Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. desember 1988 5 IRÉTTIR Vörugjald á aöföng til iðnaðar DAUÐADÓMUR YFIR 60 FYRIRTÆKJUM? Forsvarsmenn Landssam- bands iðnaðarmanna segja fyrirhugaða breytingu á vöru- gjaldi út í hött og komi að- eins til með að auka „svarta vinnu“ og skattsvik. Með henni sé verið að slá á þenslu sem nú þegar sé hjöðnuð. Þeir segjast búast við 15% samdrætti í fjárfest- ingu á næsta ári. Með breyt- ingunni sé verið að draga enn frekar úr samkeppnis- hæfni íslensks iðnaðar og jafnvel megi gera ráð fyrir því að allt að 50 til 60 fyrirtæki leggi upp laupana í kjölfarið. Á blaðamannafundi í gær kynntu þeir Haraldur Sumar- liðason forseti Landssam- bands iðnaðarmanna, Þorleif- ur Jónsson framkvæmda- stjóri sambandsins og Guð- laugur Stefánsson hagfræð- ingur þess skoðanir sam- bandsins á fyrirhuguðum breytingum á vörugjaldinu. Ef fyrirhugaðar breytingar ná fram að ganga verður bygg- ingarefni og vörur til bygging- ariðnaðar skattskylt, en það var það ekki áður. Samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar er gert ráð fyrir 3,3% samdrætti í fjárfesting- um á næsta ári. Landssam- band iðnaðarmanna spáir því hins vegar i Ijósi nýrra aðstæðna að fjárfestingin muni dragast saman um 15%, og um 17 til 18% ef frá er talin sérstök fjárfesting vegna flugvéla o.fl. Segja þeir að þessi skattlagning lýsi fá- dæma vanþekkingu og/eða skilningsleysi á aðstöðu hús- gagna- og innréttingaframn- leiðslu. Þessi skattlagning muni leiða til þess að fram- leiðslan færist frá verksmiðj- um og viðurkenndum tré- smíðaverkstæðum inn á byggingarstað eða í bílskúra rneð tilheyrandi skattsvikum. Áhrif skattlagningarinnar á aðföng m.a. málm- og skipa- smíðaiðnaðar hafi veruleg áhrif á allar greinar iðnaðar- ins og gjald af þessu tagi fyr- irfinnist ekki í samkeppnis- löndunum almennt. Með þessari auknu skattheimtu væri í raun verið að slá á þenslu sem þegar væri hjöðnuð. Þá segja þeir út í hött að koma með aukna skatt- heimtu nú, þegar samdráttur sé yfirvofandi í þjóðfélaginu og verið sé að gera fyrirtækj- unum erfiðara fyrir að standa í skilum með sín gjöld. Ekki væri gott að segja til um hvaða áhrif þetta kæmi til með að hafa á fyrirtæki i iðn- aðinum. Sum hafi þegar hætt og ýmis önnur séu að athuga sinn gang, en verði þessi breyting að veruleika þurfi ekki að hugsa málið mikið meira. Þeir sögðu ómögulegt að segja hversu mörg fyrir- tæki myndu leggja upp laup- ana, en nefndu 50 til 60. Náttúruhamfarimar í Armeníu ÍSLENSKI RAIIÐI KR0SSINN HEFUR SENT 2 MILLJÓNIR Jólastemmning í Hafnarfirði Rauði kross íslands hefur ákveðið að senda 2 milljónir til hjálparstarfsins í Armeníu. Sovéski Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hefur skil- greint hvaða hjálpargögn eru nauðsynlegust fyrst um sinn og eru það m.a. sýklalyf, ein- nota sprautur, blóðsöfnunar- pokar og niðursoðin næring- arrík fæða. Verður fénu frá RKÍ varið til kaupa á lyfjum og hjúkrunarvörum. Forseti fslands og íslensk stjórnvöld hafa sent samúð- arskeyti til armensku þjóöar- innar vegna hamfaranna. Al- kirkjuráðið og fleiri alþjóða- samtök hafa undirbúið átak til uppbyggingu eftir jarð- skjálftana í Armeníu. Útlit er fyrir að afleiðingar jarð- skjálftanna verði mun hörmu- legri en álitið var í fyrstu. Tala látinna er talin verða um 100 þúsund manns. Rauði kross íslands tekur á móti framlögum til hjálpar- • starfsins. Gíróseðlar Hjálpar- sjóðs Rauða kross íslands liggja frammi í bönkum og sparisjóðum. Hægt er að leggja framlög inn