Alþýðublaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. mars 1985 5 Karl Steinar Guðnason: Aðför að íslenskum sj ávarútvegi Það má ljóst vera að rikisstyrkir annarra þjóða til atvinnureksturs kemur samkeppnislöndum afar illa. Rikisstyrkir eru víða tíðkaðir og í ýmsu formi. Kanadamenn styrkja sinn fiskiðnað verulega, bæðigera fylkin þaðog ríkið sjálft. Á síðasta ári voru til dæmis í gangi 37 prógrömm til styrktar fiskveið- um i Nýfundnalandi. Hafa fiski- menn í Bandaríkjunum af þessu miklar áhyggjur og hefur Banda- ríkjastjórn hótað Kanadamönnum að setja toll á innflutning þeirra, eða banna innflutning alveg. Fær- eyingar eru alls ekki stikkfri í þess- um efnum en 'A af fjárlögum þeirra kemur frá Dönum, sem óbeint er notað til slíkrar styrkjastarfsemi. Einnig mun slík styrkjastarfsemi vera til staðar í Danmörku. Sann- leikurinn er sá að styrkjastefna í sjávarútvegi breiðist út.frekar en hitt. Ríkisstyrkir til fiskiðnaðar í Noregi eru ríkisstyrkir í sjávar- útvegi meiri en hjá nokkurri annarri þjóð. Sá er þó munurinn á Norðmönnum og öðrum þjóðum að þeir gefa þessa ríkisstyrki upp, sem aðrar þjóðir gera ekki. Aðeins 5—6% af þjóðarframleiðslu Norð- manna er sjávarútvegur. Hestu rök Norðmanna fyrir ríkisstyrkjum til sjávarútvegs er byggðastefna. í Noregi skiptir litlu hvert er markaðsverð fisks. Eina sem skiptir máli fyrir sjómenn og útgerðar- menn í Noregi er hvað ríkið styrkir þá mikið. Um síðustu áramót náðist sam- komulag milli Norsk fiskerlag og norsku ríkisstjórnarinnar um stór- aukna styrki til sjávarútvegsins. Á þessu ári fær norski sjávarútvegur- inn samtals 1.375 milljónir Nkr. eða samtals um 6,2°7o milljarða ís- lenskra króna. Samsvarar þetta þvi að norska ríkið greiði um 60% af öllu fiskverði þar í landi, auk þess sem stórar upphæðir fara í hvers- konar sérverkefni, Ef við tökum dæmi héðan af íslandi og þá hvað varðar Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sem flytur út stærstan hluta freðfisks þá flutti Sölumiðstöðin út á síðastliðnu ári fyrir 5000 milljónir króna. Af þeirri upphæð má reikna með að helmingurinn sé hráefnis- verð. Samkvæmt þessu eru styrkir Norðmanna 2 Vi sinnum meiri en aflaverðmætið. Eins og fram kom áðan er ríkisstyrkur Norðmanna í ár 6,200 milljónir króna, eða mun meira en nemur öllum útflutningi Sölumiðstöðvarinnar. Menningarþjóðfélag rekið á sjávarútvegi Þggar litið er á samninginn um ríkisstyrki sést að vart er það til í norskum sjávarútvegi, sem ekki er styrkt af ríkinu. Þessi styrkjastefna kemur íslendingum afar illa. Is- lenska þjóðin er sú eina í víðri ver- öld, sem heldur uppi menningar- þjóðfélagi á sjávarútvegi. Það er staðreynd, sem ekki allir vita að ís- lenskur sjávarútvegur nýtur engra ríkisstyrkja. Það fer ekki ein króna af fjárlögum til styrktar sjávarút- vegi. Það er óhætt að segja að styrkja- kerfi Norðmanna sé aðför að ís- lenskum sjávarútvegi. Það geri ég vegna þess að ríkisstyrkirnir gera samkeppnisaðstöðu okkar á er- lendum mörkuðum miög erfiða. Það er óverjandi að Norðmenn, sem eru vina- og frændþjóð okkar skuli haga sér þannig gagnvart ís- lendingum. Ég hefi átt viðræður við helstu útflutningsaðiia fisks hér á landi. Alstaðar er því haldið fram að Norðmenn, sem berjast um sömu markaði og við íslendingar komi óheiðarlega fram sem sam- keppnisaðili. Áhyggjur íslenskra fiskframleiðenda Nýlega var gerð bókun hjá Sam- bandið íslenskra fiskframleiðenda, sem komið hefur verið á framfæri við viðskiptaráðherra. Þar segir: með leyfi forseta „stjórn SIF lýsir miklum áhyggjum vegna sívaxandi opinberra styrkja til sjávarútvegs- ins i Noregi og hjá öðrum keppi- nautum okkar. Vegna þessara rikisstyrkja geta framleiðendur