Alþýðublaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. desember 1983 3 Amnesty Fangar desember THAILAND: Anant Senakhant Anant Senakhant er fyrrverandi lögregluforingi og munkur. Hann var virkur andstæðingur herlaga í Thailandi, og hefur látið það í ljós opinberlega, án þess að beita sjálf- ur eða hvetja til ofbeldis af neinu tagi. Hann afplánar nú 3ja ára fangelsisdóm fyrir drottinsvik (lese majesty). í byrjun þessa árs sagði hann skilið við hina Buddisku munkareglu t.þ.a. geta andmælt til- raunum hersins til að breyta stjórn- arskránni sér í hag. í mars s.l. tók hann þátt í friðsamlegum mót- rnælaaðgerðum fyrir utan þinghús- ið, sem stóðuþar tilþetta’hernaðar- frumvarp var fellt. Sá orðrómur gekk í landinu um þetta leyti, að Sirikit drottning og Arthit hers- höfðingi, yfirmaður hersins, hefðu skipulagt kosningar fyrr en ella t.þ.a. tryggja áframhaldandi yfirráð hersins í stjórnmálum landsins. Þann 29. mars skírskotaði Anant Senakhant til þessa orðróms og sagði sínum stuðningsmönnum, að það væri skylda allra góðra borgara að vernda Konungsvaldið gegn meinsömum orðrómi sem þessum. Þann 30. mars var hann handtekinn og dæmdur fyrir drottinsvik, róg- burð, móðganir og hótanir í garð Konungsfjölskyldunnar — the Thai Royal Family. Daginn eftir k'osningar var hann látinn laus gegn tryggingu. Þann 23. apríl tal- LÍBÍA: Tíu fangar Um er að ræða tíu fanga, sem ásamt II öðrum einstaklingum voru hand- teknir árið 1975. Réttarhöld yfir þeim fóru fram í sakadómi 9. nóvember 1976. (fulltrúi A.I. var viðstaddur hluta réttarhaldanna). Nöfn þessa tíu fanga eru: al-Mehali Muhammad al-Ádl, Muhammad Muhammad at-Ádl, Oreibi Ámr Youssef, Ibrahim Mahmoud al Sida'iy, Abdullah Ali al Khouja, Mansour Abdul Salam al Majdoub, Muhammad al Makki al Imam, Salih Inna's Youssef, Muhammad Ali al Shridi og Belgassim Muhammad Abdullah al Sghier (hann var ekki viðstaddur réttar- höldin). Al-Mehdi Muhammad al-Ádl var sakaður um að koma á fót leynileg- um samtökum, hvers stefnuskrá gengi í berhögg við stefnuskrá Fateh byltingarinnar 1969. Hinir 20 voru sakaðir um að vera meðlimir þessara samtaka, auk þess sem allir voru sakaðir um að hafa í frammi áróður gegn Fateh byltingunni. Ellefu sakborninganna voru sýkn- aðir — en þessir tíu ofantöldu voru dæmdir í lífstíðarfangelsi. Sjö þeirra áfrýjuðu dómnum. Þann 6. mars 1979 kvað Hæstiréttur Libyu upp þann úrskurð að allir tíu væru saklausir af þeim ákærum sem á þá voru bornar — voru þeir látnir laus- ir úr fangelsi. Saksóknari byltingaröryggis- ráðsins (the Prosecution for the Sevurity of the Revolution) breytti síðar þessum úrskurði og Iét hand- taka þá alla aftur í apríl 1979. Hinar „nýju“ ákærur á hendur þeim voru efnislega nákvæmlega þær sömu og hinar fyrri. Fulltrúi A.I. var einnig viðstaddur hluta af þessum seinni réttarhöldum, en þau fóru fram á tímabilinu janúar til apríl 1980. Vinsamlega sendið kurteislega orðað bréf, og biðjið um að þessir tíu fangar verði látnir lausir. Sendið bréfið til: Colonel Muámmar al Gaddafi Leader of the Revolution Tripoli Socialist People's Libyan Arab Jamahiriya aði hann að nýju á samkomu, — og að mati yfirvalda var hann þar að gagnrýna konungsfjölskylduna. Anant var aftur handtekinn þann 27. apríl, og var nú neitað um að verða látinn laus gegn tryggingu. Réttarhöldin yfir