Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 8
I Fjölmarggr nýjar kirkjur hafg verió reistar á höfuóborgarsvæöinu undanfarin ár og ára- tugi. Allar eru þessar byggingar listaverk út af fyrir sig en einnig þarf að hugsa fyrir lista- verkum inn í þær, kirkjulistinni. I tilefni af sýningu á kirkjulist í Hallgrímskirkju ræddi ÞRÖSTUR HELGASON vió tvo arkitekta nýrra kirkna um áherslur þeirra í hönnuninni og viöhorf til kirkjulistarinnar. KIRKJU- (BYGGINGA) BENJAMÍN Magnússon við Digraneskirkju. Morgunblaðió/Þorkell I þessari sífelldu Evr- ópuumrœöu má maö- ur ekkigleyma Norö- urlöndunum, þau eru einstök samsetning. Þessi fimm ríki eiga margt sameiginlegt en eru samt svo ólík. dygði til einhvers. Ég skrifaði því langa röð greina frá Islandi fyrir Kvállposten. A þeim tíma kynntist ég Matthíasi Johannessen. Ég heillaðist af því hve mörg bókaforlög voru í þessu litla samfélagi, hversu mörg tímarit voru gefin út og hversu mikill al- mennur lestraráhugi var. Ég hlustaði á út- varpið og mér fannst fallegt að heyra ís- lenskuna talaða þó að ég skildi ekki mikið. Sérstakt þótti mér að heyra dánartilkynn- ingarnar og ég skynjaði hve útvarpið var þýðingarmikill þáttur í þjóðlífinu. Síðan hef ég heimsótt Island oft. Það sem er aldeilis ótrúlegt er að þessi litla þjóð hefur náð að mennta vísindamenn á heims- mælikvarða, hún á frábæra listamenn og hefur sendiherra í helstu borgum. Á íslandi fínnst allt sem þarf til að reka nútíma þjóðfé- lag þó að landsmenn séu færri en íbúar Malmö og nágrennis. Þeir sem ekki þekkja til gætu ímyndað sér að ísland sé einhvers staðar langt úti í hafsauga en í raun er landið staðsett mitt á milli Evrópu og New York. Það er skemmtileg samsetning að geta lesið gömlu víkingasögumar en vera um leið í sterku sambandi við hið nýtísku- lega svo sem myndbönd og gervihnetti. Mér fínnst athyglisverð barátta ykkar fyrir að varðveita tungumálið. Það er fyrir hendi sterkur vilji fyrir að halda menningararfín- um lifandi en það er augljóst að sá arfur mótast verulega af náttúra landsins. Ég ferðaðist með vinum mínum, hjónunum Matthíasi Johannessen og Hönnu konu hans, um landið og skynjaði þá hin nánu tengsl sem liggja aftur til landnámsaldar. Ég var á fundi norðurlandadeildar UNESCO á Kirkjubæjarklaustri síðastliðið haust þegar upphaf hinna miklu umbrota í Vatnajökli áttu sér stað. Mér þótti það dramatísk upp- lifun. Hér á áram áður þegar ég var blaða- maður á Kvállsposten flaug ég yfír Surtsey á meðan gosið stóð yfír. Mér fannst hálf- gerður heigulsháttur að fljúga bara yfír þannig að ég ákvað að fara út í eyjuna. Ég dvaldi í Vestmannaeyjum í nokkra daga því að veður hamlaði för minni út í Surts- ey. Á meðan ég beið fannst mér Vestmanna- eyjar vera einhver afslappaðasti staður á jarðríki. Um leið og veðrið gekk niður sigld- um við af stað. Það vora mér nokkur von- brigði að allt var með kyrram kjöram þegar við stigum á fast land eyjarinnar og lítið fréttnæmt fyrir mig að skrifa um. En skyndi- lega byijaði að gjósa með miklum dranum og látum. Hraunið tók að sprautast upp úr gígnum. Þetta var stórkostleg upplifun og þegar ég sigldi frá Surtsey var ég mér öðra- vísi innanbijósts, sannfærður um að greinin yrði til þess að Kvállsposten myndi seljast veralega vel. EGAR GOS var í Vestmanna- eyjum var ég á leið til Banda- ríkjanna og þá flaug flug- stjórinn einn hring yfír gos- stöðvunum til að leyfa far- þegum að sjá umbrotin." Hvað finnst þér um ís- lenskar nútímabókmenntir? „Laxness er náttúrulega sá stóri. Ég hef hitt hann tvisvar sinnum. Annars vegar þegar hann var á hátindi sínum, þá tók ég viðtal við hann á Gljúfrasteini, og hins veg- ar var ég í matarboði með honum hjá Matt- híasi og Hönnu. Það var mikið gaman að heyra þá skiptast á skoðunum. Eg á erfitt með að tjá mig almennt um íslenskar bók- menntir. Þið Islendingar hafið náttúrulega sterka bókmenntahefð. Mér sýnist þó vera komin fram kynslóð íslenskra rithöfunda sem sinnir fagurbókmenntum af miklum metnaði.