Alþýðublaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 11. ágúst 1984 'RITSTJÓRNARGREIN? Uggur í brjósti vJtti og óvissaum framtíöinaerofariegaí hug- um margra launþega þessa dagana. Úrræöa- leysi og uppgjöf stjórnarherranna frammi fyrir aðsteðjandi vandamálum, skiljanleg vaxandi ókyrrö á vinnumarkaðnum, sennilegar verö- lagshækkanir á haustdögum, gengisfelling innan seilingar, auknar líkur á stjórnarslitum og ríflegar vaxtahækkanir á næstu dögum eru meðal þeirra atriöa, sem fólk ræðir um. Það virðist borðliggjandi að verkalýðshreyf- ingin mun litlum sem engum kjarabótum ná fram í haust nema eftir harða og langvinna bar- áttu. Borubrattirráðherrarhafasagt þaðfullum fetum að ekki komi til greina að hækka laun fólks í haust, þótt tölursýni þaö svart á hvítu að kjör launafólks hafa rýrnað jafnt og þétt frá því samningarnir í mars sl. voru gerðir. Er þá ekki inni í dæminu hin gífurlega og hrottalega kjaraskerðing, sem ríkisstjórnin stóð að á síð- asta ári og liggur algerlega óbætt hjá garði. Sumir vilja leggja dæmið þannig upp, að í haust gerist annað af tvennu: Verkalýðshreyf- ingin gefur eftir og lætur sér nægja einhverjar dúsur í stað raunverulegra kjarabóta eða þá að ríkisstjórnin verður að gefa eftir og jafna kjörin í landinu. Hið síðarnefnda myndi hins vegar leiða til þess að þeir sem hæst gala á stjórnar- heimilinu um að jafnvel minnstu launahækk- anir myndu stefna verðbólgumarkmiðum stjórnarinnar í hættu, yrðu að segja af sér em- bætti. Því hefur Albert Guðmundsson a.m.k. lofað, þótt lítt sé takandi mark á upphrópunum hans úr ráðherrastóli. Það er mat sérfræðinga innan stjórnar sem utan að með lítt breyttri stöðu mála komist rík- isstjórnin ekki hjá því að lækka gengið. Það gerist óhjákvæmilega i haust. Þar með yrði enn eitt loforð stjórnarinnar svikið. Samhliða myndi hækkun verðlags fylgja. Það hefurtalsvert verið rætt um vaxtamál síð- ustu vikurog daga og lyktir urðu þær að vextir voru gefnir frjálsir með ákveðnum skilyrðum þó — tryggt ereftiriitshlutverk og neitunarvald Seðlabanka. Það er fyrirsjáanlegt að vextir munu strax I næstu viku hækka verulega. Út- lánsvextir mun meira en innlánsvextirnir. Það er ekki erfitt að gera sér I hugarlund hver áhrif 20% hækkun útlánsvaxta hefði á stöðu hart keyrðra íbúðakaupenda og húsbyggjenda I landinu. Hjá þeim mörgum mun rífleg hækkun útlánsvaxta þýöa stopp og gjaldþrot. Ekki verðurheldurséð annaðen vaxtahækk- un kalli fram aukinn hraða verðbólgunnar þeg- ar fram I sækir. Atvinnuástand hefur enn sem betur fer verið viðunandi hér á landi síðustu ár og hefur það verið það Ijós í myrkrinu sem valdhafar hafa einatt vísað til. Vandi útgerðar I landinu hefur orðið til þess að ótti um atvinnuleysi á fjöl- mörgum stöðum á landinu er ríkjandi. En þótt útgerðin stoppi ekki vegna rekstrarerfiðleika, þá virðist fyrirséð að víða um land verði að leggja skipum og loka fiskvinnslustöðvum vegna þess að kvótinn er búinn. Atvinnuástand gæti því orðið bágborið víða á landinu þegar nær dregur áramótum. Það er ekki til að auka á bjartsýni fólks. Þeir þættir þjóðmála sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni eru aðeins nokkrir af mörgum, sem vekja ugg meðal almennings. Hvað gerist? Hvar er Ijóstýra? Segir ekki ríkis- stjórnin að við séum að vinna okkur út úr vand- anum, en samt telur hún vandamálin á hverju strái og iilyfirstíganleg? Hvað hefurþessi ríkis- stjórn verið að gera það eina og hálfa ár, sem hún hefur setið? Þessar spurningar og aðrar ámóta ræðir al- menningur um sín á milli þessadagana. Er von að spurt sé? - GÁS Athugið! Óska eftir að kaupa einhverskonar húsnæði sem mætti innrétta sem íbúð. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 79241. Óska eftir 2 (tveimur) ábyrgum manneskjum til að deila með mér íbúð. Allt kemur til greina, svo framarlega sem reglusemi er nr. 1, 2 og 3. Vinsamlegast sendið tilboð merkt „X-A“ í pósthólf 8414, 108 Reykjavík, fyrir 15. ágúst. Dagvistarmál-störf Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. 1- Staða matráðskonu/maður við dagheimilið Furugrund, æskilegt að umsækjandi hafi mennt- un eða reynslu á þessu sviði. Umsóknarfrestur til 27. ágúst n.k. 2. Staða fóstru á leikskólann Kópahvol, upplýs- ingar veitir forstöðumaður í síma 40120. 3. Staða fóstru á dagvistarheimilið Grænatúni, upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 46580. 4. Staða fóstru á skóladagheimilið Dalbrekku, upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41750. 