \BL\I)SI\S ~ MEW1\G I.ISIIH 19. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Samgöngur í Rangárþingi tóku miklum breytingum með Þjórsárbrúnni 1895. Eftir það varð Þjórsártún áfanga- og samkomustaður og flutningur og fólk komst með fjórhjóluð- um vögnum þangað og síðan að Ægisíðu, sem varð merkur áfangastaður þar til Eystri-Rangá var brúuð. Næsti áfanga- staður varð Eystri-Garðsauki í Hvol- hreppi, en einnig Dalsel þar til Markar- f\jót var brúað. Um samgöngutæki og áfangastaði í Rangárþingi skrifar Pálmi Eyjólfsson. Menningarritstjóri Sydsvenska Dagbladet, Nils Gunnar Nils- son, er áberandi persóna í sænsku menn- ingarlífi og á meðal annars sæti í UNESCO, menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna. Hann hefur oft sótt okk- ur heim og er mikill Islandsvinur, eins og fram kemur í samtali hans og Einars Arnar Gunnarssonar. Kirkjulistahótíð hefst í Hallgrímskirkju á morgun. Tónlist skipar þar veglegan sess og verða m.a. frumflutt verk íslenzkra tónskálda. Ný- sköpun fyrir nýjar kirkjur á höfuðborgar- svæðinu hefur farið fram á vegum hátið- arinnar. Að vísu er það allt á hugmynda- stigi, en niu listamenn hafa verið valdir til að gera tillögur um listaverk í jafn- margar kirkjur og með nýrri tækni er hægt að skanna tillögur inn á myndir úr kirkjunum, svo sjá má hvernig verkin mundu líta út. Tunglskinseyjan heitir kammerópera Atla Heimis Sveins- sonar sem sýnd var í Peking á dögunum og verður frumsýnd hér heima, í Þjóðleik- húsinu, á miðvikudaginn. Súsanna Sva- varsdóttir fór til Peking og fylgdist með óperuuppsetningunni þar og hún hefur líka fylgzt með undirbúningi frumsýning- arinnar hér heima. Kvikmyndafór í fimmtíu ár kallar Arnaldur Indriðason grein sína um alþjóðlegu kvikmyndahátíð- ina í Cannes, sem nú er haldin í 50. sinn. Daginn sem fyrsta kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakklandi hófst, þann 1. sept- ember árið 1939, braust seinni heimstyij- öldin út og hátíðinni, var svo aflýst eftir að Hitler réðst inn í Pólland. Það var svor ekki fyrr en eftir stríðið, að Cannes- hátíðin komst á laggirnar til frambúðar. Forsíóumyndin: Tillaga Siguróar Örlygssonar aó kirkjulistaverki í Hjallakirkju. DAVÍÐ STEFÁNSSON SÁLMUR BÓKASAFNARANS - BROT - Frá barnæsku var ég bókaormur, og bækumar þekkja sína. Það reynist mér bezt, sé regn og stormur, að rýna í doðranta mína. Og þegar ég frétti um fágætan pésa, þá fer um mig kitlandi ylur. Að eigin bækur sé bezt að lesa er boðorð, - sem hjartað skiiur. Hver einasta bók er með þökkum þegin, en það er oft mesti galdur að klófesta þá, sem er koparsiegin og komin á háan aidur. Ef gömul spennsli frá spjöldum hanga, er spássían hrein og varin. Verst er að sjá sér úr greipum ganga þann grip, sem er bezt með farinn. Á gömlum bókum, mæddum og máðum, þarf mildum höndum að taka. Ef blett á að þvo af blöðum snjáðum, má bókina ekkert saka. Úr landi er sá með réttu rækur, sem rífur bók sökum elli. Með heilagri lotningu handleik ég bækur frá Hólum og Núpufelli. Ég get ekki skilið þá skýjaglópa, er Skálholtsbókunum farga. Af rotnum skræðum ég ryki sópa og reyni þeim allt til bjarga. Eg hagræði lúnum Hrappseyjarblöðum og handleik aldrei i flaustri blöð frá Leirá og