Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. apríl 1987 7 Fleira kemur til, t.d. að flytja ýmsar ríkisstofnanir út á land. Er það náttúrulögmál að t.d. Seðla- bankinn eigi að vera í Reykjavík? Hvers vegna ekki i Hveragerði? Og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins á ísafirði. Þetta ætti auðveldlega að vera hægt ef pólitískur vilji væri fyrir hendi. Hann virtist þó ekki vera mikill, þegar stungið var upp á því að Byggðastofnun yrði flutt út á land. Ég er hér aðeins að segja að margar þessara stofnana eiga alveg En í framhaldi af þessu get ég sagt það, að það hefur löngurn farið fyrir brjóstið á mér, hvernig menn bera saman laun sín innan sömu stéttar eða milli stétta. Ég get nefnt kennaraverkfallið sem dæmi. Þá talaði formaður samninganefndar ríkisins um rúmlega 70 þús. króna meðallaun kennara. Slík tala segir nánast ekkert. En þegar ég ek um götur ísafjarðar á 100 km/klst vita allir við hvað er átt, því hraðinn miðast við klukkutímann, en ekki ...bœði erfitt og dýrt að búa á Vestfjörðum, t.d. er allur kynding- arkostnaður afar dýr sem og öll þjónusta og þarf oft að sækja hana til Reykjavíkur. eins heima úti á landi eins og í Reykjavík. Góð launakjör allra stétta eru grundvallar- atriði Nú értu í verkfalli þar sem þú ert í Félagi íslenskra náttúrufræöinga og hálf þjóðin er í þann veginn að fara í verkfall ef samningar nást ekki. Svo er verið að tala um góð- æri. Hefur þú orðið var við það? Hjá mér persónulega hefur pyngjan ekki þyngst, en maður finnur það að verðbólgan hefur hjaðnað og stöðugleiki er meiri í einhverja aðra tímaeiningu. Eins er það með launin, að í venjulegum samfélögum miðast þau við 40 stunda vinnuviku, en harla slöpp ef sólarhringurinn dugir ekki til að vinna fyrir þeim. Eins er það með sjómanninn. Auðvitað hefur hann ánægju af því að segja frá góðum hlut eftir aflatúr í eina viku. En menn skulu nú var- ast að margfalda þann hlut með vikufjöldanum í árinu, eins og sum- ir hafa stundum reynt að gera. í Þýskalandi var aldrei talað um annað en nettótekjur eftir 40 stunda vinnuviku, þ.e. eftir að öll opinber gjöld höfðu verið dregin Gegnumstreymið þýðir m.a. að maður eignast oft aðeins skamm- tímavini og alltaf var verið að kveðja fólk, en slíkt er þreytandi til lengdar. efnahagsmálum. Þessa stöðugleika gætir minna í dreifbýlinu, því af- koma Vestfirðinga er háð afla- brögðum. Ef kreppir í efnahags- málum gætir áhrifanna fyrst úti á landi. Vestfirðir hafa oft farið hall- oka út úr þannig aðstöðu, því þar byggja íbúarnir mesta afkomu sína á fiski. Með tilkomu kvótakerfisins hefur minni afli borist á land en áð- ur. Það þýðir minni tekjur fyrir fjórðunginn því fiskurinn er eina náttúruauðlindin þar um slóðir. Ýmis þjónustu- og iðnaðarfyrir- tæki eru beint eða óbeint tengd út- gerðinni og það sígur líka á ógæfu- hliðina hjá þeim við minni afla- brögð. Sem kennari á ísafirði hafði ég það ekkert betra eftir að þetta margumtalaða góðæri byrjaði. Ég get nefnt sem dæmi, að ég hefði þurft að kenna í 14 mánuði til að hafa upp i 4ra mánaða kokkshlut minn á rækjubáti síðastliðið sumar. frá. Þannig báru menn tekjur sínar saman. ísafjörður er enn mikill menningarbœr Hvers vegna eru svona margir listamenn, og þá sérstaklega tónlist- arfólk, komnir eða ættaðir frá ísa- firði? Á því er einföld skýring. Vestfirð- ingar hafa ætíð verið vel gefið og listrænt fólk. Á ísafirði er mjög öfl- ugur tónlistarskóli, en þátttaka al- mennings í opinberu tónlistarlífi er oft dræm. Sama er að segja um leiklistina, en þar hefur hún löng- um verið í hávegum höfð. Litli leik- klúbburinn hefur verið starfræktur í 25 ár, en gallinn er bara sá, að oft er fátt um áhorfendur. Stór hluti þeirra, sem starfa í klúbbnum, er utanaðkomandi fólk. Ég sat í stjórn hans um tíma og tók þátt í einni minnisstæðri uppfærslu, en það var leikritið „Úr Aldaannál" eftir ...ég hefði þurft að kenna í 14 mánuði til að hafa upp í 4ra mánaða kokkshlut minn á rœkjubát. Ég hef líklegast aldrei lifað eins miklu kóngalífi og þá um sumarið. Ég safnaði spiki sem ég gerði aldrei hjá nemendum mínum í kennsl- unni. Þeir sáu fyrir því. Svo horfði ég á u.þ.b. 250 myndbandsspólur á þessu stutta tímabili, sem komu mér reyndar ekki til nokkurs þroska. Böðvar Guðmundsson. Við sýnd- um m.a. á Listahátíð í Reykjavík fyrst allra áhugaleikhúsa og síðar var okkur boðið á samnorræna menningarhátíð í Danmörku, þannig að þeir sem starfrækja Litla leikklúbbinn hafa yfirleitt haldið vel á spöðunum. En hvað um önnur félagsstörf, Þannig leit húsið út þegar Börkur keypti það. Gagngerar endurbætur voru gerðar. 8 S 11: íMk i - 4 J ...og ekki er hœgt að segja annað en að þœr hafi skilað árangri. Sú staðreynd að húsið stendur á ísafirði en ekki í Reykjavík, gerir það hins vegar að verkum að engar líkur eru til að það fé fáist fyrir húsið sem lagt hefur verið í það. hefurðu t.d. tekið þátt í pólitísku starfi? Það hefur nú lítið farið fyrir því. Reyndar halda margir á ísafirði að ég sé hryllilegur kommúnisti vegna þess að flestir mínir kunningar eru úr röðum Alþýðubandalagsmanna. Það er aðallega eftir samræður við þá félaga mína og frændur Grím Jónsson og Leif Pálsson sem ég verð sannfærður konnúnisti. Það eru þeir sem gerðu mig að komm- únista. En þeir gerðu mig aldrei flokksbundinn. Ég var reyndar mjög heillaður af hugmyndum Vilmundar heitins Gylfasonar og studdi Bandalag jafnaðarmanna á sínum tíma, en það er ómögulegt að segja hvað ég kýs í næstu kosningum. Það fer m.a. eftir því hvort ég kýs í Reykja- vík eða á ísafirði, sem þýðir að ég leita núorðið frekar eftir mönnum en flokkum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.