Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 1
Vaxandi andstaða við tekjuöflunarfrumvörpin meðal stjórnarliða. Lögmœti hœkkunar vörugjalds dregið í efa. Stjórnarandstaðan óskar eftir viðrœðum við 24 aðila um vörugjaldið. Ólíklegt að fjárlagafrumvarpið verði afgreitt fyrr en í febrúar. Flest bendir til að fyrir ára- mót verði eingöngu afgreidd- ar á Alþingi greiðsluheimildir fyrir fjármálaráðherra, en fjár- lögin sjálf bíði afgreiðslu fram í febrúar. Af tæknileg- um ástæðum þykir fullsýnt að mörg af tekjuöflunarfrum- vörpunum nái ekki óbreytt fram aö ganga. Frumvörpin sem þegar eru komin fram mæta vaxandi andstöðu og er m.a. dregið i efa að hækk- un vörugjalds í ákveðnum flokkum standist gagnvart lögunum um verðstöðvun, nema breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar hefur óskað eftir lögfræði- legri álitsgerð vegna þessa. Andstaóa við frumvörp um tvöföldun á skatti á verslun- ar- og skrifstofuhúsnæöi hef- ur fariö mjög vaxandi, sér- staklega hjá landsbyggöar- þingmönnum sem telja skatt- inn þýöa of miklar álögur á dreifbýlisverslunina. Þávirð- ast þingmenn í auknum mæli þeirrar skoöunar að sú þensla sem frumvarpinu var ætlaö aö slá á sé þegar búin. Fleiri tekjuöflunarfrumvörp, svo sem um vörugjald, mæta mikilli andstööu. I raun þýðir þetta, að óraunhæft sé aö ætla aö fjárlög veröi afgreidd meö tekjuafgangi, eins og aö var stefnt. Af samtölum sem Alþýöublaöiö átti viö þing- menn í gær virðist sem hækkun á veröi sælgætis, sem í frumvarþinu felst, sé eini liðurinn í óbreyttri mynd sem samstaða geti tekist um. Fulltrúar stjórnarandstööu í fjárhags- og viðskiptanefnd neöri deildar hefur óskaö eft- ir 24 aðilum til viðræðna. Sýnt þykir aö þeir vilji vinna aö því öllum árum, að koma í veg fyrir framgöngu málsins og draga afgreiöslu. Enn er ekki séö í hvaöa formi tekju- og eignaskatts- frumvarþið veróur. Aó mati þingmanna sem Alþýöublað- ið ræddi viö í gær verður rík- isstjórnin aö ná betra sam- komulagi viö stjórnarand- stöðu ef von á aö veröa til þess, aö tekjuöflunarfrum- vörþin nái fram aö ganga. Jón Baldvin um frekari afvopnun HAFIÐ AN KJARNORKUVOPNA I dag koma fyrstu jólasveinarnir til byggda. Þeirætla meðalannars að heilsa upp á börnin og aðra sem leið eiga i Kringluna. Klukkan 11 verða þeir mættir. Meira verður um að vera, þvi Léttsveit Tónmennta- skólans undir stjórn Sæbjörns Jónssonar spilar klukkan 14 og Blásarakvintett Reykjavikur leikur klukkan 16. Þá mun Skólakór Garðabæjar syngja nokkur jólalög undir stjórn GuðTinnu Dóru Ólafsdótt- ur. Alþýðublaðið i dag er að miklu leyti helgað starfseminni i Kringlunni og þvi sem þar er að gerast fyrir jólin. Umsjónarmaður blaðaukans er Anna Kristine Magnúsdóttir. A-mynd/Magnús Reynir. Utanríkisráðherrar NATO-ríkja fögnuðu niðurskurði Gorbachev en vi/ja meira af svo góðu A utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins i Briissel 8. og 9. desember ræddi Jón Baldvin Hanni- balsson meðal annars um nauðsyn þess, að samningur um niðurskurð langdrægra kjarnorkuvopna á lándi yrði ekki til þess að vigbúnaðar- kapphlaupið færðist i aukn- um mæli út á höfin. Utanrik- isráðherrarnir fögnuðu ein- hliöa ákvörðun Gorbachev um brottflutning og niður- skurð i herjum Sovétríkjanna í A-Evrópu og Asiu, en voru sammála um aö lengra þyrfti að ganga til að jafnvægi næðist með tilliti til hefö- bundins vigbúnaðar í Evrópu. Jón Baldvin benti á aö Is- lendingar væru áfram um að kannaðir yröu möguleikar á sérstökum viöræöum stór- veldanna um takmörkun, eöa jafnvel útrýmingu, lang- drægra stýriflauga búnum kjarnaoddum á og i hafinu, svo framarlega sem tækist að semja um fullnægjandi eftirlit meö framkvæmd slíks samnings. Auk þess aö ræöa kjarnorkuvígbúnað í og á hafi varaði Jón Baldvin við því, aö Gorbachev kynni að hafa reist sér huröarás um öxl meö því aö ýta undir of mikl- ar væntingar almennings i Sovétrikjunum. Hann fagnaði þvi að aöildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins hefói tekist aö standa saman um að hrinda tilraunum Sovétmanna til að reka fleyg í raöir rikj- anna. Jón Baldvin notaöi tækifæriö til að þakka fráfar- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna fyrir hans merka framlag til friöar og öryggis í heiminum. Hvaða forréltindagœi er þetta, þama fsetustofunn - Hann er í Arnarflugsklúbbnum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.