Alþýðublaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 1
1 alþýöu- Uppsagnir 230 starfsmanna ísbjarnarins í gildi í dag: Mjög alvarlegt ástand að skapast Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftirlitsins: Oheppilegt að innleiða kreditkort á þessum tíma Eru kortin notuð til að ná gjaldfresti fram yfir jólahátíðina? „Það er enginn vafi á því að þetta er mjög óheppilegur tími til að vera að koma kreditkortum í umferð. Ráðstöfunartekjur eru nú í lág- marki og örugglega verður það í einhverjum tilvikum að fólk not- færi sér þessa leið til að geta keypt inn fyrir jólin. Þörfin fyrir peninga hef ur alltaf verið fyrir hendi um jól, en örugglega meiri nú. Ég vil ekki segja að fólkið muni ekki ráða við þetía þegar að uppgjöri kemur, en það verður vaf alaust eitthvað um að það reisi sér hurðarás um öxl,“ sagði Þórður Olafsson, forstöðumaður Bankaeftirlitsins, í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Mikill fjöldi manna hefur nú fengið kreditkort og bíða margir eftir kortum. Telja má öruggt að í mörgum tilfellum sé hér um að ræða fólk sem vantar tilfinnanlega ráðstöfunarfé fyrir jólin og sjái í kreditkortunum tæki til að ná á- kveðnum gjaldfresti, því greiðslur eru ekki innheimtar fyrr en að með- altali mánuði eftir notkun. „Ef það hendir sig að fófk getur ekki borgað þegar að greiðsludegi kemur þá lendir það á kreditkorta- fyrirtækjunum sjálfum. Kaup- menn og aðrir sem taka við kredit- kortagreiðslum fá örugglega sína peninga, þeim er lofað uppgjöri skilyrðislaust og sjá sér hag í þessu. Vanskilin lenda hjá kreditkortafyr- irtækjunum og þau þurfa að standa í innheimtunniþ sagði Þórður. Þannig að þau súpa kannski mest seyðið af því ef vanskil hrúgast upp? „Ég hef ekki orðið var við að þau telji sig hafa innleitt þetta á vitlaus- um tíma. En undir þessum kring- umstæðum verður þáttur lánastarf- seminnar númer eitt í þessu, en það er ekki megintilgangurinn. Ég vil halda því fram að það sé útspekúl- erað hjá þessum fyrirtækjum að koma með þetta akkúrat núna, það þarf ákveðinn fjöldi korta að vera í umferð til að skapa þá veltu sem færir tekjur svo fyrirtækin geti staðið undir sér. Þannig var það til dæmis í Bandaríkjunum að slík fyr- irtæki tóku upp á því að senda kort- in til fólks í pósti. Það gaf mjög slæma raun og var síðan bannað. Aðalatriðið í þessu er .að ná velt- unniþ Er hætta á stórfelldri misnotkun kortanna? „Það er nú svo í sambandi við þessi viðskipti, að þeir sem taka við kortunum, í verslunum og annars staðar, eiga að ganga úr skugga um að viðkomandi sé sá sami og er skrifaður fyrir kortinu. Á þeim eru undirskriftir viðkomandi og þær á að bera saman. Þannig að ég tel að minni hætta sé á fölsunum en tíðk- ast með tékkaviðskiptin. En við get- um aldrei útilokað misnotkun kort- hafanna sjálfra, þó hættan sé minni fyrir það að almennt er gengið frá tryggingum fyrir afhendingu og þeir aðilar sem itrekað fara langt umfram heimild eru þá sviptir kort- unumþ sagði Þórður. „Þetta er mjög alvarlegt ástand sem er að skapast. Það er enga vinnu að fá fyrir þessar konur á vinnumarkaðinum í dag. Það er staðreynd að þegar fer að kreppa að, þá eru það konurnar sem fyrstar eru látnar fara“ sagði Ragna Berg- mann, formaður