honum fóru fram við herdómstól í Bangkok, og voru þau lokuð. Anant fékk ekki að kalla til sín vitni, og honum var neitað um áfrýjun. Hann neitaði alfarið þeim ásökunum á hendur sér þess efnis að hann hafi ætlað að van- virða konungsfjölskylduna. Þvert á móti sagði hann að orð sín væru töluð til þess að reyna að forða því að aðrir notfærðu sér konung- dæmið á pólitískan hátt (en skv. gamalli hefð þá taka meðiimir konungsfjölskyldunnar — The Thai Monarchy — ekki þátt í stjórnmálum). Þann 17. ágúst var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir drottinsvik. Talið er að hann dvelji nú í Ladyaw fangelsi - og bíði þar eftir öðrum dómi sínum um drott- insvik. Vinsamlegast sendið kurteislega orðað bréf og biðjið um að Anant Senakhant verði látinn laus. Sendið bréfið til: General The Right Hon. Prem Tinsulanond Prime Minister Thai Fu Kah Building Nakorn Pathom Road Bangkok 3 THAILAND Fangar mánaðarins — desember 1983 Dansleikur Eftir Odd Björnsson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út sjónleikinn Dansleik eftir Odd Björnsson sem fyrsta rit í nýj- um bókaflokki útgáfunnar: Is- lenskum leikritum. Er þetta fimmta bók Odds Björnssonar, en hann hefur einnig samið fjölmörg leikrit sem flutt hafa verið í útvarpi og sjónvarpi og á leiksviði enda í hópi afkastamestu leikhöfunda okkar nú á dögum. Þjóðleikhúsið frumsýndi Dansleik - 1974. Sönglögin sem flutt eru í leiknum samdi Atli Heimir Sveins- son, leikstjóri var Sveinn Einarsson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, leik- mynd og búninga gerði ívan Török og dansa samdi Alan Carter. Leik- urinn gerist í páfagarði, inni og úti, og fjallar um Alexander Borgía og börn hans þrjú, Sesar, Jóhann og Lúkrezíu, svo og aðila er koma við sögu þeirra. Þetta er þó ekki sögu- legt leikrit heldur verk um þau sannindi sem búa í þjóðsögu. Ást- ríða er lykilorð leiksins enda birtir hann okkur heim taumlausra ást- ríðna. Dansleikur er 80 bls. að stærð meó stuttum eftirmála höfundar. Bókarauki er nótur að sönglögum Atla Heimis Sveinssonar í sömu röð og þau koma fyrir í leiknum. Dansleikur er unninn í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Káputeikningar gerði Sigurður Örn Brynjólfsson. Útgáfunefnd bókaflokksins Is- lenskra leikrita skipa: Gunnar Eyjólfsson leikari (fulltrúi Mennta- málaráðs íslands), Stefán Baldurs- son leikhússtjóri (fulltrúi Leiklist- arráðs) og Þorvarður Helgason rit- höfundur (fulltrúi Félags islenskra leikritahöfunda). Andvarí Andvari fyrir árið 1983, tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, er kominn út og aðalgrein hans að þessu sinni ævi- söguþáttur dr. Kristjáns Eldjárns fyrrum forseta íslands (1916-82) eftir Bjarna Vilhjálmsson þjóð- skjalavörð en annað efni ritsins eft- irtalið: Finnbogi Guðmundsson: Um varð- veislu hins forna menningararfs (erindi flutt á vegum háskólans í Öðinsvéum 1981); séra Bolli Gústavsson: Siðbótarmaður (kvæði í minningu Marteins Lúters); Hermann Pálsson: Eftir Njálsbrennu; Aðalgeir Kristjáns- son: „Áður manstu unni ég mey“ - (úr bréfum og dagbókarbrotum Gísla Brynjúlfssonar skálds um ástamál hans og Ástríðar Helga- dóttur biskups); Grímur Thomsen: Þrjú bréf til Gríms Jónssonar amtmanns (Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar); Jón L. Karlsson: Ahrif kulda á þróun og viðhald