Tíminn - 20.04.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1967, Blaðsíða 6
 TIMINN FIMMTUDACtUR 20. apríl 1967. f ADENAUER ER LATINN Bí>G-Reykja'víik, NTB-Bonn, miðvikudag. Der Alte, sá gamli, eins og landar hans nefndu hann gjarn- an, er látinn. Dr. Konrad Aden- auer varð 91 árs gamall. Hann lézt að heimili sínu í þorpinu Rhoendorf hjá Bonn klukkan tuttugu mínútur yfir tólf í dag að íslenzkum tíma. Dauðastríð hans stóð í viku, en hann hafði verið rúmfastur í þrjár. Allan þann tíma börðust þekktustu læknar heimalands hans fyrir lífi hans. Heila viku lá hann undir súrefnistjaldi, oft með- vitundarlaus. Við sjúkrabeð hans sátu þann tíma nánustu ættingjar hans. Hin langa bana lega sannaði enn hreysti hins aldna stjómmálamanns. Með Adenauer, sem var fyrsti kansl- ari Vestur-Þýzkalands, er horf- inn af vettvangi einn af svip- meiri stjómmálamönnum. í seinni tíð ihafði Adenauer oft orðið alvarlega veikur, en alltaf yfirstigið sjúkdómana. Af þessum sökum höfðu marg- ir þá staðföstu trú, að einnig nú tækist faonum að komast yfir veiikindin. Adenauex hafði feng ið inifilúenzu, sem síðar leiddi til bronkitis, eir lamaði alla líf- færastarfsemi sjúklingsins. Blöð um allan heim fylgdust niákvæmlega með fréttum af líð an hans síðustu daga. Þegar lit- ið er til þeirra frétta, kom and látstilkynningin ekki á óvart. Fréttastofur um allan heim rufu dagskirár sínar til að segja frá andlátinu. Djúp sorg ríkir í Vestur-Þýzkalandi og raunar langt út fyrir mörk þess lands. Gefnar voru út sérútgáfur af blöðum í dag, þar sem æviat- riði hins látna eru rakin. Fánar blöktu í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum í Vestur- Þýzkaiandi. Sambandsþingið í Bonn kom saman til aukafundar til þess að minnast fyrrverandi kanslara landsins. Á sama tíma tengdi austur-þýzka fréttastof- an ADN harkalega árás á Aden- auer við fréttina um lát hans. Sagði þar, að hann hefði með framferði sínu þau 14 ár, sem. hann var kanslari Vestur-Þýzka lands, útilokað alla möguleika á lausn Þýzkalandsmálanna. Á fundi vestur-þýzku stjórn- arinnar sagði Kurt Georg Kies- inger, núverandi kanslari, að þjóðin myndi sennilega aldrei meta að fullu, hvers virði Ad- enauer var þýzku þjóðinni fyrstu eftirstríðsárin. Ludwig Erhard, sem tók við af Aden- auer á sínum tíma, sagði, að þýzka þjóðin hefði nú misst einn af sínum beztu sonum. Willy Brandt, leiðtogi jafnað- armanna, varakanslari og utan- ríkisráðherra, sagði, að öll Evr ópa syrgði nú einn af frum- kvöðlum sameiningar Evrópu. Erich Mende, leiðtogi frjálsra demokrata, fyrrverandi vara- kanslari og einn af nánustu samstarfsmönnum Adenauers, sagði, að edtt mesta afirek Aden- auers hefði verið sættirnar við Frakka eftir stríð. Búizt er við, að útför Aden- auers verði gerð frá Kölnar- dómkirkjunni, en legstaður mun honum verða valinn í heimaþorpi hans, Rhoendorf. Vesturþýzka ríkið mun sjá um og kosta útförina. Viðstaddir munu verða margir þjóðhöfð- ingjar heims. Adenauer var tvíkvæntur og átti 8 börn. Tveir af fjórum sona hans sátu við banabeð föð ur síns, er hann skyfldi við í dag. Dr. Donrad Adenauer fædd- ist árið 1876. Hann stundaði laganám við iháskólann í Frei- burg, Munchen og Bonn. Starf- aði sem lögfræðingur í Köln og varð borganstjóri þar árið 1917 og gegndi starfinu til árs- ins 1933, er hann var settur af og stungið í fangelsi, fyrst árið 1934 og aftur 10 árum seinna. Hann varð borgarstjóri á ný ár- ið 1945, en gegndi starfinu þá aðeins sumarlangt. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var Adenauer í Miðflokknum, en varð einn af stofnendum flokks Kristilegra demokrata, CDU, árið 1942. Hann varð fór maður flokksins á brezka her- námssvæðinu og flokksforingi í kjördæminu Nordreihn-West- falen. Hann var kanslari Vestur Þýzkalands árin 1949 til 1963, er dr. Erhard tók við, og utan- ríkisráðherra árin 1951 til 1955. Eftir styrjafldarlok fengu Vest uirveidin fljótt augastað á Aden- auer og sáu, að hann var mað- urinn, sem þau þörfnuðust. Þ^gar ''utanríkisráðherrafundur- inn fór út um þúfur árið 1947, hófst raunveirulega kalda stríð- ið svonefnda og í kjölfarið fylgdi einangrun Berlínar. Þetta leiddi til þess, að Vestur- veldin urðu að breyta Þýzka- landsstefnu sinni og I beinu fram'haldi af því var Sambands- ríkið Vestur-Þýzkaland stofnað árið 1940. Kaþólikkinn, Adenauer, var íhaldssamur, þurr á manninn og stundum kaldur í viðmóti. Þó hafði hann sitt persónulega aðdráttaraifil og hann varð ríkis leiðtogi, sem tekið var eftir. Hann var hinn ótvíræði leið- togi stjórnar sinnar, oft á tíð- um stríðinn og sagt var, að hann ætti bágt með að þiggja annarra ráð. Hann var einlæg- ur lýðræðissinni og svarinn fjandmaður kommúnista og naz ista. Sameining Evrópu var hjartans mál hans og hann studdi áætlanir þar að lútandi, enda þótt hinn aMni vinur hans de Gaulle væri þeim andsnú- inn. Þetta féll í góðan jarðveg hjá Bandaríkjamönnum og þeg ar Eisenhower varð forseti ár- ið 1952 komu böndin Washing- ton-Bonn skýrt í fljós. Adenauer fór í fyrstu heimsókn sína til Bandaríkjanna árið 1953 og lét þá ósk sína í fljós að ekki færu fram nein pólitísk hrossakaup sem kæmu^ niður á Vestur- Þýzkalandi. Á þessum tíma náðu bréfaskipti milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hámarki og þegar CfaurChill, skömmu eftir lát Stalíns, lagði til að haldinn yrði stórveldafundur, var það sfaoðun margra, að tími mikilla ákvarðana væri kominn. Við- leitni Adenauers leiddi til þess, að Bandaríkjamenn skuld- bundu sig til þess að sjá svo um, að engar mikilvægar ákvarðanir um málefni Þýzka- lands yrðu teknar, án þess að Adenauer væri með í ráðum. Þegar fyrir þennan tíma höfðu Vesturveldin samráð við Bonn- stjórnina um málefni varðandi Þýzikaland og afstöðuna til Sovétríkjanna.æn upp frá þessu var engin orðsending send til Moskvu, án þess Bonn-stjóm- in hefði fyrst fengið tækifæri til að kynna sér hana. Eins og áður er getið var Adenauer utanríkisiáðheiTa jafnframt kanslaraembættinu árin 1951 tii 1955 og fór hann aMrei dult með þá sfcoðun sína að sameining Þýzkalands og endurheimt tapaðra landsvæða yrði að nást með friðsamlegum hætti. Jafnframt lagði hann ríka áherzlu á, að austurlandamæri Þýzkalands, sem áfcveðin voru á Fotsdam-iáðstefnunni árið 1945, væri ekki hægt að viður- kenna. í september árið 1955 fór Adena-uer til Moskvu og leiddi það til stjórnmálasambands milili ríkjanna. Þá féllust Sovét- ríkin á að láta lausa þá stríðs- fanga, sem enn voru í