“ ITILEFNI af Kirkjulistahátíð sem hefst á morgun í Hallgrímskirkju voru níu listamenn fengnir til að gera tillögur að nýjum myndverkum í níu nýjar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum. Kirkjumar eiga það allar sameiginlegt að innan við tíu ár eru liðin frá vígslu þeirra. Listamennirnir fengu fijálsar hendur í listsköpun sinni enda engar skuldbind- ingar um endanlega útfærslu verkanna eða uppsetningu þeirra í kirkjunum. Myndlistarmennirnir eru Guðjón Ketilsson, sem gerir tillögu um lágmynd í safnaðarsal Digraneskirkju, Guðrún Gunnarsdóttir, vef- Iistaverk í anddyri Árbæjarkirkju, Helgi Gísla- son, umgjörð um altari Seljakirkju, Herdís Tómasdóttir, veflistverk Seltjarnameskirkju, Leifur Breiðfjörð, lágmynd í mósaík í anddyri Fella- og Hólakirkju, Magnús Tómasson, skírn- arfont í Grafarvogskirkju, Sigurður Örlygsson, veggmynd á altarisvegg Hjallakirkju, Steinunn Þórarinsdóttir, umgjörð um altarið í Breiðholts- kirkju, og Þorbjörg Höskuldsdóttir, málverk í anddyri Grensáskirkju. En hvað hafa arkitektamir í huga við teikn- ingu kirknanna og hvert er viðhorf þeirra til kirkjulistarinnar. Leitað er svara hjá tveimur arkitektum sem eru höfundar að nýjum kirkj- um í Kópavogi; Benjamín Magnússyni sem teiknaði Digraneskirkju og Hróbjarti Hró- bjartssyni sem teiknaði Hjallakirkju. Arkitektar vilja f á I leiri aó verkinu „Ég hef alltaf litið svo á,“ segir Benjamín, „að svo mikið af því sem snertir okkar daglega líf er byggt á því vestræna uppeldi sem við fáum. Þetta uppeldi hefur að verulegu leyti komið frá kirkjunni í gegnum aldimar; okkar menning byggir því á arfleifð hennar að miklu leyti. Og þegar maður sest niður og fer að velta fyrir sér byggingu kirkju þá spyr maður sig hvað er kirkja. Jú, kirkjan er vissulega lífs- reynsla, mannvirki sem hefur smámsaman fengið mjög skilgreint hlutverk sem er líka samofíð táknum trúarinnar. Vissulega er það breytilegt en í eðli sínu er kjaminn alltaf sá sami. Kirlq'an er í mínum huga framhald af því sem er búið að gera, hún á að vera trú hlutverki sínu þannig að fólk skynji að þama sé guðshús. Kirkjum hefur í gegnum tíðina verið valinn staður á hæðum, miðsvæðis í þéttbýlinu. Digra- neskirkja átti upphaflega að vera staðsett upp á Víghól hér í bænum en var síðan eftir mikl- ar deilur fundinn staður í miðjum grasagarði suðurhlíða sóknarinnar við Digranesveg. Hún stendur því frekar lágt. Þetta notfærði ég mér. Allar línur urðu meira á hæðina. Kirkju- skipið rís hátt í miðju byggingarinnar og um- hverfís er lágreist rými sem hýsir safnaðar- starfíð og aðra starfsemi. Kirkjuskipið er örk, skip sem ég sný á hvolf þannig að kjölurinn snýr upp. Eg risti síðan kjölinn í sundur og geri glugga þar. Gert er ráð fyrir því að í þessa glugga komi steint gler unnið af lista- manni en það verður sjálfsagt ekki fyrr en seinna vegna mikils kostnaðar. Hvað annað listskraut varðar þá gerði ég ekki ráð fyrir altaristöflu. Á meðan ég var að vinna að hönnun kirkjunnar átti ég samtal við séra Þorberg Kristjánsson, fyrrverandi sóknar- prest hér, sem ráðlagði mér að hafa ekkert á bak við altarið sem gæti dregið athyglina frá helgihaldinu, að það væri með öðrum orðum best að hafa baksvið altarisins sem einfaldast. Ég fór að þessum ráðum séra Þorbergs. Ég sé hins vegar fyrir mér stórt veggteppi á aust- urvegg kirkjuskipsins. Það