Alþýðublaðið - 07.05.1991, Side 3

Alþýðublaðið - 07.05.1991, Side 3
Þriðjudagur 7. maí 1991 3 FRÉTTIR IHNOTSKURN SAMSKIPADEILDIN: Fyrsta deildin í knattspyrnu hefst síðar í þessum mánuði, nánar tiltekið 20. maí, á annan í hvítasunnu. Samskip hf., sem áður hét Skipadeild Sam- bandsins, mun verða helsti samstarfsaðili deildarinnar í sumar og þessi helsta knattspyrnukeppni landsins látin heita í höfuðið á fyrirtækinu — Samskipadeildin. FALLEGT DAS-HUS: Þúsundir manna hafa skoðað DAS-húsið að Aflagranda 25, hið skemmtilegasta parhús, og er það mál manna að þetta sé fallegur og eftirsóknar- verður vinningur, 15 milljón króna vinningur, sem dregið verður um á komandi happdrættisári í Happdrætti DAS sem nú er að hefjast. Heildarvinningar á þessu ári verða 288 milljónir króna og fara 60% af miðaverðinu aftur í vinninga. VINNUMIÐLUN UNGLINGA: í Félagsmiðstöðinni Vitanum að Strandgötu 1 í Hafnarfirði hefur verið opnuð Vinnumiðlun unglinga, ætluð skólafólki, 16 ára og eldri. Þeir sem eru að leita að hressum starfskröftum, svo og þeir sem óska eftir atvinnu, ættu að leita til miðlunarinnar, sem hefur síma 50299, opið frá 10—12 og 1416 alla virka daga. „EINS 0G FIMM HÆÐA BLOKK": Dettifoss, hið nýja gámaskip Eimskips, er dálítið sérstakt í laginu. Skip- stjórinn, Þór Elísson, segir um þetta: „Útsýnið úr stýris- húsinu er líkt og að horft sé af fimmtu hæð í fjölbýlishúsi.' Eg þarf ekki að taka nema tvö til þrjú skref til að ná öllum sjóndeildarhringnum og ég verð að segja að þetta er skemmtileg aðstaða". HRISEYJARFERÐIR : Ferðamenn um Norðurland láta fæstir undir höfuð leggjast að fara með Hríseyjarferjunni Sævari út í eyna góðu. Ferjan flytur 50 þúsund farþega á ári. Nú hefur ferðum til og frá Hrísey verið fjölgað um 3—4 í sumar. Farið er frá Árskógssandi frá kl. 7 að morgni til 23 að kvöldi á tveggja tíma fresti, en frá 7.30 til 23.30 frá Hrís- ey til lands. SUMARSTARF UNGA FÓLKSINS: Yngri borgarar Reykjavíkur, frá 2 til 16ára, eiga um margt að velja í sumar. Borgin hefur látið gera vandaðan bækling um Sumar- starf í Reykjavík 1991 og hefur hann nú borist inn á heimili borgarbúa. Þar er skýrt frá flestu því sem verður í boði fyrir unga fólkið á komandi sumri, námskeið ýmis- konar, vinnuskóii og margt fleira. Um að gera að panta hið fyrsta. NÝJAR BÆKUR Á VORMARKAÐI: Enda þótt vorsólin sé farin að ylja landsmönnum, láta bóka- útgefendur sumir hverjir ekki deigan síga og senda okkur til lesningar margar prýðisbækur. Nefna má bók Almenna bókafé- lagsins, Duldir heimar, sérlega falleg bók, og skemmtileg og fróðleg af- lestrar. Þar er meðal annars fjallað um hið týnda eyríki Átlantis, um Bermúdaþrí- hyrninginn dularfulla og fleiri dularfull fyrirbæri. Mál og menning hefur sent frá sér bókina Litbrigði jarðarinnar , eftir Olaf Jóhann Sigurðsson. Sjónvarpið sýndi nýlega kvikmynd Ágústs Guðmundssonar sem gerð var eftir bókinni. Góð lesning. INNLENDAR FRÉTTIR G-samtökin kœra fyrrverandi framkvœmdastjóra Skautundan eignum félagsins — segir í kœrubréfi Jóns Magnússonar, lögmanns samtakanna Undir síðustu mánaða- mót var fyrrverandi framkvæmdastjóri G-samtakanna, sem eru samtök einstaklinga í greiðsluerfiðleikum, kærður til Rannsóknar- lögreglu ríkisins fyrir að taka með sér ýmsa muni í eigu samtakanna, sem hann hefur neitað að skila til