Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 30. des. 1989 „Evrópuhugsjónin er friðarhugsjón. í reynd byggir hún á þvi að þessar þjóðir séu svo likar innbyrðis, byggi ó sameiginlegum menningararfi, sameiginlegu gildismati og lifs- viðhorfum, sem mótuð eru af þróun réttarrikis, lýðræðislegra stjórnar- hótta, virðingu fyrir mannréttindum og frelsi einstaklingsins til athafna i atvinnulifinu, undir lýðræðislegri heildarstjórn/7 um við Evrópubandalagiö. í því sambandi er sérstaklega mikil- vægt að tryggja tollfrjálsan að- gang fyrir unnar fiskafurðir að mörkuðum Evrópubandalags- ins. Til þess að ná þessu mark- miði sækjum við fram á tvennum vígstöðvum: Annars vegar með hinum EFTA-löndunum, sem hafa samþykkt fríverslun með fisk innan EFTA og setja sameig- inlega fram kröfuna um fríversl- un með fiskafurðir, innan vænt- anlegs evrópsks efnahagssvæð- is, í viðræðum við EB. Hins vegar höldum viö uppi tvíhliða viðræð- um, bæði við leiötoga ríkis- stjórna Evrópubandalagsþjóða og við framkvæmdastjórn bandalagsins, sem fer með tolla- mál og framkvæmd hinnar sam- eiginlegu stefnu bandalagsins. 2. Við þurfum aö ná samkomulagi um viðskipti meö þjónustu, sem sífellt verða mikilvægari þáttur í þjóðarbúskapnum. Þessu fylgir einnig nauðsyn á auknu frjáls- ræði í viðskiptum með fjármagn milli íslands og annarra landa, sem ætti aö veita íslenskum fyr- irtækjum aögang að fjármagni á heimsmarkaðskjörum og jafn- framt bæta ávöxtunarmöguleika innlendra sparifjáreigenda. 3. Við þurfum að tryggja Islending- um rétt til náms og atvinnu í öðr- uni ríkjum Evrópu. Þetta er ár- angursríkasta leiðin til þess að flytja hingað nýja þekkingu og auðga þjóðlífið með ferskum menningarstraumum. Sagan sýnir að íslenskt þjóðlíf og menn- ing blómstrar best í náinni snert- ingu við meginstrauma evr- ópskrar menningar. 4. Viö þurfum að gerast virkir þátt- takendur í þeirri víötæku sam- vinnu á sviöi vísinda og tækni og umhverfisverndar, sem stefnt er að i Evrópu framtíðarinnar. 5. Við þurfum að taka þátt í upp- byggingu stofnana meö hinum EFTA-þjóðunum og sameigin- lega með Evrópubandalaginu, sem tryggi lýðræöislegt ákvörð- unarvald varöandi stjórnun hins evrópska efnahagssvæðis, á jafn- réttisgrundvelli. Viö höfum ekki efni á því sem þjóö að sitja hjá varðandi þessa þró- un og sleppa þeim tækifærum sem hún býöur. Islenskir sjómenn og fiskvinnslufólk hafa ekki efni á því. Islenskir vísindamenn og sérfræö- ingar hafa ekki efni á því. Unga kyn- slóðin, þeir sem nú eru að afla sér þekkingar og reynslu viö æðri menntastofnanir, hafa ekki efni á því. Islensk menning er ekki ein- angrunarfyrirbæri og má ekki daga uppi sem fornminjasafn, heldur á hún að nærast af virkum og lifandi samskiptum við menningarþjóðir nágrannalandanna. Snúum bökum saman Undirbúningi þeirra samninga- viðræðna EFTA-landanna viö Evr- ópubandalagiö, sem hefjast eftir nokkra mánuöi, er nú farsællega lokið, samkvæmt settri tímaáætlun. Evrópubandalagið hefur fyrir sitt leyti fallist á að samningsgrundvöll- urinn sé nægilega yfirgripsmikill og vandaður til þess að unnt sé að setj- ast að samningaborði snemma á næsta ári. Samningarnir munu taka u.