Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 19
Selfyssingar með áhugaleik- sýningu ársins LEIKFÉLAG Selfoss hefur verið valið til að sýna í Þjóðleikhúsinu Smáborgarabrúðkaup eftir Bertolt Brecht, í leikstjóm Viðars Egg- ertssonar. Sýningin verður á stóra sviðinu 25. maí. Áhugaleiksýning ársins 1997 Alls var sótt um fýrir 12 sýningar sem athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 1996-97 en tvö leikfélög drógu sig til baka áður en yfir lauk, þar eð leikendur viðkom- andi sýninga höfðu tvístrast frá því í haust: Leikfélag Dalvíkur með Stútungasögu eftir Hugleiksmenn í leikstjórn Sigrúnar Valbergs- dóttur og Leikflokkurinn Hvammstanga með Skáld-Rósu Birgis Sigurðssonar í leikstjóm Harðar Torfasonar. Tíu leiksýningar kepptu því um það að fá að koma og sýna í Þjóðleik- húsinu í vor, auk Leikfélags Selfoss: 1. Leikdeild Ungmennafélagsins Dag- renningar: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax- ness. Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnús- dóttir. 2. Leikfélag Mosfellssveitar: Litla hafmeyjan eftir H.C. Andersen. Leikstjóri: Bjarney Lúðvíksdóttir. 3. Leikfélag Fljóts- dalshéraðs og Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum: Þetta snýst ekki um ykkur ÚR SÝNINGU Leikfélags Selfoss á Smá- borgarabrúðkaupi Bertolts Brechts. eftir leikhópinn og leikstjórann, Gunnar Gunnsteinsson. 4. Leikfélag Hveragerðis: Salka Valka eftir Halldór Laxness. Leik- stjóri: Inga Bjarnason. 5. Leikfélagið Snúður og Snælda, Reykjavík: Ástandið eftir Bryn- hildi Olgeirsdóttur og Sigrúnu Valbergsdótt- ur, sem jafnframt var leikstjóri. 6. Leikfélag Sauðárkróks: Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen. Leikstjórar: Einar Þorbergsson og Gunnar Eyjólfsson. 7. Leikfélag Blönduóss: Hús Hillebrandts eftir Ragnar Arnalds. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. 8. Ung- mennafélag Gnúpverja: Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumsson. Leikstjóri: Halla Guð- mundsdóttir. 9. Leikdeild Ungmennafélags- ins Eflingar: Himnaríki eftir Árna Ibsen. Leikstjóri: Arnór Benónýsson. Leikendur í Smáborgarabrúðkaupi eru Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Ester Hall- dórsdóttir, Tania íris Melero, Kolbrún Dögg Eggertsdóttir, Ólafur Jens Sigurðsson, Guð- mundur Karl Sigurdórsson, Kristín Stein- þórsdóttir, Eyjólfur Pálmarsson og Baldvin Árnason. Píanóleikari í sýningunni er Theód- ór Kristjánsson. Búninga hönnuðu Sigríður Guðmundsdóttir og Sirra, höfundur leik- myndar er Geir Óttarr Geirsson. Þorsteinn Þorsteinsson þýddi verkið. Leikstjóri er Við- ar Eggertsson. Dómnefndina skipuðu Þórhallur Sigurðs- son, leikstjóri, Guðrún Þ. Stephensen leik- kona og leikstjóri, og Stefán Baldursson, þjóðleikhússtjóri. Þetta er í fjórða sinn sem Þjóðleikhúsið býður áhugaleikfélagi að sýna verk á Stóra sviðinu. Fyrsta árið kom Leikfélag Horna- fjarðar með Djöflaeyjuna eftir Einar Kára- son, þar næst Freyvangsleikhúsið með Kvennaskólaævintýrið eftir Böðvar Guð- mundsson og í fyrra sýndi Leikfélag Sauðár- króks Sumarið fyrir stríð eftir Jón 0. Orms- son. JÓN Þorsteinsson og Signý Sæmundsdóttir ásamt undirleikara sínum Gerrit Schuil. Til að syngja yfir pylsu og bjór NÆSTSÍÐUSTU tónleikar Schubert-hátíð- arinnar í Garðabæ verða haldnir í dag, laug- ardag, kl. 17. Þar munu söngvaramir Signý Sæmundsdóttir, sópran, og Jón Þorsteins- son, tenór, flytja sönglög eftir Franz Schu- bert. Við hljóðfærið er Gerrit Schuil sem jafnframt er listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar. Tónleikamir em haldnir í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ. Jón Þorsteinsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri svo óendanlega margt hægt að segja um tónlist Schuberts. „Það er svo margt hægt að segja að maður end- ar vanalega á því að segja ekki neitt. Það er stundum sagt að orðið komi á undan tónlistinni í ljóðasöngvum en þegar maður hlustar á tónlist Schuberts finnst manni stundum að orðin séu óþörf til að skilja hvað verið er að segja. Annars finnst manni stundum eins og maður geti endalaust hald- ið áfram að kafa í tónlist Schuberts, hún er svo margbrotinn. Það er alltaf eitthvað nýtt að koma í ljós, maður er alltaf að læra. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þessi lög hafi verið samin til að syngja yfir pylsu og bjór.“ Efnisskráin er fjölbreytt eins og á fyrri tónleikum hátíðarinnar og segir Jón að lögð sé áhersla á að vejja saman hin þekktustu tónverk meistarans og svo þau sem sjaldan heyrast flutt en standa hinum frægari sist að baki. Tónleikamir heíjast á því að Signý Sæ- mundsdóttir syngur fjögur Mignon-yóð við texta Goethe. Þá syngur Signý þrjú |jóð Schuberts tengd náttúmnni og fjórar kanzónettur í ítölskum stíl. Jón Þorsteinsson syngnr sex ljóð úr ljóða- fiokknum Malarastúlkan fagra og fimm lög af trúarlegum toga. Að lokum syngja þau Signý og Jón dúettinn Licht und Liebe. Forsala aðgöngumiða er í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, en miðasala er opin í Kirlguhvoli við Vídalínskirkju frá kl. 15-17 tónleikadagana. ÚT ÚR SKÁPNUM MEÐ TCHAIKOVSKY IQNLIST Sígildir diskar TCHAIKOVSKY - PÍANÓ Pjotr Dyich Tchaikovsky: Píanókonsertar nr. 2, op. 44 og nr. 3, op. 75. Einleikari: Peter Donohoe. Hjjómsveitarstjóri: Rudolf Barshai. HJjómsveit: Sinfóníuhljómsveitin í Boume- mouth. Útgáfa: EMICDC 7 49940 2 (63:13 mín.). Verð: kr. 1.899 - Skífan. ÞAÐ er best að gera lesendum grein fyr- ir því strax að það að elska og dá tónlist Tchaikovskys þykir ekki sérlega fínt meðal þeirra tónlistaráhugamanna sem þykjast lengst komnir á þroskabrautinni. Menn segj- ast þá jafnan vera lítið gefnir fyrir þessa væmnu, ofurrómantísku og sykurhúðuðu tónlist. Þetta ku vera merki um mikinn tón- listarlegan þroska og gáfumennsku. Við hin sem látum það eftir okkur að spila Svana- vatnið, Pathetique-sinfóníuna og B-moll píanókonsertinn á fullu heima í stofu - og það kinnroðalaust - dettum stundum í þenn- an rómantíska ham og við skulum ekkert skammast okkar fyrir það. Það gerir undir- ritaður a.m.k. ekki. Í pistli fyrir nokkrum vikum fjallaði ég um Píanókonsert Tchaikovskys, eins og sá fyrsti er vanalega kallaður, og er þá í raun gefið í skyn að hann sé sá eini frá hendi höfundar. Það er ekki rétt því Tchaikovsky samdi þrjá píanókonserta og hafa þeir tveir seinni algerlega fallið í skugga hins fyrsta. Það er miður því þeir eiga það fyllilega skilið að heyrast miklu oftar. Annar píanókonsertinn hlaut þau hörmulegu örlög að vera gefinn út í verulega styttri útgáfu eftir andlát tónskáldsins og var það píanóleikarinn Alexander Siloti sem stóð að því. Fyrsti og annar kafli var í útgáfu Silot- is skorinn verulega niður og var verkið þann- ig flutt lengst af og að öllum líkindum er í þessu að finna skýringuna á tiltölulega takmörkuðum vinsældum konsertsins. Á síð- ustu árum hafa menn ekki litið við styttu útgáfunni heldur nær undantekningalaust flutt verkið í upprunalegri gerð. Og þá hef- ur verið kvartað um að konsertinn væri of langdreginn. Túlkun hljómsveitarstjórans Gennadis Rozhdestvenskys og eiginkonu hans, píanóleikarans Viktoriu Postnikovu (DECCA 436 485 - 2DM), sem ég hef lengi átt í safni mínu er ákaflega þunglamaleg og gerir því verkið langdregið og satt að segja hefur mér þótt það hundleiðinlegt í útgáfu þeirra. Flutningur Peters Donohoes og Rudolfs Barshais gjörbreytti hins vegar viðhorfí mínu. í túlkun þeirra er Píanókon- sertinn nr. 2 glæsileg tónsmíð. Hann er fullur af óvæntum uppákomum, sérstaklega tilkomumiklum kadensum og leiftrandi hljómsveitarköflum. Og ekki má gleyma laglínunum sem skjóta beint í mark eins og vænta má frá hendi Tchaikovskys. Gæti verið að annar konsertinn væri þegar allt kemur til alls betri tónsmíð en sá fyrsti? Ég veit ekki - en síðri er hann allavega ekki. Donohoe og félagar eru greinilega stað- ráðnir í því að færa mönnum heim sanninn um að konsertinn sé ekkert minna en meist- araverk sem hefur rökræna framvindu og samhengi. Ekki skaðar heldur einleikskafli þeirra Nigeis Kennedys og Stevens Isserlis í gullfallegum andante-kaflanum. Þriðji konsertinn er miklu seinna