menningar; Jón Sigurðsson: Efna- hagur í öldudal (grein að mestu samhljóða erindi sem höfundur, Jón Sigurðsson hagrannsókna- stjóri, flutti á aðalfundi Vinnu- veitendasambands íslands í vor er leið); Þórður Kristleifsson: Prests- dóttirin frá Reykholti og hagyrð- ingurinn frá Jörfa (um hjúskapar- mál Ragnheiðar Eggertsdóttur á Fitjum í Skorradal og Sigurðar Helgasonar frá Jörfa í Hnappa- dalssýslu); séra Björn Halldórsson: Tvö bréf (þessi bréf hins þjóðkunna skáldklerks í Laufási eru annað frá 1863 til Þorláks Jónssonar á Stóru- Tjörnum í Ljósavatnsskarði en hitt frá 1882 til Jóns Árnasonar bóka- varðar og þjóðsagnasafnara); séra Eiríkur J. Eiríksson: NicolaiFrede- rik Severin Grundtvig (erindi flutt á tveggja alda afmæli hins merka danska skálds, menningarfrömuð- ar og stjórnmálamanns í haust). Þetta er hundraðasti og áttundi árgangur Andvara. Ritstjóri hans er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður og forseti Hins íslenska þjóðvinafélags. Ritið er 111 bls. að stærð, prentað í Alþýðu- prentsmiðjunni. Keli köttur í œvintýrum Bókaútgáfan Vaka hefu sent á markað nýja litmyndabók fyrir börn og má með sanni segja að hún sé al-íslensk. Þeir Guðni Kolbeinsson og Pétur Halldórsson hafa samið þessa bók í máli og myndum og hlaut hún nafnið KELI KÖTTUR í ÆVIN- TÝRUM eftir aðalpersónu sögunn- ar. Keli þessi er heimilisköttur úr Reykjavík sem óvænt er einn og yfirgefinn í þjóðgarðinum á Þing- völlum. Þar gerist margt óvænt og mun börnum þykja bæði spenn- andi og skemmtilegt að fylgjast með ævintýrum hans. Þetta er önnur barnabók Guðna, en . fyrir þá fyrstu hlaut hann barna- bókaverðlaun Fræðsluráðs Reykja- víkur 1983. Það var sagan Mömmu- strákur, sem kom út hjá Vöku fyrir síðustu jól. Pétur hefur myndskreytt margar barnabækur, en þessi er hin fyrsta þeirra, sem öll er í Iitum. Myndir Péturs eru hinar fjölbreytilegustu þótt athyglinni sé aðallega beint að kettinum Kela og er á söguna líður að kunningja hans dvergnum Klárusi, sem á heima í Almannagjá á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni. Texti bókarinnar er settur hjá Sam hf., litgreining og filmuvinna fór fram hjá Korpus hf. en Prentsmiðj- an Oddi hf. annaðist prentun og bókband. Bókaútgáfan Vaka hefur þegar kannað möguleika á að koma þess- ari nýju íslensku barnabók á mark- að erlendis fyrir milligöngu útgef- enda í nágrannalöndunum og hafa undirtektir verið mjög jákvæðar. Yrði ánægjulegt ef hægt yrði að koma þannig íslensku barnaefni á framfæri við börn annars staðar í heiminum. En meginatriðið er af hálfu útgáf- unnar aðbjóða íslenskum börnum fallega og vandaða íslenska barna- sögu sem að gæðum jafnast á við það besta sem gefið er út í ná- grannalöndunum. Keli köttur ætti ekki að bregðast ungum lesendum, því að þetta er ljúf og lifandi saga um fólk, dýr og dverga á íslenskum söguslóðum. ORVAL úr htnum ohnskáu OG UMTÓLUDU NÆRT4YNDÚM HELGARPÓSTSNS ' Þjóðkunnir samtíðar- menn fá mis- jafnar eink- unnir Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út bókina NÆRMYNDIR, með undirtitilinum „Fimmtán þjóð- kunnir samtíðarmenn undir smá- sjá“. Það eru átta núverandi og fyrr- verandi blaðamenn Helgarpóstsins sem tekið hafa saman þetta óvenju- lega bókarefni. Nærmyndirnar voru upphaflega unnar til birtingar í Helgarpóstinum, en hafa nú verið endurskoðaðar