Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 16. apríl 1987 Spjallað við Börk Gunnarsson, fyrrum kennara á ísafirði, um reynslu hans af vandamálum dreifbýl- isins og ýmislegt annað. „Gerð hefur verið framtíðarspá, sem nœr til aldamóta og sýnir, að íbúatala á Vest- fjörðum muni lœkka um 1600, en það er um helmingur þeirra ís- firðinga, sem enn eru búsettir vestra. Þetta er geigvœnleg þróun og með sama áfram- haldi mun fjórðungur- inn leggjast í eyði eftir fáeina áratugi verði ekkert að gert. En ég á bágt með að trúa því, meðan þorskurinn er ekkert á þeim buxun- um að flytja suður til Reykjavíkur,“ segir Börkur Gunnarsson, fyrrum kennari við Menntaskólann á Isa- firði í viðtali við blað- ið. Segöu svona í stuttu ináli frá sjálfum þér. Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík, tók landspróf og varð stúdent frá MR árið 1971. Þá um haustið fór ég til Þýskalands, nánar tiltekið Karlsruhe sem er á Rínar- sléttunni og nálægt frönsku landa- mærunum. þar stundaði ég nám í efnafræði og vann þess á milli. Ég flutti aftur heim til Islands um ára- mótin 1978—79 og fannst mér ég þurfa á einhverri útrás að halda eft- ir margra ára setu yfir bókum. Ég réði mig því á togarann Jón Dan frá Hafnarfirði. Á honum var ég í nokkra mánuði og fannst alveg dýr- legt að stunda líkamlega vinnu í skamman tíma. Þá um sumarið var auglýst eftir kennurum við MÍ. Ég sló til og var það eitt af síðustu embættisverkum Jóns Baldvins Hannibalssonar að ráða mig, en eins og flestir vita var hann þá starf- andi skólameistari. Ég kenndi þar í fimm ár efnafræði, stærðfræði og þýsku, en síðan stundaði ég aðal- lega sjóinn fyrir utan að kenna einn vetur við Grunnskólann á ísafirði. Þarna kynntist ég konunni minni, Hönnu Láru Gunnarsdótt- ur, sem vann áður sem ritari við MÍ, en starfar nú við bókasafnið á fsa- firði. Nú erum við í þann veginn að flytja til Reykjavíkur.og erégnýbyrj- aður að vinna hjá Rannssóknar- stofnun fiskiðnaðarins, en konan og börnin eru enn á ísafirði. Ástæð- an er m.a. sú, að við erum enn að reyna að selja húsið okkar þar. Geturöu sagt svolítið nánar frá - þessu húsi? Já, ég hafði Iengi alið þann draum að kaupa gamalt hús og end- urbæta. Síðla árs 1980 keyptum við efri hæð í húsi við Tangagötu. Þetta er tvílyft, norskt einingahús, reist skömmu eftir aldamót. í því bjó lengst af GuðmundurE. Sæmunds- son málarameistari og hans fólk, allt þekkt athafnafólk á ísafirði. Skömmu seinna keyptum við neðri hæðina líka og áttum þá húsið allt. Síðan var byrjað að breyta öllu og bæta, því margt var orðið gamalt og myglað, gler einfalt og illa varið, pípulagnir grónar og raflagnir ófullnægjandi. Þetta var allt saman tekið í gegn, fyrst neðri hæðin og bjuggum við á efri hæðinni á með- an, en síðan fluttum við okkur nið- ur og tókum til við efri hæðina. Við einangruðum allt upp á nýtt, skipt- um um glugga í öílu húsinu og klæddum það með nýju járni. Þetta tók okkur rúm fjögur ár og allur frítími og mestallir okkar peningar fóru í þetta. Svo Ioks þegar öllu var lokið, bjó ég í húsinu í þrjár vikur, uns ég flutti suður, en reyndar er betri hluti fjölskyldunnar enn á ísa- firði eins og ég gat um áðan. Ég kem núorðið þangað aðeins sem gestur, og þá aðeins þegar fært er. Ég trúi ekki öðru en unnt sé að selja húsið, þó svo illa hafi gengið frá áramótum. Ég er vongóður um að geta selt það með hækkandi sól, því það er bæði gott og eins og nýtt og á mjög góðum stað í bænum. Ég prísa mig sælan yfir því að hafa ekki byggt í einhverjum minni sjáv- arplássum í fjórðungnum, því þá væri svo til vonlaust að selja það. Brunabótamat hússins er rúmar 5 milljónir og geri ég mér vonir um að fá eitthvað nálægt þeirri upp- hæð fyrir það. Segjum