í þessum löndum selt framleiðslu sína uridir kostnað- arverði og halda þannig verði á ís- lenskum fiski lægra en ella væri. Stjórn SIF óskar þess að öll tæki- færi verði notuð til að vekja athygli viðkomandi aðila á því, hve mjög þessir ríkisstyrkir skaða hagsmuni íslands". Þá segja SIF menn að Norðménn sæki nú fast á Portúgalsmarkað og hafi nýlega gert samning við Portú- gali um mikið magn af saltfiski á þessu ári. Árni Tryggvason: Skemmti- kraftur í 30 ár Miðnceturskemmtun í Austurbœjarbíói Um þessar mundir á hinn sívin- sæli Árni Tryggvason 30 ára afmæli sem skemmtikraftur og af því til- efni verður efnt til miðnætur- skemmtunar nú á föstudagskveldið. Miðnæturskemmtunin hefst í Austurbæjarbíói kl. 23.30 og þá er áætlunin að halda upp á afmælið með „ægilegu brambolti“ eins og Árni orðaði það í samtali við blað- ið. Fjöldi manna og kvenna taka þátt í skemmtaninni, þannig munu koma fram auk Árna, Þóra Frið- riksdóttir, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Sigurjónsson, Jón Sigur- •björnsson, Örn Árnason, Jörundur Guðmundsson, Ómar Ragnarsson, Haukur Heiðar, Rúrik Haraldsson, Guðrún Stephensen, Gunnar Eyjólfsson (verður kynnir), Sigríð- ur Þorvaldsdóttir (stýrir leikþátt- um) og einnig tónlistafólk. Þannig munu Einar G. Sveinbjörnsson og Jónas Þ. Dagbjartsson spila Rag- time og sérstök hljómsveit sér um aðra tóna, en hún er skipuð þeim Jónasi Þóri, Ólafi Gauk, Stefáni Jökulssyni og Bjarna Sveinbjörns- syni. Um ljósadýrðina sjá þeir Kristinn Daníelsson og Páll Ragnarsson. Hér er greinilega um úrvalslið að ræða og ljóst að enginn verður svik- inn af því að halda upp á 30 ára skemmtikraftsafmæli Árna Tryggvasonar í Austurbæjarbíói á föstudagskvöldið. Sömu sögu hafa skreiðarútflytj- endur að segja. Á þeim mörkuðum þurfa íslendingar að mæta sífelld- um undirboðum Norðmanna. Einnig mun svo vera hvað varðar frystan fisk. Á öllum fiskmörkuð- um þar sem báðir eru, finna okkar útflytjendur fyrir vinnubrögðum Norðmanna. Til dæmis má nefna að fyrir nokkrum árum seldu ís- lendingar verulegt magn af ufsa til Tékkóslóvakíu. Norðmenn undir- buðu þann markað og sitja nú einir að honum. Sá markaður er okkur íslendingum tapaður vegna undir- boða Norðmanna. íslendingar hafa lengi verið aðil- ar að EFTA. Á þeim vettvangi hefur ýmisiegt jákvætt átt sér stað er styrkt hefur hagsmuni íslendinga, en er það rétt að Norðmönnum líð- ist það að undanskilja fisk og fiska- furðir í þessum 'fríverslunarsamn- ingi? Við íslendingar höfum einnig tekið virkan þátt í norrænu sam- starfi. Það samstarf hefur fært okkur nær þeirri þjóðarfjölskyldu, sem er okkur skyldust. Norrænt samstarf er vissulega mikils virði og sést víða stað. Það nær hins vegar engri átt hvernig Norðmenn haga sér gagn- vart okkur á fiskmörkuðunum. Það er bví ástæða til að spyrja: Kemur norrænt samstarf Islending- um að engu gagni í þessum efnum? Það mætti minna Norðmenn þá • á hve vöruskiptajöfnuður gagnvart þeim er okkur óhagstæður. Það mætti krefjast þess að þeirra byggðastefna verði ekki til þess að kyrkja íslenskan sjávarútveg. Ég spyr hvað ríkisstjórnin hafi gert i þessum efnum og hvað sé fyrirhug- að að gera. Nú er þing Norðurlandaráðs haldið hér í Reykjavík. Ég tel að nota eigi það tækifæri til að gera frændum okkar á Norðurlöndum ljóst að styrkjastefna Norðmanna í sjávarútvegi getur komið íslenskum sjávarútvegi á kaldan klaka, og rýrt lífskjör hér á landi mjög verulega. Vettvang Norðurlandaráðs á að nota til að knýja Norðmenn til sam- starfs á fiskmörkuðunum og koma í veg fyrir að stórfelldir ríkisstyrkir Norðmanna grafi undan efnahags- Iegu sjálfstæði íslendinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.