Alþýðublaðið - 25.04.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 25.04.1995, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ■ Nærmynd af Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra og formanni Framsóknarflokksins Brúnaþungur gleðimaður Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðhena er maður sem er í góðu jarð- sambandi, hefur jafnaðargeð en þunga skaphöfn. Engu að síður á hann létt með að bregða á gamanmál og er hrókur alls fagnaðar á skemmtifundum flokksins. Halldór lætur fjölskylduna og ættina ganga fyrir í Mtíma sínum. Þykir gaman að vera úti í náttúmnni og skíðamaður góður. Hann er þtjóskur og stundum ósveigjanlegur en þó sanngjam. Jafnréttissinni og þekkir alla kjós- endur Austurlands. Þetta er í stómm dráttum það sem samferðamenn Halldór Ásgrímsson- ar höfðu um hann að segja í samtöl- um við Alþýðublaðið. Þar komu ekki fram neinar óvæntar upplýsingar ■ Mörður Árnason, íslenskufræðingur og varaþingmaður Þjóðvaka Minnir mig á bjamdýr „Ég þekki manninn svo gott sem ekki neitt. En mér virðist honum hafa tekist að ná fullri stjóm á Fram- sóknarflokknum sem var ekki alveg Ijóst í upphafí. En góða útkomu flokksins í kosningunum tel ég þó vart hægt að þakka hans persónu né flokknum heldur lögðust kosning- amar þannig. Þó Halldór sé heldur gamaldags í framgöngu þá er hann fulltrúi einhverrar endurnýjunar í Framsóknarflokknum. Það em tvær hliðar á því: Annars vegar er sam- vinnuhreyfingin ekki til lengur og flokkurinn hefur nálgast ákveðið frjálslyndi í efnahagsmálum. Flokk- urinn er ekki eins mikill miðstýring- arflokkur og hann var áður. Hins vegar má segja að Halldór sé á hinum vængnum miðað við vinstri svipinn, þann andíhaldssvip, sem var á Framsóknarflokknum undir for- ystu Steingríms Hermannssonar. Þetta tvennt vil ég þó ekki tengja saman. Halldór virðist ekki hafa fé- lagshyggjuhjartsláttinn sem Stein- grímur hafði sem gat vitnað í pabba sinn: „Allt er betra en íhaldið." Og ef við drögum til gömlu foringjana þá er Halldór líkari Ólafi Jóhannessyni en Steingrímur Eysteini Jónssyni. Halldór hefur minnt mig svolftið á bjamdýr, hann er svona hægur og ró- legur, en mér hefur sýnst að þegar hann er espaður þá geti menn átt fót- um fjör að launa. En þetta er hið ytra borð, eins og áður sagði þekki ég hann ekkert persónulega. Mér skilst að hann geti verið skemmtílegur af þeim sem hann þekkja og hafi ein- hveija húmorhlið sem hann sýni ekki opinberlega. Halldór er kannski ekki hinn snjalli ræðumaður eða leiftrandi í tilsvörum né að það geisli af honum gáfumar og ekki svo að hann hafi beinan sjarma en það er kannski ekki það sem íslendingar em að biðja um. Allavega er hann á leið inn en Jón Baldvin og Ólafur Ragnar ekki. En það verður líka metið við Halldór að það frýr honum enginn vits. Hann hefur fullt vit og fullt vald á þeim málum sem hann hefur tekið að sér og ég man ekki eftir því að það hafi nokkum tíma komið fyrir að hann hafi feilað neitt í því sem hann hefur tekið að sér þannig að hann verður örugglega góður samningamaður. Hann á örugglega eftir að leysa vel það höfuðverkefni að semja um haf- svæðin hér í kringum landið. Hins vegar þarf ekki að búast við nokkm fmmkvæði í neina aðra átt en varða þrengstu hagsmuni íslands í utanrík- ismálum. Ég á ekki von á því.