Alþýðublaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. ágúst 1984 Bjarni Ásgeir Friðriksson. Laun í Skandinavíu helmingi hærri en hér 152. tbl. 65. árg. Danskir hjúkrunarfræðingar hafa helmingi hærri byrjunarlaun en íslenskir, þess ber þó að geta að íslenskir hjúkrunarfræðingar vinna aðeins í fjóra mánuði á þessum launum, enda reiknast námstími þeirra sem tveggja ára og átta mánaða starfsreynsla. Eft- ir fjóra mánuði hækka þeir upp í 15. launaflokk og eru þá með 16.986 kr. á mánuði. Hæsti launa- flokkur, sem íslenskir hjúkrunar- fræðingar komast í er 19. launa- flokkur en mánaðarlaunin þar um fengum við samband við starfsmannastjórann og harðneit- aði hann að gefa okkur nokkrar upplýsingar um laun starfsfólks. Hann var hinsvegar svo vingjarn- legur að gefa okkur upp heima- símann hjá Margréti Guðmunds- dóttur, og varð hún fúslega við því að veita okkur þær upplýsingar, sem við vildum fá. Hæstu laun ís- lenskra flugfreyja eru örlítið hærri en byrjunarlaun sænsku flugfreyjanna, þau eru þó langt frá því að nálgast byrjunarlaun best borgaðir, eru Iaunin rúm 45.500 kr., næstum því þrisvar sinnum hærri. Munurinn á ís- lenskum verkstjórum og sænsk- um eru tæp 100% en norsku verk- stjórarnir fá 24.500 krónum meira en starfsbræður þeirra á íslandi, á mánuði. Hæstu launin sem ís- lenskir verkstjórar geta fengið, eftir 10 ára starfsaldur, eru 18.739 krónur ef þeir eru ófaglærðir, en iðnlærðir verkstjórar og verk- stjórar í frystihúsum, sem eru með fisktæknimenntun fá 20.466 Samanburður á launum nokkurra stétta á íslandi og í Skandinavíu Staða_______________Ísland Noregur Svíþjóð Danmörk Hjúkrunarfræðingar Byrjunarlaun 16.398 29.230 25.988 31.982 Iðnverkamenn meöallaun 14.717 25.685 24.131 26.910 Flugfreyjur Byrjunarlaun hæstu laun 16.592 26.881 33.185 50.523 22.292 33.688 29.104 41.847 Verkstjórar meðallaun 16.927 41.650 31.294 45.554 Verslunarfólk meðallaun 14.036 Olympíuleikarnir: Bjarni fékk brons - í júdókeppninni Bjarni Friðriksson júdókappi kom sá og sigraði í júdókeppninni á Ólympíuleikunum og hreppti bronsverðlaun í 90 kílógramma flokknum. Ekki hafði verið búist við því fyrirfram að Bjarni ætti möguleika á verðlaunasæti, en hann lagði hvern keppinaut sinn á fætur öðrum, þ.á m. bandaríska meistarann, og hafnaði loks í þriðja sæti keppninnar. Óþarfi er að geta þess að hér er um stórglæsilegan árangur að ræða hjá Bjarna og mega Jslendingar vera stoltir af frammistöðu hans. Afrek Bjarna er stórkostlegt og annar besti árangur sem íslending- ar hafa náð á Ólympíuleikunum frá upphafi. Aðeins silfurverðlaun Vil- hjálms Einarssonar í langstökkinu 1956 í Melbourne taka þessu fram. Þessi óvænta frammistaða Bjarna er rúsínan í pylsuendanum á góðri ferð íslendinga á Ólympíu- leikana. Eins og kunnugt er hafnaði Einar Vilhjálmsson i 6. sæti í spjót- kastkeppninni og hefði með örlítilli heppni náð á verðlaunapall; hefur náð betri árangri á þessu ári í spjót- kastinu en allir þeir þrír sem í efstu sætin röðuðu sér. Sænska dagblaðið Expressen setti nýlega saman töflu um laun nokkurra starfsstétta í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Tafla sú var miðuð við laun árið 1983, og hafi einhver breyting átt sér stað á töflunni þá er hún í þá átt að laun- in hafa heldur hækkað. Okkur á Alþýðublaðinu þótti þessi tafla ansi merkileg og ákváðum áð afla okkur upplýsinga um laun manna í sambærilegum stéttum hér heima því okkur grunaði, sem í ljós kom, að munur er á launum á hinum Norðurlöndunum og hjá okkur hér á íslandi. Erlendu töl- urnar eru allar umreiknaðar úr sænskum krónum og miðuðum við þá við síðustu gengisskrán- ingu frá Seðlabankanum (1 sænsk króna samsvarar 3,7 íslenskum). Eiginlega þarf ekki að fara mörgum 'orðum um útkomuna. Einsog við sjáum þá er sama hvar fæti er niður drepið, alls staðar er launamismunurinn mjög mikill og oft eru laun frændfólks okkar á Norðurlöndunum meira en helmingi hærri en starfssystkina þeirra á íslandi. 