Alþýðublaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 16. desember 1983 RlTSTJÓRNARGPEINi. Að sanna fátækt sína Með öllum ráðum þarf að koma (veg fyrir að þær hugmyndir heilbrigðis- og tryggingaráö- herra verði að veruleika, að lagður verði sér- stakur skattur á þá, sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda í framtlðinni. Þetta eru forkostulegar hugmyndir, sem kveða þarf niður nú þegar. Þó að nú sverfi að í efnahagsmálum erum við ekki svo illa staddir að skattleggja þurfi veikindi fólks. Þar að auki virðist sem ætlunin sé að út- færa þessar hugmyndir I reynd á afar niður- lægjandi hátt. Horfið skal nú aftur til þess tíma, er menn urðu að sanna fátækt sfna til að fá ölmusur frá hinu oþinbera. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokks- ins gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi ( vikunni. Hann minnti á þau orð fjármálaráð- herra, Alberts Guömundssonar um, að hinir efnameiri ættu að borga reikningana. Síðan sagði Kjartan Jóhannsson. „Fjármálaráðherra hefur ekki svarað einu orði um það, hvernig á að innheimta þennan skatt. En ég vil spyrja: Hvernig eiga menn að sanna fátækt slna? Hvaða tryggingu hefur ráð- herra fyrir þvf, að tekjulágur einstaklingur, sem slstskyldi vilji leggjaþaðásigaðsannafátækt sfna á spftalanum til að sleppa við að borga þettagjald? Aðferðirsem þessareru nefnilega niöurlægjandi og það ereinmitt þetta, sem við höfum verið að reyna að komast frá f okkar samfélagi: Að ætla mönnum að standa upp og biðja um undanþágurnar, niðurlægja fólk með þeim hætti. Eða eiga menn nú, þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús að ganga með fram- talið sitt upp á vasann til þess að ganga megi úr skugga um, hvort þeir eigi að greiða þetta gjald eða ekki. Framtöl manna hafaekki hing- að til verið talinn góður mælikvarði á það á ís- landi, hvort menn eru aflögufærir eða ekki,“ sagði Kjartan Jóhannsson. IVIeð þessari stefnumörkun er f rauninni verið að snúa af leið þess velferðarþjóðfélags, sem við höfum skapað hér undanfarna áratugi. Spyrja má. Hvað kemur næst? Verða foreldrar látnir greiða fyrir skólagöngu barna sinna? Verður lagður skattur á þá, sem þurfa fyrir- greiðslu Tryggingastofnunar rfkisins? Af þess- ari óheillabraut á rfkisstjórnin að hverfa meðan enn er tfmi til endurskoðunar. íslenskt efna- hagslíf er ekki svo illa farið, að gera þurfi sjúkl- inga að sérstakri tekjulind. Þ.H herra flokksins og þingmönnum vald til að ráðskast á þennan hátt með stöður f banka- kerfinu? Niðurstaðavinnubragðasem þessara verður ætfð sú, að hin faglegu sjónarmið, starfshæfni manna og starfsreynsla er látin vfkja fyrir öðrum sjónarmiðum og flokkshags- munum. Það er löngu kominn tfmi til, að þing- menn og aðrir ráðamenn þjóðarinnar láti af því skammarlega siðleysi sem viðgengst við af- greiðslu þessara mála. Þ.H. Sjúkt kerfi Aðdragandi að ráðningu nýs bankastjóra við Búnaðarbankann sýnirvel hversu gerspillt fjár- mála- og stjórnsýslukerfi landsmanna er. Framsóknarflokkurinn gerði kröfu til að ráða bankastjóra og sjálfur formaður Framsóknar- flokksins lét ákveðna ósk fram f þessu sam- bandi. Formaður þingflokks Framsóknar- flokksins sagði f samtali við Morgunblaðið, að formaður flokksins hefði hið formlega vald f þessu efni. Það hlýtur að vakna sú spurning f þessu sambandi, hvort Búnaðarbankinn sé eign Framsóknarflokksins? Hver gefur ráð- K-tilboð 1 Uppsagnir 1 ekki svona mikið, sögðu þeir. Þá er mjög hörð verðsamkeppni í vörum eins og hveiti og á eggjum. Margir kaupmenn leggja nú að- eins 3% á eggin, sem kosta víða 99 kr kílóið. óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur þessara fyrirtækja, en hjá ísbirninum er búist við að skipin fari út eftir áramótin. Hins vegar er með öllu óljóst með framhaldið í Hraðfrystistöðinni. FUJ í Reykjavík Jólagleðin verður haldin n.k. laugardagskvöld 17. desember kl. 20.30 í félagsmiðstöð SUJ að Hverfisgötu 106 A, þriðju hæð. Komum öll Stjórnin Styrkir úr Fjölskyldusjóði Carls Sæmundsen og konu hans. Vörslumaður Fjölskyldusjóðs Carls Sæmundsen og konu hans hefur tilkynnt Islenskum stjórnvöldum, að stjórn sjóðsins hafi ákveðið að veita 30.000.