Alþýðublaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1984, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. ágúst 1984 3 Minning Helga Sveinsdóttir Fœdd 3. mars 1899 Dáin 23. júlí 1984. Helgu minnast eflaust fleiri en ég, nú þegar hún hefur lokið veg- ferð sinni á þessari jörð. Ættir hennar get ég ekki rakið, veit aðeins að hún var vestfirsk, fædd á Rauða- sandi. Lengstan hluta ævinnar bjó Helga ásamt manni sínum, Þórði Þorsteinssyni, fyrrum hreppstjóra Kópavogshrepps og garðyrkju- bónda, á Sæbóli í Kópavogi. Ég á svo margar góðar minningar um þessa sérstæðu konu, sem var nágranni minn í 42 ár, að þær knýja mig til að skrifa þessar fátæklegu linur, og eiga þær að sýna þakklæti mitt fyrir þá liðnu daga, sem Helga og fjölskylda hennar voru okkar góðu nágrannar. En nú heyra þessir dagar sögunni til — því tímans rás fær enginn breytt, það sem var í gær er horfið næsta dag, allt okkar líf er breytingum háð og með þessum straumi fljótum við áfram hvort sem okkur þykir ljúft eða leitt — þar til yfir lýkur. í dag er Sæbólsland að byggjast sem þéttbýliskjarni í Kópavogs- kaupstað. Lagðir vegir, og hús að rísa af grunni út um alla þá landar- eign þar sem þau Helga og maður hennar réðu ríkjum í nær hálfa öld. Mér er minnisstætt fyrst þegar ég kom að Sæbóli til þeirra hjóna hvað ég var hrifin af allri blómadýrðinni, gróðurhúsunum og öðru sem fyrir augun bar. Allt bar vitni um atorku og dugnað húsráðenda. Þau hjónin voru þá á besta aldri, með fjögur börn sín á aldrinum 5-12 ára, alls staðar líf og fjör. Fannst mér þá Sæból vera stórbýli. En hafa verður í huga, að við fyrstu frumbyggjar Kópavogs höfðum ekki efni á nein- um stórum salarkynnum, vorum hamingjusöm að fá land til að byggja á og gera okkur grænan blett þar sem börn okkar gátu leikið sér frjáls og glöð. NÚ þegar Helga vinkona mín er til moldar borin í hlíðinni handan Fossvogsins, má heita að býlið hennar standi autt og yfirgefið og hverfur sem í skugga glæstra ný- bygginga. Helga elskaði Sæbóls- land og sýndi því umhyggju meðan kraftar leyfðu. Fyrir tveimur árum setti hún nið- ur í kartöflugarðinn sinn í siðasta sinn, þá 83 ára, hlúði að, reytti arfa um sumarið, tók upp og gekk frá uppskerunni um haustið. Þegar hún hafði lokið öðrum undirbún- ingi fyrir veturinn á heimili sínu, fór hún í aðgerð á fæti og hugðist dvelja stuttan tíma á eftir á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Lífs- kraftur hennar dvínaði, og þrek átti hún ekki lengur til að yfirstíga þá margvíslegu erfiðleika sem ellin út- hlutar. Sannarlega hefur hún skilað sínu dagsverki með heiðri og sóma. Finnst mér það vel við hæff, að þessi kona sem mestan hluta ævinn- ar hlúði að blómum og gróðri skyldi kveðja jarðlífið einmitt þeg- ar allur jarðargróður er fegurstur. Þórður, eiginmaður Helgu, and- aðist fyrir rúmu ári. Hafði þá síð- ustu 3-4 árin strítt við veikindi á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimil- um, síðast í Sunnuhlíð. Allan þann tíma sem Helga var ein heima á Sæ- bóli, heimsótti hún mann sinn dag- lega. Undraðist ég oft þann dugnað sem þessi háaldraða kona sýndi — því oftast notaði hún strætisvagna til þessara ferða — vetur sem sum- ur. Það ég veit, var sambúð þeirra hjóna ágæt. Þó hygg ég, að það hafi ekki verið vandalaust að vera eigin- kona Þórðar vinar míns, en Helga leysti þetta hlutverk vel af hendi