Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 30. des. 1989 Evrópa og umheimurínn á tímamótum: Hinar miklu breytingar og umskipti sem átt hafa sér staö í Evr- ópu 1989 vekja aö sjálfsögöu upp spurningar um framhaldið. Hvernig mun hin nýja Evrópa framtíðarinnar verða? Hvaöa áhrif mun hin nýja Evrópa hafa á stórveldin og heiminn í heild? Og ekki síst: Hver veröa hin nýju verkefni þjóöanna þegar kalda stríöinu hef ur linnt og útrýmingarhættan virðist vera liö- in hjá? hinni nýju fimm ára áætlun Sovét- ríkjanna sem Sovétleiðtoginn lagði fram fyrir tveimur vikum, sem bendir til þróunar til opins markaðs- kerfis eða nýtilegra gjaldeyrisskipta við umheiminn. IMeyslubyltingin gróf Hrun hins stalíníska kommún- isma í A-Evrópu eru gleðitíðindi. Ef við hins vegar skyggnumst inn í framtíðina og reynum að sjá fyrir okkur hvað næsti og síðasti áratug- ur 20. aldarinnar ber í skauti sér, er hins vegar umdeilanlegt hvort fall kommúnismans i A-Evrópu boði einungis gleðifregnir. Ný vandamál og verkefni taka við í nýjum heimi. Ný vandamál munu skapast í kjöl- far þeirrar uppstokkunar sem nú á sér stað í Evrópu. Hvaða áhrif hefur uppstokkun Evrópu á afvopnunar- mál og jafnvægið milli austurs og vesturs? Hvert veröur hlutverk hernaðarbandalaganna í framtíð- inni? Hver veröa samskipti ein- stakra NATO-ríkja og ríkja Varsjár- bandalagsins, bæði innan hernaðar- bandalaganna sjálfra og þeirra á millum? Þótt kálda stríðinu sé lokið, er enn klaki í jörðu. Bæði austur og vestur þurfa að halda áfram afvopnuninni án þess að ytri óstöðugleiki trufli gang mála. Enn er öflugur liðsstyrk- ur Bandaríkjamanna og Sovét- manna á evrópskri jörð. Það mun taka tíma þangað til að hann verður allur á brott. Önnur spurning vaknar í þessu sambandi: Hvernig verður umhorfs í Evrópu þegar stórveldin Sovétrík- in og Bandaríkin standa ekki grá fyrir járnum gegn hvort öðru í hjarta meginlandsins? Mun Evrópu- búum takast að koma jafnvægi á sín eigin mál, þannig að friður og ör- yggi ríki? Stöðnun í Sovét Hin hraða lýðræðisþróun í Aust- ur-Evrópu sem á að sjálfsögðu rætur sínar að rekja til umbótastefnu Gor- batsjovs, vekja eðlilega þá spurn- ingu, hver verði framtíð Sovétríkj- anna. Ljóst er, að lýðræðisþróunin í Sovétríkjunum verði mun hægari og flóknari en í Austur-Evrópu. Það er margt sem kemur til. I fyrsta lagi eru orðin lýðræði og fjölflokkakerfi nær óþekkt í rússneskri sögu. Sovét- ríkin breyttust úr lénsveldi keisara- dæmisins í einræði kommúnismans á einni nóttu. Kommúnisminn þró- aðist hratt frá kenningum Leníns og Marx um alræði öreiganna í alræði forystunnar og embættiskerfisins. Lýðæðislegri hefð er því ekki fyrir að fara í Sovétríkjunum. í öðru lagi á Gorbatsjov og sov- éska þjóðin í baráttu við efnahag sem er í molum. Umbótastefnan hefur ekki skilað aukinni velferð eða betri kjörum heima fyrir. Það er heldur varla von. Gorbatsjov hefur Ingólfur Margeirsson skrifar: ekki ráðist til atlögu gegn hinu sósí- alíska efnahags- og framleiðslu- kerfi. Hann hefur hvatt til virkari þátttöku fólks í vinnu, gælt örlítið við frjálsari form eins og að leyfa svonefnd sameignarfélög og leyft tilraunir með frjálsa sölu vara, t.d. landbúnaðarafurða. Þessi tilrauna- starfsemi hefur hins vegar ekki haft nein áhrif á þjóðarframleiðsluna eða kerfið sem slíkt. Enn sem fyrr eru Sovétríkin ryðguð föst í stal- íníska framleiðslukerfinu sem byggði í grófum dráttum á þunga- iðnaði og útflutningi á hráefnum og samyrkjubúskap sem sjá á iðnverka- fólki og borgarbúum fyrir landbún- aðarafurðum og kjöti. Og enn sem fyrr er rúblan ónýtur gjaldeyrir utan Sovétríkjanna. Og sem dæmi um íhaldssemi Gor- batsjovs heima fyrir, er ekkert í undan kommúnismanum Bandaríski hagfræðingurinn John K. Galbraith segir í nýlegri grein í breska blaðinu The Guardi- an, að stalíníska hagkerfið hafi átt þrjú skeið. Fyrstu tvö skeiðin hafi heppnast mjög vel. Hið miðstýrða efnahagskerfi hafi byggt upp sterkt heimsveldi úr upplausn og rústum keisarakerfisins sem komið var að fótum fram. Á fyrsta hagskeiðinu var lagður grunnur að almennu menntakerfi og skipulagðri fram- leiðslu í formi áætlanabúskapar. Annað hagskeiðið hafi staðið allt frá valdatöku Stalíns og fram til sjötta og