“ heldur komu sömu Iýsingarorðin upp hvað eftir annað í þeim dúr sem að framan segir. Hér á eftir fara um- mæli vina og kunningja Halldórs. Halldór þrjóski „Ég kynntist Halldóri lyrst árið 1983 þegar ég átti sæti í þriggja manna nefnd sem hafði það hlutverk að útfæra kvótakerfið. Þetta var unn- ið í nánu samstarfi við Halldór sem þá var sjávarútvegsráðherra og stundum fundað með honum einu sinni eða tvisvar á dag þegar mest lét. Halldór gætti þess vel að bátar frá Homafirði fengju ekki meiri kvóta en aðrir, enda sögðu Homfirð- ingar þá að þeir ættu engan ráð- herra,“ sagði Helgi Laxdal, formað- ur Vélstjórafélags íslands. Helgi sagði að stundum hefði verið heitt í kolunum þegar verið var að koma kvótakerfinu saman en Halldórhefði ekki haggast. Hann væri óhemju þrautseigur og þijóskur. „Það var einhveiju sinni á þessum tíma að boðaður var kvöldfundur hjá Halldóri f ráðuneyti til að fara yfir texta. Það vom sífellt að koma kröf- ur um breytingar en ekki auðvelt að fá þær samþykktar. Á þessum fundi var einn ágætur maður sem rak strax augun í að ekkert tillit hafði verið tekið til þeirra breytinga sem hann hafði beðið um. Maðurinn brást hinn versti við og rauk upp með hávaða. Sagðist ekkert hafa hér að gera og rauk á dyr. Það sló þögn á hópinn uns Halldór lyfti bollanum og sagði sallarólegur: „Ég er nú að hugsa um að klára kaffið mitt.“ Halldór er afskaplega heilsteyptur og heiðarlegur maður. Hreinn og beinn í öllum samskiptum og mikill húmoristi. Ég hef oft leitað til Hall- dórs með ýmis mál sem okkur varða og hann hefur alltaf reynt að gera sitt besta. Ef hann tekur jákvætt í eitt- hvað þá gengur hann í að vinna það. Öfugt við ýmsa aðra þingmenn er hann ekki að hnippa í mann síðar og minna á að hann hafi gert hitt eða þetta," sagði Helgi Laxdal. Halldór jafnréttissinni „Ég hef trú á að kona komi sterk- lega til greina sem þingflokksfor- maður og einnig munu konur verða nefndar varðandi aðstoðarráðherra flokksins. Þegar Halldór tók við for- mennskunni byijaði hann á að standa fyrir því að koma tveimur konum að í stjóm flokksins og varamenn þeirra em líka konur. Halldór er jafnréttis- sinni. Það er hans viðhorf að aukin áhrif kvenna innan flokksins verði að koma að ofan,“ sagði Kristjana Bergsdóttir, formaður Landssam- bands ffamsóknarkvenna. Kristjana skipaði 4. sæti á fram- boðslista Framsóknarflokksins á Austurlandi við síðustu kosningar. Hún lætur vel af samstarfinu við Halldór Ásgrímsson. „Það fer mikill tími í ferðalög í kosningabaráttunni og það er ákaf- lega þægilegt að ferðast með Hall- dóri af því hann hefur svo mikið jafnaðargeð. Alltaf jafh rólegur og er ekkert að æsa sig upp. Auk þess er hann þrælskemmtilegur. Hann er mjög heilsteyptur og stendur alltaf við sitt. Þó að trillukarlar ætli að éta hann í sig segir hann nákvæmlega það sama við þá og aðra. Hann er maður sem vill standa og falla með sfnum skoðunum. Halldór hefur mikla ánægju af því að umgangast sitt fólk og á stóra fjöl- skyldu. Hann ræktar vel samband sitt við þetta fólk og þar er mjög náið samband. Þau Sigurjóna kona hans eru mjög samhent og góð heim að sækja. Það eru jafnan famar sumar- ferðir framsóknarmanna á Austur- landi yfir helgi og þá er Halldór allt- af yfirgrillmeistari og leikur á alls oddi. Er potturinn og pannan í stuð- inu. En hann er ekki maður sem hangir í partíum og ættingjar hans og fjölskylda ganga fyrir í þeim tóm- stundum sem gefast," sagði Kristj- ana Bergsdóttir. Halldór innilokaði „Af pólitíkus að vera kann það að vera galli hvað Halldór virkar stund- um þungur. Hins vegar held ég að meðal alls þessa léttleika meðal stjómmálamanna þá sé þetta sá þátt- ur í fari hans sem kannski dregur til hans núna. Halldór er