verk, saminn skömmu áður en Tchaikovsky lést. Hann er í einum þætti og var upphaflega hugsaður sem upphafskafli sinfóníu sem átti að vera sú sjötta í röðinni. Þau áform urðu að engu og breytti tónskáldið verkinu í píanókonsert sem honum entist þó ekki aldur til að ljúka við. Einhvem veginn flnnst manni Tchaikovsky ekki vera upp á sitt besta í þessu verki og ég held að flutningur Donohoes og Barshais geri það að verkum að það virðist betra en það í raun og veru er. Hvað sem öðru líður er það sannarlega áhugavert að hlusta á síðustu hugsanir tón- skálds sem á svo skammt eftir ólifað - og veit það. Mjög eigulegur diskur fyrir okkur Tcha- ikovsky-aðdáendurna. TCHAIKOVSKY - SELLÓ Peter Ilyich Tchaikovsky: Rókókó-tilbrigðin op. 33, Souvenir de Florence op. 70, Andante cantabile, Noctume og Aría Lenskys úr Eug- en Onegin. Einleikari: Mischa Maisky (selló). Orpheus-kammersveitin - án stjómanda. Útgófa: DGG 453 460-2 (73:19 mín.). Verð: kr. 1.999 - Skífan. SPURNINGAR eins og „Hvert er fegurst fjalla?" og „Hvaða tónskáld er merkast?“ eru að sjálfsögðu út í hött en geta orðið upphaf skemmtilegra samræðna þar sem ómögulegt er að komast að niðurstöðu. „Hvaða hljóðfæri er fallegast?" er álíka fár- ánleg spuming sem ekki er hægt að svara. Eftir að hafa kynnst þessum spánnýja Tcha- ikovsky-diski Mischa Maiskys vefst svarið ekki fyrir mér. Ég held að mér þyki sellóið með ótrúlegum blæbrigðum þess fallegast hljóðfæra. Mischa Maisky er „töffarinn“ meðal selló- leikara eins og myndimar á plötuumslögum hans bera með sér. Hann er markaðssettur sem slíkur og þessi diskur beinlínis æpir á væntanlega kaupendur (allavega þá sem kvenkyns eru): „Kauptu mig!“. Vesalings Donohoe - á myndinni miðaldra og lítur út fyrir að vera það, litlaus en þó traustur - má sín lítils í samanburði við Maisky sem þó er 6 árum eldri. Markaðssetning tónlistar- manna er áhugavert umfjöllunarefni en á víst betur við á öðrum vettvangi. Hér er það innihaldið sem gildir. Konsertverk fyrir selló eru sorglega fá og reyndar tiltölulega lítið er til af konsert- um fyrir selló og hljómsveit sem standa verulega upp úr eins og konsertar Haydns, Schumanns, Dvoráks, Elgars og Shos- takovichs. Maður spyr sig hvernig tónlistar- heimurinn liti út ef sellóinu hefði verið veitt meiri athygli sem einleikshljóðfæri en raun varð á. Ekki væri ónýtt að geta skellt selló- konsert eftir þá Mozart, Beethoven og Brahms í geislaspilarann. Óskhyggjan kem- ur víst ekki að gagni að þessu leyti. Þess vegna er gaman að heyra sjaldheyrð ein- leiksverk fyrir þetta hljóðfæri eftir einn ajf^- stórsnillingum tónlistarsögunnar sem svo sannarlega kunni að skrifa fyrir þetta tján- ingarríka hljóðfæri. Á diskinum eru þijú styttri verk sem tónskáldið umritaði fyrir selló og hljómsveit: hið þekkta Andante cantabile úr fyrsta strengjakvartettinum, Aría Lenskys úr óperunni Eugen Onegin og Næturljóð sem upprunalega var samið fyrir píanó. Maisky fer nærfærnum höndum um þessi viðkvæmnislegu verk en þó lætur hann eftir sér að beita svo safaríkum tón að jaðrar við að ofgert sé. Rókókó-tilbrigðin í meðförum Maiskis eru glæsileg. Túlkun hans er um margt öðruvísi en maður á að venjast, hraðavalið er nokkuð sérviskulegt. (mjög hægt og upp í ótrúlegan ofsahraða) en ekkert smáatriði týnist í þessum natn^. fluthingi. Maður getur ekki annað en dáðsr' að þessari ofurmannlegu tækni sem virðist koma svo eðlilega og án sýndarmennsku. Hlustið t.d. á tilbrigði II (Tempo del Tema) nr. 4 og tilbrigði IV (Andante grazioso) nr. 6 til að sannfærast. Það er hreinasta unun að hlusta á svona spilamennsku. Strengj- asextettinn Souvenir de Fiorence er hér fluttur í útsetningu tónskáldsins fyrir strengjasveit og fá þá félagar í bandarísku Orpheus-sveitinni loks notið sín án þess að stórstjarnan skyggi á. Flutningur sveitarinn- ar einkennist af mikilli spilagleði og er afar fágaður (hlustið t.d. á 3. kaflann nr. 16W Þó er leikið af miklum eldmóð og oft teflt á tæpasta vað. Þrátt fyrir hátt verð eru þetta góð kauþ. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.