verk sem Guðjón Ketilsson er að sýna núna er hannað með tilliti til veggjar inni í safnaðarsalnum, bak við lítið altari sem þar á að vera, en sá veggur sést einnig inn úr kirkju- skipinu sé veggur opnaður þar á milli. Ánnars hafa arkitektar í gegnum tíðina ver- ið feimnir við að hleypa mörgum að verki sínu, láta aðrar hendur taka þátt í sköpuninni. Menn sjá gjaman fyrir sér að það sé verið að breyta einhveiju sem höfundurinn hefur skapað. Þetta er hins vegar að breytast. Það er meira um það í dag að arkitektar vilji fá fleiri að verkinu. Hvað varðar kirkjubyggingar er þetta iðulega spuming um peninga; kirkjan verður að for- gangsraða verkefnum í byggingunni og þar verður list óneitanlega aftarlega í röðinni. Það sem er æskilegast í þessu samhengi er hins vegar að listamennimir fái tækifæri til að koma sem fyrst inn í vinnsluferlið." Listamenn kallaðir til of seint Hróbjartur telur að það sé réttmæt gagnrýni að of seint sé kallað í listamenn við hönnun kirkna. „Samstarfíð þama á milli þarf að vera gott. Annars er staðreyndin sú að það er yfir- leitt verið að byggja kirkjur fyrir of lítið fé og þá mætir þessi þáttur í byggingu kirkjunnar afgangi." Markmiðið við byggingu Hjallakirkju segir Hróbjartur hafa verið að byggja hófsama og tiltölulega litla kirkju til að steypa söfnuðinum ekki í skuldir. „Og ég held að þetta hafí tekist. Annars ein- kennast kirkjur í dag af því að þær þurfa að gegna mun stærra hlutverki en áður. Éiginleg- ur kirkjusalur er vanalega ekki nema þriðjung- ur af kirkjubyggingunni, tveir þriðju fara undir aðra starfsemi, safnaðarstarf og starfsemi prests. Ég valdi þá leið ásamt samstarfsmönnum mínum að hafa kirkjuskipið lokað rými; á því eru engir gluggar nema til himins. Safnaðar- heimilið er hins vegar opið rými með gluggum á hliðum. Hugsunin er sú að safnaðarstarfsemi sé opin út á við en kirkjurýmið auðveldi íhugun og einbeitingu sem fólk þarf á að halda við athafnir. Kirkjuskipið er hannað eins og opinn faðm- ur, það opnast út frá altarinu og er mikið á breiddina þannig að kirkjugestir sitja allir frem- ur nálægt prestinum og eru kannski meiri þátt- takendur í athöfnum kirkjunnar en ella. Gert er ráð fyrir að listaverk skreyti kirkj- una. Aftan við altarið er stór veggur sem er ætlaður fyrir altaristöflu. Myndverk Sigurðar Örlygssonar er miðað við þennan vegg. Og gert er ráð fyrir að listaverkum verði komið fyrir á fleiri stöðum.“ Hrifnir af Neskirkju Aðspurðir sögðust Benjamín og Hróbjartur báðir telja að kirkjubyggingarlist hér á landi síðustu árin hafí verið misjöfn. „Sumt hefur tekist vel og annað miður,“ sagði Hróbjartur. „Það hefur stundum verið gagnrýnt að nútíma- kirkjur séu óhefðbundnar en hinar svokölluðu hefðbundnu kirkjur voru bara reistar á allt öðr- um forsendum en kirkjur nú. Það eru allt aðrir möguleikar fyrir hendi nú og kirkjur hafa líka annað og meira hlutverk en áður eins og ég minntist á áðan.“ Benjamín segir að kirkjubyggingalist hér á landi hafí verið fjölbreytileg. „Margir hafa höfð- að til hefðarinnar en aðrir ekki. Okkar vandi er í raun sá að við höfum afskaplega litla hefð til að byggja á í byggingarlist og það hamlar okk- ur mjög. Við höfum heldur engan ákveðinn skóla til að miða okkur við þv. ' íslenskir arki- tektar eru allir menntaðir á erandri grund.“ Aðspurðir segjast Benjamín og Hróbjartur báðir vera sérstaklega hrifnir af Neskirkju af- þeim yngri. „Hún var reist algerlega á skjön við hefðina,“ sagði Benjamín, „fyrirkomulagið inni í henni er til dæmis aljörlega óhefðbundið. Hún er mjög vel heppnað og gott innlegg í kirkjubyggingasöguna okkar.“ 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.