Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.04.1987, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 16. aprll 1987 t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Jónasar Jónassonar pípulagningameistara Guð biessi ykkur öll. Rannveig Eyjólfsdóttir Sigríður Þórdís Sigurðardóttir Hjálmar Pálsson Eyjólfur Jónas Sigurðarson Sigríður ísafold Agða Sigrún Sigurðardóttir Gestur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Hafnarfjörður — Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 10. maí n.k. ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur. eSIQES : PUMJ HAGÆÐA ÞRAÐLAUS Með engum samningsvilja okkar. semur þú um greiðslur við þitt hæfi. Sætúni 8, sími 27500 - Hafnarstræti 3, sími 20455. 35. þing Sambands íslenskra bankamanna: Hinrik Greipsson endurkjörinn formaður 35. þing Sambands íslenskra bankamanna var haldið á Hótel Loftleiðum dagana 9. og 10. april sl. Þing sambandsins eru haldin annað hvert ár og fara þau með æðsta vald í öllum málum þess. 65 fulltrúar frá 17 aðildarfélögum SÍB sátu þingið, auk nokkurra áheyrn- arfuiítrúa. Að auki sat stjórn og varastjórn SÍB þingið, starfsmenn og gestir, en meðai þeirra voru fyrr- verandi formenn sambandsins og fulltrúar bankamannafélaga á Norðurlöndum, auk framkvæmda- stjóra NBU, Norræna banka- mannasambandsins. Við setningu þingsins fluttu fulltrúar ASÍ, BSRB, BHM og FFSÍ stutt ávörp og kveðjur. í ályktun þingsins um kjaramál segir m.a.: „35. þing SÍB hvetur stjórn sambandsins til að herða á samningaviðræðum og telur óvið- unandi að samningar dragist alltaf á langinn. Þingið telur tímabært að SÍB skipi sér í forystusveit í samn- ingamálum. Vegna vaxtafrelsis, sem nýlega hefur verið lögleitt, hafa bankarnir komið fram með ýmiss- konar innláns- og útlánsform, sem bankamenn þurfa að kunna skil á til að þjóna viðskiptavinum bank- anna. Þetta krefst aukinnar þekk- ingar og upplýsingaöflunar hjá bankamönnum. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að endurmeta störf þeirra og kjör“ Þá segir í kjara- málaályktuninni, að samræmi verði að vera milli hækkunar lánskjara- vísitölu og launa. Félagsmenn Sambands íslenskra bankamanna eru nú um 3500. Átj- ánda aðildarfélagið hlaut inngöngu áþinginu. Það er VIST, félagstarfs- manna VISA Islands, með fjórtán félagsmenn. Langstærsta aðildarfé- lag SÍB er Félag starfsmanna Landsbanka íslands, með 1123 fé- lagsmenn, eða nær þriðjung allra bankamanna. Þingið kaus nýja stjórn Sam- bands íslenskra bankamanna til næstu tveggja ára. Miklar breyting- ar urðu á stjórn og varastjórn. Að- eins tveir fráfarandi stjórnarmanna sitja í nýju stjórninni, Hinrik Greipsson formaður og Sólveig Guðmundsdóttir annar varafor- maður. Guðjón Skúlason var kjör- inn fyrsti varaformaður og aðrir í stjórn voru kjörnir: Anna Guðrún ívarsdóttir, Páll K. ísberg, Anna Kjartansdóttir og Gréta Kjartans- dóttir. í varastjórn voru kjörin: Gunnar Hans Helgason, Auður Eir Guðmundsdóttir, Eva Örnólfsdótt- ir og Áslaug Jónsdóttir. Getraunir Það kom engin röð fram með . tólf réttum leikjum hjá íslenskum getraunum um helgina. Ellefurnar urðu alls 7 talsins og vinningur fyrir hverja röð kr. 71..745= Fyrir hverja tíu fékkst kr. 1.089r en 103 slíkar raðir komu fram. Alþýðublaðið hefur nú þriggja stiga forystu í getraunakeppninni við Helgarpóstinn. Staðan eftir 28 umferðir: AB 155 — HP 152.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.