Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 8
■> 'JO - . A OV ’iiipchíoiio • 8 Laugardagur 10. desember 1988 KRINGLAN Yfir áttatíu fyrirtœki í Kringlunni EFTIR — ONNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR í kringlunni eru sannkölluð „litlu jól##. Húsið er fagurlega skreytt og þangað koma jóla- sveinar, ícórar og hljómsveitir. Einar Ingi Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, er bjartsýnn á jólavertíðina og seair kaupmenn í Kringlunni ekki verða vara við samdrótt. Þegar hugmyndin að Kringl- unni var fyrst kynnt kaup- mönnum var henni tekið mis- vel. Smám saman fóru menn þó að trúa því að þessi versl- unarsamstæða gæti orðið að veruleika og þegar Kringlan var opnuð, fyrir tæpu einu og hálfu ári, hafði öllu rými við göngugötur verið ráðstafað. Það vakti athygli þeirra sem þekktu til hliðstæðra húsa erlendis og á fyrsta árinu hættu aðeins tvö fyrfrtæki starfsemi í húsinu. ÞRIÐJA HÆÐIN KOMIN í GAGNIÐ Enn vex Kringlan og síð- asta laugardag var hluti þriðju hæðar hússins tekinn í notkun. Hún hefur hlotið nafnið „Uppsalir" og þar eru starfræktar læknastofur heimilislækna og sérfræð- inga auk augnlækna, Ijós- myndastofa, stúdíó og tækja- leiga sem Hljóðriti rekur og auk þess er þar svokallað „markaðstorg“. Þar geta versl- anir fengið leigt tímabundið og vörukynningar verða ríkur þáttur á markaðstorginu. Gallerí Borg reið á vaðið í þessari starfsemi með sölu á grafík- og vatnslitamyndum, sem viðskiptavinir Kringlunn- ar eiga án efa eftir að kunna að meta — sérstaklega á þessum árstíma. Eftiropnun þriöju hæðar- innar eru rúmlega áttatíu fyr- irtæki með starfsemi I Kringl- unni, þar af 63 verslanir, átta veitingastaðir, banki, flugfé- lag, verðbréfamarkaður, póst- hús og fatahreinsun. Einar Ingi Halldórsson er framkvæmdastjóri Kringlunn- ar, en við því starfi tók hann 1. mars sl. Hann segir langan biðlista vera eftir lausu hús- næði, en ólíklegt sé að nokk- uð losni á næstunni. Að sögn Einars koma rúmlega 50.000 manns í Kringluna í hverri viku en fjöldi viðskipta- vina er fundinn út með því að gera ákveðna talningu og tvisvar á dag er tekin „stikk- prufa“, þannig að nokkuð auðvelt er að finna út fjöld- ann. „Við teljum að i venju- legri viku komi milli fimmtíu og sextíu þúsund manns í húsið, en á aðventunni koma mun fleiri. Þetta sýnir að að- sókn er meiri en áætlað var þegar húsið var á byggingar- stigi og heildarveltan hefur orðið meiri en ráö var gert fyrir í rekstraráætlun sem þá var gerð.“ SAMKEPPNI UM BÍLASTÆÐIN? Aðalannatímamir í Kringl- unni eru föstudagar og laug- ardagar, en á föstudögum er þar opið til klukkan sjö og til klukkan fjögur á laugardög- um. Undantekningar eru verslanir Hagkaups, sem hafa opið til hálfátta á föstudög- um, og veitingastaðirnir, sem eru opnir fram eftir kvöldi og auk þess á sunnudögum. Sextán hundruð bílastæði við Kringluna duga stundum ekki til þegar mest er að gera, en í þeim efnum sýnir fólk fyllstu þolinmæði, enda sjaldgæft að fá ekki stæði við Kringluna: „Við höfum sjálfir byggt 1.400 stæði og auk þess eru 200 stæði hér fyrir utan lóðina. Það hlýtur að þrengja nokkuð að okkar bílastæðum núna, þegar ann- að verslunarhúsnæði hefur opnað við hliðina á Kringl- unni. Við þurfum kannski að grípa til einhverra aðgerða til að tryggja að bílastæðin nýt- ist af okkar viðskiptavinum." Hann