baka þrátt fyrir ítrekaðar óskir stjórnar samtakanna. Eignir þessar eru sam- kvæmt kærubréfi: Lykill að póstkassa samtakanna, öll gögn og skjöl skjólstæð- inga samtakanna, félaga- skráin, bréf, skýrslur og greinargerðir, tölvuprent- ari og leiðbeiningarbæk- lingar í eigu samtakanna og ýmis tæki. Framkvæmdastjóranum, Guðbirni Jónssyni frá Stokkseyri, er jafnframt borið á brýn að hafa í heim- ildarleysi boðað almennan félagsfund þar sem hann hafi gengist fyrir því að leggja G-samtökin niður. Þetta telur stjórn samtak- anna fara í bága við lög samtakanna. Stjórn félags- ins hafi ein heimild til að boða til funda í nafni sam- takanna, og aðalfundur einn geti samþykkt að leggja samtökin niður. Það er svo af Guðbirni Jónssyni og félögum hans að segja að þann 1. maí stofnuðu þeir samtök, sem kallast Ný framtíð, og virð- ast um margt svipað G-samtökunum. GoH að búa íKópa- vogi ef marka má niöurstöö- ur úr vidamikilli fjöl- skyldu- og neyslukönn- un sem skólanemar í bœnum hafa unnid að Kópavogsbúar virðast telja gott að búa í Kópavogi og meirihluti þeirra vill ekki eiga heima annars staðar. Þessi niðurstaða kemur fram í neyslu- og fjölskyldukönnun sem nemendur í 10. bekkjar grunnskóla bæjarins og nemendur Menntaskólans í Kópavogi gerðu meðal fjölskyldna sinna í vetur. Tæplega 94% þeirra sem svöruðu sögðu gott að búa í Kópavogi, tæplega 80% svör- uðu játandi spurningunni: Finnst þér gott að vera Kópa- vogsbúi?, og tæplega 56% sögðust ekki vilja búa annars staðar en í Kópavogi. Álíka margir sögðust starfa í Kópavogi og í Reykjavík, en liðlega 54% svarenda fannst ekki nægilega mikið gert að því að laða fyrirtæki og stofn- anir til bæjarins. I neyslukönnuninni kemur fram að 37% svarenda telja gott að versla í bænum, rúm- lega 57% að það sé sæmilegt og tæp 4% segjast ekki vita það. Þegar spurt var hvort fólki finnist hagstæðara að versla í Kópavogi en annars staðar svara hins vegar 64% neitandi, en aðeins rúmlega 13% játandi. Þegar spurt var um í hvaða verslunarkjarna fólk versli helst verður Kringlan efst á: blaði og Hamraborgin í öðruj sæti. Þegar fólk var spurt al-| mennt um ástæður telja flest-' ir að nálægð og vöruúrval ráði mestu, en verðlag er nokkru neðar á blaði. Aðeins 15% aðspurðra segjast áhugasamir um . að verslanir séu opnar á sunnu- dögum en 80% svara spurn- ingunni neitandi. Þá kemur fram í könnuninni að Kópa- vogsbúar hafa mikinn áhuga á því að fá yfirbyggða versl- unarmiðstöð í bæinn. Glæsileg fegurðardrotining Svava Haraldsdóttir, 18 óra blómarós frá Reykjavík, var um helgina kjörin fegurðardrottn- ing íslands. Svava var fyrir skömmu kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur og var í þriðja sæti i Fordkeppninni 1990. Svava, sem er nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, er þessa dagana í prófum, og segist þess vegna ekki geta tekið þátt í öllu því sem hún verður beðin um að gera næstu dagana. Svava segir að frá því að hún ákvað að taka þátt í keppninni um ungfrú Reykjavik í vetur hafi verið í nógu að snúast. En nú eru það prófin sem ganga fyrir og síðan tekur við að vera fulitrúi íslands í keppninni Miss World sem fram fer í haust. Alþýðublaðið óskar Svövu til hamingju og óskar hennar velgengni í prófunum og í keppninni í haust.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.