þ.b. ár. Hið sameiginlega evrópska efnahagssvæði gæti því komiö til framkvæmda um leið og samruna- ferli Evrópubandalagsins sjálfs lík- ur, fyrir árslok 1992. Það hefur verið mér persónulega eftirminnileg og ómetanleg lífs- reynsla að hafa sl. hálft ár haft á hendi verkstjórn, frumkvæði að samræmingu sjónarmiða og mál- flutningi í viðræðum við Evrópu- bandalagið, fyrir hönd EFTA-ríkj- anna sem heildar. Á þessari reynslu minni byggi ég það mat að við mun- um ná samningsniðurstöðu, sem tryggi framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar með viðunandi hætti. Það eina sem ég raunverulega óttast er sundurlyndi á heimavígstöðvum, sprottið af annarlegum pólitískum hvötum. Ég vil þó í lengstu lög trúa því að okkur beri gæfa til að standa saman um þetta stærsta hagsmuna- mál þjóðarinnar í nánustu framtíð, hvað svo sem líður pólitískum ágreiningi um minni mál. Framundan bíöur okkar óhemju vinna við að undirbúa framkvæmd samningagerðarinnar á heimavett- vangi. Þar mun mikið reyna á heil- steypt samstarf stjórnmálamanna, embættismanna, forsvarsmanna at- vinnulífs, aðila vinnumarkaöar og almannasamtaka í landinu Enn- fremur bíður okkar mikið verkefni við að kynna málið í heild sinni fyrir þjóðinni allri og einstökum hags- munahópum. Sjálfur mun ég ekki liggja á liði mínu í því efni. En ég mælist til samstarfs og samvinnu við þing og þjóö um þetta stærsta hagsmunamál okkar sameiginlega. Varnarbarátta Sl. tvö og hálft ár hafa verið ís- lensku þjóðinni erfið og sársauka- full bæði varðandi efnahagsmál og stjórnmál. Á |)ví tímabili, sem liöiö er frá því að Alþýðuflokkurinn hóf aftur stjórnarþátttöku 1987, höfum við farið í gegnum lengsta samdrátt- arskeið í sögu þjóðarinnar, allt frá árunum 1949—1952. Á árunum þar á undan jókst þjóðarframleiðsla ís- lendinga um 45—50 milljaröa króna, en á samdráttarskeiöinu frá ’87 fram á næsta ár mun hún drag- ast saman um 15—20 milljaröa. Verra var að hagstjórn fór mjög úr- skeiðis á góðæristímabilinu. Fyrir- tæki og heimili komu stórskuldug út úr góðærinu og illa undir það búin að mæta erfiðleikum. Þessi endur- tekna reynsla af mistökum í hag- stjórn hefur valdið mörgum sárs- auka og gremju og stuðlað að sundr- ung og úlfúð í þjóðfélaginu. En það er í erfiðleikunum sem reynir á menn og stjórnmálaflokka. Að mínu mati hefur flokkur okkar íslenskra jafnaðarmanna staðist þessa próf- raun með þrautseigju, atorku og þolgæði. Ríkisstjórnir Steingríms Hermannssonar hafa því til þessa háð varnarbaráttu við erfið ytri skil- yrði. Það hefur tekist stóráfallalaust, enda er árangurinn sem óðast að koma í ljós. Þegar fyrri ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar kom til valda haustið 1988 voru útflutningsgrein- arnar komnar í þrot, eftir fyrstu áraun samdráttarskeiösins. Tals- menn atvinnulífsins spáðu fjöldaat- vinnuleysi. Ríkisstjórnin var mynd- uð vegna ágreinings við sjálfstæðis- menn um verkstjórn, vinnubrögö og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn- ar undir forystu Þorsteins Pálssonar. Við höfnuðum í upphafi kollsteypu- leið Sjálfstæðisflokksins, sem hefði leitt til óbærilegrar kjaraskerðingar og þar með harðvítugra átaka á vinnumarkaði, og þar með sam- kvæmt reynslu endað í óðaverð- bólgu og upplausn. Þessi ríkisstjórn hefur náð árangri, vegna þess að hún hafnaði þessari kollsteypuleið. Hruni sjávarútvegsins á lands- byggðinni var forðað með kerfis- bundnum skuldbreytingum. Van- skilum var komið í skil, skuldum breytt í hlutafé og verðbætur greiddar úr verðjöfnunarsjóði, til að mæta verðfalli, um skeið. Gengið