Beitistöðum né bækur úr Viðeyjarklaustri. Dovíó Stefánsson kenndi sig jafnan við Fagraskóg í Eyjafirði þar sem hann var fæddur 1895 og var þess sérstaklega minnst í lesbók á síðosta ári. Davíð varð snemma ástsælt skáld. Hann átti heima á Akureyri og þar lézt hann 1964. RABB TÆKNITIL AÐ SKAPA MANN EKKINGU á erfðaefni mannsins hefur fleygt fram á síðustu árum. Sú þekking hefur gert menn læsa á þær upplýsingar sem felast í litningum okkar. Sumar þessara upplýsinga varða orsakir erfðasjúkdóma og miklar vonir eru bundnar við að takast muni að lækna þá í auknum mæli á kom- andi árum. En sú áherzla sem nú er lögð á erfðafræðilega þætti elur líka á hugsun- arhætti sem full ástæða er til að vara við. Þeir sem hvað áfjáðastir eru í að ljúka upp erfðamengi mannsins líta sumir svo á að manneskjan sé lítið annað en afurð erfða- vísanna. Þessi mannskilningur dregur ekki einungis úr frelsi og ábyrgð einstaklinga heldur kyndir hann jafnframt undir við- leitni til þess að taka mannlífið tæknilegum tökum. Hugmyndir af þessu tagi hafa náð hámarki í vangaveltum um einræktun manna. Til að varpa ljósi á þá tækni- hyggju sem hér er á ferðinni ætla ég að hugleiða þrjú tilefni sem menn gætu haft til að einrækta manneskju. Fyrsta tilefnið kenni ég við mannkyn- bætur, en með því á ég við hvers konar viðleitni sem miðar skipulega að fram- leiðslu þekktra „æskilegra" einkenna, s.s. greindar, fegurðar, sterklegrar líkams- byggingar eða jafnvel löghlýðni, svo dæmi séu nefnd af handahófi. Rök gegn erfðabót- um á mönnum eru mörg og þung. Sumir benda á að ógerlegt sé að ákvarða hvað séu æskileg einkenni í fari manna. Það er eitt að benda á ákveðna erfðafræðilega galla sem við viljum vera án; það er annað að segja fyrir um hvernig góðir einstakling- ar eigi að vera. Sjálfur held ég að við höfum sæmilega hugmynd um hvaða kost- ir prýða góðar manneskjur, en tel að frá- leitt sé að leita þeirra eingöngu í erfðasam- setningu þeirra. Hugmyndir okkar um gott fólk eru óaðskiljanlegar frá hugmynd- um um margvíslegan persónuþroska sem virðist velta að verulegu leyti á þáttum öðrum en erfðafræðilegum. Hér er um að ræða hæfileika og mannkosti sem þroskast í mannlegum samskiptum, félagsmótun og uppeldi. Sé þetta rétt þá veita erfðatækni- legar mannkynbætur enga tryggingu fyrir betra mannlífi, kærleiksríkari samskiptum þar sem við virðum mannlífið í sínum fjöl- breytilegustu myndum. Öðru nær: ná- kvæmt „gæðaeftirlit" með því hvers konar einstaklingar kæmu í heiminn myndi í raun setja hömlur á þá þætti sem öðrum fremur stuðla að mannlegum þroska, en það eru frelsi og ábyrgð einstaklinga og gagnkvæm umhyggja þeirra. Og þótt ekki sé farið að einrækta fólk eru þetta ekki innantómar vangaveltur. Greining erfðagalla á fóstur- stigi er þegar farin að stuðla að því að einungis „gallalausir" einstaklingar fæðist í þennan heim. Annað tilefni sem mætti hugsa sér til að einrækta manneskju væri freistingin að eiga sjálfan sig til vara, ef svo sérkenni- lega má komast að orði. Menn myndu þá láta einrækta sjálfa sig til þess að nota í varahluti þegar líffærin byija að bila. Þessi hugmynd vitnar um þá firru að líta svo á að einræktaður einstaklingur verði ná- kvæmt afrit annarrar