Alþýðublaðið - 25.04.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1995, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 S k o d a n Jákvæð áhriftrúarlífs og önnur nýmæli stjórnarsáttmálans Davíð Oddsson lýsti því yfír á dögunum að stjómarsáttmálinn ætti eftir að koma á óvart; hann væri framsækinn. Við lestur stjómarsátt- málans verður mér hugsað til þessara orða forsætisráðherra. Eg finn satt best að segja ekkert sem kemur á óvart nema ef væri sá einlægi ásetn- Pallborðið ingur stjómarinnar að efla jákvæð áhrif trúarlífs með þjóðinni í samráði við þjóðkirkjuna og aðra kristna söfnuði. Eins og margt annað í stjómarsáttmálanum er þetta ekki út- skýrt nánar, enda vandséð hvemig ríkisvaldið á að skipta sér af trúarlífi landsmanna í meira mæli en nú er. Kannski að ráðherramir mæti frekar úl kirkju en nú er og biðji þar fýrir góðu samstarfi og góðæri til lands og sjávar. Eg bíð spenntur eftir ffam- kvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar þar sem því hýtur að verða lýst lið fýrir lið hvemig trúarlíf landsmanna verði eflt. Raunar er þetta ákvæði um stóm- arsáttmálans um trúarh'fið nokkuð dæmigert fyrir samkomulag flokk- anna. Sett er fram göfúgt markmið, en lítið fjallað um leiðimar að þessu markmiði eða hvort að það er yfir- höfuð framkvæmanlegt. Dæmin em ljölmörg. Endurskoða á vinnulöggjöfina - en ekkert er sagt er um hvemig það á að gera, enda ekkert samkomulag „Ég finn satt best að segja ekkert sem kom á óvart nema ef væri sá einlægi ásetn- ingur stjórnarinnar að efla jákvæð áhrif trúarlífs með þjóðinni í samráði við þjóð- kirkjuna og aðra kristna söfnuði. Raunar er þetta ákvæði um stjórnarsáttmálans um trúarlífið nokkuð dæmigert fyrir samkomulag flokkanna." er minnst á aðild íslands að NAFTA um slíkt milli stjómarflokkanna eða í samfélaginu almennt. Hinn framsýni Páll Pétursson fær það verðuga verk- efni á næstu ámm að stýra þessu starfi. Vinna á gegn launamisrétti kynj- anna. Ekki er heldur sagt um hvemig það skuli gera, enda höfðu stjómar- flokkamir engar tillögur fram að færa í þeim efnum í kosningabarátt- unni nema að breyta viðhorfum. Aft- ur fær Páll Pétursson það hlutverk að ryðja brautina, væntanlega með því að breyta viðhorfum með fortölum og eldmóði. Endurskoða á kjördæmaskipting- una og tryggja jafnara vægi atkvæða á milli kjördæma. Enn og aftur mun Páll Pétursson gegna lykilhlutverki, enda er hann helsú sérfræðingur Framsóknarflokksins í málinu. Upp- skriftin að þessari jöfnun er þegar úl. Stigið verður hænufet í átt til jöfnun- ar, núverandi kjördæmakerfi haldið nær óbreyttu og þingmönnum fækk- að í landsbyggðarkjördæmum. Breyúngar af þessum toga þjóna flokkshagsmunum ffamsóknar og íhalds, en mjög vafasamt er að þær muni njóta mikils stuðning meðal þjóðarinnar. Líklegast er að málið verði saltað þangað úl rétt fyrir næstu kosningar. Stuðla ber' að „hagkvæmni og auka fjölbreytni í rekstri heilbrigðis- stofnana." Þetta er merkingarlaust og rétt að menn spyiji nú nýja heil- brigðisráðherranum hvað við er átt. I utanríkismálum nær frumleikinn áður óþekktum hæðum og áttu menn þó á ýmsu von frá Halldóri Asgríms- syni. „Kannaðar verða hugmyndir, sem fram hafa komið, um fríverslun- arsamstarf Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsríkja og hvort í þeim fel- ist sóknarfæri fyrir íslensk fyrir- tæki“. Það er athyglisvert að ekkert enda vita allir að slíkt stendur ekki til boða og er ekki hagkvæmt fyrir Is- land í samanburði við aðild að