Alþýðublaðið - 07.05.1991, Page 5

Alþýðublaðið - 07.05.1991, Page 5
Þriðjudagur 7. maí 1991 5 Málþing um mannréttindi á vegum Rauða kross íslands MANNRÉTTINDI KOMA ÞÉR VIÐ! Rauði kross íslands héll um helgina málþing um Genfarsáttmálann og vandamál sem tengjast þró- unarhjálp i víðum skilningi. Á ráðstefnunni voru flutt framsöguerindi þar sem þessi mál voru reifuð út frá margs konar sjónarmiðum. Hér á eftir verður drepið á nokkra athyglisverða punkta sem fram komu á málþinginu. BJÖRN E HAFBERG TÓK SAMAN Nýlega var gerð skoðanakönn- un á vegum ríkisstjórnarinnar þar sem kannaður var hugur manna til þróunarhjálpar á vegum ríkis- ins. Könnunin leiddi það í Ijós að meirihluti þjóðarinnar telur fram- lög ríkisins hæfileg eða of mikil. Þessi afstaða kom mörgum á óvart, ekki síst í ljósi þess að fram- lög okkar eru aðeins brot af því sem við höfum skuldbundið okkur til á alþjóðavettvangi. Við erum að þessu leyti eftirbátar allra þjóða sem við berum lífskjör okkar sam- an við. Skafti Jónsson, starfsmaður hjá Rauða krossinum, segir að þetta viðhorf meirihluta þjóðarinnar valdi mönnum hjá Rauða krossin- um áhyggjum en sé um leið hvatn- ing til þeirra um að kynna betur það starf sem unnið er í þróunar- löndunum. ,,Af einhverjum ástæðum virð- ast margir telja að þeim pening- um, sem varið er til að bæta ástandið í þróunarlöndunum sé kastað á glæ; i þriðja heiminum ríki spilling, stjórnleysi og aum- ingjaskapur og úr þvi verði ekki bætt." Börn fórnarlömb styrjalda Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross Islands, segir að þessi afstaða fólks hljóti að byggjast á því að mistekist hafi að fræða fólk um lífsskilyrði í þróunarlöndun- um. ,,Það er fráleit og órökstudd fullyrðing að verið sé að moka í botnlausa tunnu," segir Guðjón og nefnir i því sambandi að fyrir að- eins 50—100 árum hafi ástandið hér á íslandi að mörgu leyti verið líkt því sem nú er í þróunarlönd- unum. ,,Var ekki hrúgað niður börnum sem sjúkdómar og nær- ingarskortur lögðu í valinn, stund- um svo að fá eða engin börn lifðu fram á unglingsár?" spyr formaður RKÍ. í erindi sínu á málþinginu gerði Guðjón að sérstöku umræðuefni fórnarlömb styrjalda. Hann segir að það sé sammerkt með öllum styrjöldum að börn verði verst úti, það eru þau sem fyrst deyja úr skorti, sjúkdómum og vosbúð. ,,Og það eru börn sem síst varast hætturnar þar sem bardagar geisa. Og það eru þau sem eiga erfiðast með að þola hið hroða- lega tilfinningalega álag, sjá fólk drepið eða því misþyrmt, flóttann, vonleysið. Víða í heiminum þykir sjálfsagt að börn berjist á vígvelli — drengir 10—12 ára berjist með feðrum sínum og frændum og fylli skörð þeirra sem falla." Guðjón sagði að samkvæmt traustum upplýsingum væri talið að allt að 200 þúsund börn innan 15 ára aldurs væru nú undir vopn- um, og að það færist sífellt i vöxt að börn séu þvinguð til her- mennsku. Hverjir eru flóHamenn? Guðjón sagði það sláandi að í nútímahernaði væru níu af hverj- um tíu sem létu lífið í hernaði óbreyttir borgarar, fólk sem aldrei hefði klæðst einkennisbúningi eða borið vopn, oft konur, börn og gamalmenni. í erindi Guðjóns kom fram að nú eru flóttamenn vegna stríða hátt á annan tug milljóna. Guðjón segir að það sama eigi við um þá eins og önnur fórnarlömb styrjalda að meirihluti þessa fólks séu óbreyttir borgarar. Guðjón sagði að stundum gleymdist það að til er annar stór hópur flóttamanna en það séu þeir sem eru á flótta í eigin landi. Stundum vegna náttúruhamfara, þurrka og hungursneyðar, en oftar vegna afleiðinga styrjalda. í dag er talið að yfir tuttugu milljónir inn- anlandsflóttamanna séu nánast á vergangi. Þetta fólk býr oft við verri kost en fólk sem er landflótta því það sé ekki undir lögsögu flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna eða hjálparstofnana eins og Rauða krossins. Stundum eru aðstæður þær að ekki er hægt að koma þessu fólki til aðstoðar vegna andstöðu stjórnvalda viðkomandi ríkja. í lok framsögu sinnar sagði Guðjón. „Þegar fjallað er um stríð nútím- ans er óhjákvæmilegt að vekja upp hroll hjá fólki. Rauði krossinn starfar á átakasvæðum heims og gerir það sem í hans valdi stendur til að lina þjáningar stríðshrjáðra. Hann lýsir upp myrkrið. Hann Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross íslands, segir að meira en 200 þúsund börn innan 15 ára aldurs séu nú undir vopnum og að það færist sífellt í vöxt að börn séu þvinguð til hermennsku. stuðlar að því að sól rísi úr sorta hjá stríðshrjáðum um allan heim.