Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 16. apríl 1987 19 hlúa að menningu sinni og tungu jafnframt því sem þeir nýta sér hið besta úr erlendum menningar- straumum. íslensk menning stendur nú á tímamótum að því leyti, að með hagnýtingu nútíma fjarskipta- og fjölmiðlunartækni steypist flóð- alda erlendrar lágmenningar yfir landsmenn. Við því verður ekki brugðist á annan hátt en með því að auka innlenda menningarsköpun og með því að efla sjálfsvitund þjóðarinnar á sviði menningar. Stuðningur við listir og vísindi Alþýðuflokkurinn vill stórauka fjárframlög ríkisins á sviði menn- ingarmála, þar á meðal með starfs- launum til listamanna, stuðningi við hvers konar fræðslustarfsemi á sviði lista, útgáfustarfsemi, inn- lenda dagskrárgerð og kvikmynda- gerð. Hann vill styðja frjálst fram- tak einstaklinga og félaga á sviði menningar, lista og vísinda. Frelsi í fjölmiðlun verði tryggt og útfært enn frekar, en jafnframt verði ríkisútvarpinu gert kleift að sinna skyldum sínum við menningu þjóðarinnar í öllum byggðum landsins og á þann hátt, að sjómenn á miðum úti fái einnig notið henn- ar. Búnaður ríkisútvarpsins verði nýttur í auknum mæli í þágu full- orðinsfræðslu, fjarkennslu og end- urmenntunar fyrir atvinnulífið. V. Umbætur á stjórnkerfi Þrískipting ríkisvaldsins í lög- gjafarvald, dómsvald og fram- kvæmdavald er hornsteinn stjórn- kerfis þeirra þjóða, sem búa við lýðræði og virðingu fyrir mannrétt- indum. Allir þessir þættir í stjórn- kerfi íslendinga þarfnast nú breyt- inga og gölluð stjórnskipan er orðin hemill á framfarasókn þjóðarinnar. Löggjafarvald og stjórnarskrá Áhrifum kjósenda á löggjafar- valdið er misskipt eftir búsetu og stjórnarskrá lýðveldisins þarfnast endurskoðunar varðandi fleiri atriði. Má þar nefna ákvæði um jöfnun kosningarréttar, bráða- birgðalög, þingrof og eftirlitshlut- verk Alþingis. Alþýðuflokkurinn telur að ljúka beri endurskoðun á stjórnarskránni á næsta kjörtíma- bili, jafnframt því sem sett verði ný kosningarlög er jafni áhrif lands- manna á kjör til löggjafarþings og fylgi í því efni sjálfkrafa eftir þeim breytingum, sem verða kunna á byggðinni í framtíðinni. Dómsvald Dómsvaldið þarfnast breytinga að því leyti, að skilja þarf á milli dómstarfa og umboðsstarfa og tryggja þarf landsmönnum skjótari og öruggari afgreiðslu dómsmála. Koma þarf á nýrri skipan varðandi val manna í dómaraembætti. Framkvæmdavald Framkvæmdavaldið þarfnast endurskipulagningar. Breyta á skip- an ráðuneyta m.a. með sameiningu þeirra ráðuneyta, sem fjalla um málefni atvinnuveganna og með nýrri skipan á sviði utanríkis- og viðskiptamála. Afnema ber ævi- ráðningu starfsmanna til ákveð- inna starfa og auka þarf sveigjan- leika í mönnun æðstu embætta framkvæmdavaldsins. Setja þarf almenna stjórnsýslu- löggjöf, sem tryggi vandaða og óhlutdræga málsmeðferð í stjórn- sýslunni. Hluti af verksviði ráðuneyta verði falið sýslumönnum í héraði, sem annist stjórnsýsluúrskurði, opinberar leyfisveitingar og fleiri verkefni, sem nú eru á verksviði ein- stakra ráðuneyta. Jafnframt verði opnuð leið til áfrýjunar slíkra stjórnsýsluúrskurða til ráðuneyta eða til sérstaks stjórnsýsludóm- stóls. Sveitarfélög Sveitarfélögin eru hliðsett ríkis- valdinu að því leyti að þar fer saman framkvæmdavald á ýmsum þáttum opinberrar þjónustu og stjórn kjör- inna fulitrúa. Auka ber völd og LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Droplaugarstaöir heimili aldraðra, Snorrabraut 58. Starfsfólk óskast til sumarafleysinga: Hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar á hjúkrunardeild heimil- isins. Starfsfólk á vistdeild og í eldhús, ræstingu, þvottahús o.fl. Upplýsingar gefur forstöðumaður í sfma 25811 milli kl. 9—12 f.h. virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Grunnskólann á Isafirði vantar kennara í eftirtaldar stöður: Almenna bekkjarkennslu Smíðar Sérkennslu Tungumál íþróttir Heimilisfræði Tónmennt Þú getur komiö til ísafjarðar þér að kostnaðarlausu því flutningskostnaðurergreiddurfyrirþig. Þú færð leigða (búð langt undir markaðsverði. Eigirðu börn er aðstoð- að viðað fágæslu fyrirþau. Kennarahópurinn eráhuga- samur og jákvæður og skólahúsnæöið er í uppbygg- ingu. Það bendir því margt til framfara í skólamálum á Isafirði á næstu árum. Hvers vegna ekki að kanna möguleikana? Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Jón Baldvin Hannesson skólastjóri v.s. 3044, h.s. 4294 Auana f« m g ámst>mm ^m^wk mtÆM aleysis i akstri... ...getur varað að eilífu! VAKNAÐU MAÐUR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaöa úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa). 5AMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.