Alþýðublaðið - 07.03.1985, Side 4

Alþýðublaðið - 07.03.1985, Side 4
4 Fimmtudagur 7. mars 1985 Kjartan Jóhannsson: Hér er um lífs- spursmál að ræða Niðurgreiðslur og styrkir kippa grundvelli undan lífskjara- sókn íslendinga og við drögumst aftur úr grannþjóðunum „Sjávarútvegsráðherra tók svo til orða að hér væri um brýnasta hags- munamál landsins að ræða. Ég held að það sé ekki of sterkt til orða tek- ið. Ég segi að hér sé um lífsspursmál að ræða. Það er augljóst að ef nið- urgreiðslum og styrkjum með sjáv- arútvegi í samkeppnislöndum okk- ar er haldið áfram er kippt grund- vellinum undan lífskjarasókn ís- lendinga og við drögumst aftur úr grannþjóðum okkar. Þá er kippt grundvellinum undan því að við getum búið hér og haldið uppi því menningarlífi sem við hljótum að gera kröfur til. Óheilbrigðar aðferðir Ef svo fer fram sem horfir, að þessir styrkir aukast stig af stigi, þá er augljóst að það var í raun ekki gagn að landhelgisstríðinu því að það á að leggja okkur í viðskipta- stríði með óheilbrigðum aðferðum eftir þann sigur sem við unnum í landhelgisstríðinu. Þetta er sann- leikurinn í þessu máli. Ég hef ítrekað gert þessi mál að umtalsefni í utanríkismálanefnd og sagt, eins og ráðherra, að að þessu ættum við að snúa okkur öllu öðru fremur. Fyrir níu mánuðum óskaði ég eftir því sérstaklega þar að tekin yrði saman grg. um hvernig styrkj- um væri háttað í grannlöndum og samkeppnislöndum okkar. Ég fagna því, sem kom fram hjá sjávar- útvegsráðherra að hann hefur lagt því lið og sú athugun er nú í fullum gangi. Verndartollar Ég get ekki litið öðruvísi á en að þessi styrkjaaðferð sé brot á þeirri stefnu sem hefur verið boðuð bæði innan GATT og innan EFTA. Sú stefna er í grundvallaratriðum sú að afnema eigi verndartolla. Styrkir af þessu tagi eru algerlega hliðstæðir við verndartolla. Þeir hafa ná- kvæmlega sömu áhrif og verndar- tollar og þeir spilla jafnmikið fyrir samkeppnisaðstöðu og slíkar að- gerðir gera. Þess vegna höfum við siðferðilegan rétt til þess að berjast í þessu máli af fyllstu hörku. Viðskiptaráðherra sagði áðan að þegar samningarnir um EFTA voru gerðir 1960 hefðu Norðmenn gert fyrirvara um rétt sinn til að styrkja sjávarútveg. Það er í sjálfu sér rétt. En fyrsta spurningin sem ég hlýt að spyrja er: Hverjir voru styrkirnir 1960? Og hvernig eru þeir núna í samanburði við það sem þeir voru þá? Hafa þeir ekkert aukist? Það væri þá a. m. k. áfangi að skoða þann hlutann og hvort ekki er hægt að fá þá eitthvað niður fyrir það stig sem þeir voru í 1960 frekar en þeir séu alltaf á leiðinni upp fyrir það stig sem þeir voru í 1960. Það voru ákveðnar forsendur sem þá lágu fyrir. Þá gengu menn að ákveðnum atriðum, nefnilega þeim styrkjum sem þá voru við lýði, og gerðu vita- skuld ráð fyrir því að frekar mundi draga úr þeim heldur en hitt. Það er lífsspursmál Ég tek undir það, sem hér hefur komið fram, að við verðum að nota hvern þann vettvang sem býðst til þess að ráðast að þessu styrkja- kerfi, ekki bara Norðmannanna heldur langtum fleiri þó styrkja- kerfi Norðmanna og reyndar Kanadamanna sé það alvarlegast í þessum efnum. í byrjun janúar sl. var ég fulltrúi á fundi hjá þing- mannanefnd EFTA og þá notaði ég einmitt tækifærið til að gera þetta að umtalsefni og lagði til á þeim fundi að styrkjakerfi í sjávarútvegi yrði gert að sérstöku umræðuefni innan þess vettvangs. Það varð fátt um svör hjá Norðmönnum, en aðrir tóku undir að vel gæti komið til álita að taka það sérstaklega til umfjöllunar. Á vettvangi Evrópu- ráðsins hef ég líka ítrekað reynt að ýta við þessum málum og fékk ég m. a. á sl. ári samþykkta tillögu þar sem styrkjakerfið var gagnrýnt mjög. Mér er ljóst að þetta hrekkur mjög skammt. Mest munar um ef ríkisstjórnin sjálf, utanríkisráðu- neytið og viðskiptaráðuneytið, beit- ir sér af fyllstu hörku í þessu máli. Ég tel að við höfum siðferðilegan rétt með okkur i þessu máli og ég ítreka að þetta stríð verðum við að vinna. Það er lífsspursmál. Annars var landhelgisstríðið í raun og sann- leika unnið fyrir gýg ef við verðum svo lagðir að velli í viðskiptastríði með óheiðarlegum aðferðum“ íslensk sjávarútvegsframleiðsla: „Samkeppnin er vonlaus“ „Ég hef góðar heimildir fyrir því að Norðmenn láni mestan partinn af kaupverði frystibúnaðar og ann- ars búnaðar og