29.396 25.459 27.750 eru 20.158 kr., sem sagt ekki enn sambærileg við byrjunarlaun í Svíþjóð, sem er Iægst af hinum Norðurlöndunum, munar rúmum 5.000 kr. Meðallaun iðnverkamanna á íslandi eru 14.717 og eru þeir með um 10.000 kr. lægri laun á mánuði en stéttarbræður þeirra í Skandi- navíu. Danir eru þar nteð hæstu launin einsog í öllum stéttum, sem hér eru skoðaðar nema hjá flug- freyjum og verslunarfólkinu. Samkvæmt upplýsingum frá Kjararannsöknarnefnd eru byrj- unarlaun iðnvérkamanns 10.522 kr. á mánuði en komast upp í 19. launaflokk eftir sex ára starfs- reynslu, þannig að talan, sem við gefum,- sem meðallaun iðnverka- manna er eitthvað lægri. Þegar við fórum að kanna laun flugfreyja rákumst við á smá hindrun. Þeir hjá Kjararannsókn- arnefnd voru ekki vissir um laun- in svo við reyndum að hafa sam- band við Flugfreyjufélagið. Þar svaraði enginn og þá hringdum við í Flugfélagið. Hjá Flugfélag- inu vísaði hver á annan en að lok- norsku og dönsku flugfreyjanna. Munurinn á byrjunarlaunum ís- lenskra flugfreyja og norskra, sem eru með hæstu Iaunin, eru rúm 100%. Meðallaun verkstjóra á íslandi eru tæp 17 þúsund en í Dan- mörku, þar sem verkstjórar eru krónur á mánuði eftir 5 ára starfs- reynslu. Hæstu laun verkstjóra á íslandi eru sem sagt rúmum 10.000 lægri en meðallaun í Sví- þjóð, sem er lægst af hinum Norð- urlöndunum. Hjá verslunarfólki er sömu Hún er þung á honum brúnin, enda ekki við öðru að búast, því starfs- bróðir hans á hinum Norðurlöndunum fœr helmingi hœrri laun greidd fyrir sambœrilega vinnu. Framhald á bls. 3 :SUNNUDAGSLEIÐARI= 1. .. ™..i. Vinnuþrælkun verður að linna V innan er afl þeirra hluta sem gera skal, segir ein- hvers staðar og enginn dregur í efa sannleiksgildi þessa. Vinnan göfgar manninn. Hinu má þó ekki gleyma þegar rætt er um vinnusemi og dugnað í þvi tilliti, að fleira telst til vinnu en brauöstritið eitt. Fólki verður með hinu daglega brauðstriti aö gefast tími til að vinna að sinum hugðarefnum og áhuga- málum. Opinberar tölur sýna það og sanna sem allir vita, að Islendingar vinna langan vinnudag. Þeir eru hreinlegadæmdirtii þess. Öðruvfsi náþeirekki end- um saman í rekstri heimilanna. Þaðerekki óalgengt að hinn venjulegi launamaðurhérá landi vinni a.m.k. tíu tíma daglega og fari þá jafnvel til vinnu á öðrum vinnustaö. Sumir þræla svo á þriðja vinnustaðnum um helgar. Sá langi vinnudagur sem vel er þekktur hérlendis meðal þorra launafólks kallar venjulega fram mikla undrun meðal útlendinga þegar frá er sagt. Á þeirra máli kallast sá langi vinnudagur sem hér tíökast ekkert annað en vinnuþrælkun. Það eru mörg heimilin þar sem aöalfyrirvinnan sést vart nema um hánóttina heima fyrir. Eðlilegt heimilislíf er auðvitað ekki til staðar i slikum tilfell- um. Þegar launamenn eru farnir að eyða meira en helmingi sólarhrings á vinnustað, þá gefur það augaleið að möguleikar til heilbrigðs fjölskyldulífs, stundun áhugamála og annað það er lífið býður upp á, eru af skornum skammti. Eftir 10—14 tíma vinnu- dag tekur ekkert annað við en hvild og svefn. Er þetta það „velferðarþjóðfélag" sem við viljum viðhalda? Er raunverulega ekki hægt fyrir þær 240 þúsund manneskjur sem hér búa, að komast af án þess að meirihluti launafólks verði að vinna myrkr- anna á miili — og hafa jafnvel ekki nóg salt í graut- inn þrátt fyrir það? A sama tíma og ýmsar Evrópuþjóðir ræða það í al- vöru að stytta vinnuvikuna í 35 stundir, þá lengist hin raunverulega vinnuvika sífellt hér á landi. Það hefur verið lenska að það gangi hreinlega ekki upp að meðallaunamaður eigi bara að vinna sína 8 tima daglega — 40 stundir á viku — og vera laus þess ut- an. Eftirvinna og næturvinna hefur verið talin svo sjálfsögð. Þetta viöhorf rlkir t.a.m. i þeim kauptöxt- um sem samið hefur verið um. Dagvinnulaunin eru svo lág, að raunverulega er gert ráð fyrir því að um eftirvinnu og næturvinnu verði aö ræða. íslendingar eru duglegir og afkastamiklir til vinnu. Það sér hins vegar hver maður, að 10—14 tíma vinnudagur svo ár- um skiptir — ef til vill 6 eða jafnvel 7 daga vikunnar — kemur niður á afköstum þegar til lengdar lætur. Þreyta sest í fólk. Þegar fólk sér ekki framá það hvernig það eigi að skrimtaaf launum sínum þrátt fyriróhóflegan vinnu- dag, þá dettur engum i hug að ræða um nauðsyn þess að stytta vinnuvikuna. Nei, þá er efst I huga fólks, hvernig það geti bætt á sig störfum og þar með tekjum til að endar nái saman. Hins vegarernauósynlegt að verkalýðshreyfingin skoöi þessi mál öll I stærra samhengi. Þaöertil lítils aðsemjaum40tímavinnuviku, þegarjafnframt ligg- ur fyrir að enginn getur lifaö af þeim launum sem fyr- irdagvinnunafást. Það verður hiklaust að hækka rif- lega dagvinnulaunin. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt aó þrátt fyrirstyttri vinnuviku, þáminnkarfram- leiðni ekki að sama skapi, því samhliða eykst vinnu- gleði fólks og afköst þess. Sú vinnuþrælkun sem viðgengst hér á landi er skammarleg. Henni verður að linna. — GÁS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.