Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 9
HIÐ ILLA heillar. Ofbeldismenn og allskonar skrattakollar eru vinsælt fyrirbæri í nútíma kvik- myndum. SAMUÐ MEÐ SKRATTANUM - UM TÖFRA HINS ILLA - EFTIR STEFÁN SNÆVARR Hið illa heillar, illu heilli! Kon- ur (og karlar) falla fyrir skít- hælum en hafna góðu gæjun- um (og pæjunum). Mennta- menn (og konur) hrífast af pólitískum glæpamönnum og bera blak af sjarmerandi morðingjum en hallmæla venjulegum lýðræðissinnum og heiðarlegum smóborgurum. „Pleased to meet you! Hope you guess my name but what is confusing you is the nature of my game.“ Rolling Stones: Sympathy for the Devil. Morðingjar og menntamenn Platon vildi hlut bókmennta sem minnstan í fyrirmyndarríkinu. Harmleikjaskáldin skyldi gera landræk en þau þó kvödd med virðingu, smurð smyrslum og krýnd lárviðarsveigum. Astæðan fyrir fjandskap Platons við blekiðju- menn var sú að hann taldi flestallan skáldskap spilla mönnum. Illmenni í bókmenntum eru skrautlegri og skemmtilegri en góðmennin. Því eru meiri líkur til þess að við látum heillast af vonda fólkinu en því góða og tökum það okkur til fyrirmyndar. Ruddinn Egill heillar, Njáll hinn dyggðumprýddi síður. Meinið er að þannig er ástand mála í veröldinni utan leiksviðs og texta. Hinir illu eru einfaldlega meira spennandi en þeir góðu, segir Platon. Það er meira en lítið til í þessari kenningu Platons. Eða hvers vegna marseruðu milljónir í takt þegar Stalín og Hitler sveifluðu takt- stokkunum? Vissulega var hlýðni við þessa herramenn kvöð en margir studdu þá af fúsum og frjálsum vilja. Hvers vegna lögðust aust- urrískir menntamenn hundflatir fyrir morðingjanum Jack Unterweger og Japanir fyrir manninum sem át unnustu sína? Unterweger þessi tók að skrifa í fangelsinu og reyndist vel pennafær. Menntamenn í Aust- urríki tóku hann upp á arma sína og linntu ekki látunum fyi-r en hann var náðaður. Ekki launaði kálfsi ofeldið, áður en varði var hann handtekinn fyrir raðarmorð, hafði myrt skyndikonur í ýmsum löndum. Hvað japönsku mannætuna varðar leikur gi-unur á að hún sé tekin til við fyrri iðju en kvikindinu var að sjálfsögðu sleppt úr fangelsi vegna „iðni, siðprýði, og góðra framfara". En japanskir menningarvitai- sjá ekki sólina fyrir „Hannibal kannibal-san“ og lesa ritverk hans með áfergju. Illar tungur segja þau hið argasta klám og vart prenthæf. Jón Séní (Jean Genet) mátti þó altént eiga að hann var allgóður höfundur og hélt sig réttum megin við lögin eftir að hann var náðaður að áeggjan Jean- Paul Sartres og annarra franskra mennta- manna. í ofanálag er fátt jafn kynæsandi og ill- mennskan. Fyrir nokkrum árum las ég athygl- isverða bók, sem heitir Konur sem elska of mikið (Women who love too much) eftir Robin nokkra Norwood. Höfundur heldur því fram að sumar konur, ekki síst þær sem koma frá vandræðaheimilum, sæki í fúlmenni og vand- ræðagemsa. Norwood telur skýringuna þá að stúlkurnar séu spennufíklar og fái vart fullnægingu með öðrum karlmönnum. Ailir þekkja söguna um konuna, sem lét berja sig eins og plokkfisk af karlinum, en skreið alltaf til hans aftur. Svo þegar karlinn stakk af þá fann hún sér nýjan, engu betri. Alkunna er að alkadætur giftast ölkum. Færri vita að fjöldamorðingjar eiga greiðan aðgang að hjörtum kvenna. Tæpur helmingur morðingja í fangelsum í New York giftast kon- um sem hafa samband við þá meðan þeir sitja inni. Móðurlund veldur sjálfsagt miklu um en bein og milliliðalaus dýrkun á kraftidijótum hefur líka sitt að segja. Fríða hrífst af dýrinu. Það gefur augaleið að ekki dregur sénsinn úr fúlmennsku ribbaldanna. Ein af helstu ástæðunum fyrir glæpastarfsemi strákapjakka er sú að hún er „sénseflandi". Því eins og nafni minn frá Hvítadal yrkir „Sérhver dáð sem maðurinn drýgir er draumur um konuást" En karlmenn kyssa líka vöndinn. Ég veit um stóra og sterka karlmenn, sem búa við kon- uríki, leyfa eiginkonum sínum að auðmýkja sig í annarra áheyrn o.s.