Evr- ópusambandinu. Þess í stað er tekið upp óljóst hjal um ffíverslun Banda- ríkjanna og Atlantshafsríkja, sem á mannamáli þýðir ffíverslun á milli Evrópusambandsins og Bandaríkj- anna. Stefnan í landbúnaðarmálum er hefðbundin ffamsóknarstefna eins og við er að búast. Raunar er ekki að marka orð af því sem þar stendur. Hefðbundin stefna flokkanna miðast við óbreytt ástand sem jafnvel Hall- dór Blöndal veit að gengur ekki lengur. Ekkert samkomulag er þó hvemig bregðast á við þessum mikla vanda og því verðum við einsog í flestum öðrum málum að bíða og sjá hvað setur. „Treysta á tekjugrund- völl bænda“ segir í stjómasáttmálan- um, við viturn hvað það þýðir á mál- lýsku framsóknarmanna, en fróðlegt væri að fá skoðun menntamálaráð- herrans nýja á orðinu „tekjugmnd- völlur“. Ríkisstjómin ætlar að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Enn og aftur er ekkert minnst á hvemig ná skuli því markmiði, nema að „unnið verði að kerfisbreytingum í þeim tilgangi að nýta sem best fjármuni sem varið er til heilbrigðis- og menntamála, ein- stakra atvinnugreina og opinberra framkvæmda“. Veit nokkur maður hvað þetta merkir? Ein umdeild kerf- isbreyting í heilbrigðismálum er úl- vísanakerfið. Er átt við það? Þótt erfitt sá á stundum að fá botn í stjómarsáttmálann, getum við huggað okkur við þann einlæga ásetning ríkisstjómarinnar að „gera landsmönnum kleift að ganga bjart- sýnir og með reisn inn í 21. öldina“. Jamm. Eg hlakka úl aldamótanna og þúsund ára afmælis krisúnnar trúar á Islandi. Trúarlíf þjóðarinnar verður í það minnsta vel búið undir þessi tímamót. Þökk sé ríkisstjóminni! Höfundur er stjórnmálafræðingur Bullandi óánægja er inn- an Framsóknarflokksins með þá ráðstöfun Hall- dórs Ásgrímssonar að gera Pál Pétursson að ráðherra. Þetta þykirfurðu- legt í Ijósi þess, að þeir hafa jafnan verið andstæð- ingar innan Framsóknar- flokksins og eldað saman grátt silfur. Nú lagði Hall- dór hinsvegar ofuráherslu á að fá Pál með sér inní stjórnarráðið, þótt hann njóti nánast einskis stuðn- ings í þingflokknum. Inní þetta spilar að Páll var helstur talsmaður þess að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, og lagðist mjög eindregið gegn samvinnu við vinstri- flokkana. Einhverjum kann að þykja þetta kynlegt, í Ijósi þess að Páll hefur jafn- an verið talinn til vinstri í Framsókn. Innan Fram- sóknarflokksins tala menn nú um, að Páll hafi lagt lín- ur yfir til Sjálfstæðisflokks- ins fyrir kosningar, og sé því einn af arkitektum stjórnarinnar. Hinsvegar er talið að meira hangi á spýt- unni, alltjent eru óbreyttir þingmenn Framsóknar standandi hissa á banda- lagi Halldórs og Páls... Meira um Pál Péturs- son. Hann fékk aðeins 9 atkvæði þegar þingflokk- urinn greiddi atkvæði um ráðherrana. Það þýðir að aðeinsfjórir af tíu óbreytt- um þingmönnum studdu Pál. Fullvíst má telja að Jón Kristjánsson og Gunnlaugur Stefánsson hafi kosið Pál af formanns- hollustu, auk Stefáns Guðmundssonar sam- þingmanns Páls af Norður- landi, sem Höllustaða- bóndinn hefur í vasanum eftir prófkjörsbaráttu þeirra. Á sama hátt er full- víst að Siv Friðleifsdóttir, Hjálmar Árnason, Val- gerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson, ísól- fur Gylfi Pálmason og trúlega Ólafur Örn Har- aldsson studdu ekki Pál. Hann fær þvi ekki hlýlegan heimanmund frá þing- flokknum... Það fór einsog Alþýðu- bladið sagði fyrir um í síðustu viku: Enginn ráð- herra nýrrar ríkisstjórnar kemur af Reykjanesi. Dav- íð Oddsson átti frum- kvæði að samningi