Alþýðublaðið - 25.04.1995, Page 7

Alþýðublaðið - 25.04.1995, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 U t I ö n d ■ Afar óvænt úrslit urðu um helgina í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi þegar vinstrimaðurinn Lionel Jospin vann góðan sigur á hægrimönnunum Jacques Chirac og Edouard Balladur. Þessi úrslit eru gífurlegt áfall fyrir borgarstjórann í París, Chirac, og hann mun nú þurfa leita allra ráða til að hafa sigur í seinni umferðinni. Meðal annars verður hann að leita hófanna meðal fylgismanna öfgamannsins Jean-Marie Le Pen, sem vann stórsigur í þessum kosningum og hlaut 15,1% atkvæða þrátt fyrir harða samkeppni við skoðanabróður sinn, Philippe de Villi- ers. En Jospin er maður vikunnar - það er dagljóst Sósíalistar öðlast nýja von Það er ekki hægt að segja annað en að úrslitin í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudags- kvöidið, hafi komið öllum á óvart. Enginn - ekki einu sinni sósialist- ar sjálfir - hefðu þorað að spá Lion- el Jospin sigri í þessari umferð. Eng- um hefði heldur dottið annað í hug, en fullyrða að Jacques Chirac kæmi út sem sigurvegari, en hann hlaut að lokum 20,64% atkvæða á móti 23,24% Jospins, þrátt fyrir að Frakkland Margrét Elísabet Ólafsdóttir skrifar hafa verið spáð 26% fylgi í síðustu skoðanakönnunum sem stuðnings- menn hans bölvuðu í sand og ösku í fyrrakvöld. Þessi úrslit eru gífurlegt áfall fyrir borgarstjórann í París því fylgi hans er svipað nú og það var fyrir fyrri umferðina 1988. Þá eru það von- brigði fyrir Chirac að hafa ekki meira forskot á Edouard Balladur, sem kemur fast á hæla honum með 18,5% atkvæða. Þessi litli fylgismunur þeirra flokksbræðra í fyrri umferð veikir stöðu Chiracs og gerir hann háðan stuðningi Balladurs og hans manna, nokkuð sem Balladur lét ekki hjá . UðaaðjmlíiuaIyMýsÍDgu^jnnLeöir_ að úrslit lágu fyrir á sunnudags- kvöld. Þar lýsti hann yfir eindregn- um stuðningi við Chirac og skoraði á kjósendur sína að gera hið sama, þó hann yrði að kveða niður púanir til að geta komið þeim skilaboðum á framfæri. Að öllu jöfnu ætti sigur Chirac í _annarri umferð að.vera öruggut_þvf hægri menn hlutu alls 60% atkvæða á móti 40% sem fóru til vinstri fram- bjóðenda. Menn ættu þó að fara var- lega með slíkar fullyrðingar og það veit Chirac manna best. Frakkar vilja breytingar, en til- Lionel Jospin. Hinn óvænti sigurvegari fyrri umferðar frönsku forseta- kosninganna er ótvírætt sósíalistinn Jospin. Ekki einu sinni sósialistar sjálfir þorðu að spá honum sigri í þessari umferð. raunir _Qjiracs, tiL. að,.ycra_fulltrúL . væntanlegra breytinga hafa greini- lega ekki tekist. Ekki ennþá að minnsta kosti. Chirac getur fyrir, ut- an stuðnings Balladurs, reiknað með stuðningi Philippe de Villiers, sem hefúr hörfað í fang síns gamla flokks eftir að hafa boðið aíhroð með að- eins 4,78% atkvæða. í Evrópuþings- . kosninguuurnifyrra náðLhium J29L_. fylgi. Málið vandast enn fyrir Chirac þegar kemur að stuðningi kjósenda Jean-Marie Le Pen, sem vann stór- sigur í þessum kosningum: 15,1% atkvæða (á móti 14% fyrir sjö árum) þrátt Jyár_S3mkeppnma yið is .Y.UU-_. ers. Le Pen ætlar að notfæra sér þenn- an styrk og hefur ekki í hyggju að veita Chirac stuðning orðalaust, ekki síst