Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 10. desember 1988 KRINGLAN eru þeir aö koma meira til ...“ Hann segir viöskipta- vinina vera á öllum aldri, enda bjóöi verslunin upp á mikla breidd í tegundum. Flestar konur nota skó núm- er 38-39 og flestir karlmenn 42-43. Þó viröist sem æ fleiri konur taki skó í stærri núm- erum, 40-41, hvað sem því veldur. Eldra fólk kemur mikiö inn í Skæði og þá einkum til aö hæla nafni verslunarinnar sem er eitt af alíslenskustu nöfnunum í Kringlunni. „Skæöi er gamalt íslenskt nafn á skinni sem notað var ( skó“ segir Þorleifur. MARGRA ÁRA TÍSKUVARA í Kringlunni er einnig önn- ur verslun í eigu Þorleifs, Stefanel sem er þekkt ítalskt vörumerki. Þorleifur segist hafa haft nokkuð fyrir því aö fá umboðið, enda merkiö eft- irsótt og þekkt: „Stefanel er tískuvara meö sérstööu" seg- ir hann. „Allar vörurnar eru framleiddar á Ítalíu meöan önnur stór fyrirtæki eru meö verksmiöjur I Taiwan og Hong Kong. ítalska fram- leiðslan tryggir gæöin." Hann segir verslunina ekki hafa getað boriö íslenskt nafn eins og Skæöi, þvi allar verslanir sem selja vörur frá Stefanel verða að bera nafn fyrirtækisins. „í Evrópu selja 800 verslanir fatnaö frá Stefane! og þær veröa allar að hafa svipað útlit. Stefanel á Ítalíu hannar þrenns konar innréttingar sem verslanir geta valið úr og þeir sendu hingaö menn til að koma versluninni upp. Þaö liðu tutt- ugu dagar frá því að innrétt- ingarnar komu til landsins þangaó til verslunin opnaöi, en i Skæði tók þrjá og hálfan mánuð að koma búðinni upp.“ I Stefanel er mest selt af prjónavörum: „Þaö er mjög breið lína hjá (Deim og þeir framleiöa 500 mismunandi tegundir af fötum, sem síðan skiptist aftur upp í litaval," segir Þorleifur. „Litaspil á vörunum breytist litið þannig að fötin nýtast frá ári til árs og það er alltaf hægt að kaupa eitthvað ( stil. Hver fatnaður nýtist sem tfskuvara í mörg ár. Hjá Stefanel starfa ungir hönnuðir sem þora að fara eigin leiðir og brydda upp á nýjungum." Hann segir yngra fólk versla mikið i Stefanel en fatnaðurinn henti síður en svo eingöngu á það. Jólafötin eru byrjuð að selj- ast fyrir þó nokkru og Þorieif- ur segir að svo virðist sem eldra fólk undirbúi sig snemma og kaupi jólagjafir fyrr en þeir yngri: „Peysur eru vinsælar jólagjafir, en skór eru það ekki síður. Það er engin áhætta tekin með því að kaupa skó, þvf viðkomandi getur þá alltaf skipt þeim. Fólk kemur með útklippta sóla til að finna skóstærðina og landsbyggðarfólk verslar mikið við okkur.“ GÓÐIR SKÓR ERU MIKILVÆGIR Skæði og Stefanel bjóða 10% staðgreiðsluafslátt til jóla og segir Þorleifur það hugsað sem uppbót til þeirra sem greiða með peningum. „Mér virðist kortanotkunin aðeins meiri núna en fyrir síðustu jól. Að mínu mati hefur vöruverð haldist og ég held að launþegar séu ekki komnir með kreppueinkennin sem fyrirtækin hafa. Fólk veltir mikið fyrir sér verði á vörum núna en áttar sig ekki nógu vel á að því dýrari sem skór eru, því vandaðri eru þeir. Það virðist heldur ekki átta sig nægilega vel á þýð- ingu þess að vera í góðum skóm, þótt þeir kosti sitt. Ef fólk finnur til í fótunum finn- ur það til alls staðar. Það verður að vanda mjög vel val- ið á skóm, ekki aðeins að þeir passi heldur líka að það sé gott að ganga á þeim.“ Þorleifur segir að í þeim samdrætti sem vart hefur orðið sé það hans mat að Kringlan standi upp úr: „í Kringlunni hefur orðið lítið vart við samdrátt" segir hann og bætir við að salan i Kringlunni hafi orðið mun meiri en hann hafi átt von á: „Hingað kemur fólk á öllum aldri af öllu landinu. Ég hélt það yrði erfitt að vinna upp nýtt vörumerki á íslandi en Kringlan hefur svo sannar- lega gert sitt til þess að Stefanel náði svo fljótt vin- sældum hér.“ Lœrðum af reynslunni — pöntuðum minna inn aff loð- fóðruðum skóm! segir Þorleifur Björnsson eigandi verslananna Skæði og Steffanel Það er ekki oft sem veður- far á íslandi skapar vandræði hjá kaupmönnum en Þorleif- ur Björnsson í Skæði og Stefanel lenti þó í þannig vandræðum bæði í fyrra og hitteðfyrra. Loðfóðraðir kuldaskór seldust hreinlega ekki, enda gátu íslendingar nánast hlaupið um á lakk- skónum þessa tvo vetur. Og enn er ekki kominn snjór í höfuðborginni en Þorleifur hefur litlar áhyggjur af því. „Við lærðum af reynslunni og tókum minna magn af fóðr- uðum kuldaskóm en við höf- um gert áður“ segir Þorleifur. ÚR ÚTGERDí VERSLUNARREKSTUR Þegar Þorleifur keypti skó- verslunina Skæði fyrir fimm árum kom hann úr umhverfi sem er gjörólíkt því sem hann nú starfar í. Hann hafði verið til sjós í mörg ár og rek- ið og gert út frystitogarann Þorleif Jónsson. Eftir að hann hætti til sjós fannst honum lítið við tímann að gera og festi því kaup á Skæði við Laugaveginn. Um- svifin jukust og þegar Ijóst var að Kringlan var að verða að veruleika ákvað hann að taka þátt í ævintýrinu og setja þar upp tvær verslanir. „Úr því ég var að breyta til á annað borð vildi ég fara út í eitthvað alveg nýtt.“ Þorleifur kaupir skó aðal- lega frá Ítalíu og ýmist kaupir hann inn eða Ásdís Hösk- uldsdóttir framkvæmdastjóri verslananna. Hann viðurkenn- ir að oft geti verið erfitt að velja skó á íslendinga: „ítalir eru svo langt á undan tísk- unni en íslendingar vilja ein- falda skó“ segir hann. „Þó virðist mér það aðeins hafa breyst á þessu ári og fleiri þora aö breyta til. íslendingar eru líka fremur hefðbundnir í litavali, vilja helst svarta og brúna skó yfir veturinn en ör- lítið meiri litadýrð er á sumr- in.“ KONUR KAUPA OFTAR SKÓ EN KARLMENN Það er eftirtektarvert hversu mun fleiri konurvirð- ast kaupa sér skó í Skæði en karlmenn: „Hlutfallið er 30 á móti 70“ segir Þorleifur. „Karlmenn virðast kaupa sér sjaldnar skó og þeir eru fast- heldnari en konur bæði á tegundir og litaval. Annars Handunnir skartgripir og listmunir PÓSTHÚSSTRÆTI - KRINGLUNNI - SUÐURVERI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.