- d.kr. til að efla tengsl íslands og Danmerkur. Ákveðið hefur veríð að verja fénu til að styrkja ís- lendinga til dönskunáms I Danmörku og kemur þá til greina bæði háskólanám og kennaranámskeið. Er hér með auglýst eftir umsóknum um styrki af þessu fé. Umsóknum, ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil, svo og staðfestum afritum prófskfrteina og meðmæla, skal skila til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavlk, fyrir 15. janúar n.k. á sér- stökum eyðublööum er þar fást. Menntamálaráðuneytið 12. desember 1983. Styðjið mannréttindabaráttu í El Salvadorog Mið-Ameríku Við söfnum fé til barnahjálpar í Mið-Ameríku Mannréttindanefnd El Salvador Greiða má inn á spb. 101-05-16500 Landsbanka íslands Ragna sagði að atvinnuleysis- bæturnar sem þessar konur mega eiga von á séu í hæsta lagi 2.500 krónur á viku og gefur auga leið að margt fólk, t.d. einstæðar mæður, munu eiga mjög erfitt með að lifa á slíkum bótum. Auk þess kæmu þessir peningar ekki strax, það tek- ur alltaf frá 10 dögum upp í tvær vikur frá stimplun. Orkustyrkur 4 heimilis vegna orkunotkunar verða, þeim mun hærri skattafsláttar nýt- ur viðkomandi, og sé um lágtekju- fólk að ræða, sem ekki nýtist orku- kostnaður til skattafsláttar vegna lágra tekna, fá slík heimili hluta út- lagðs orkukostnaðar í raun endur- greiddan úr ríkissjóði í mynd ónot- aðs skattafsláttar eða orkustyrks. Þannig er í senn tekið tillit til mis- jafns orkuverðs í landinu, mishárra útgjalda fjölskyldna vegna orku- notkunar og mishárra tekna til þess að standa undir slíkum útgjöldum, jafnframt því sem sneitt er hjá flóknum og umdeildum reglum um framkvæmd niðurgreiðslna, sem ætíð hljóta að valda árekstrum" Heitir á 1 svæðunum þar. í vikunni barst Hjálparstofnuninni ítrekuð hjálp- arbeiðni vegna hrikalegrar neyðar af völdum þurrka í Mosambique og Ghana. Þar er mikill skortur á mat- vælum og sérstaklega eggjahvítu- ríkri fæðu. Hjálparstofnunin er nú að kanna möguleika á sendingum fisktaflna þangað, sem þó er því háð að landssöfnunin nú um jólin skili góðum árangri. Þó íslensk þjóð sé fámenn í samanburði við hið alvarlega neyð- Betra er að fara seinna yfir akbraut . en of snemma. UUMFEROAR RÁD arástand sem víða ríkir i heiminum, þá getur þjóðin komið fjölmörgum til hjálpar og bjargað mörgum frá hungurdauða. Hjálparstofnunin hefur bent á að ef söfnunin nú á jólaföstu skilar 4 milljónum króna, þá verður mögulegt að senda eina milljón matarskammta til hjálpar á neyðarsvæðunum. Það eru aðeins tæpar 20 krónur á hvern íslending eða 80 krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þannig getur hver fjölskylda í samfélagi margra hjálpað fjölmörgum sem stríða nú við hungur og eygja ekki von um líf. Hjálparstofnun kirkjunnar heitir á landsmenn að bregðast vel við neyðarkalli um hjálp með því að taka þátt í landssöfnuninni. Tölvari Reiknistofnun Háskólans óskar aö ráða tölvara. Starfsreynslu er ekki krafist, en umsækjendur þurfa aö hafa stúdents- próf eða hliðstæða menntun. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofn- un fyrir 28. desember. Reiknistofnun Háskólans Hjarðarhaga 2, Reykjavík sími 25088 Menningarsjóður Norðurlanda Hlutverk Menningarsjóðs Norðurlandaer að stuðla að norrænni samvinnu á sviði menningarmála. í þessum tilgangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfs- verkefna á sviði vísinda, fræðslumála og almennrar menningarstarfsemi. Á árinu 1984 mun sjóðurinn úthluta 10 milljónum danskra króna. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag styrkveitinga úr sjóðnum eru birtar í Lög- birtingablaði nr. 135/1983. Umsóknar- eyðublöð og frekari upplýsingar má fá frá skrifstofu sjóðsins: Nordisk Kulturfond, Sekretariatet for nordisk kulturelt sam- arbejde, Snaregade 10, DK-1205 Koben- havn K, (sími (01) 114711), svo og í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.