á gíró- reikning nr. 90000-1 hjá Póst- gíróstofunni, Ármúla 6 Reykjavík og á hlaupareikn- ing nr. 311 hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Garðabœr Kveikt á jólatré við Garðatorg Kveikt veröur á jólatré við Garðatorg í Garðabæ í dag klukkan 17. Tréð er gjöf frá íbúum Asker, sem er vinabær Gaðrabæjar í Noregi. Bæjar- stjóri Asker kemur gagngert hingað til að afhenda tréð. Kveikt á Hamborgar- jólatrénu í dag Kveikt verður á Hamborgar- jólatrénu, sem Reykjavíkur- höfn hefur nú sem mörg und- anfarin ár, i dag klukkan 16.00. Tréð er gjöf frá klúbbnum Wilkingerrunde, sem er fé- lagsskapur fyrrverandi sjó- manna, blaða- og verslunar- manna í Hamborg og ná- grenni. Einn af félögunum, Achim D. Möller ásamt frú, er hingað kominn til að afhenda tréð. Að venju er tréð stað- sett við Hafnarbúðir. Það má búast við að Hafn- firðingar verði i jólaskapi á í dag, þvi þá verða tendruð Ijós á jólatré frá vinabænum Fredriksberg i Danmörku. Athöfnin hefst klukkan 15 á Thorsplani og mun danski sendiherrann Hans Andreas Djurhuus afhenda tréð. Eftir dagskrána á Thors- plani hefst dagskrá á þremur Stærstu samtök launafólks efna til baráttufundar i Há- skólabiói í dag klukkan 15. Yfirskrift fundarins er „Verj- um heimilin — Með samn- ingsrétti — Gegn atvinnu- leysi“ og mótmælt verður þvi mannréttindabroti, sem felst i afnámi samningsréttar. Samtökin sem standa að fundinum eru Alþýðusam- band islands, Bandalag há- skólamenntaðra rikisstarfs- stöðum i miðbænum. Þar verður opið hús og ókeypis aðgangur. í vitanum verður skemmtun fyrir yngstu kyn- slóðina. í Hafnarborg hefst tónlistardagskrá klukkan 16 og í Álfafelli veröur leikin píanótónlist auk þess sem boóið verður upp á rjúkandi kaffi og piparkökur. manna, Bandalag starfs- manna rikis og bæja, Félag bókagerðarmanna, Kennara- samband íslands og Sam- band islenskra bankamanna. Ávörp fundarins flytja Ög- mundur Jónasson, formaöur BSRB og Ásmundur Stefáns- son forseti ASÍ. Á dagskrá verður ennfremur kórsöngur, upplestur og fleira. Fundar- stjóri verður Svanhiidur Kaaber formaður K.í. Heildarsamtök launafólks Baráttufundur í Háskólabíói ÞORSTEINN Ríkisfjármál 1981-1988 ER K0NUNGUR BÁKNSINS Umræður um tekjur og út- gjöld rikisins eru í hámarki um þessar mundir þegar tek- ist er á um fjárlagafrumvarpið og einstök frumvörp þvi sam- fara. Markmið rikisstjórnar- innar er að skila hallalausum ríkissjóði á næsta ári og því hefur verið brugðið á það ráð að auka verulega tekjur rikis- ins. Sjálfstæðismenn og borgaraflokksmenn gagnrýna skattastefnu ríkisins harð- lega og segja að nú eigi að slá öll met. Þessir menn vilja gjarnan minni skattheimtu og benda frekar á niðurskurð báknsins. í þessu samhengi er fróðlegt að glugga í lítt áberandi frumvarp sem liggur til hliðar við fjárlagafrumvarp- ið en er þvi nátengt. Það heit- ir „Frumvarp til laga um sam- þykkt á ríkisreikningum ffyrir árin 1981, 1982, 1983, 1984, 1985 og 1986“ Ríkisreikning- ar þessir leiða meðal annars í Ijós að ókrýndur konungur ríkisútgjaldanna og ríkis- sjóðshallans er Þorsteinn Pálsson fyrrverandi fjármála- ráðherra, formaður Sjálf- stæðisflokksins. Og þegar Albert Guðmundsson tók við iðnaðarráðuneytinu hækkuðu útgjöld ráðuneytisins um 325% að raungildi. Frumvörpin um ríkisreikn- ingana eru eins konar loka- uppgjör viðkomandi ára hvað Friörik Þór Guðmundsson skrifar tekjur varðar og gjöld. Þegar viðkomandi tölur eru fram- reiknaðar til áætlaðs meöal- verðlags ársins í ár kemur ýmislegt fróðlegt ( Ijós. í tíð Ragnars