Alþýðublaðið - 07.05.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 07.05.1991, Side 2
2 FRÉTTASKÝRINGl Þriðjudagur 7. maí 1991 Birgir tekur við að nýju Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri hefur snúið aftur til starfa, eftir ársleyfi frá störfum. Magnús Oddsson, sem gegndi embætti hans í leyfinu, tekur við stöðu markaðsstjóra Ferðamálaráðs. Haukur Dór i Galleri Borg Um helgina opnaði Haukur Dór sýningu á verkum sínum í Gall- erí Borg. Haukur er fimmtugur, hefur verið búsettur í Danmörku undanfarin ár, og haldið sýning- ar vítt og breitt um löndin. Myndir Hauks eru unnar með ol- íu á striga og akrýl á pappír. Ókeypis aðgangur. Hin ósýnilega hönd heildsalans Hannes Hólmsleinn Gissurarson ræðir ofangreint efni á hádegis- verðarfundi í Félagi ísl. stór- kaupmanna í dag í Hallargaröin- um í Húsi verslunarinnar. Aö stórkaupmönnum beinast nú ýmis spjót, margir telja að smá- salar eigi að kaupa varninginn beint inn í búðir sínar, milliliða- laust, til að geta boðið almenn- ingi skikkanlegt verð á vörum sínum. Afhenti Ítaiiuforseta trúnaðarbréf Rétt áður en Cossiga Ítalíuforseti hélt af stað til íslands um helg- ina,. gekk Ingui S. Inguason sendiherra á hans fund, og af- henti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands á Ítalíu. Birgir Andrésson i Gallerii Sævars Hjá Sœuari Karli í Bankastræti eru alltaf sýningar í gangi. Þessa dagana er það myndlistarmað- urinn Birgir Andrésson. sem sýn- ir þrjú verka sinna. Birgir segir um sýninguna: ,,A þessari sýn- ingu eru þrjú verk, sem öll eiga það sameiginlegt að vera endur- gerð af endurgerð þess sem er ekki til í eiginlegri merkingu, hugarfóstur íslenskrar andlegrar framleiðslu sem er alveg einstök tilfinning". Sýningin er opin á opnunartímum verslana til 17. maí. Tilboð opnuö í Fljótsdalsvirkjun FRAMKVÆMDIR STRAX i KJÖLFAR ÁLSAMNINGA ,,Við erum nú að fara yfir tilboðin og bera þau saman. Þegar það er búið erum við tilbúnir að semja við hagstæðasta bjóðandann, en þú þarf það lika að fylgja með að við höfum markað fyrir orkuna. Þetta þarf þvi að fylgjast að við Atlantsólviðræðurnar en okkur er ekkert að vanbúnaði að lúta hefja fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun strax og grænt Ijós fæst/' sagði Jóhann Múr Mariusson, aðstoðarfor- stjóri Landsvirkjunar, i samtali við blaðið. Hann sagði að Landsvirkjun teldi hagkvæmast að geta byrjað framkvæmdir fyrr en seinna, en þetta yrði allt að spilast eftir eyranu. SÆMUNDUR GUÐVINSSON SKRIFAR Tilboð í mannvirkjagerð fyrir Fljótsdalsvirkjun voru opnuð hjá Landsvirkjun á föstudaginn. Um var að ræða þrjú útboð. í fyrsta lagi aðrennslisgöng, i öðru lagi stöðvarhús og frárennsli og loks Eyjabakkastífla og inntaksmann- virki. Lægsta tilboð í alla þessa þrjá þætti átti fyrirtækið NCC Int- ernational AB í Svíþjóð í samstarfi við Statkraft í Noregi og Hagvirki á Islandi, en alls bárust sjö tilboð. NCC bauð rúma 4,2 milljarða í að- rennslisgöng en kostnaðaráætlun var tæpir 5,3 milljarðar. I stöðvar- hús og frárennsli bauð NCC rúmar 899 milljónir en áætlunin hljóðaði upp á 1.212 milljónir. Loks bauö NCC 1.877 milljónir í Eyjabakka- stíflu og inntaksmannvirki en kostnaðaráætlun nam 2.363 millj- ónum. Samtals eru tilboð NCC og samstarfsaðila 1.260 milljónum króna undir kostnaöaráætlun. Til- boðin standa óbreytt ef NCC fær alla verkþættina en hækka ella. Tilboðin gilda i sex mánuði. Aflþörf úlvers um 350 MW A vegum Landsvirkjunar hefur verið unnið mikið rannsóknarog undirbúningsstarf fyrir virkjunar- framkvæmdir vegna nýs álvers. Eftir nokkurt hlé í upphafi síðasta árs var síðari helming þess haldið áfram af fullum krafti rannsókn- um og undirbúningi að útboðum virkjana og háspennulína með 210 þúsund tonna álver við Keilisnes í huga. Orkuþörf þess er um þrjú þúsund GWst á ári og aflþörf um 350 MW. Til að uppfylla þessa orku- og aflþörf er talið að í framhaldi af 150 MW Blönduvirkjun verði hag- kvæmast að stækka Búrfellsvirkj- un um 100 MW, ljúka við byggingu Kvíslaveitu ásamt stækkun Þóris- vatnsmiðlunar, reisa 