Tíminn - 20.04.1967, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.04.1967, Blaðsíða 10
10 TIMINN FIMMTUDAGUR 20. apríl 1967 4***WÍ. -f » *■ í „ ^ f *<♦*><*♦» ) »»«»♦»*,) »•< <>><o. >.:> <W . SIGLIÐ ÚT - FLJuGID HEIM Nú er tækifæriS til að láta óskadrauminn rætast og sigla með stóru og glæsilegu skemmtiferðaskipi til stórborga Norður-Evrópu á yndislegum og blómríkum árstíma, þegar veður er hlýtt en ekki of lieitt. — Farkosturinn er þýzka skemmtiferðaskipið Fritz Heckert á níunda þúsund smálestir að stærð, þar sem 190 manna áhöfn veitir 350 manns fullkomna þjónustu. — Á kvöldin eru fjölbreyttar skemmtanir. í skipinu eru öll þægindi nýtízku skemmtiferðaskipa, danssalir, hljómsveitir, margir barir, verzlanir með tollfrjálsan varning, margar setustofur, spilastofur og bókasafn, tvær sundlaugar, hárgreiðslustofa og margt fleira. 2.—25. maí. 23 dagar. Verð frá kr. 14.200,00 — Gautaborg — Kaupmannahöfn — Hamborg — Rínarlönd — París — Amsterdam. Þessi sérlega ódýra ferð býður upp á fjölbreytta möguleika. Þið siglið nokkra dýrlega daga með glæsilegu skemmtiferðaskipi til Svíþjóðar. Akið um mörg fegurstu héruð Evrópu og gistið ýmsar eftirsóttustu .stórborgir álfunnar, án þess að flýta ykkur um of, og njótið dýrlegra daga í glaðværum og sögufrægum RJnarbyggðum, auk Parísar. 2.—16. maí. — 14 dagar. Verð frá kr. 9.800,00 — Gautaborg — Kaupmannahöfn — Hamborg — Amsterdam. í þessari ódýru ferð gefst tækifæri til að sigla til útíanda með glæsilegu skemmti- ferðaskipi og njóta lífsins þar um borg. Aka skemmtilegar leiðir milli stórborganna, þar sem dvalið er nokkra daga. Þetta er róleg og fjölbreyti ferð. Þér njótið glaðværðar Kaupmannahafnar ævintýra, Hamborgar, blómaskrúðsins ’ Hollandi og getið gert hag- kvæm innkaup í Amsterdam og fengið að lokum þægilega flugferð heim þaðan. Auk þessara tveggja ferða með fararstjóra gefst fólki kostur á styttri ferð til Kaup- mannahafnar, þar sem siglt er út með skemmtiferðaskipinu og flogið heim frá Kaup- mannahöfn. Getur fólk þá fylgt hinum hópnum í Kaupmannahöfn, eða dvalið þar á eigin vegum og ræður heimferðardeginum. Nánari upplýsingar um þessa ferða- tilhögun eru gefnar á skrifstofunni. ÓDÝRU SUMARFERÐIRNAR TIL MALLORCA. 15 dagar á Mallorca og sólarhringur í London, allt fyrir kr. 9.800,00. Brottfarardagar: 25. maí — 8. júní — 22. júní — 6. júlí — 20. júlí — 3. ágúst — 17. ágúst — 31. ágúst — 14. september — 28. septembex. Nei, verðið er ekki prentvilla, eins og margir halda. Nú komast íslendingar eins og aðrir Evrópubúar ódýrt til hinnar víðfrægu sólskinsparcdísar á Mallorca. Innifalið í hinu lága verði eru flugferðir, ferðir milli flugvalla og hótela, fararstjórn, hótel og fullt fæði á Mallorca. Nú er óþarfi að fara alla leið til Kaupmannalhafnar til að komast ódýrt. til Mallorca með danska prestinum, eða Spies og taka þá álhættu um léleg hótel, sem fylgir hinum billegu dönsku ferðaskrifstofum. Nú fáið þið ódýrari ferð með íslenzkri ferðaskrifstofu og íslenzkum fararstjóra frá íslandi og fljúgið með íslenzkri flugvél á sjö tímum beint til Mallorca, og getið örugglega gengið beint að þvi hóteli, sem þér hafið valið og kynnt ykkur á skrifstofu okkar. Dragið ekki lengi að panta í þessar vinsælu ferðir, þegar er upppantað í sumar þeirra og lítið pláss eftir í flestum hinum. Kynnið ykkur hinar ódýru gæðaferðir Sunnu. Aðeins góð hótel og skemmtilegt fólk í Sunnu-ferðum. Ferðaskrifstofan SUNNA BANKASTRÆTI 7 — SÍMAR 16400 og 12 Kópavogsbúar! Vakin er athygli á ákvæðum í heilbrigðissamþykkt staðarins um lóðahreinsun. Tökum höndum saman og ljúkum henni eigi sfðar en um miðjan maí- mánuð. Látið ekki til þess koma að framkvæma þurfi lóðahreinsunina á yðar kostnað. Heimilt er að flytja rusl á fyllingarsvæðið yzt á Kársnesi. Snúið yður til bæjarskrifstofunnar sem skjótast, vanti yður sorptunnulok. Síminn er 41570. — Gleðilegt sumar. Síðasta vetrardag 1967. HEILBRIGÐISFULLTRÚI TRÚLOFUNARHRINGAR FI|6t afgreiðsla. Sendum gegn pósfkröfu Guðm. Þorsteinsson. gullsmiður, Bankastræti 12. AGROTILLER „G” NÝTT MÓDEL Á öllum hlutum drifs og gírkassa er 50% styrkleikaaukning. Sjálfvirkur keðjustrekkjari. Breytilegur snúningshraði tryggir full vinnuafköst við allar aðstæður. „G" MÓDEL AGROTILLER hefur um 2ja ára bil sannað yfirburði sína við íslenzkar aðstæður. Fáanlegur í stærðunum 40“ 50“ 60“ 70“ Nokkur stykki til afgreiðslu fljótlega. Gjörið svo vel að panta strax. X>/x>óLjt£c*SiJtséJLtx/u A / Suðurlandsbraut 6* — Sími 38540. 10FTLEIBIR Aðalfundur Aðalfundur Loftleiða h.f. verður haldinn föstu- daginn 19. maí n.k. kl. 2 e.h. í Hótel Loftleiðir. D A G S K R Á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hluthafar fá atkvæðaseðla í aðalskrifstofu Loft- leiða á Reykjavíkurflugvelii, fimmtud. 18. maí n.k. Þeir, sem enn hafa ekki vitjað jöfnunarhlutabréfa sinna, eru beðnir að koma með gömlu hlutabréfin um leið og aðgöngumiðarnir eru sóttir. STJÓRN LOFTLEIÐA H„F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.