sem svo, að húsið yrði flutt til Reykjavíkur og komið þar fyrir, gæti ég hæglega selt það á 7 milljónir. Þessi mikli munur sýnir einfaldlega, hve erfitt er að fá fólk til að fjárfesta úti á landsbyggðinni. Á ísafirði eru auð- vitað nokkur hús á sölulista, en lítil hreyfing virðist vera í fasteigna- kaupum. Ég álít þó að meiri hreyf- ing komist á í vor og sumar og einn- ig eru margir að bíða eftir lánslof- orði frá Húsnæðismálastofnun. Mikið um aðkomumenn á á ísafirði íbúafjöldinn á Vestfjöröum fer síminnkandi eins og þú komst aö hér fyrst. Hverjar telurðu vera helstu ástæður þess að Vestfiröir komi verst út úr þessum flótta frá landsbyggðinni? Það eru eflaust margar ástæður fyrir því. Fyrst má nefna að það er bæði erfitt og dýrt að búa á Vest- fjörðum, t.d. er allur kyndingar- kostnaður afar dýr sem og öll þjón- usta og þarf oft að sækja hana til Reykjavíkur. Verð í verslunum er einnig töluvert hærra en á höfuð- borgarsvæðinu. Og ekki bætir veð urfarið úr skák, harður vetur og stutt sumur. Atvinnumöguleikar eru af skornum skammti, fólk fer ekki lengur í fiskvinnu sem aðeins býður upp á strit og léleg laun. Skólar eiga líka erfitt uppdráttar á Isafirði. Þar eru eilíf kennaraskipti og mestallt aðkomufólk sem tekur að sér kennslu. Ég var mikið var við neikvæða afstöðu gagnvart skól- um. Þar eð unglingar eru í mjög nánum tengslum við atvinnulífið, fara margir þeirra strax að vinna um leið og tækifæri gefst. Þú segir aö flestir kennarar séu aðkomumenn. Koma þeir þá til með að búa á ísafiröi til frambúð- ar? Ég held að það sé mjög sjald- gæft. Það er gífurlegt gegnum- streymi innan vissra stétta, t.d. kennara og annarra embættis- manna ríkisins. Þessir aðkomu- menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af húsnæði, því þeir ganga beint inn í ódýrar leiguíbúðir. Þeir fjárfesta ekki úti á landi, en eiga íbúðir í Reykjavík, eða eignast þær. Dæmi eru um að menn komi tímabundið út á land til að bjarga sér út úr skuldasúpunni suður í Reykjavík. Þú getur því farið nærri um það, hvert peningastreymið liggur. Inn- fæddir verða aftur á móti að standa í sínu íbúðarbasli og enginn borgar flutningskostnað, þegar þeir færa sig um set. Þegar við keyptum húsið okkar á sínum tíma, hafði MÍ verið starf- ræktur í 12 ár og var ég fyrsti að- flutti menntaskólakennarinn, sem keypti húsnæði á ísafirði. Reyndar hafa nokkrir fetað í mín fótspor, en það heyrir til undantekninga. Gegnumstreymið þýðir m.a. að maður eignast oft aðeins skamm- tímavini og alltaf var verið að kveðja fólk, en slíkt er þreytandi til lengdar. Landsbyggðin laðar ekki unga kennara lengur til sín eins og áður fyrr. Ég held að ráð sé að hækka laun þeirra til muna því það er hluti af lélegri byggðastefnu að greiða kennurum léleg laun. Hvað er þá hægt að gera til að laða fólk aftur út á landsbyggðina? Það eru uppi ýmsar hugmyndir. Nú hafa ýmsir talað um þriðja stjórnsýslustigið og að þannig megi auka fjárráð, völd og ábyrgð heima- manna í héraði. Víst er það, að mið- stýringin er allt of áberandi sunnan úr Reykjavík um málefni dreifbýlis- ins sem þeir Reykvíkingar hafa oft ekki hundsvit á. Þó held ég að þetta nýja stjórnsýslustig auki ríkisbákn- ið um of, sem er ærið fyrir. Það má fara aðrar leiðir til að færa völdin heim í hérað og gera fjórðungana eða kjördæmin sjálfstæðari. I þýskalandi var aldrei talað um annað en nettótekjur eftir 40 stunda vinnuviku... Þessi mikli munur sýnir einfald- lega, hve erfitt er að fá fólk til að fjárfesta úti á landsbyggðinni. Víst er það að miðstýringin er allt of áberandi sunnan úr Reykjavík um málefni dreifbýlisins, sem þeir Reykvíkingar hafa oft ekki hundsvit á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.