um það við Halldór Ásgrímsson í því skyni að losa sig við Ól- af G. Einarsson. Þegar Al- þýðublaðið bar þetta undir Ólaf í síðustu viku, og það með að Davíð ætlaði að setja hann i stól Salome Þorkelsdóttur sem for- seta Alþingis, þá hló Ólafur og kvað þetta mikla firru. Nú er víst hlátur Ólafs þagnaður... "FarSide" eftir Gary Larson. „Nei, ég sagði það aldrei... Eða, ég sagðiþað, en það var eftir að hann sagði það. Hann sagði það og þá sagði ég það. Ég hermi eftir - það er það sem ég geri." Skandall dagsins Leikkonan og fyrirsætan Anna Nicolc Smith sló í gegn á Óskarsverðlauna- hátíðinni þegar hún dattíþaðog skandaliser- aði af stakri snilld i stjömusam- kvæmi sem haldið var að hátíð I o k i n n i. Meðal fóm- a r 1 a m b a blondínu- bombunnar vom Mi- chacl J. Fox sem hún reyndi að fleka jnátt fyrir B|0ntjjnu{j0mþan n æ r v e r u spúsu hans og hin bijóstgóða Dolly Parton sem vinkona okkar ældi á. Anna toppaði sjálfa sig svo jregar hún dó áfengisdauða í stólræfli með gala- kjólinn í hönk fyrir ofan mjaðmir. Fullfrískur íslenskur blaðamaður hefði tæplega getað gert öllu betur... Byggt i Degil Fimm á förnum ve Hver ernyr umhverfisráðherra? (Rétt svar: Guðmundur Bjarnason) Haukur Stefánsson, stýrimað- ur: „Það er Guðmundur Bjamason, landbúnaðarráðherra." Svanur Þrastarson, atvinnu- laus: „Það er Bjöm Bjamason, landbúnaðar- og umhverfisráð- herra.“ Sólveig Hafsteinsdóttir, hús- móðir: „Það er einhver framsókn- annaður. Ég man ekki hvað hann heitir." Tinna Guðmundsdóttir, nemi: „Guvööð." Erla Vilhjálmsdóttir, hár- greiðslumeistari: „Það er Guð- mundur Bjamason." Ríkisstjórnin sem nú hefur tekið við er ekki óskastjórn margra þótt hún njóti mikils þingstyrks. Um hana má segja að hún sé þreytt þegar í upphafí. Leiðarahöfundur Mánudagspóstsins í gær. Ekki óskastjórn Kvennalistans. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennó. DV í gær. Ég hefði viljað vera menntamálaráðherra. HjálmarÁrnason þingmaður Framsóknar. MP í gær. Braust inn á iöggustöð og sofnaði. Frétt um innbrotsþjóf á Egilsstöðum. DV í gær. Við erum að sjálfsögðu hund- óánægðir með það að eiga ekki einn af fímm ráðherrum flokksins í nýrri ríkisstjórn. Kristján Pálsson þingmaður Sjálfstæð- isflokksins á Reykjanesi. DV í gær. Páll er gamalreyndur stjórn- málamaður og auk þess að vera frægur fyrir andúð sína á Sjálfstæðisflokknum, er hann fulltrúi þeirra viðhorfa sem kannski síst eiga erindi inn í þetta stjórnarmynstur. Ellert B. Schram í leiðara DV í gær. Forystugrein Morgunblaðsins síðastliðinn miðvikudag hefur af einhverjum ástæðum vakið meiri athygli og umræður, en ástæða er til að mati blaðsins sjálfs... Ein þeirra spurninga, sem heyrzt hafa manna á með- al er þessi: „Hvað segja eig- endurnir?“ „Hvernig komast ritstjórarnir upp með það?“ Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins þarsem fjallað var um sjálfstæði Morgunblaðsins gagnvart Sjálfstæðisflokksins. Önnur atriði [í stjórnar- sáttmálanum] valda vonbrigð- um. Þar ber fyrst að nefna sjávarútvegsmálin og fískveiðistefnuna. Leiðari Moggans á sunnudag. Þegar þau eru spurð hvað þau fengu í brúðkaupsgjafír segja þau [Pamela og Tommy Lee]: stjörnuryk, gúmmí og hlekki. Umfjöllun um heitasta par aldarinnar. MP f gær. Það er fremur kaldhæðnisleg staðreynd að einn frægasti einkenn- issöngur Suðurríkjamanna í Banda- rísku borgarastyrjöldinni, Dixie, var saminn af Norðanmanni. Höfundurinn hét Dan Emmett og er frá Ohio. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.