svolítið inni- lokaður og virkar jafnvel eins og hann sé feiminn. Hann er með fullt jarðsamband og hlær ekki að öllum hlutum. Halldór er mjög traustur maður sem er ekki alltaf flaðrandi upp urn menn að fyrra bragði en á létt með að víxla yfir í húmorinn ef því er að skipta og getur farið á kost- um á þeim sviðum,“ sagði Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbún- aðarráðuneytinu. „Ég hef oft verið með Halldóri þar sem hann hefur þurft að halda létta tölu og þar tekst honum vel upp. Segir gamansögur af Austfirðingum og öðmm og á auðvelt með að fá fólk til að hlæja. Ég þekki ekki til þess hvað hann gerir í tómstundum < en hann hefur gaman af því að vera « úti í náttúmnni og er fyrst og fremst Austfirðingur. Hann hefur verið á -o togumm og þekkir það af eigin raun hvemig það er að vinna fyrir sér með höndunum. Þama fer ákaflega traustur maður og er heill og óskipt- ur í því sem hann er að vinna hveiju sinni," sagði Níels Ámi. Hann kvaðst vita að Halldór Ásgrímsson leitaði álits hjá ýmsum mönnum. Eins og Snorri á Húsafelli hefði haft sfna drauga uppi í gili, sem vom bara menn sem hann gaf að borða og fékk fréttir hjá, hefði Halldór sína varðmenn víða og leitaði ráða hjá þeim. Níels Ámi taldi að þeir Hall- dór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ættu gott með að vinna saman og samstarf þeirra byggðist á gagn- kvæmu trausti. Halldór sómadrengur „Þetta er sómadrengur og ég er búinn að þekkja Halldór síðan hann var í skóla. Þá vomm við pabbi hans stundum á fylleríi á Hótel Borg og því stóð ekki alltaf vel á þegar Hall- dór kom þangað," sagði Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, á Eskifirði. Aðal- steinn sagði Halldór ekki mega vamm sitt vita og hann hefði mikið ■ Egill Jónsson, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins á Austfjörðum Varð fljótlega Ijóst hvert stefndi „Halldór er traustur maður og að sjálfsögðu íylginn sér einsog menn kannast við. Hann er góður í sam- skiptum um málefni kjördæmisins og hefur góða yfirsýn yfir mál sem það varða. Hann er maður samninga, þrátt fyrir einbeitni, og gengur ekki á bak orða sinna. Hvemig hann er á framboðsfund- um eystra? Sameiginlegir fundir em nú orðnir fáir í seinni tíð, en þar er Halldór rökfastur og ákveðinn. Mér finnst þægilegt að umgangast hann á slíkum fundum. Halldór hefur setið lengi á þingi og menn sáu, held ég, fljótlega að í honum bjó foringjaefhi. Okkar kynni höfðu heldur ekki staðið lengi þegar ég sá hvert stefndi." álit á honum þó að þeir ættu ekki samleið í pólitík. „Hann fer mikið á milli hér í kjör- dæminu á hverju ári tíl að heilsa upp á fólk og þekkir hvem mann hér í kjördæminu. Við emm stórvinir og það gengur ekki hnífurinn á milli okkar varðandi fiskveiðistefnuna. Ásgrímur faðir Halldórs er einhver besti maður sem ég hef kynnst á æv- inni. Þeir feðgar em miklir dugnað- armenn," sagði Aðalsteinn Jónsson. Halldór þungi „Sem pólitískur andstæðingur var Halldór mjög fastur fyrir og gat ver- ið býsna harður í hom að taka. Hann er hins vegar ekki persónulegur í ádeilum sínum," sagði Helgi Seljan fyrrverandi þingmaður Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi. „Okkar samskipti vom ágæt og þegar því var að sldpta átti hann ekki erfitt með að slá á léttari strengi. Hann hefur hins vegar fremur þunga skaphöfn og er því ekki allra. Hall- dór gat orðið býsna heitur í umræð- um ef því var að skipta en það var allt á málefnalegum nótum. Það hef- ur ekki komið mér á óvart að hann hefur náð