þar sem nýgaullistinn hefur aldrei viljað viðurkenna tilvist hans, ólíkt Balladur. En af sömu ástæðu má telja alls ,frvíst aðJjótarúrJLc Peahafi nokkur. _ áhrif á Chirac, sem mun heldur velja að beina orðum sínum beint til kjós- enda Le Pen en biðla til hans sjálfs. Það er því hægt að lofa því að bar- áttan næstu tvær vikumar verður bæði hörð og tvísýn. Jospin kom út Jacques Chirac. Engum datt ann- að í hug, en fullyrða að hann kæmi út sem sigurvegari, en hann hlaut að lokum 20,64% at- kvæða á móti 23,24% Jospins. . sem _sigurvegaá .að þessiLSÍaai^fia fylgi hans er veikt, veikara en fylgi Mitterands eftir fyrri umferðimar 1981 og 1988. Raunvemlegir sigurvegarar í þess- um kosningum em minni frambjóð- endumir, Arlette Laguiller og Ro- bert Hue, að ógleymdum Jean- Marie Le Pen, sem hefur óþægilega mikið JyJgi... Stjómmálaskýrendur líta stuðning við þessa ffambjóðendur sem skila- boð kjósenda um óánægju með stóm flokkana, þá sem stjómað hafa land- inu meira og minna síðustu 35 árin. Atvinnuleysi, húsnæðisskortur og Edouard Balladur. Þriðji maður í mark varð Balladur sem kom fast á hæla Chirac. Balladur lét ekki hjá líða að minna Chirac á hversu mikilvægur stuðningur hans er. Frangois Mitterand. Fylgist spenntur með frá hliðarlínunni. Jospin kom út sem sigurvegari að þessu sinni, en fylgi hans er veikara en fylgi Mitterands eftir fyrri umferðirnar 1981 og 1988. ..ekki-sísf._atvjnnuóöryggi_ eiga_þar... stóran hlut að máli, en einnig spilling stjómmálamanna og yfirmanna stór- fyrirtækja, sem dregin hafa verið fram í dagsljósið á síðustu mánuð- um. Vegna slíkra mála hafa stjóm- málamenn stóm flokkanna glatað trausti kjósenda, sem halla sér þá . stóm flokkanna^EfJmspiagetur.yerr.. ið nokkur ömggur um að ná til sín at- kvæðum Hue (8,72%) og Laguiller (5,3%) í síðari umferð. Þá getur Chirac ekki verið viss um stuðnings- menn Le Pen. Þeir koma nefnilega úr öllum áttum, bæði frá hægri og vinstri og er skipting þeirra 15 pró- senta sem Le Pen hlaut í fyrri umferð Jteldur mð. .ffambjóðendum. eins. jog_talin_munu .ráða. úrslitum jum það hvor mun standa uppi sem sigurveg- ari kosninganna 7. maí. Og þar sem Le Pen er meinilla við Chirac, gæti það haff áhrif á kjósendur hans, og Jospin á endanum allt eins notið góðs af stuðningi þeirra. Arlette Laguiller, sem talar gegn ómanneskjulegri frjálshyggju og Le Pen, sem úttalar spillinguna þó hann sé sjálfur gmnaður um skattsvik. En í síðari umferð neyðast kjós- endur þó til að velja fúlltrúa eins Líkjast LIN- lögin helst óút- fylltri ávísun? Út er komið ljórða og síðasta tölublað XLVTl. árgangs Úlfljóts - tímarits laganema. Jafnan birtist í Úlfljóti ritgerð eftir laganema, en að þessu sinni er um að ræða lögfræði- legt framlag til umræðu sem nú rís hvað hæst: Vilhjábnur H. Vil- hjálmsson stud.jur. íjallar þar um stjómsýslulega stöðu Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og réttarstöðu lánþega. Kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að stjóm sjóðsins sé mið- stýrt stjómvald og ákvarðanir henn- ar sæti þarafleiðandi kæm til menntamálaráðherra enda sé megin- reglan sú í íslenskri stjómskipan að ráðherra fari með yfirstjóm mála. Höfundur bendir á að löggjafarvald sé ffamselt til stjómar LIN