eins og annað sem tilheyrði hennar verkahring. Hún var 'vel greind og allt hennar fas bar vott um að hún gætti ávallt að hvar hún steig niður. Sorgir og áhyggjur sínar lagði hún aldrei á annarra herðar. Jafnréttis- hugsjónin var of sein á ferð svo hún næði að móta Iífsviðhorf hennar. Því bjó hún að þeim arfi, sem hún hafði hlotið frá sínum gengnu for- mæðrum, að eiginkonan ætti að standa að baki manns síns í blíðu og stríðu, ávallt tilbúin að laga allt sem bæta mátti, en ábyrgð og mikils- verðar ákvarðanir væru í hendi karla. Þórður maður Helgu var dugn- aðar ákafamaður, viljasterkur og stórhuga, sigldi því oft beint af aug- um og skeytti því lítt þótt gæfi á bátinn. Á góðri stund var hann hrókur alls fagnaðar, barnslega glaður og skemmtilegur. Ekki skal gleymt að ávallt var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd og því ógleym- anlegur nágranni. Það vantaði þrjá mánuði á, að Helga dveldi 2 ár á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð. Þar var vel um hana hugsað og naut hún þar virð- ingar og hlýju alls starfsfólks, sem var allt samtaka um að veita henni alla þá hjálp sem í mannlegu valdi stendur. Það er sannarlega gleði- gjafi, sérstaklega fyrir okkur sem erum komin langleiðina, að vita að nú eru alls staðar um land að rísa glæsileg hjúkrunarheimili sem veitt geta öldruðum hjúkrun og að- hlynningu á meðan þeir bíða eftir fari með ferjunni sem flytur þá yfir síðasta álinn. Einn sólbjartan dag í vor heim- sótti ég Helgu, drakk með henni kaffi í hinum glæsilega borðsal Sunnuhlíðar, — sem var næstum fullsetinn. Á eftir fórum við inn i hennar herbergi, er var bjart og vistlegt. Ég náði fyrir hana í kassa sem stóð á borði úti i horni og sýndi hún mér myndir af fjölskyldu sinni. Ég gat ekki við það ráðið, að í huga mínum fann ég sárt til við að sjá þessa fyrrum nágrannakonu mína sitja hér, bundin við hjólastól, og þurfa að sækja alla hjálp til ann- arra, vissi að það var ekki að hennar skapi — því hún var ætíð hörð við sjálfa sig, vildi vera sjálfri sér nóg og leitaði ekki hjálpar annarra fyrr en í nauðir rak. Börn hennar tvö búsett erlendis og því til fárra að leita. En hún kvartaði aldrei um sína hagi, svo dul var hún í skapi. Einkadóttir, Halldóra og hennar maður flutt fyrir nokkrum árum til Danmerk- ur. Sveinn sonur hennar og hans kona hafa búið yfir 30 ár í Ameríku, sonurinn Halldór hefur ætíð búið í foreldrahúsum. Yngstá son sinn, Þórð Helga, misstu þau hjón fyrir mörgum árum — hann andaðist innan við þrítugt frá konu og þremur kornungum börnum — var hann þá búsettur og við nám í Ameríku. Þar hafa börn hans alist upp hjá móður sinni og stjúpföður. Þá voru dimmir dagar hjá þeim Sæ- bólshjónum. Þakklæti er mér efst í huga nú þegar ég kveð Helgu. Það er svo ótalmargt sem þakka ber, og verður ekki upptalið í þessum kveðjum mínum. Öll blómin sem hún og maður hennar báru inn á heimili okkar hjóna á Brúarósi — þau ilma enn í minningasjóði mínum. Börn- um hennar, tengda- og barnabörn- um óskum við Eyjólfur allrar bless- unar í komandi tíð. Guðrún Emilsdóttir. Vagga börnum og blómum, ..borgin hjá vogunum tveimur, risin einn árdag úr eyði, — heill undrunar heimur! Mér kernur Helga á Sæbóli í hug, þegar ég heyri Ijóðið „Kópavogs- bær“ eftir Þorstein Valdimarsson. Helga fæddist á Rauðasandi 3. mars 1899. Foreldrar hennar voru Sveinn Magnússon frá Lambavatni