5. Staða fóstru á dagvistaheimilið Efstahjalla, upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 46150. Umsóknum skal skila á þar tilgerðum eyðublöð- um sem liggjaframmi áfélagsmálastofnun Kópa- vogs, Digranesvegi 12, og veitir dagvistarfulltrúi nánari upplýsingar um störfin í síma 41570. Félagsmálastjóri Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í styrkingu Norðurlandsvegar í Hörgárdal 1984. Burðarlag 5.300 m3 og malarslitlag 2.500 m3) Verkinu skal lokið 15 október 1984. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík frá og með 14. ágúst n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 27. ágúst 1984. Vegamálastjóri Bjarni 1 Handboltamennirnir hafa líka staðið fyrir sínu og vel það og þegar þessar línur eru ritaðar, þá liggur ljóst fyrir að þeir munu lenda í 5. eða 6. sæti handknattleikskeppn- innar. Leikur íslands við Svíþjóð sker úr um það hvor þjóðin hreppir fimmta sætið. Það munaði Iitlu að íslendingar myndu keppa um 3. til 4. sætið í keppninni. íslendingar mega vel við árangur íslensku keppendanna una í þeirri hörðu keppni allra bestu íþrótta- manna heims sem fram fer á Ólym- píuleikunum. Alþýðublaðið vill þó árétta enn og aftur að þátttakan ein í þessari miklu keppni er aðalatrið- ið; góð frammistaða íslensku kepp- endanna, sem náði hámarki með verðlaunasæti til Bjarna Friðriks- sonar, er svo ríflegur ábætir á allt saman. Þeir sem 4 grenni stórborga, auk þess sem vopnum andstæðingsins verður beint að lykiliðnaðinum, sem oft er í nágrenni miðborganna. Borgirnar séu því óhjákvæmileg skotmörk. Kjarnorkuvopn Frakka nægja Og kjarnorkuvopnum nokkurra minni ríkja, sem ráða yfir kjarn- orkuvopnum, einsog t.d. Frakkar, er beint að borgum, segir Sagan. — Kjarnorkuvopnaforði Frakk- Iands eins, er nægjanlegur til að koma af stað kjarnorkuvetri um alla jörðina, bætir hann við. í bæklingi læknanna segir að eft- ir sprengingu frá meðaldrægri kjarnorkuflaug verði svæði, sem er tíu sinnum stærra en danska eyjan Bornholm, óbyggjanlegt. Laun 1 sögu að segja, helmingsmunur á launum hér og í Skandinavíu ... Með meðallaunum hér er átt við verslunarfólk með 7 ára starfs- reynslu, byrjunarlaunin eru 12.913 og hæstu launin 16.179 kr. á mánuði. Fólk sem þarf sérþekk- ingu til að geta afgreitt í verslun er hinsvegar með eitthvað hærri laun. Þrátt fyrir það að verslunar- fólk sé þetta illa launað, sáu félag- ar í verslunarmannafélaginu ekki ástæðu til að segja upp samning- um í haust einsog fíest önnur verkalýðsfélög hafa gert. Allar þessar tölur ber að taka með vissri varúð, því ýmislegt annað spilar inn í afkomumögu- leika fólks en beinhörð laun. Til að mynda er tekjuskattur mun lægri hér en á hinum Norðurlönd- unum, en að sögn þeirra sem þekkja til eru nauðsynjavörur yfirleitt mun ódýrari í Skandi- navíu en hér. Og svo ber að hafa það í huga að í húsnæðismálum stöndum við íslendingar frænd- um okkar langt að baki, því hér verður sérhver kjaftur að veðsetja sál sína, ætli hann að fá þak yfir höfuðið. Það undrar því engan þó ís- lenskir launþegar séu orðnir lang- þreyttir á kjararánsstefnunni, sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, og stefni í aðgerðir í haust. Sumarferð jafnaðarmanna 25. ágúst Á fundi formanna flokksfélaga, FUJ félaga og kvenfélaga Alþýðu- flokksins í Reykjavík og á Reykja- nesi, sem haldinn var í Keflavík sl. fimmtudag var ákveðið að efna til sameiginlegs sumarferðalags Al- þýðuflokksfólks í þessum kjör- dæmum tveimur. Sett var á laggirn- ar nefnd, sem þessa dagana vinnur að undirbúningi ferðarinnar. Þegar liggur fyrir að sumarferðin verður farin þann 25. ágúst næst- komandi, sem er laugardagur. Á- formað er að ferðast verði um Suð- urnesin. Allar nánari upplýsingar á flokksskrifstofunni í síma 29244. Þau krefjast réttra viðbragða ökumanna. Þeir sem að jafnaði aka á vegum með bundnu slitlagi þurfa tíma til þess að venjast malarvegum og eiga því að aka á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. UMFERDAR RAD Sérkennarar Sérkennara vantar til starfa í Norðurlandsum- dæmi vestra, mest er þörf fyrir kennara með sér- menntun í talkennslu og kennslu barna með lestr- arörðugleika. Allar upplýsingar gefur fræðslu- stjóri, Guðmundur Ingi Leifsson, í síma 95-4369 á skrifstofutíma og í síma 95-4249 utan skrifstofu- tíma. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Jón S. Ólafsson, skrifstofustjóri Hávallagötu 3 sem lést að heimili sfnu sunnudaginn 5. ágúst verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Erna Óskarsdóttir Ólöf S. Jónsdóttir Kjartan Gíslason Óskar G. Jónsson Þórunn H. Matthíasdóttir Herdís Þ. Jónsdóttir Ingi Sverrisson Halla G. Jónsdóttir og afabörn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.