Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 30. des. 1989 Er ekki gaman að vera pólitikus? Þessir menn eru eiginlega dæmdir til aö verða kirkjumálaráðherrar i náinni framtið, eða hvað? A-mynd/E.ÓI. Á árinu sem nú er að líða var haldinn fundur utanríkisráöherra Norö- urlandanna í Færeyjum, þar sem sérstaklega var rætt um þróunarað- stoð Norðurlandanna við þróunarlönd. Myndin er tekin í Færeyjum og eru á henni frá vinstri: Stefán Friöfinnsson, aðstoðarmaður utan- ríkisráðherra, Bryndís Schram ráöherrafrú, Guölaugur Tryggvi Karls- son hagfræðingur, og Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri nor- rænnar nefndar um þróunarhjálp. VÖRUR í VIRÐISAUKASKATTI: Samaverð stundum lægra! Nýmjólk, G-mjólk, undanrenna og léttmjólk lækka I verði vegna endurgreiðslunnar. Þessi lækkun á að skila sér beint í vöruverðinu strax eftir áramótin. Neyslufiskur á að lækka f verði. Endurgreiðslan miðast við ferskan óunninn neyslufisk í heildsölu. Álagningin er frjáls, og er mikilvægt að fisksalar og neytendurtaki höndum saman til að skattalækkunin skili sér i vöruverðinu. Tegundirnarsem lækkaeru: Ýsa, þorskur, ufsif steinbftur, karfi, langa, keilá.lúða, koli, skata, skötuselur, rauðmagi og grásleppa. Vöruverð á ekki að hækka þegar virðisaukaskattur leysir söluskatt af hólmi nú um áramótin. Vissar vörutegundir lækka verulega og almennt vöruverð stendur í stað eða þokast niður á við. Með virðisaukaskatti breytist skatthlutfallið úr 25% í 24,5%. Þá hverfa einnig uppsöfnunaráhrif söluskatts í vöruverðinu því að virðisaukaskattur leggst aðeins einu sinni á sömu vöruna, óháð fjölda framleiðslu- og viðskiptastiga. Vöruverð á því alls ekki að hækka vegna kerfisbreytingarinnar. Þvert á móti ætti breytingin að leiða til lækkunar á almennu vöruverði. Vegna sérstakrar endurgreiðslu hefur skattbreytingin þau áhrif að neyslumjólk, ferskfiskur, kindakjöt og ferskt innlent grænmeti bera ígildi 14% skatts í stað 24,5% á öðrum vörum. Ef aðrir þættir, til dæmis álagningin, haldast óbreyttir geta skattaumbætumar haft í för með sér að þessi matvæli lækka um allt að 7-9% strax eftir áramótin. \skj%) FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ Kindakjöt i heilum og hálfum skrokkum lækkar í veröi frá afuröastöðvunum nú strax eftir áramótin vegna endurgreiöslunnar. Verölækkun á til dæmis lambalærum, lærissneiðum, hrygg, kótilettum og súpukjöti er háð aögæslu kjötkaupmanna og aðhaldi neytenda því frjáls álagning er á unninni kjötvöru. Allt innlent /Sy^græhmeti lækkar í verði, til dæmis kartöflur, sveppir, baunaspírur, gulrófur og gulrætur. Álagning er frjáls á þessari matvöru. Þess vegna er þaö ekki sist komið undir árvekni neytendaog aögæslu verslunarmanna að endurgreiðslan skili séraðfullui vöruverðinu. FYLGJUMST MEÐ - VEITUM AÐHALD Þáð er mikílvægt að almennlngur veiti aðhajd og beri saman verðlag fyrir og eftir árániót. VERtH-AGSSTOFNUN fylgist með þvf af fremsta megni að skattbreýtingin umáramót leiði ekki tii verðlagshækkunar, og að endurgreiðslan skilf sér í iækkUðu verði þeirrá innlendu matvæla sem hún tekur til. Ef þú verður var/vör við óeðlUegar vérðheákkanir eftir áramótin, og ekki fást fullnaágjandi skýringar hjá kaupmanninum, skaltu hafá samband við VERÐLAGSSTOFNUN. Hún kannar hvert tilvik og hefur sérstakt eftirlit með verðlagsbreytingum. Knúli Hallssyni, ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins, hefur verið veitt orlof frá starfi um eins árs skeið frá 1. janúar 1990. I fjarveru Knúts mun Árni Gunnarsson, skrif- stofustjóri háskóla- og menningar- málaskrifstofu ráðuneytisins, gegna starfi ráðuneytisstjóra, en Stefán Stefánsson, deildarsérfræðingur, mun gegna starfi skrifstofustjóra há- skóla- og menningarmálaskrifstofu. Undanfarið hefur verið unnið að athugun á skipulagi ráðuneytisins og i framhaldi af því hefur verið ákveðið að stofna skrifstofu í ráðu- neytinu er nefnist „almenn skrif- stofa" og fjalli um rekstur ráðuneyt- isins og sameiginlega þjónustu. Staða skrifstofustjóra almennu skrifstofunnar verður auglýst laus til umsóknar á næstunni. Frekari skipulagsbreytingar eru til athugunar og verður greint frá þeim síðar. Sælir eru hógværir, því þeir munu ríkissjóð erfa!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.