manneskju, annað eintak hennar en ekki sjálfstæður einstakl- ingur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er hug- myndin forkastanleg. Ef til þess kemur að mannvera verði einræktuð þá ber vita- skuld að auðsýna henni sams konar sið- ferðilega virðingu og hverri annarri mann- eskju. Þriðja tilefnið sem ég vil gera að umtals- efni er að einræktun gæti verið notuð til að bæta fólki þann missi sem líkast til er sárastur í mannlífinu - sem sé missi barns. Ég ætla ekki að fjölyrða um það hvaða aðstæður gætu orðið til þessa, en það má rétt ímynda sér löngun syrgjandi foreldra til þess að endurheimta látið barn sitt. Um leið og þetta væri e.t.v. skiljanlegasta til- efnið af þeim sem ég velti hér upp þá er það jafnframt vísbending um hvað alvar- legustu hætturnar sem eru samfara hug- myndinni um einræktun manna. Hér á ég við þá freistni sem menn geta fallið i að leita tæknilegra leiða til að sigrast á sorg- inni og jafnvel dauðanum. Þetta er hættu- legt af ýmsum ástæðum. Ein er sú að sorgin og dauðinn eru óijúfanleg frá þeim þáttum sem gefa mannlífínu gildi og merk- ingu. Við syrgjum annað fólk vegna þess að það er einstakt og samskiptin við það hafa auðgað líf okkar, og sú vitneskja að manneskjunni sé skammtaður afmarkaður tími hér á jörð er stöðug áminning um gildi þessa jarðlífs. Það ertómhyggja af versta tagi að leitast við sigrast á þessum tilvistarskilyrðum mannsins, t.d. með því að líta svo á að maður komi bókstaflega í manns stað með einræktun. Sú hugmynd að hægt sé að fá annað barn í skiptum fyrir hið látna er ekki einungis hættuleg tilraun til að stríða gegn tilfinningalegu og sálrænu eðli mannsins heldur einnig til marks um það að manneskjan öðlist skipta- gildi fremur en að hún sé ómetanleg í sjálfu sér. Þessi hugsunarháttur er í raun skilget- ið afkvæmi þeirrar tæknihyggju sem vill yfírfæra tæknilega hugsun yfír á öll svið mannlífsins. Með einræktun mannsins væri stigið afdrifaríkt skref í þá átt að umbreyta nátt- úrlegum gangi líf sins í tæknilegt fram- leiðsluferli sem á að lúta áformum og út- reikningum manna. Menn ana áfram í þeirri trú að allt geti orðið viðráðanlegt og til að búa í haginn fyrir tæknivaldið verður að hlutgera hið mannlega og láta það lúta framleiðslulögmálum. Menn vilja dirka upp leyndardóma lífsins og leggja þá undir tæknivald sitt. Þegar að þessum mörkum er komið er orðið erfitt að greina á milli siðferðilegra og trúarlegra rök- semda. Ekki trúarlegra í þeim skilningi að gengið sé útfrá tilvist Guðs, heldur frem- ur á þann hátt að maðurinn eigi ekki að setja sig í það sæti sem einungis Guð get- ur skipað. Þessi skilningur krefstþess að menn viðurkenni sínar eigin takmarkanir og fávizku í-þeim efnum sem hér um ræð- ir. í því er mannleg vizka iðulega fólgin, sem og í því að halda að sér höndum - fíkta ekki við hluti sem menn ráða ekki við og vita ekki hvert munu leiða. Þess vegna fínnst mér fátt verra í þessari um- ræðu en þegar sagt er: Nú er þetta hægt og þá verður það gert; þetta er einfaldlega framtíðin. Við eigum ekki að láta framtíð- ina ráðast af blindri tæknihyggju, heldur móta hana af viti og varkárni. VILHJÁLMUR ÁRNASON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.