í slíkum mæli að álitamál sé hvort svo víð- tækt valdaframsal standist stjómar- skrá; lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna líkist helst „óútfylltri ávísun“ sem stjórn sjóðsins hafi fhjálsar hendur til að fylla út. Loks segir höfundur starfsemi og skipan LIN með þeim hætti að stjóm sjóðs- ins - eða réttara sagt formaður stjómarinnar - hafi löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald - allt á einni hendi; þetta brjóti í bága við þrígreiningu ríkisvaldsins. Með- al annarra efnishöfunda em Atli Gíslason hæstréttarlögmaður (Úr- rœði hinna efnaminni til þess að sœkja rétt sinn fyrir dómi), Þorleif- ur Pálsson sýslumaður (yfirlit yfir afgreidd mál hjá gjafsóknamefhd), Sigurður Gizurarson sýslumaður (tengsl laga og siðferðis - andsvar við grein doktors Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar). Auk þess er að finna í tímaritinu viðtal við Þór- hildi Líndal umboðsmann bama og reglur um doktorsnám við Háskóla íslands. Fráfarandi ritstjóri Úlfljóts er Akureyringurinn Gísli Tryggva- son. „Heidur og hefnd" á 6. fundi Vísinda- félagsins Sjötti fundur Vísindafélags ís- lendinga á þessu starfsári verður haldinn í Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn 26. apríl, og hefst klukkan 20:30. Það er Helgi Þor- láksson sagnfræðingur sem flytur fyrirlestur fundarins og nefnist hann Heiður og hefnd. Fyrirlesari mun ræða um Islendingasögur sem heim- ildir um samfélag fæðardeilna og blóðhefndar. Sú skoðun ryður sér til rúms að sögumar eigi að geta verið fullgildar heimildir um félagslega skipan, ákveðin kerfi og ríkjandi viðhorf á 12. og 13. öld. En hvaða möguleikar em á því að láta Islend- ingasögur vitna jafnframt um eldri tíma, jafnvel 10. öld? Fyrirlesari ætlar að kanna hvort það sé unnt með því að bera saman við önnur samfélög sem teljast mega sambæri- leg við þjóðveldið (930 til 1262). Meginspumingin er hvort þekking á viðhorfum til heiðurs og hefndar í öðmm samfélögum fæðardeilna og blóðhefndar geti skerpt skilning okkar á lýsingum íslendingasagna, og annarra forsagna á sama efni. Aðgangur að fundum Vísindafé- lagsins er ókeypis og öllum heimill. Kaffistofa Norræna hússins verður opin fundarmönnum að loknum fyr- irlestri. Málþing um gæðatryggingu í heilbrigðis- þjónustu Fimmtudaginn 27. apríl verður á Grand Hotel (áður Holiday Inn) haldið málþing um gœðatryggingu í heilbrigðisþjónustu á þvetfaglegum grunni á vegum Gæðastjómunarfé- lags Islands. Markmið málþingsins er að kynna fyrir heilbrigðisstarfs- fólki og stjómendum í heilbrigðis- kerfinu hugmyndafræði gæðastjóm- unar og mikilvægi gæðatryggingar fyrir heilbrigðiskerfið. Heilbrigðis- hópur Gæðastjómunarfélagsins er áhugahópur heilbrigðisstarfsfólks, sem starfar á þverfaglegum gmnni. Hópurinn hefur starfað í þrjú ár og hittist mánaðarlega. Á málþinginu verða endurfluttir nokkrir þeirra fyr- irlestra um gæðamál í heilbrigðis- þjónustu sem haldnir hafa verið á fundum hópsins. í mörgum ná- grannalanda okkar hcfur verið sett löggjöf um gæðatryggingu í heil- brigðiskerfinu. Margir hafa efa- semdir um að slík löggjöf sé æskileg og telja að betra sé að hvetja til gras- rótavinnu meðal fagfélaga og á ein- stökum vinnustöðum. Kirsten Stae- hr Johansen, yfirmaður