segir þó engin veruleg leiðindi hafa komið upp varð- andi bílastæðin á því rúma ári sem Kringlan hefur starf- að: „Það má auðvitað reikna með meiri ágangi þegar starf- semi hefur hafist í tveimur húsum við hlið Kringlunnar," segir Einar. HÁLFGERÐ FÉLAGSMIÐSTÖÐ Kringlumenn hafa verið frumkvöðlar að ýmsum upp- ákomum, til dæmis heilsu- viku, hjólreiðadegi og skák- viku, svo eitthvaö sé nefnt: „Þessi dægrastytting hefur tekist vel og verið þeim mál- stað til framdráttar sem kynntur hefur verið hverju sinni. Viðskiptavinir kunna vel að meta nýbreytni af þessu tagi þegar farið er í verslunarferðir," segir Einar. Hann segir engan vafa leika á að uppákomur af þessu tagi laði að gesti og nefnir að þegar skákvikan stóð yfir hafi fleiri karlmenn komið á virk- um dögum í Kringluna en ella. „Kringlan er hálfgerð fé- lagsmiðstöð og á laugardög- um koma iðulega fjölskyldur hingað til að versla. Oft virð- ist okkur fólk ekkert síður koma hingað til að fá sér kaffi, sýna sig og sjá aðra, en slíkum ferðum fylgir yfirleitt tilfallandi verslun. Á laugar- dögum er fólk tiltölulega lengi hér í húsinu, dvölin nálgast yfirleitt tvær klukku- stundir, en upphaflega var áætlað að viðskiptavinir dveldu i Kringlunni að meðal- tali í klukkustund." Göngugöturnar í Kringl- unni eru opnartil klukkan tíu á kvöldin en fyrstu mánuðina virtist fólk ekki átta sig á að hægt væri að ganga um í Kringlunni á kvöldin og virða fyrir sér útstillingar i verslun- argluggunum. Að sögn Ein- ars hefur umferð um Kringl- una nú aukist á kvöldin, og fólk virðist kunna aö meta að vera þar í rólegheitunum. ADEINS EITT SKEMMDARVERK í Kringlunni er starfrækt húsfélag sem ( eru allir þeir sem hafa starfsemi í Kringl- unni. Húsfélagið sér meðal annars um ýmsan rekstur, sem annars staðar er greidd- ur af hinu opinbera. Einar segir að kostnaður hvers fyr- irtækis sé óneitanlega nokk- ur, enda sé ekki aðeins um að ræða þrif í þessu 30 þús- und fermetra húsi, heldur einnig öryggisgæslu og ým- islegt fleira. í húsinu er full- komið eldvarnarkerfi, sem hefur sem betur fer lítið reynt á, utan einu sinni er kveikt var í inni á salerni og þykjast menn vissir um aö um skemmdarverk hafi verið að ræða. „Hér eru reykskynjarar og hitaskynjarar ásamt svo- kölluðu „sprinkle“-kerfi,“ seg- ir Einar. „Ef eldur kemur upp fer vatnskerfið sjálfkrafa í gang. Þótt við hefðum að sjálfsögðu heldur kosið að vera án þessa skemmdar- verks er komin reynsla á að kerfið virkarh JÓLASVEINAR, KÓRAR OG SINFÓNÍA Jólastemmningin réð rikj- um í Kringlunni strax í byrjun aðventunnar og eins og nærri má geta verður ekkert lát á slíku fram að jólum. Ein- ar segir enga sérstaka jóla- dagskrá vera ráðgerða, en jólasveinar verði á ferli fyrir jólin, hópar úr sinfóníuhljóm- sveit æskunnar muni leika nokkrum sinnum og hljóm- sveitir og kórar koma í heim- sókn. Að sögn Einars hefur sala í Kringlunni verið mjög góð á undanförnum vikum og jafnvel þótt veðrið muni áfram leika við okkur — og ástæða Kringluferðar ekki einkum sú að versla í sumar- veðri — verði verslun í Kringlunni án efa meiri nú en fyrir síðustu jól: „Við erum bjartsýnir á jólavertíðina. Sal- an hefur aukist jafnt og þétt allt árið og við höfum ekki ennþá orðið vör við þann samdrátt sem mikiö er rætt um að sé nú í verslun."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.