Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 10
4 FELLA- OG HÓLAKIRKJA SEUAKIRKJA FORRÁÐAMENN Kirkjulistarhá- tíðar hafa dottið niður á góða hugmynd og merka nýjung sem á eftir að setja svip á sumar kirkjur Reykjavíkurprófasts- dæmis. Þeir hafa fengið þekkta listamenn til að vinna að hug- myndum og útfæra myndir, sem nú er hægt að skanna inn á myndir úr kirkj- um og sjá all nákvæmlega hvernig viðkom- andi listaverk liti út ef það væri komið á sinn stað í fullri stærð. Einhveijum varð á orði, að ekki veitti nú af og hefur verið vakin á því athygli, meðal annars í mínum skrifum í Lesbók, að flestar nýjar kirkjur, bæði í höfuðstaðnum og annarsstaðar, eru fátæklegar með tilliti til kirkjulistar. Arkitektar hafa fengið aðfinnslur vegna þess að oft virðist sem þeir geri ekki ráð fyrir altaristöflum eða annarri kirkjulist. Þeir eru þó ekki einir í sökinni, því sóknar- nefndir hljóta að samþykkja þær tillögur og teikningar sem byggt er eftir. Eftirá kemur í ljós að eitthvað þýðingarmikið vant- ar; öll þessi steinsteypa að viðbættu stóru og dýru orgeli er ekki nóg. Það eru samt ekki sóknarnefndimar eða arkitektarnir sem hafa hrint af stað þeirri nýsköpun sem hér er á ferðinni, heldur það fólk sem skipar stjórn kirkjulistarhátíðar. Þar eiga sæti í Yfírnefnd Þóra Kristjánsdótt- ir, sr. Guðmundur Þorsteinsson, sr. Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Gylfi Jónsson. í fram- kvæmdanefnd eru: Hörður Askelsson, for- maður, Andrés Narfi Andrésson, Gunnar Harðarson, Jóhann E. Björnsson og Sigríður Jóhannsdóttir. Hugmyndin spratt raunar af þýzkri sýn- ingu í Die Neue Samlung í Múnchen. Þar voru þegar tilbúin listaverk sem ætluð voru í ákveðnar kirkjur ljósmynduð í kirkjunum, en fengin að láni og sýnd á sýningunni. Fyrst í stað stóð til að fá þessa sýningu til landsins og það hefði verið hægt. En þá kom upp sú hugmynd að fá 9 nýjar kirkjur úr prófastsdæmum Reykjavíkur til sam- starfs. Að þeim standa 16 arkitektar. Stjórn Kirkjulistarhátíðar valdi síðan listamenn til þess að vinna tillögur. Þeir fengu fullt frelsi til að vinna að þessum verkefnum; máttu útfæra tillögur sínar í hvaða efni og stærð sem þeir kusu. Við- fangsefnin skyldu þó að sjálfsögu vera af EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Sú hlió Kirkjulistarhátíóarinnar sem snýr aó mynd- list mun vekja veruleqa athyqli oq marka tímamót í þá veru aó nú er líklegt aó nýjar kirkjur í Reykja- víkurprófastsdæmum eignist góóa qripi. trúarlegum toga. Þetta var gert án skuld- bindinga af hálfu kirknanna og listamann- anna um frekari útfærslu og uppsetningu, en kirkjurnar eiga þess kost að láta vinna verkin og setja þau upp, ef þær kjósa svo og allir eru því samþykkir. Fyrsta skrefíð var að sóknarnefnd, prest- ur og arkitekt hverrar kirkju voru beðin um að tilnefna tvö verkefni fyrir viðkomandi kirkju. Stjóm Kirkjulistarhátíðar valdi síðan annað verkefnið og í framhaldi af því var valinn listamaður til að vinna að því. Lista- verkið skyldi ekki vera einskorðað við kirkju- skipið sjálft, heldur allt rými kirkjunnar, forkirkju, safnaðarheimili og einnig um- hverfi kirkjunnar. Listamennimir fengu sumsé ekki að velja sér kirkju, heldur var það stjóm Kirkjulistar- hátíðar sem ákvað kirkju fyrir hvern lista- mann. En það sem er nýstárlegt og mun áreiðanlega vekja athygli á sýningunni í Hallgrímskirkju, er sú tækni sem notuð er til þess að áhorfandinn geri sér sem bezt grein fyrir því hvernig verkin mundu líta út á sínum fyrirhuguðu stöðum. Þar kemur tölvutæknin til sögunnar. Ragnar Th. Sig- urðsson ljósmyndari hefur tekið litmyndir af tillögum listamannanna og hann hefur einnig myndað það rými í kirkjunum, þar sem verkunum er fyrirhugaður staður. Með því að skanna myndirnar af listaverkunum inn á myndirnar úr kirkjunum, fæst sá sýnd- arveruleiki sem hér er byggt á. Má ætla að myndirnar gefí í þessari útfærslu all nákvæma mynd af því, hvernig verkin líta út í kirkjunum og hvernig þau ríma við annað í næsta umhverfi. Þannig er frá þessu gengið á sýning- unni, að unnið hefur verið módel af verkun- um, nema tveimur málverkum Sigurðar Örlygssonar og Þorbjargar Höskuldsdóttur. Jafnframt eru sýndar stórar ljósmyndir af verkunum eins og þau koma fyrir í kirkjun- um og þá í því rými sem þau eru hugsuð í. Einnig eru til sýnis vinnuteikningar og útskýringar á trúarlegum táknum. Sýningin stendur til 1. júní. í tengslum við hana verður haldið málþing 24. mai í GRAFAR' NYSKOPUN FYRIF 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.