Alþýðublaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 4
alþýóu- ■ " RT'IL'J Föstudagur 16. desember 1983 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Hallerímsson oe Friðrik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjórí: Helma Jóhannesdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Askriftarsíminn er 81866 Afhending friðarverðlauna: Danuta töfraði Norð- menn upp úr skónum „Við berum virðingu fyrir mann- helgi og mannréttindum hvers ein- staklings. Leiðin til bjartari fram- tíöar verður mörkuð með því að finna sameiginlegan vettvang fyrir stríðandi hagsmuni, ekki með hatri og blóöi", sagði Danuta Walesa í ræðu sinni við afhendingu friðar- verðlauna Nobels í Ósló á laugar- daginn. Ekki er ofsagt, að þessi sjö barna móðir frá Gdansk hafi töfrað Norðmenn upp úr skónum. Hvar sem hún fór vakti hún með fram- komu sinni mikla athygli og fyrir Pólland var þetta besta auglýsing, sem hægt var að fá á Vesturlöndum — og þurfa þeir svo sannarlega á aðstoð að halda eftir efnahags- þrengingar og frelsissviptingu lið- inna ára. „Þessi verðlaun eru umbun fyrir mikla og heiðarlega baráttu", sagði Wika Granovski Nieslav, fyrrum varaformaður hafnarverkamanna í Gdansk; hann er persónulegur vin- ur Walesa fjölskyldunnar. Hann sat um tíma í fangelsi eftir að herlög voru sett í Póllandi, en var látinn laus í sumar og býr nú í Noregi. Nieslav segir, að Walesa sé enn viðurkenndur leiðtogi Einingar í Póllandi. En staða hans til samn- inga er mjög takmörkuð. Tíminn sem framundan er mun markast mikið af bið og við verðum að sýna þolinmæði, fara með mikilli varúð, segir hann. Það var mjög hátíðleg stund í Ósló, þegar verðlaunaveitingin fór fram. Fjöldi fólks hafði safnast saman á háskólasvæðinu til að fagna Danutu og syni hennar, en Walesa hlýddi á ræðu konu sinnar heima í Gdansk. „Ég er hræðilega einmanna", sagði hann í símaviðtali til Ósló“. Börnin voru nýkomin í rúmið. Bogdan Walesa fékk líka sinn skammt af athyglinni þegar hann var spurður hvers konar maður fað- ir hans væri, þá svaraði hann snöggt. „Hann er stjórnmálamað- ur“. Þá var hann spurður, hvort Walesa væri ekki jafnframt verka- lýðsforingi. „Ju, en hann hugsar eins og stjórnmálamaður. Ef þú gefur honum fimm kosti að velja úr, þá mun hann örugglega velja þann rétta. Þannig gera stjórnmála- menn, sem láta stjórnast af tilfinn- ingum“, sagði hinn ungi Bogdan í viðtalið við norska fjölmiðla. Karvel Pálmason og Páll Pétursson: 35% orkustyrkur til lœkkunar álagðra gjalda Karvel Pálmason hefur ásamt Páli Péturssyni lagt fram í neðri deild alþingis frumvarp til laga þess efnis, að rikissjóður greiði skatt- skyldum mönnum orkustyrk, sem nemur 35% af sannanlegum bein- um kostnaði manns á tekjuárinu við orkukaup til heimilisþarfa. Skal styrkurinn ákveðinn af skattstjóra á grundvelli framlagðra orkureikn- inga. Frumvarp sama efnis var flutt á síðasta þingi, en fékk þá ekki af- greiðslu. í greinargerð með frum- varpinu segir meðal annars: „Með frv. þessu er gerð tillaga um að farin verði ný leið til þess að jafna orkukostnað íslenskra heim- ila, en mikill mismunur á orkuverði eftir búsetu er án efa það mál, sem nú stefnir byggðajafnvægi í mesta hættu og mun án efa, ef svo heldur fram sem horfir, leiða til mestu bú- seturöskunar