Alþýðublaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 4
alþýðu- Eniarj Laugardagur 11. ágúst 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. 'Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjóm og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Þeir sem lifa af munu öfunda þá dauðu I tilefni af því að þann 6. ágúst voru liðin 39 ár síðan Bandaríkja- menn köstuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima, hvöttu samtökin „Læknar gegn kjarnorkuvopnum“, lækna um allan heiminn, að gefa dagslaun sín til baráttunnar gegn því að harmleikurinn endurtæki sig. Samtímis voru þeir hvattir til að upplýsa sjúklinga sína um afleið- ingar af kjarnorkustríði, svo allir yrðu samhentir um að stöðva út- rýmingarkapphlaupiö. Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli aö læknarnir geri sérstakt átak í þá átt að koma í veg fyrir stærstu ógn, sem mannkyniö hefur staöiö frammi fyrir, því starf þeirra er jú að viðhalda heilbrigði, segja þeir læknar, sem eru þátttakendur í al- þjóðlegri hreyfingu lækna gegn kjarnorkuvopnum. Nú er nýlokið fjórða heimsþingi þeirra, en það var haldið í Helsingfors í Finnlandi. Meira en hundrað þúsund lækn- ar í 53 löndum eru með í þessari hreyfingu ... Þrír mismunandi dauðdagar í Danmörku hafa meir en þúsund læknar gerst þátttakendur i hreyf- ingunni. Þeir hafa nú gefið út bæk- ling í tveim milljónum eintaka, og dreifa honum á biðstofum lækna og í apótekum. Bæklingur þessi á að upplýsa fólk um afleiðingar kjarnorkustríðs ... „Eftir kjarnorkustríðið eru þrír möguleikar. Við deyjum strax, skömmu seinna eða enn seinna ...“ segir orðrétt í bæklingnum, sem hefur hlotið nafnið „Það, sem þú þarft að vita um geislaveiki“. í bæk- lingnum er líka sagt að geislaveiki sé engin veiki, heldur dauðinn sjálfur. Það eina, sem geislaveikin á sam- merkt með öðrum sjúkdómum, er það að hægt er að koma í veg fyrir hana. Það er líka eina ráöið, sem menn þekkja. Seinni heimsstyrjöldin var einsog hættulítill inflúensufaraldur í sam- anburði við kjarnorkustríð, segir í bæklingnum. Eftir seinni heims- styrjöldina áttu skepnur og menn allavegana möguleika á að lifa áfram. „Eftir“ kjarnorku stríð er ekkert, sem heitir á eftir. Enginn sem getur öfundað neinn Eftir lýsingu bæklingsins að dæma, munu þeir, sem lifa af kjarnorkustríð, öfunda þá dauðu, en þessi setning er eitt af slagorðun- um hjá andstæðingum kjarnorku- vopna. „Þeir, sem eru í miðpunkti kjarn- orkusprengjunnar, munu strax deyja. Sá sem ekki deyr, fær hroða- leg brunasár. Sá, sem ekki kafnar, verður fórnarlamb geislavirkninn- ar. Sá, sem ekki deyr strax af völd- um geislavirkninnar, deyr eftir viku, innyfli hans verða fyrir eitrun vegna geislavirkninnar í loftinu, sem hann andar að sér og í matn- um, sem hann nærist á ... Það er hvergi neina hjálp að fá. Þeir, sem lifa af, munu öfunda þá dauðuí* En vísindamenn velta því nú mjög fyrir sér hvort nokkur muni lifa af hildarleikinn. Svo mun ekki vera, ef síðustu niðurstöður vís- indalegra útreikninga um afleiðing- ar kjarnorkustríðs eru réttar. Því í kjölfar kjarnorkustríðsins mun „kjarnorkuveturinn“ halda innreið sína og hann mun ekki bara útrýma öllu mannlífi af yfirborði jarðar, heldur er mikii hætta á að hann út- rými öllu lífi sem þrífst á jörðinni. Hopur af vísindamönnum, fyrst og fremst bandarískum, hefur vak- ið athygli á því, að meira að segja mjög takmarkað kjarnorkustríð getur haft þessar afleiðingar, því það mun gerbreyta loftslaginu á jörðinni. Ef kjarnorkusprengjum er kast- að á nokkrar af