írv. Konur beita tungunni eins og svipu, Fríða lætur höggin dynja á Dýr- inu, um leið og hún dillar sér í lendunum og gerir Dýrið ótt af girnd. „Hið góða, sem ég vil gera, geri ég ekki, hið illa, sem ég vil ekki gera, geri ég,“ sagði Páll postuli. Við getum snúið út úr fleygum orðum dýriingsins og sagt „þá góðu sem ég þrái að þrá, þrái ég ekki, þá illu sem ég vil ekki elska, elska ég“. Undir þessi orð gætu margir skrifað, Fríða vill ekki elská Dýrið en gerir það samt, Dýrið vill ekki láta Fríðu niðurlægja sig en gerir það samt. Skýringarnar á seiðmagni hins illa eru sjálf- sagt margar. Ein er sú að forboðnir ávextir bragðast best, önnur að sjálfseyðingai'hvöt er eins algeng og kvef. Hver þekkir ekki löngun- ina til að kasta sér fram af bjargbrún eða fyrir lest? Þriðja skýringin er að illmenni eru gjam- an „psýkópatar". „Patarnir" hafa einstakt lag á því að snúa fólki um fingur sér og gera það háð sér. Þeir hafa mikið sálrænt segulmagn, menn dragast að þeim nauðugir, viljugir. Merkur norskur sálfræðingur, Ingjald Nissen að nafni, sagði að í öilum samfélögum væri hætta á ein- ræði „psýkópata". Þeir nái oftast nær undir- tökunum í samskiptum við aðra og undir viss- um kringumstæðum geti þeir hreinlega tekið völdin. Nasisminn er skóladæmi um slíkt „pata“-veldi, segir Nissen í bók sinni Einræði „psýkópatanna" („Psykopatenes diktatur“). Lokaorð Lesandi góður, ef þú hittir sjarmerandi mann í smóking, sem segist geta gert þig hólp- inn, skaltu forða þér hið snarasta. Samúð með skollanum hefur komið mörgum í koll. Höfundurinn er prófessor í Lillehammer í Noregi. LJÓÐRÝNI VEGIR OG STÍGAR ÞORSTEINN FRÁ HAMRI Á sléttunni eru allar brautir eins, alþekktar - réttar. En í klungrum og myrkviði finna allir einstigi hver við sitt hæfi - Jafnvel í grun mínum. Par hefur fundizt forn þjóðleið, - grafgata, gegnum efa og spurn til vatns. (Urðargaldur, 1987). ÞETTA FÁORÐA ljóð segir margt um ljóðhugsun Þorsteins frá Hamri. Við fyrstu sýn virðist það laust við hvers kyns brageinkenni, en sé nánar að gáð má finna persónulega notkun stuðla. Grundvöllur ljóðs- ins er hins vegar myndmálið eins og svo oft í nútímaljóðum. Og grundvöllur myndmálsins í þessu ljóði er myndhverfing sem snýr hinu ytra til hins innra. I upphafí mætir okkur ytri mynd af sléttu, þar sem allar leiðir sjást og virðast auðfarnar. Þó er ekki allt sem sýnist, því að brautir sléttunnar eru ekki aðeins alþekktar, - þær eru einnig réttar. Strax þar fer myndhverfing- in að gera vart við sig. Upp frá því liggur leiðin inn á innlönd hugans um „klungur og myrkviði“ þar sem hver fínnur sína einstöku leið, sitt einstigi „hver við sitt hæfi“. Þetta má einnig tengja ljóðasmíð Þorsteins sjálfs. Hann hefur aldrei verið lengi á sléttunni þar sem allar brautir eru eins. Hann hefur sannarlega brotist sitt einstigi í ljóðagerð, sem engu öðru er líkt. Hin fáu orð þessa ljóðs segja í raun furðulega margt og eru um leið lýsandi dæmi um skáldskaparaðferð Þorsteins og afburðavald hans á ís- lenskri tungu. Fyrst er myndhverfingin sem tengir ytri og innri veröld. í gruninum „hefur fundist/ forn þjóðleið“ sem tengir skáldið fortíð þjóðar- innar. Þorsteinn hefur alla tíð ofið vísanir og skírskotanir til íslenskrar þjóðmenningar í kvæði sín, ef til vill fremur en flestir aðrir. Og einkum er þar sótt í arf þjóðtrúar, þjóðsagna og alþýðufróðleiks. En þessi innri þjóðleið er einnig grafgata. Þar er leikið að orðatiltækinu „að fara ekki í grafgötur um“ sem merkir að velkjast ekki í vafa um eitt- hvað. Þessi grafgata hefur hins vegar fundist í gruni manns. Grafgata er með öðrum orðum niðurgrafinn stígur sem lætur ekki allt uppi strax, heldur verður að leita þess. Andstætt auðséðum og auðförnum brautum sléttunnar er stígurinn um gruninn lítt sýnilegur, torfundinn og óvíst yfir hverju hann býr. Og þessi gata liggur „gegnum efa og spurn / til vatns“. Efinn táknar væntanlega gagnrýna hugsun og spurnin leitandi huga. Um þau klungur liggur gatan til vatns - og vatn hefur margs konar merkingu í táknfræði. Vatn getur verið tákn fyrir upphafsdi hugsun. Og í Nýja testamentinu er lifandi vatn tákn eilífs lífs. Þannig birtist í þessum fáu orðum ótrúlega víðfeðm hugsun, ef menn vilja rýna í grafgötu þeirra. Ég skil þetta ljóð svo að það sé tilraun til að birta táknræna mynd af hinni ströngu leit mannsins að hinstu rökum, að skilningi á tilvist manns og heims. Sú leit getur að vísu hafist á jafnsléttu hugans, en hlýtur að leiða menn að sínu persónulega einstigi um gagnrýna hugsun en um leið opinn huga eftir óþekktri og dulinni leið. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.