á stuttum tíma sem orðið hefur á íslandi. Ekkert eitt mál véldur íbúum landsbyggðar- innar nú jafnmiklum búsifjum og einmitt misréttið í orkuverði, eink- um í húshitunarmálum. Það mis- rétti verður að leiðrétta ef tryggja á eðlilega og nauðsynlega byggð í Iandinu. Sú nýja leið, sem í frv. er gerð til- laga um að farin verði til þess að draga úr stórfelldum mismun á orkuverði eftir búsetu, er í því fólg- in, að samhliða einhverri beinni verðjöfnun og niðurgreiðslu á orkuverði, eins og átt hafa sér stað, verði tiltekinn hluti orkukostnaðar heimila skv. reikningum notaður til lækkunar álagðra opinberra gjalda, sem eins konar skattaaf- sláttur, og nemi orkuafsláttur hærri fjárhæð en nemur álögðum opin- berum gjöldum verði mismunurinn greiddur út til viðkomandi úr ríkis- sjóði. Þeim mun hærri sem útgjöld Framhald á 2. síðu Solsjenitsyn vill snúa heim Verður ekki að setja sjón- varp í leigubilana svo Dallas- aðdáendur geti fylgst með... Það er ekki oft, sem gamla kemp- an Solsjenitsyn gefur kost á viðtöl- um í fjölmiðlum nú orðið. Skáldið og sagnfræðingurinn rauf þó þögn- ina á dögunum þegar franska sjón- varpiö tók við hann ítarlegt viðtal. Nú er næstum áratugur liðinn frá því, að öryggislögreglan í Moskvu neyddi Solsjenitsyn í útlegð. Hann var þá skikkaður upp i flugvél, sem var á áætlun til Vestur—Þýska- lands. I dag er rithöfundurinn full- viss um, að hann muni snúa aftur til Sovétríkjanna — á lífi. Solsjenitsyn býr eins og kunnugt „Svo margt fólk var drepið á þess- um tíma í heimalandi mínu, að fáir eru til að segja söguna um það, sem raunverulega gerðist“, segir hann í viðtalinu við franska sjónvarpið. Solsjenitsyn var sannkallað „vandamál" í Sovétríkjunum með- an hann bjó þar. Yfirvöld eltu hann á röndum og ofsóttu þar til hann var rekinn úr landi. En hann er heldur ekki hafinn yfir gagnrýni á Vesturlönd. Hann er haldinn miklu kommúnistahatri, mjög strangtrú- aður og lítt hrifinn af því, sem hann kallar „vestrænt frjálslyndi". Solsjenytsyn opnaði mönnum nýja sýn að Gúlaginu í Sovétríkjunum i bókum sínum. Hann var harðlega gagnrýndur á sínum tíma heima fyrir, en einnig erlendis. Hann hefur nú lýst þeirri skoðun sinni, að hann vilji snúa aftur til Sovétríkjanna — á lífi. er í Vermont í Bandaríkjunum. Hann er nú 65 ára og veitti frönsk- um sjónvarpsmönnum áheyrn í til- efni af afmæli sínu á dögunum. Það varð Iangt viðtal. „Það er æðsta ósk mín að snúa aftur til Sovétríkjanna— á lífi— ekki bara í bókum mínum“, sagði hann. Síðan Sovéthöfundurinn flutti frá Sviss til Bandaríkjanna um miðjan síðasta áratug, hefur hann unnið látlaust að gerð sagnfræðirits um byltinguna í Sovétríkjunum. Verkið kallar hann Rauða Hjólið. Solsjenitsyn telur, að með útgáfu þessara bóka geti hann enn aukið á þekkingu manna á því, sem raun- verulega gerðist í Sovétríkjunum undir stjórn Lenins og Stalíns. Hann beindi eitruðustu örvum sínum að stjórnendum Kremlar í viðtalinu. Einnig gagnrýndi hann hart flóttamenn frá Sovétríkjunum, sem ekki tækju undir fordæmingu hans á stjórnarfari Kremlverja. Þetta hefur ekki fallið allt í ljúfan jarðveg meðal landa hans t.d. í París segja sumir, að Solsjenitsyn búi ekki fremur en Kremlar valdið yfir hinum „eina stóra sannleik“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.