Arnalds sem fjár- málaráðherra var ríkissjóður rekinn með „hagnaði" upp á 1,6 milljarða árið 1981 og 5 milljarða árið eftir. Rfkisút- gjöldin sfðara árið hljóðuðu upp á 55,7 milljarða en skatt- ar (ekki aðrar tekjur) upp á 58,9 milljarða. Áriö 1983 tók Albert Guðmundsson við. Rfkisútgjöldin hækkuðu um tæpan milljarö, en Albert skar skattana niður um 9,5 milljarða eða um 16% og rak ríkissjóð með 4,6 milljarða króna halla. Árið eftir skar Albert útgjöldin um tæplega 6 milljarða, en hækkaði skattana um 2,4 milljaröa og stóð uppi með 4 milljarða halla. Arið 1985 þurfti Albert sfðan að hækka útgjöldin að nýju um 6,5 milljarða eða Þegar Þorsteinn stýrði fjármála- ráðuneytinu 1986jukust ríkisút- gjöldin að raungildi um 14 milljarða og skattarnir um 5,5 milljarða. Hann rak ríkissjóð með 9,5 millj- arða króna halla. 12,8%, en skatttekjurnar lækkuðu lítillega og hallinn varð 3,5 milljarðar. En síóla 1985 tók Þor- steinn Pálsson við fjármála- ráðuneytinu og Albert var færður yfir í iðnaðarráöuneyt- ið. Og þá gerðust merkilegir hlutir. Ríkisútgjöldin 1985 hljóðuðu upp á 57,1 milljarð, en þegar 1986, ár Þorsteins, var gert upp hljóðuðu ríkisút- gjöldin upp á 71,3 milljarða króna, höfðu hækkaö um 14,2 milljarða að raungildi á einu ári eða um 24,9% — um fjórðung. Skatttekjur ríkis- sjóðs 1985, á síðasta ári Alberts í fjármálaráðuneyt- inu, námu 51 milljarði króna, en skattana hækkaði Þor- steinn árið 1986 um 5,5 millj- arða eða um 10,8% að raun- gildi. Eftir stóð Þorsteinn með 9,5 milljarða króna halla á rlkissjóði. Hvað gerðist eiginlega loksins þegar Þorsteinn fékk stólinn? Hvernig I ósköpun- um tókst honum að auka „báknið" um fjórðung, hækka skatta um 11% og reka ríkis- sjóð með þessum ógnvæn- lega halla? Fyrst er að nefna að Albert Guðmundsson hækkaði útgjöld iðnaðarráöu- neytisins úr 2,3 milljörðum árið 1985 í tæplega 9,8 millj- arða árið 1986, um 7,5 millj- arða eða 325% að raungildi. í öðru lagi er að nefna, að út- gjöld fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar, sem tilheyrði fjár- málaráðuneyti Þorsteins og þar áður Alberts, jukust um 3.1 milljarðaeða um 101,3%, en hér er um að ræða afborg- anir af erlendum lánum, aðal- lega arfur frá fjármálaráð- herratíð Alberts. í þriöja lagi má nefna að útgjöld heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytisins undir stjórn Ragn- hildar Helgadóttur jukust um 2.2 milljarða eða um 10,5% að raungildi. Loks má nefna að útgjöld menntamálaráðu- neytisins undir stjórn Sverris Hermannssonar jukust um 825 milljónir króna eða um 12% að raungildi. í þremur ráðuneytum tókst að lækka útgjöldin að raun- gildi árið 1986. Þetta tókst framsóknarmönnunum I land- búnaðarráðuneytinu og I sjáv- arútvegsráöuneytinu og þetta tókst Matthiasi Bjarnasym i samgönguráðuneytinu. - Á miðju ári 1987 tók Jón Baldvin við fjármálaráöuneyt- inu og það árið lækkuðu rík- isútgjöldin um 4,4 miiljarða, en skattar hækkuðu um 3,3 milljarða og 9,5 milljarða halli lækkaði niður i 3,5 milljarða. í ár er útlit fyrir 70 milijaröa króna útgjöldum, sem er lægra en hjá Þorsteini fyrir tveimur árum, en skatttekjur eru áætlaðar um 63 milljarð- ar. Sjálfstæðismenn hafa því ekki lækkað rikisútgjöldin, þvert á móti. Þeir hafa sýnt lit i þvi að halda aftur af sköttunum (Albert), en lausn þeirra hefur á móti falist í gegndarlausum hallarekstri ríkissjóðs og auknum erlend- um lántökum. Með öðrum orðum aó eyöa langt um efni fram og slá lán fyrir mismun- inum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.