stærstu borgum norðurhvels jarðar, mun sprengju- krafturinn og eldstormarnir í kjöl- far sprengjunnar, þyrla upp svo miklu ryki og reyk I andrúmsloftið, að geislar sólarinnar ná ekki að brjótast í gegn, og þetta ástand get- ur varað í mánuði. Hitastigið mun Iækka mikið og gerbreyta loftslag- inu og líffræðilegum forsendum á jörðinni. Gróður mun deyja og án gróðursins geta hvorki menn né skepnur þrifist. Þetta eru í stuttu máli spádómar vísindamannanna, sem hafa valdið mjög miklum ótta meðal banda- rísks almennings. Afleiðing þess er sú að öldungadeildin og þingið ákváðu í síðustu fjárveitingu sinni til varnarmála, að Pentagon léti rannsaka þetta og birta skýrslu um þetta ekki seinna en í mars 1985. Einsog viðbúið var hafa nokkrir bandarískir talsmenn hersins, sagt að þetta eigi ekki við rök að styðj- ast. Að þær aðstæður, sem vísinda- mennirnir hafi gefið sér, þegar þeir spá kjarnorkuvetrinum, séu ekki réttar. En þeir viðurkenna að Pentagon hefur ekki tekið þau reyk- ský, sem myndast við kjarnorku- sprengjuna, með í útreikninga sína. Þeir halda því líka fram að ef kjarnorkustríð brytist út, yrði það ekki eins umfangsmikið og vísinda- mennirnir halda fram. Það yrðu ekki stórborgirnar heldur hernað- armannvirki, sem yrðu fyrir sprengjunum í nútíma kjarnorku- stríði. En Carl Sagan, sem er einn af vís- indamönnunum, hefur svarað þess- um mönnum því til, að mikið af hernaðarmannvirkjum er í ná- Framhald á bls. 2 Móðir hlúir að dóttur sinni eftir kjarnorkusprengjuna. Þessa mynd tók ástralskur verkfrœðingur, sem staddur var uppi áfjalli í nágrenni Hiroshima, þegar sprengjan féll fyrir 39 árum. íslendingar eru rik þjóð, þeir eru að minnsta kosti eina þjóðin, sem hefur efni á þvi að fylla öskuhaugana með fersku grænmeti keyptu dýr- um dómi erlendis frá. MOLAR Stéttaskipting í menntuninni í Danmörku hefur sú þróun átt sér stað að nemendum frá verka- mannaheimilum, sem verða sér úti um framhaldsmenntun, fækk- ar mikið. Urn 1975 voru 22ff/o þeirra, sem stunduðu framhalds- nám frá verkamannafjölskyldum, en nú er hlutfall þeirra bara um 9%. Með framhaldsnámi er átt við nám eftir stúdentspróf. 8.300 sem sóttu um inngöngu í háskóla og aðra framhaldsskóla fengu neitun í ár. Danska Stú- dentaráðið óttast að enn sem fyrr séu það umsækjendur frá verka- mannaheimilum, sem-eru síaðir út. Alls sóttu 32.000 nemendur um framhaldsmenntun, af þeim fengu aðeins 23.900 inngöngu. 800 var sagt að þeir gætu komist inn næsta ár ef þeir hefðu fasta vinnu í níu mánuði af árinu. Stú- dentaráðið spyr eðlilega hvernig það eigi að vera hægt þegar um 300.000 manns eru atvinnulausir. Peningarnir ráða úrslitum í vissum íþróttagreinum er það ekki bara hæfni, þjálfun, þraut- seigja og styrkur, sem ræður hverjir standa á verðlaunapallin- um á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Heldur eru það pening- arnir, sem ráða úrslitum. í hjól- reiðakeppnunum er það útbúnað- ur hjólanna, sem ræður jafn miklu, ef ekki meiru en líkamlegt ástand hjólreiðamannsins. Það eru Bandaríkjamenn og ítalir, sem standa fremstir í flokki í þess- ari grein. Reiðhjól þeirra eru út- búin með svokölluðum nýjum hjólum. Þau eru lokuð og gefa þannig minni loftmótstöðu. Er það álit manna að þannig fái þeir 3-4% forskot á keppinauta sína í 4000 metra hjólreiðakeppni. Minni þjóðirnar hafa ekki haft ráð á að hafa vísindamenn i þjón- ustu sinni við að framleiða bestu keppnishjólin, því fór það svo að þeir, sem kosta mestu til uppskera líka mest.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.