verkakvennafé- lagsins Framsókn í samtali við Al- þýðublaðið. í dag taka gildi uppsagnir 230 starfsmanna hraðfrystihúss ís- bjarnarins. Stór hluti þessa fólks er félagsbundnar konur í Fram- sókn, sem nú bætast í hóp hinna 40 kvenna sem misstu vinnuna þegar Hraðfrystistöðinni var lokað. Mikil Framhald á 2. síðu Kjartan Jóhannsson í umrœðum um fjárlagafrumvarpið: „Ég tók eftir því i máli fjármála- ráðherra að hann benti á, að hann hefði í sumar sagt að það væri ó- kleift að ná jafnvægi í ríkisfjármál- um á þessu ári. Ríkissjóður væri það illa staddur. En ég þykist líka minnast þess, að hann hafi talað um það í sömu andránni að það væri nauðsynlegt að ná jafnvægi á árinu 1984. Eins og fjárlagafrum- varpið liggur fyrir núna, þá sér ekki fyrir því jafnvægi", sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- flokksins,á Alþingi við umræður um fjárlagafrumvarpið þriðjudags- kvöldið síðasta. Kjartan sagði það því liggja fyrir að það heit sem gefið var í sumar um jafnvægi á árinu 1984 verði ekki haldið. „Það er athyglisvert í þessu sam- bandi hvernig fjármálaráðherra tekur á skuldunum við Seðlabank- ann í þessu samhengi. Hann lætur eins og vextirnir af skuldum við Sér ekki fyrir jafnvægi í ríkisfjármálum Kjartan Jóhannsson Seðlabankann séu partur af samn- ingum, þannig að þetta geti verið vaxtalaust á árinu 1984 og þess Bregðist vel við ft S VTirilrií fnll/c hofnr hooor L nmiA ó fromlnfr hor ó hofo hnrict in no mnnn conHmtior Nú eiga söfnunarbaukar Hjálp- arstofnunarinnar ásamt fréttabréfi og gíróseðli að vera komnir inn á öll heimili landsmanna. Viðbrögð fólks við söfnunarkalli kirjunnar nú á jólaföstu eru mjög jákvæð. Fjöldi fólks hefur þegar komið á skrifstofu Hjálparstofnunarinnar og afhent framlög, og söfnunar- baukar eru farnir að berast í banka og póstafgreiðslur, sem taka einnig á móti framlögum með gírókerfi. Sóknarprestar taka einnig á móti söfnunarbaukum og framlögum. Hjálparstofnuninni hafa borist fréttir af því að fólk á vinnustöðum hafi tekið sig saman um samskot og hafa nokkur slík framlög þegar borist. Þá hafa nokkur félög sent framlög, þar á meðal hafa borist framlög frá deildum Rauða kross íslands. Framleiðsla fisktaflnanna er haf- in og munu sendingar hefjast núna strax um helgina með flugi áleiðis til Eþíópíu til dreifingar á neyðar- Framh. á 2. síðu Blekkingar með skuldina við Seðlabankann vegna eigi sú upphæð ekki að koma inn í fjárlagafrumvarpið. Þetta er náttúrlega blekking. Þegar talað er um að semja um þessar skuldir við Seðlabankann, þá er það gert með þeim hætti, að það er samið um það á hvaða tíma þær eigi að greiðast. Það er væntalega samið um það líka hverjir vextirnir eigi að vera og hvort sem þeir eru greiddir fyrr eða síðar, þá gjaldfalla þeir í rauninni, þeir reiknast á árinu 1984, svo að jafnvel þetta vantar upp á það að jafnvægi náist á því ári. Ég saknaði þess líka í orðum fjár- málaráðherra að hann skyldi ekki víkja einu orði að því sem er sú hækkun á bensíngjaldinu, sem fyrirhuguð er á árinu 1984, upp á milli 40-50% á sama tíma og menn eru að tala um launahækkanir, sem séu milli áranna væntanlega ein- hvers staðar á bilinu 10-12-14%. Ekki orð um þetta. Ekki orð um það að vísitöluskrúfan eigi að fá að halda