Alþýðublaðið - 07.05.1991, Page 6

Alþýðublaðið - 07.05.1991, Page 6
6 Þriðjudagur 7. maí 1991 Aðalfundur Rauða kross Islands 1991 Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn í Hafnarfirði 7.-8. júní nk. Fundurinn verður settur í Hafnarborg, Strandgötu 34, kl. 20.00 föstudaginn 7. júní. Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands. Stuöningsfólk í Reykjaneskjördæmi A-listahátið i Stapa Laugardaginn 11. maí nk. verður haldin A-listahátíð í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Síðan verða fluttar stuttar ræður og Haukur Morthens og Bubbi Morthens syngja og skemmta. Nánar auglýst síðar. Stuðningsmenn A-listans hvattir til að mæta. Alþýðuflokkurinn í Reykjaneskjördæmi. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands og Noregs veita á námsárinu 1991—92 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Is- landi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 16.200 d.kr., í Finn- landi 27.000 mörk og í Noregi 22.000 n.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmæl- um. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytíð, 2. maí 1991. Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1992 Evrópuráðið mun á árinu 1992 veita starfsfólki heil- brigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýjungar í starfsgreinum sínum í löndum Evrópuráðsins. Styrktímabilið hefst 1. janúar 1992 og lýkur 1. des- ember 1992. Um er að ræða greiðslu ferðakostnað- ar og dagpeninga, 252 franskir frankar á dag. Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né ferðakostnaðar af hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þess lands, sem sótt er um og ekki að vera í launaðri vinnu í því landi. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, sem veitir nánari upplýsingar um styrkina. Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í Evrópu- ráðinu í lok nóvember nk. Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytiö 30. apríl 1991. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskareftirtilboðum í lagningu aðalæð- ar Vatnsveitu Reykjavíkur meðfram Höfðabakka frá Árbæjarstíflu að Vesturlandsvegi. Alls 840 m af 0 800 ductile-pípum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 22. mað kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, óskareftirtilboðum í viðgerðirog viðhald utanhúss í Melaskóla, 1. áfangi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. mað kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGÁR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 REYKJAVÍKURHÖFN Frá Reykjavíkurhöfn Á geymslusvæði við öskuhaugana í Gufunesi eru 7 illa farnir nafnlausir smábátar sem fjarlægðir voru á síðastu árum af hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar. Bátarnir eru allir nafn- og númeralausir og ekki hef- ur tekist að hafa uppi á eigendum þeirra. Vegna lokunar öskuhauganna í Gufunesi á næst- unni verða bátar þessir urðaðir þar án frekari viðvör- unar ef réttir eigendur gefa sig ekki fram fyrir 21. maí nk. og greiða af þeim áfallinn kostnað. Upplýsingar um bátana veitir svæðastjóri Reykja- víkurhafnar. Reykjavíkurhöfn. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, óskareftirtilboðum í viðgerðirog viðhald á þökum Breiðagerðisskóla. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. maí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Hverfaskipulag borgarhluti 3 Tún, Holt, Norðurmýri og Hlíðar Orðsending frá Borgarskipulagi til íbúa og hagsmunaaðila Á Borgarskipulagi Reykjavíkur er að hefjast vinna við hverfaskipulag borgarhluta 3, sem afmarkast af Kringlumýrarbraut að austan, Fossvogi að sunnan, Snorrabraut að vestan og strandlengju að norðan. íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á þessu svæði eru hvattir til þess að koma ábendingum á framfæri við Borgarskipulag um það sem þeir telja að betur mætti fara í borgarhlutanum,t.d. varðandi umferð, leiksvæði og önnur útivistarsvæði. Þær munu verða teknar til gaumgæfilegrar athugunar og metnar með tilliti til heildarskipulags borgarhlutans. Ábendingum óskast skilað munnlega eða skriflega fyrir 1. júní 1991 til Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, deildarstjóra hverfaskipulags, eða Ragnhildar Ing- ólfsdóttur arkitekts, á Borgarskipulagi Reykjavíkur. RMTT UÓS RAUTT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.