sjöunda áratugarins, þar sem hið miðstýrða efnahagskerfi skóp vold- ugt iðnveldi, olíustöðvar, efnaverk- smiðjur, samyrkjubúskap og hern- aðarlegt heimsveldi. Hið stalíníska hagkerfi framleiddi geimfarið sem sendi fyrsta geimfara mannkyns úr í geiminn, gerði Sovétríkin að mesta herveldi veraldar og voldugasta út- flytjanda ýmissa hráefna. Galbraith segir með réttu, að þriðja hagskeiðið hafi farið í vask- inn; Sovétríkin hafi staðnað á átt- unda áratugnum og á þeim níunda hafi verið Ijóst að hið mikla heims- veldi hafði dregist aftur úr tækni- þróun Vesturlanda og var orðið að steinþursa. Til að skilja þessa skýringu Gal- braiths hagfræðiprófessors, verður að hafa tvennt í huga. í fyrsta lagi hafa Sovétríkin einblínt á þungaiðn- að. Framleiðsla á smáiðnaðarvörum eða almennum neysluvörum hefur verið gjörsamlega í lágmarki. Inn- flutningsbann hefur ríkt á allar helstu neysluvörur sem framleiddar eru á Vesturlöndum. Almenn kjör í Sovétríkjunum og í Austur-Evrópu hafa stöðugt versnað. I öðru lagi Allar líkur eru á þuí aö Kastró falli fljótt eftir aö Souétmenn minnka efna- hagsaöstoöina uið Kúbu hafði tæknibyltingin í för með sér aukna upplýsingamiðlun. íbúar í Austur-Evrópu gátu skyndilega horft á vesturlenskar sjónvarps- stöðvar og séð lífið vestan megin járntjalds. Samanburðurinn var sár og hlóð undir reiði almennings. Við þetta má bæta, að hvorki Marx eða Lenin sáu fyrir hina mikla þenslu í neysluvenjum almennings. Þeir skópu framtíðarþjóðfélag þar sem almenningur átti að hafa nóg til hnífs og skeiðar og þar sem sósíal- isminn var vel vopnum búinn. Hvernig átti þessum mönnum að detta til hugar að sósíalísk alþýða átti síðar meir að krefjast þess að eiga nælonsokka, rokkplötur eða varalit svo ekki séu nefnd öll hin ósköpin sem fylgja daglegri neyslu Vesturlandabúa? Kannski var það einmitt neyslu- byltingin eftir síðari heimsstyrjöld- ina sem bylti hinum kommúniska stalínisma. Gambítur Gorbatsjovs_____________ Reynum að ráða í þróunina í Aust- ur-Evrópu annars vegar og í Sovét- rikjunum hins vegar. Rökrétt er að álíta, að lýðræðisþróunin muni ganga hratt fyrir sig í ríkjum Aust- ur-Evrópu, svo framarlega sem ytri öfl skerast ekki í leikinn. Lýðræðis- legar hefðir eru til staðar í flestöll- um þessum ríkjum, tækniþekking og vilji til þjóðlegrar sérstöðu og sjálfstæðis. Áustur-Þýskaland mun að öllum líkindum sameinast Vest- ur-Þýskalandi og Þýskaland endur- heimta yfirburðastöðu sína í Evr- ópu. Ríki Austur-Evrópu verða að öllum likindum fljót að byggja upp efnahag sinn. Þar kemur bæði til geta þjóðanna sem slík og ennfrem- ur vilji Vesturlanda að aðstoða við uppbygginguna úr þeim efnahags- legu rústum sem stalínisminn lagði þessi ríki í. Sovétríkin eiga við allt önnur vandamál að glíma. Lýðveldin 15 Souétmenn munu heimta neyslubyltingu. Ekki er uíst að faðir umbótastefnunnar, Gorbatsjou, uerði kallaður til forystu í nýju lýðrœðisríki Souétríkjanna. sem mynda Sovétríkin eru geysilega ólík innbyrðis. Hið lokaða einræðis- veldi kommúnismans hefur haldið lýðveldunum í ógnargreipum í rúm 70 ár. Krafan um fjölflokkakerfi í Sovétríkjum er í raun krafa um upp- lausn ríkjasambandsins. Skömmu fyrir dauða sinn, var Sakharov og fé- lagar hans komnir geysilega nærri markinu þegar þeir lögðu fram til- lögu í Æðsta ráðinu um að breyta grein 6 í stjórnarskránni sem kveður á um einræði kommúnistaflokksins. Tillagan var felld með naumum meirihluta. Umbótastefnan er allt of langt komin til að henni verði snúið aftur. Spurningin er aðeins hvort að Gor- batsjov takist að hafa hemil á þróun- inni. Grein 6 verður fyrr eða síðar felld úr gildi. Það er aðeins spurning um tíma. Ef fjölflokkakerfið verður innleitt of snemma gæti þap orsak- að blóðuga gagnbyltingu. Otti Gor- batsjovs er ekki ástæðulaus þegar hann hvetur Eystrasaltsríkin að koma ekki á fjölflokkakerfi eða að segja sig úr stjórnmálasambandi við Sovétríkin og stofna sjálfstæð og fullvalda ríki. Hættan er sú, að þá færi af stað skyndileg lýðræðisþró- un sem valdhafarnir eru ekki tilbún- ir að mæta og gæti kallað á vopnaða mótstöðu; borgarastyrjöld. Gambítur Gorbatsjovs er að telja Sovétmönnum trú um að hið opna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.