það til langs tíma. Ég veit að þessi búnaður er keyptur í „pökkurn" af Norðmönnum, sem lána allt að 85% til 3—5 ára, ef það er í gegnum skipasmíðastöð, en venjulega er hlutfaliið um tveir þriðju af kaupverði," sagði einn viðmælenda blaðsins, sem stendur í vonlitilli samkeppni við styrktan innflutning á sviði sjávarútvegs- vara. „Þessi samkeppni er vonlaus. Samkeppnislánasjóður útflutn- ingsiðnaðarins lánar hér um bil helming en með vissum takmörk- unum varðandi uppsetningarvinnu. Um síðustu áramót var nánast lok- að fyrir þetta, en þó er þetta eitt- hvað að fara aftur af stað. Við erum búnir að bíða eftir láni frá því í desember, en höfum ekki fengið það enn, þeir eiga víst ekki peninga. Ég vona að það fari að losna um þetta, því eins og er þá er munurinn gífurlegur. Innlendar skipasmíða- stöðvar sjá að auðveldast er að kaupa erlendis, t. d. Slippstöðin á Akureyri frá Kvælner Kuldas, sem SÍS er með umboð fyrir. Það er nú verið að breyta 8—10 togurum og allur búnaður kemur að utan. Allt er á hreinu með bankaábyrgð og menn hafa ekkert fyrir þessu. Gagnvart þessu er samkeppnin af innlendra aðila hálfu vonlaus“ Rifrildi ráðherranna Eftirfarandi ummæli þeirra Káre Wilioch, forsæt- isráðherra Noregs og Halldórs Ásgrímssonar, sjáv- arútvegsráðherra, eru klippt út úr samtölum við þá í DV á þriðjudaginn. Þau þarfnast engra nánari skýringa. „Það sem ég tel að gæti haft áhrif á samkeppnisstöðu íslensks sjáv- arútvegs er verð og magn norskra afurða á heimsmarkaðinum. Á þessi atriði hefur stuðningur okk- ar engin áhrif.“ Káre Willoch. „Sá stuðningur, sem við veitum okkar sjávarútvegi hefur tæplega nokkur áhrif á samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs. Við greið- um nokkuð háar upphæðir til okkar sjávarútvegs til að viðhalda byggð og uppbyggingu atvinnu- greinarinnar.“ Káre Willoch. „Það er mjög undarlegt þegar menn einsog Káre Willoch, sem berjast fyrir frjálsri samkeppni, segja að þetta sé á misskilningi byggt.“ Halldór Ásgrímsson. „Stuðningur okkar hefur ekki þau áhrif að selt sé meira magn af fiski á heimsmarkaðinum." Káre Willoch. „Ég er hræddur um að það myndi eitthvað gerast í norskum sjávar- útvegi ef þessir styrkir yrðu felldir niður. Annaðhvort myndi hann dragast verulega saman eða verð- ið hækka mikið á mörkuðunum" Halldór Ásgrímsson. „Ef þessir styrkir hafa ekki áhrif á markaðsverð þá spyr ég: Hefur stuðningur við iðnaðarfram- leiðslu engin áhrif á verð fram- Ieiðslunnar" Halldór Ásgrímsson. Tilkynning um aöstööugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykjavík aðstöðugjald á árinu 1985 samkvæmt heimiid i V. kafla laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: A) 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla B) 0,65% af rekstri verslunarskipa og fiskiðnaði C) 1,00% af hvers konar iðnaði öðrum D) 1,30% af öðrum atvinnurekstri Prentun og útgáfa dagblaða skal þó vera undanþegin aðstöðugjaldi. Aðstöðugjaldsskyldir aðilarskulu skila skattstjórasér- stakri greinargerð um aðstöðugjaldsskyldan rekstrar- kostnaði i því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Greinargerð þessari skal skila með skattframtali fram- talsskyldra aðila samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt, en þeir, sem undanþegnir eru þeirri fram- talsskyldu, skulu fyrir 31. maí nk. skila greinargerð þessari ásamt ársreikningi til skattstjóra í því umdæmi þar sem þeir eiga lögheimili. Reykjavík 27. febrúar 1985 Skattstjórinn í Reykjavík. Laust embætti er Forseti íslands veitir. Embætti ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins er laust til umsóknar og veitist frá 1. maí 1985. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 5. apríl 1985. Sjávarútvegsráðuneytið, 5. mars 1985. \ Útboð— d~- Innrétting Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í innréttingu 3. áfanga Öldutúnsskóla Afanginn er 3 hús byggð úr steinsteypueiningum tengd saman með tengigangi samtals um 1600 m2. Húsinu á að skila fullbúnu í þremur verkþáttum þeim síðasta í ársbyrjun 1987. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu Bæjarverkfræð- ings Strandgötu 6, gegn 10.000,- þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða oþnuð á sama stað fimmtudaginn 21. mars kl. 11.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.