“ GenfarsáHmálar___________ mannúdqrlög______________ Sölvi Sölvason lögfræðingur fjallaði í sinni framsögu almennt um Genfarsáttmála og mannúðar- lög. Sölvi sagði að Rauði krossinn hefði sett fram skilgreiningu á al- þjóðlegum mannúðarlögum sem væri efnislega eftirfarandi; „Með alþjóðlegum mannúðar- lögum i vopnuðum átökum á Al- þjóðanefnd Rauða krossins við al- þjóðlegar reglur, settar með samn- ingum eða komnar á fyrir venju, sem sérstaklega er ætlað að leysa mannúðleg vandamál sem bein- línis stafa af vopnuðum átökum milli ríkja eða innanlands, sem af mannúðarástæðum takmarka rétt aðila til að nota muni og aðferðir að eigin vali í átökum og vernda manneskjur og eignir sem eru eða gætu orðið fyrir áhrifum af vopn- uðum átökum." Ólafur Gíslason blaðamaður segir að kröfur markaðarins geti stang- ast á við kröfur sannleikans og að mynd sú sem fjölmiðlarnir bera okkur inn i stofu séu mótuð við- skiptalegum og pólitiskum kröfum og hagsmunum í æ rikari mæli á kostnað trúverðugleika sem krafist er. Segja má að skilgreining þessi sé þríþætt. í fyrsta lagi er mannúðar- lögum ætlað að leysa vandamál sem stafa af stríði. í öðru lagi að setja takmörk á þær aðferðir sem beita má í vopnaviðskiptum. Og í þriðja lagi að vernda þá sem gætu orðið fyrir barðinu á þeim, en tengdust þeim ekki að öðru leyti. Um framkvaemd_______________ sáHmálanna__________________ Sölvi sagði að ekki væri nóg að hafa fjölda sáttmála og samþykkta ef þeim væri ekki fylgt eftir. Hann sagði að þekking á þessum sátt- málum væri forsenda þess að bor- in væri virðing fyrir þeim. Langt er um liöið frá því að fyrstu mann- réttindasáttmálarnir voru undir- ritaðir. Þýðingarmestu samningarnir voru liklega undirritaðir í Genf ár- ið 1949. Þá undirrituðu fulltrúar frá 64 þjóðum sáttmála um mann- réttindi. Þessir sáttmálar voru um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna á vígvelli; um meðferð særðra, sjúkra og skipreika sjóliða og hermanna á höfum úti. Sátt- máli um meðferð striðsfanga og um vernd hins óbreytta borgara á stríðstimum. Nær öll ríki jarðar hafa nú full- gilt sáttmálann frá 1949 og við- bætur sem síðan hafa verið settar við sáttmálann. í lok framsögu sinnar sagði Sölvi.: „Þó við heyrum Ijótar tölur um fjölda fórnarlamba styrjalda þá er víst að þær væru enn verri ef mannúðarlaga nyti ekki við. Mannúðarlög og starf Rauða krossins bjarga ótal mannslífum og lina þjáningar hundraða þús- unda manna. Hér er ekki um dauðan lagabókstaf að ræða held- ur raunverulegt afl sem skilar miklum árangri í stríðshrjáðum heimi. Þetta er stöðug barátta, hættum aldrei að berjast fyrir friði í heiminum, eflum mannúðarlög." Strið, mannréHindi____________ og fjölmidlar_________________ Olafur Gislason blaðamaður flutti erindi og gerði að umtalsefni hlutverk og skyldur fjölmiðla í fréttaflutningi um stríð og mann- réttindabrot. í upphafi erindi sins rakti Ólafur nokkuð þær tækni- breytingar sem orðið hafa í fjöl- miðlaheiminum á síðustu árum og sagði m.a.: „Hvað tækniþróunina varðar, þá er málið tiltölulega fljótafgreitt: Hún er til góðs, bæði vegna þess að hún gefur tæknilegar forsendur fyrir gæðameiri og betri fjölmiðl- un og einnig vegna þess að hún opnar valdalitlum aðilum smugur til ódýrari og staðbundnari útgáfu- og útbreiðslustarfsemi sem getur lifað sjálfstæðu lífi óháð stóru fjöl- miðlarisunum." Á hinn bóginn sagði Ólafur að sterkir og þekktir fjölmiðlakóngar létu hafa það eftir sér að þeir litu fyrst og fremst á fjölmiðla sína sem tæki til að búa til meiri pen- inga. Þessir sömu menn segja einnig að ágóðinn sé best til þess fallinn að auka frelsi fjölmiðlanna og bæta gæði þeirra. Ólafur sagði að full ástæða væri til að draga slikar fullyrðingar í efa. „Það er ekkert sem segir að það markmið að búa til sífellt meiri peninga falli saman við það markmið að kryfja þann veruleika sem við búum í og að miðla hon- um með sannfærandi hætti. Þvert á móti er margt sem bendir til hins gagnstæða: að kröfur markaðar- ins geti stangast á við kröfur sann- leikans og að mynd sú sem fjöl- miðlarnir bera okkur inn í stofu sé mótuð af viðskiptalegum og pólit- ískum kröfum og hagsmunum í æ ríkari mæli á kostnað þess trú- verðugleika sem krafist er.“ í lok framsögu sinnar sagði Ólafur að þegar hann hugsaði um fjölmiðla og mannréttindi ylli það honum nokkurri svartsýni. Fjölmargar aðrar framsöguræð- ur voru fluttar á málþinginu og hyggst Rauði krossinn gæfa þær út á prenti á næstunni. Sunnudaginn 12. maí fer fram landssöfnun á vegum Rauða krossins. Söfnunarfénu verður skipt á milli kúrdískra flóttamanna í Irak og gervilimaverkstæðis í Afganistan. Nú blasir hungursneyð við 27 milljónum Afríkubúa. Reynt hefur verið að vekja athygli umheimsins á þessari hrylli legu staðreynd en árangur verið sorglega lítill til þessa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.