áfram á tekjuöflunarpósti, á gjaldapósti til ríkissjóðs, ekki eitt einasta orð“ Leigubílstjórinn sem missti af Dallas: Aðframkominn Pamelu aðdáandi hætt kominn Hann var ekki lítið undrandi farþeginn, sem hugðist taka sér ljúfan bíltúr af einni leigubílastöð í miðborginni á miðvikudags- kvöld. Hann pantaði reiðskjót- ann og beið drjúga stund. En ekki kom bílstjórinn. Þegar kváð var aftur eftir farinu birtist bílstjór- inn að því er virtist þrútinn af reiði. „Hvað er þetta kona, veistu ekki að það er Dallas í sjónvarp- inu. Ég er að missa af Pamelu. Ég er gersamlega eyðilagður að þurfa að taka þennan túrí' Ekið var af stað og farþeginn lá undir stöð- ugri skothríð frá bílstjóranum. Hann var að missa af Pamelu, sem var uppáhaldið hans í Dallas- þáttunum. Nú var Pamela að fá kjörson og hafði neitað að fara á geðveikrahælið og það var alveg truflað að missa af þessum þætti.... bílstjórinn blés út eftir því, sem leið á hraðskreiða martröð um miðborgina og upp í Breiðholt. Ekki hafði verið pant- að far í Breiðholtið. En mikið létti konunni þegar hún losnaði úr bílnum, sár og hrelld yfir að hafa valdið öllum þessum leiðindum. Heimilisfólkið var agndofa þegar hún gekk inn í stofuna heima nokkru síðar og slökkti á Dallas. K-tilboð jafnhagstæð og stórmarkaðir — segir Gunnar Jónsson í Austurborg „Vi6 teljum, að K-tiIboðin verði jafnhagstæð og það, sem boðið er upp á í stórmörkuðunum eða jafnvel enn hagstæðari. Við bjóð- um með þessum tilboðum mikinn afslátt — allt að 40% — og telj- um, að með þessu getum við boð- ið stórmörkuðunum upp á raun- hæfa samkeppni,“ sagði Gunnar Jónsson í versluninni Austurborg í samtali við Alþýðublaðið í gær. Um fjörutíu kaupmenn „á horn- inu“ hafa stofnað með sér samtök um svokallað K-tilboð þar sem þeir bjóða sameiginlega upp á lækkað verð á ákveðnum vöruteg- undum í tíu til fjórtán daga í senn. „Þetta verður örugglega hjálp fyrir fólk í dýrtíðinni,“ sagði Gunnar. Afsláttur verður þó ekki veittur af landbúnaðarvörum. Fjörutíu kaupmenn hafa þegar gerst félagar í samtökunum og bú- ist er við að nokkur fjöldi bætist við á næstu dögum. Samstarf K- Stórmarkaðir greiða niður sykur til að ná viðskiptavinum kaupmannanna byggist á því, að þeir skila inn sameiginlegum pöntunum og síðan er pantað stórt og þannig fenginn fram af- sláttur. En einnig slá kaupmenn- irnir nokkuð af sinni álagningu. „Við sjáum, að þessi tilboð okkar eru þegar farin að hafa áhrif,“ sagði Gunnar. T.d. auglýsti Hag- kaup í gær verð á klementínum, þar sem farið var niður fyrir okk- ar verð. Verðið er nú komið niður í 34 krónur en leyft verð á þessari vöru er 63,50 „það er mjög vax- andi samkeppni í versluninni nú og það kemur neytandanum til góðaþ sagði Gunnar. ■ Stórmarkaðirnir á Reykjavík- ursvæðinu eru farnir að greiða niður ákveðnar vörutegundir til að ná til sín viðskiptavinum. Þannig hefur verð á sykri lækkað „ótrúlega" mikið síðustu vikur. Verðið var fyrir fáeinum vikum yfir 20 krónur, en nú er það komið niður í 13.50 í sumum markað- anna. Kaupmenn, sem Alþýðu- blaðið hafði samband við i gær, sögðu að þetta væri augljóslega niðurgreitt af verslunum sjálfum. Sykur hefði lækkað í innkaupi, en Framhald á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.