í ljósi breyttra að- stæðna og nýrra viðfangsefna þeirra, sem um er ritað. Þá hefur einnig verið bætt við nýjum um- sögnum og upplýsingum um þetta fólk. Á bókarkápu, þar sem efni bók- arinar er kynnt, er meðal annars varpað fram þessum spurningum: Hvað kemur í ljós þegar ýmsir þjóðkunnir íslendingar eru skoð- aðir í nærmynd? Eru þeir allir þar sem þeir eru séðir? Koma þeir nán- um samstarfsmönnum og kunn- ingjum öðru vísi fyrir sjónir en almenningi, sem helst kannast við þá úr fjölmiðlum? Þessum spurningum og mörgum öðrum er svarað opinskátt í Nær- myndum. í bókinni eru fimmtán þekktum samtimamönnum okkar gerð ítarleg skil, reynt að komast að eðlisþáttum þeirra, hæfileikum þeirra og verkum. Margir gefa þessum þjóðkunnu persónum einkunnir í bókinni, en þær eru harla ólíkar eftir því með hvaða augum þetta fólk er skoðað: Er til dæmis Steingrímur Her- mannsson snarráður og harðfylg- inn eða fljótfær yfirborðsmaður? Er Halldór Laxness smámunasam- ur uppskafningur eða ljúfur og hlýr, og góður sveitungi? Er Davíð Oddsson ófyrirleitinn og montinn hrokagikkur eða stórgáfaður húmoristi? Er Hjörleifur Gutt- ormsson réttnefndur konungur möppudýranna eða aðeins ná- kvæmur og samviskusamur mað- ur? Er Sverrir Hermannsson spillt- ur fyrirgreiðslukall eða röggsamur ljúflingur? Er Ólafur Jóhannesson þrárri en sjálfur andskotinn? Er Hrafn Gunnlaugsson ósmekklegur montrass eða sérstæður listamað- ur? Er Ragnhildur Helgadóttir yfir- burðakona í íslenskum stjórnmál- um eða líkamningur íhalds af versta tagi? Auk þeirra samtíðarmanna okk- ar, sem hér hafa verið nefndir eru eftirtaldir skoðaðir í NÆR- MYNDUM: Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, Pálmi Jónsson, kaupmaður í Hagkaupum, Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, Bryndís Schram ritstjóri, Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri, Guðlaug- ur Þorvaldsson ríkissáttasemjari og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingismaður. Bókin Nærmyndir er rúmlega 180 síður, með myndum af þeim, sem um er fjallað. ÖIl prentvinnsla hennar fór fram í Prentstofu G. Benediktssonar en bókin er bundin hjá Bókafelli hf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 BÓKMENNTIR Hannes Pétursson HAGFRÆÐI Ólafur Björnsson ISLANDSSAGA Einar Laxness ÍSLANDSSAGA II Einar Laxness ÍSLENSKT SKÁLDATALI Hannes Pétursson Helgi Sæmundsson ÍSLENSKT SKÁLDATAL II Hannes Pétursson Helgi Sæmundsson ÍÞRÓTTIR I Ingimar Jónsson ÍÞRÓTTIR II Ingimar Jónsson LÆKNISFRÆÐI Guösteinn Pengilsson STJÖRNUFR. RÍMFRÆÐI Þorsteinn Sæmundsson TÓNMENNTIR I Hallgrímur Helgason TÓNMENNTIR II Hallgrímur Helgason LYFJAFRÆÐI Vilhjálmur G. Skúlason LYFJAFRÆÐI, er 13. bindi í ALFRÆÐUM MENNINGARSJÓÐS og í því að finna skilgreiningar á helstu lyfjum og lyfja- flokkum, eiginleikum þeirra og notkun til þess að fyrirbyggja, greina eða lækna sjúkdóma í mönn- um og dýrum. Þá er í mörgum tilvikum minnst á helstu hjáverkanir lyfja og lyfjaformin sem þau eru notuð í. Einnig eru helstu lyfjaform skilgreind, bent á geymsluþol þeirra ef það er mjög takmarkað og minnst á nokkra vís- indamenn sem fyrr eða síðar hafa lagt mikið af mörkum til framfara á sviði lyfjavísinda. LYFJA- FRÆÐI er prýdd mörgum myndum. Bókaútgöfa /HENNING4RSJÖÐS Skálholtsstíg 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.