var leiðrétt í áföngum til þess að bæta afkomu útflutningsgreinanna, án þess að bjóða heim hættu á óða- verðbólgu og stéttaátökum. Vextir og fjármagnskostnaður harfa verið lækkaðir. Miklum halla í vöruviö- skiptum hefur verið snúið í jöfnuð. Afkoma sjávarútvegsins er komin í plús. Framundan er fyrirsjáanlega ör lækkun verðbólgu og þar með vaxta. Aukin stöðugleiki er fram- undan. Takist nú við þessi skilyrði, með góðra manna hjálp, að ná kjarasamningum, sem samrýmast markmiðinu um atvinnuöryggi og öra lækkun veröbólgu og vaxta, — þá þarf ekki að kvíða framhaldinu. Þá fer aftur að birta til, enda tími til kominn. Úr vörn í sóknl Það sem eftir er kjörtímabilsins þurfum við að einbeita okkur að stóru málunum. Þar ber hæst samn- ingagerð okkar og EFTA-landanna við Evrópubandalagið og samninga iðnaðarráðherra um nýja álbræðslu og virkjanaframkvæmdir. Fram- kvæmd þeirra áforma mun bægja frá dyrum okkar hættu á atvinnu- leysi, vega upp áhrif aflasamdráttar, draga úr einhæfni atvinnulífs og stuðla að auknum hagvexti og bætt- um lífskjörum á komandi áratug. Minnumst þess að eitt tonn af áli frá álbræðslu hér á landi skilar álíka miklu i þjóðarbúið og eitt tonn af þorski upp úr sjó. Skoöað í því sam- hengi sjá menn betur en ella, hvílík- ur búhnykkur 180—200 þús. tonna álbræðsla yröi okkar þjóðarbúskap. þjóöarbúskap. Varnarbaráttunni er farsællega lokið. Nú ber okkur að snúa vörn í sókn, bæði í efnahagslegu- og póli- tísku tilliti. Við höfðum ekki dæmi um það úr fyrri stjórnmálareynslu, hvernig gengi að halda saman sam- steypustjórn fjögurra til fimm stjórn- málahreyfinga. Fyrirfram voru flest- ir svartsýnir á það, ekki síst þegar ytri skilyrði eru óhagstæð. það má því teljast pólitískt afrek hjá Stein- grími Hermannssyni, og ber að meta að verðleikum, að hafa haldið saman slíkri ríkisstjórn á erfiðleika- tímabili. Og hafa jafnframt tekist að skapa góðan vinnuanda innan stjórnarliðsins. Nú mun reyna á, það sem eftir er kjörtímabilsins, hvort það tekst í þessu stjórnarsamstarfi að skapa samstöðu um nauðsynlegar kerfis- breytingar á innviðum atvinnulífs og hagstjórnar, til þess að leggja grundvöll að bættum lífskjörum þjóðarinnar i framtíðinni. Þau verk- svið, þar sem slík kerfisbreyting er mest knýjandi að mínu mati, eru þessi: Breytingar á stjórnun veiða og vinnslu, breytingar á landbúnáð- arstefnu, afnám sjálfvirkni í ríkisút- gjöldum og grisjun ríkisstofnana, og fækkun og stækkun sveitarfélaga til þess að snúa vörn í sókn í byggða- málum. Berum við gæfu til aö ná samstöðu um frambúöarlausnir á þessum sviðum mun það mega til sanns vegar færa, aö þessi ríkis- stjórn hafi reynst jafnvíg í vörn og sókn. Óvenjulegu, viðburðaríku og sögulegu ári er að Ijúka. Á næsta ári gerum við okkur vonir um staðfest- ingu á batnandi samskiptum manna og þjóða í milli, í formi risavaxins niðurskurðar hefðbundinna vopna og útrýmingar helmings lang- drægra kjarnavopna. Veröi þessar vonir að veruleika verður næsta ár ekki síður sögulegt og heillaríkt en það sem nú er að líða. Við lifum á spennandi tímum. Vakandi huga og vinnufúsra handa bíða heillandi verk að vinna. Vonandi fer þá einn- ig að rofa til á sálarskjá okkar íslend- inga. Ég þakka samstarfsmönnum mín- um og konum samstarfið á árinu sem er að líða og árna þjóðinni allri farsældar með nýju ári. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.