á Rauðasandi og Guðríður Víg- lundsdóttir frá Bolungarvík. Ung að árum giftist Helga, Þórði Þorsteinssyni sjómanni frá Vigur. Eftir að þau fluttusttil Reykjavík- ur, varð Þórður fyrir slysi sem gerði hann óvinnufæran að mestu næstu þrjú árin. Það var í byrjun „krepp- unnar“ sem þau komu sér upp litlu húsi í Sogamýrinni og hófu þar garðrækt, því sjálfsbjargarviðleitn- in var mikil. Þau tóku það ráð, að selja afurðir sínar sjálf á torgum og gatnamótum í Reykjavik. Árið 1936 gerast þau landnemar í Kópavogi, þar fengu þau stórt land og reistu sér íbúðarhús sem þau nefndu Sæból. Þórður var þá kom- inn til heilsu og tók til við að brjóta landið. Tún voru ræktuð og kál- garðar og gróðurhús reist. Éyrstu búskaparárin í Kópavogi höfðu þau kýr, einnig dráttarhesta til að flytja afurðirnar á útimarkaðina. Síðar eignuðust þau bíl. Helga keyrði þá blómin og grænmetið til Reykjavík- ur, en kom með vatn í brúsum til baka því engin var vatnslögnin. Þá var hvorki rafmagn né sími í Kópa- vogi og vegir voru slæmir. Þegar heim kom biðu húsmóðurstörfin. Börnin voru fjögur: Halldóra hús- móðir í Kaupmannahöfn, Sveinn flugvélaverkfræðingur býr í Kali- forníu, Halldór býr i Kópavogi og Þórður Helgi bjó í Los Angeles, hann andaðist 1963. Þegar íbúum Kópavogs fjölgaði verulega settu þau hjón á stofn blómabúð, þá fyrstu í Kópavogi og nefndu hana Blómaskálann. Torg- sölunni var lokið, en blómabúð opnuð við Laugaveg í Reykjavík. Helga starfaði í Blómaskálanum og hafði þar aðstöðu til kaffihitunar í herbergi inn af versluninni. Það var á vordögum árið 1952 sem ég fluttist í Kópavog ásamt fjölskyldu minni. Kópavogur var þá hreppur og hreppstjórinn var Þórður á Sæbóli. Fljótlega áttum við erindi við hreppstjórann og hann kom og heimsótti okkur. í Blómaskálanum kynntist ég hrepp- stjórafrúnni. Helga á Sæbóli var prúð kona og fögur. Hún var félagslynd. Þau hjón voru í Alþýðuflokknum. Sjö alþýðuflokkskonur tóku höndum saman og stofnuðu „Sjöstjörn- una“. Þær héldu kaffi- og spila- kvöld, bögglauppboð o.fl. Ágóð- ann notuðu þær til að styrkja menningar- og líknarstarfsemi í hreppnum. Þær gáfu kirkjumuni svo hægt væri að messa á jólum og fengu presta til að halda barnaguðs- þjónustur. Árið 1950 var Kvenfélag Kópa- vogs stofnað og var Helga ein af stofnendunum. Henni var annt um félagið, en gat lítið sótt fundi, því Blómaskálinn var opinn öll kvöld. Hún mundi samt eftir félaginu og sýndi það í verki við ýmisi tækifæri og ber að þakka það. Á þessum árum voru heitir póli- tískir fundir í Kópavogi og alltaf var verið að kjósa. Hreppsbúar fjöl- menntu á framboðsfundi, því þar var líf og fjör. Þórður á Sæbóli kom þar mjög við sögu. Hann var í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn. Helga var ekki öfundsverð á þessum ár- um, en hún hélt ró sinni og reisn á hverju sem gekk. Á kosninga dög- um sendu þau hjón fagra blóm- vendi á allar kosningaskrifstofur hreppsins og síðar bæjarins. Oft fékk ég orðsendingu frá Blómaskálanum um að ég ætti þar peninga. Fyrst hélt ég að um mis- skilning væri að ræða, en þetta reyndist vera ágóði af blómasölu á „Mæðradaginn“. Fyrst átti ágóðinn að renna til Orlofs húsmæðra, en ég var þá formaður þess, en eftir að Mæðrastyrksnefnd Kópavogs var stofnuð, létu þau ágóðann renna til hénnar. Stundum þegar ég kom í Blóma- skálann, rétti Helga mér rósavönd og sagði: „Þessar