210 MW Fljótsdalsvirkjun auk þess sem Hitaveita Reykjavíkur mun reisa og reka 30 MW raforkuver á Nesja- völlum. Næsta viðbót við raforku- kerfið er síðan áætluð með stækk- un Kröfluvirkjunar um 30 MW. Aðrennslisgöngin verða 30 km Tilhögun Fljótsdalsvirkjunar var tekin til gagngerrar endur- skoðunar frá því sem áður hafði verið rætt um og í fyrra var áfram unnið við endurmat á ýmsum hönnunarforsendum, þar á meðal um miðlunarstærð og uppsett afl. Niðurstöður þessara athugana sýndu að hagkvæmasta miðlunar- stærð er 500 GI (milljónir rúm- metra) og uppsett afl 210 MW. Ráðgjafar Landsvirkjunar við hönnun og gerð útboðsgagna fyr- ir virkjunina eru Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., Al- menna verkfræðistofan hf. og Raf- hönnun hf., auk Electrowatt Eng- ineering Services í Sviss. Tölu- verðar rannsóknir voru gerðar á fyrirhuguðu stæði aðrennslis- ganga á Fljótsdalsheiði í fyrra. Boraðar voru átta kjarnaborholur, alls um 1.360 m, vegna rannsókna á eiginleikum bergsins og til ákvörðunar á þykkt, lekt og halla bergstaflans á gangastæðinu. Margvíslegar bergtæknilegar rannsóknir voru framkvæmdir í borholunum og hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins á bergsýnum. Niðurstöður þessara rannsókna bentu til að bergið henti vel til jarðgangagerðar. Að- rennslisgöngin verða boruð að stærstum hluta óg verða 31 kíló- metri að lengd frá stíflu að stöðv- arhúsi. Lón við Eyiabakka_________ A stíflustæðinu við Eyjabakka voru boraðar tvær kjarnaholur á síðasta ári. Gerð og þykkt lausra jarðlaga í stíflustæðinu var könn- uð. Vegna ónákvæmni í eldri kort- um var ákveðið að mæla að nýju lónstæðið við Eyjabakka og gera kort af svæðinu. Efnisnámur fyrir steypu- og stífluefni voru skoðaðar og sýni tekin tii rannsókna. Steypuefnisnáman við Bessastaði í Fljótsdal var einnig rannsökuð ít- arlega, en þaðan kemur væntan- lega allt steypuefni, sem notað verður í stöðvarhús og önnur mannvirki á neðri hluta virkjunar- svæðisins. Þenslumerki i_____________ efnahqgslifinu____________ Svo sem kunnugt er hefur ríkt óvissa um tímasetningu á bygg- ingu nýs álvers á Keilisnesi. Síðar í þessum mánuði er hins vegar áætlað að halda fund með Atlants- ál þar sem mál munu væntanlega skýrast. Þegar ljóst varð að seink- anir yrðu á framkvæmdum vegna álvers frá því sem áður var áætlað voru ýmsar aðrar framkvæmdir á þessu ári ákveðnar af stjórnvöld- um. En ef fljótlega gengur saman með aðilum um álver og fram- kvæmdir fara á stað við Fljótsdals- virkjun má búast við óæskilegri þenslu í þjóðfélaginu. Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, var spurður um þetta. Þórður sagði það ef til vill ekki líklegt að menn næðu að ganga þannig frá samningsgerð um álver nú i vor að menn treystu sér til að fara af miklum hraða í fram- kvæmdir fyrir austan í sumar. Það þyrfti mikið að gerast á skömmum tíma til þess að svo færi. En ef dæmið gengi upp í þessa átt væri rétt að minna á þau varnaðarorð sem Þjóðhagsstofnun hefði haft uppi um að það væru komin fram þenslumerki í efnahagslifinu. Flýt- ing framkvæmda og aukning framkvæmda sem ákveðnar voru í marsmánuði hefðu gert þessa hættu enn meiri. ,,Við höfum talið hér í Þjóðhags- stofnun að menn væru að tefla á dálítið tæpt vað hvað varðar um- fang framkvæmda á þessu ári. Viðbót fyrir austan færir okkur ennþá tæpar. Það er því alveg skýrt af okkar hálfu að við mælum með því að það verði fyrst og fremst lögð áhersla á að slá á þessi þenslueinkenni sem hafa komið fram að undanförnu. Út frá að- stæðum í efnahagslífinu er engin ástæða til að auka framkvæmdir miðað við það sem menn áforma núna. Þvert á móti er ástæða til að draga úr þeim áformum og ef virkjunarframkvæmdir hefjast að fullu í haust tel ég mjög mikilvægt að menn endurskoði önnur áform til að koma i veg fyrir aö viðbótar- framkvæmdir ógnuðu því jafn- vægi sem er núna," sagði Þórður Friðjónsson. Milljarðatilboðin vegna Fljótsdalsvirkjunar eru nú til athugunar hjá Landsvirkjun.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.