gæðamál hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) í Evrópu, mun meðal annars á málþinginu skýra ffá hvemig WHO hefur unnið í þessum málum. Aðrir fyrirlesarar munu kynna hvað íslenskar heilbrigðisstéttir hafa verið að gera í gæðamálum og munu aðil- ar utan heilbrigðiskerfsins einnig flytja erindi. Þingið stendur yfir frá klukkan 08:30 til 16:30. Skráning og upplýsingar em hjá Gæðastjóm- unarfélagi íslands í síma 588- 6666. Minningar- sjóður doktor Katrínar Guðjónsdóttur I dag, þriðjudaginn 25. apríl, mun doktor Hanne Foss Hansen við stjómmálafræðideild Kaupmanna- hafnarháskóla veita viðtöku verð- launum úr Minningarsjóði doktor Katrínar Friðjónsdóttur (fædd 1945, dáin 1990). Doktor Katrín var aðstoðarprófessor í félagsfræði við félagsfræðideild háskólans í Lundi í Svíþjóð er hún lést langt fyrir aldur fram. Af verkum hennar má nefna greinasafnið Sœnsk félagsfrœði sem gefið var út í Stokkhólmi árið 1987 og hefur að geyma fyrirlestra hennar við Lundarháskóla um samnefnt efni. Doktor Katrín hafði lagt drög að viðamiklu verki um þróun félags- vísinda í Svíþjóð og hvemig sú þró- un mótast af samspili sjálfsskoðunar vísindamanna, háskólasamfélagsins og þjóðfélagsins. Doktor Kafrín var dóttir Maríu Þorsteinsdóttur og Friðjóns heitins Stefánssonar. Minningarverðlaun doktor Kafrínar Friðjónsdóttur em nú veitt í fyrsta sinn og verða ffamvegis veitt þriðja hvert ár og renna til ungs fræði- manns á Norðurlöndum á sviði fé- lagsffæða vísindanna, einkum þó fyrir rannsóknir á því hvemig þekk- ing mótast af samspili rannsókna, rannsóknastofnana, rannsókna- stefnu og samfélagsþróunar. Verð- launin veitir félagsvísindadeild Uppsalaháskóla í Svíþjóð að fengn- um tillögum frá prófessorum við há- skólana í Lundi og Uppsölum. Sumarfrí og sænskunám skeið í hjarta Stokkhólms Þessa dagana er stödd hér á landi Ylva Hellerud sem var sænskur sendikennari við Háskóla Islands á ámnum 1992 til 1994. Hún er nú að undirbúa námskeið í sænsku fyrir Is- lendinga, sem haldið verður 30. júní til 14. júlí næstkomandi. Námskeið- ið fer fram í miðborg Stokkhólms þar sem kennt verður í húsnæði Skreppholmens Folkhögskola. Þátt- takendum í námskeiðinu stendur til boða að búa í bát beint á móti skól- anum fyrir sanngjamt verð. Ylva Hellemd heldur opinn kynningar- fund um námskeiðið miðvikudags- kvöldið 26. apríl í fundarsal Nor- ræna hússins. Allir áhugasamir em boðnir velkomnir og fundurinn hefst klukkan 20:00. Pappírslistaverk Marciu Widenor í Gallerí Úmbru Banda- ríska listakonan Marcia Widenor opnaði síðastliðinn fimmtudag sýningu í Gallerí Úmbru á Bern- höftstorfunni í Reykjavík þar sem hún sýnir pappírssamsetningar eða Paper Quilts. Verkin eru þrí- víð og unnin úr handgerðum pappír sem listakonan útbýr sjálf. Marcia Widenor býr og starfar á Long Island í New York- fylki, en er nú stödd hér á landi vegna sýningarinnar. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Widenor hefur hlotið aragrúa viðurkenningar fyrir list sína og verk eftir hana prýða meðal ann- ars Hvíta húsið í Washington. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 13:00 til 19:00. Á meðfylgjandi mynd má sjá eitt verka hennar. A-rnynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.