rósir áttu þú að eiga sjálf“. Tilefnið nefndi hún ekki. Það kostaði mig oft mikil heilabrot að finna ástæðuna, en Helga gleymdi engu. Hún notaði ekki mörg orð, en lét blómin tala. Þegar ég lít til baka, er ég glöð yf- ir því að við vinir Helgu héldum henni og fjölskyldu hennar sam- sæti í Félagsheimili Kópavogs á sjö- tíu ára afmæli hennar. Það var reisn yfir henni þar sem hún stóð í ræðu- stól á íslenska búningnum og flutti þakkarorð í lokin. Þau Sæbólshjón ferðuðust mikið ög gaman var að hlusta á ferðasög- ur þeirra og sjá myndir frá ókunn- um Iöndum. Ég hafði þá ánægju að hlynna lít- ilsháttar að þeim hjónum í Sunnu- hlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi. Þórður var fyrsti vist- maður Sunnuhlíðar, en Helga kom þangað 26. október 1982. Kópa- vogsbúar reistu Sunnuhlíð einmitt á réttum tíma til að veita frumbyggj- um Kópavogs hjúkrun og félags- þjónustu á ævikvöldinu. Þegar ég hugsa um líf Helgu á Sæbóli finnst mér það hafa verið dans á rósum, fögrum ilmandi rós- um og þyrnana vantaði ekki. Helga var ánægð meðan Þórður lifði. Hann var jafnan glaður og hress og það var alltaf líflegt í kringum hann. Þórður andaðist í Sunnuhlíð 10. júní 1983. Helga saknaði hans mjög. Hún talaði ekki mikið um það, en ég sá hvað henni leið. Helga andaðist í Sunnuhlið 23. júlí 1984. Ég ætla að muna þau Sæbólshjón Helgu og Þórð þar .sem þau sátu hlið við hlið í stofunni í Sunnuhlíð og héldust í hendur. ■' Blessuð sé minning þeirra. SolTía Eygló Jónsdóttir - LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og á Heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík. Starfskjör samkv. kjarasamningum. • Deildarstjóri við áfengisvarnadeild. Áskilið er að umsækjandi hafi lokið háskólaprófi á heil- brigðis- eða félagsvísindasviði eða hafi sam- bærilega menntun. Reynsla í áfengisvarna- starfi mjög æskileg. Upplýsingar veitir fram- kvæmdastjóri í síma 22400. • Deildarmeinatæknir — við heilsugæslustöðina í Árbæ, hálft starf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 71500 eða framkvæmdastjóri í síma 22400. — við Heilsuverndarstöðina í Reykjavík. Fullt starf eðatvö hálf störf. Upplýsingarveitirfram- kvæmdastjóri ( sfma 22400. • Félagsráðgjafi. Fyrirhugað er að hann starfi fyrst og fremst á vegum þjónustuhóps aldr- aðra, sbr. lög nr. 91/1982. Hópurinn starfar að velferðarmálum aldraðra, fylgist með högum þeirra, sér um þjónustu þeim til handa og metur vistunarþörf. Upplýsingar veitir fram- kvæmdastjóri í síma 22400. • Hjúkrunarfræðingur — við heilsugæslustöðina Asparfelli 12, barnadeild. 1 og V2 staða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 75100. — við barnadeild Heilsuverndarstöðvar. — við heilsugæslu í skólum. — við heimahjúkrun (vaktavinna kemur til greina). Um er að ræða fullt starf eða hluta- starf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þarfást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 20. ágúst 1984. Kennarastöður við Grunnskólann Hofsósi. Kennslugreinar: Kennsla yngri barna, enska og handmennt, gott húsnæði í boði. Nánari upþlýsingar gefa skóla- stjóri í sima 95-6386 og formaður skólanefndar í síma 95-6400 eða 95-6374. Skólastjóri. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stundakennara vantar í efnafræði, jarðfræði og stærðfræði. Upplýsingar í skólanum. Rektor

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.