Sovét- ríkjunum. Jófast mjög álitið á kanslaranum heimafyrir af þess um sökum. Stjórnmálasamband ríkjanna hafði þó ekki í för með sér neina breytingu á utanríkis- stefnu Bonn-stjómarinnar og engin áhrif á samskipti Vestur- Þýzkalands við VesturveMin. Adenauer faélt fast við það, að stjórn Vestur-Þýzkalands ein hefði rétt til þess að koma fram fyrir Þýzkaland í heild. Sagði hann í því sambandi í þinginu, að stjórn hans myndi líta á það sem „fjandskap", ef önnur lönd viðurkenndu aust- urþýzku stjórnina. Adenauer styrktist í sessi bæði í koisningunum 1953 og 1957, en í þeim kosningum náði flokkur hans hreinum meiriMuta á sambandsþinginu í Bonn. Hápunktur stjórnmálaferils Adenaueæs var 5. -uaí 19S5, er hann gat tilkynnt þjóð sinni, að hemámi Vesturveldanna væri atflétt og Vestur-Þýzika- land væri þar með óháð og full valda ríki. Tveim dögum seinna tók hann sæti sem fulltrúi Vestur-Þýzkalands í láðherra- nefnd NATO. Síðasti stjórn- málalegi stórviðburðurinn í -'kanslaratíð hans var sennilega sættiraar við Frakka í janúar 1963, aðeins nokkrum mánuð- um áður en Adenauer sagði af sér embætti kanslara. Árið áð- ur hafði Adenauer heimsótt Frakkland til þess að sýna al- heimi hina bættu sambúð ríkj- anna og þá heimsókn endurgalt de Gaulle, forseti, tveim mán- uðum síðar. Enda þótt mikill meirihluti Vestur-Þjóðverja væri fylgj'andi aukinni vináttu Frakka og Vestur-Þjóðverja, eætti Aden- auer mikilfli gagnrýni fyrir að gera ekki nóg til þess að treysta vináttuböndin við Breta og Bandaríkjamenn. Sú gagnrýni náði hámarki bæði innan hans eigin flokks • og utan, er hann studdi Frafaka gegn aðild Breta að Efnahagsbandalaginu í janú- ar 1963. Meðan kosningabaráttan stóð sem faæst árið 1961 lokaðu Austur-Þjóðverjar mörkunum í Berlín og reistu múrinn fræga. Þessi atburður var einnig notað ur til árása á Adenauer. Hann var sagður orðinn off gamall og þreyttur til að stjórna af mynd ugleik og í ífaosningunum í september það ár missti flokkur hans hreina meirihlutann. Töldu nú margir, að pólitískum ferli gamla mannsins væri lok- ið, en það var öðra nær. Hann myndaði stjórn með frjálsum demofarötum og var kjörinn kanslari í fjórða sinn í röð í nóvember. Enda þótt Adenauer setti mikið mark á vesturþýzk stjórn mál bæði meðan á valdaferli hans stóð og síðar, voru ætíð deilur uppi um hann persónu- lega og afstöðu hans til sam- starfsmannanna. Síðustu ár hans mótuðust af ágreiningn- um við eftirmanninn, Ludwig Erhard, en hann var fjármála- ráðherra í stjórnartíð Aden- auers. Strax eftir kosningarnar árið 1961 styrktist krafan um, að Adenauer segði af sér kanslara embættinu og var það m. a. byggt á fylgistapi kristilegra demokrata í mörgum sambands rfkjunum. í desember árið 1962 lýsti Adenauer því yfir, að hann myndi efcki segja af sér fyrr en árið efftir. En hann neitaði jafnframt« að útnefna Erhard sem eftirmann sinn og lýsti því yffir, að fjármáLráðherrann væri enginn stjórnmálamaður. En í apríl 1963 gerði þingflokk- urinn uppreisn ge0u Adenauer og útnefndi Erhard í embætti kanslara. Þann 15. október fór Adenauer frá. Hann hélt þó for- mannsstöðunni í CDU og lét ekfci hjá líða að segja umbúða- laust álit sitt á eftirmanninum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.