þetta langt. Halldór sýnir ákveðna hógværð og festu en maður fann það fljótt að hann hafði ekkert á mótí frekari metorðum og sótti raun- ar fram tíl þess. Halldór er ekki mjög sveigjanlegur maður en jafnffamt er hann býsna sanngjam. Hann er mik- ill talnamaður sem fór ofan í efna- hagsmálin í víðu samhengi af kunn- áttu endurskoðandans og það hefði ekki komið mér á óvart þótt hann hefði orðið fjármálaráðherra núna. Ég held að Davíð og Halldór muni fljótt finna að þeir fara ekki lengra með hvor annan en góðu hófi gegnir. Það sem þeir taka ákvörðun um nær fram því báðir hafa sterk tök á sínum flokkum," sagði Helgi Seljan. Halldór káti „Mér finnst það einkenna Halldór hvað hann er óhræddur við að segja sína meiningu og gerir það á mjög einlægan hátt. Fólk veit hvar það hefur Halldór og þetta er bráð- skemmtilegur maður. Það er mikill misskilningur að halda að hann sé eitthvað þungur í skapi og fáir kátari en hann á góðri stundu,“ sagði Arn- þrúður Karlsdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Það er mjög gott að eiga samstarf við Halldór vegna þess hve hann er einlægur og hreinn og beinn. Þar em aldrei nein undirmál. Halldór er maður sem hægt er að treysta,“ sagði Amþrúður. Halldór skíðamaður ,,Ég hef þekkt Halldór Ásgrímsson mjög lengi og þetta er alveg bráð- skemmtilegur maður og góður húmoristí. Hann tekur kannski þjóð- málin mjög alvarlega en að þeim slepptum er stutt í gamansemina,“ sagði Pétur Einarsson, lögfræðingur og fyrrverandi flugmálastjóri. „Hall- dór er ágætur íþróttamaður, til dæmis góður á skíðum. Hann hefur verið á sjó, bæði áður fyrr á Homafirði og síðar í fríum þannig að hann heldur tryggð við frumatvinnuvegina þó að hann sé þingmaður eða ráðherra. Halldór er að mínu matí mjög vel gerður maður bæði til líkama og sálar sem vill láta gott af sér leiða. Ég kann ekki að nefna neina galla á Halldóri, nema kannski það að hann er heldur of feitur," sagði Pétur Einarsson. ■ Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Al- þýðuflokksins Honum dettur kannski helst til fátt í hug „Halldór hefur til dæmis þann kost að hann er ekki heimalningur úr lögffæðideild alinn upp í Heimdalli. Hann er öðruvísi, nefnilega upp- fóstraður á Vopnafirði þar sem er blágrænt haf og gróðursæl sumur. Hann leynir á sér. Við fyrstu sýn virðist hann vera venjulegur fram- sóknarþumbari en við skál lumar hann á kímilegum og skreytnum mannlífssögum af körlum og kerl- ingum á Austfjörðum. Styrkur Halldórs ætla menn að sé fastheldni við tvöfalt bókhald - veik- leiki hans er dittó. Það er að segja, honum dettur kannski helst til fátt í hug.“ Vinir Dóra I samtölum við þá hafa átt samskipti við Halldór Ásgrímsson kemur fram að þeir sem tilheyra hópi innsta kjarna vina hans og ráðgjafa eru reyndar þeir sömu og standa fremstir í flokksappar- atinu. Samráðherrar hans úr flokknum, þeir Finnur Ingólfsson og Guðmund- ur Bjarnason eru oftast nefndir sem hans helstu ráðgjafar og samstarfs- menn. Jón Sveinsson lögmaður frá Akranesi starfaði náið með Halldóri þegar unnið var að nýjum stjórnarsátt- mála en þeirra leiðir lágu saman fyrir rúmum tveimur áratugum þegar Jón var aðstoðarmaður Steingríms Her- mannssonar Jóhannes Geir Sigur- geirsson, bóndi á Norðurlandi og fyrr- verandi alþingismaður, hefur einnig verið nefndur sem náinn samverka- maður Halldórs en hann tók við af hon- um sem formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis á síðasta kjör- tímabili. Atli Ásmundsson starfar á flokksskrifstofu Framsóknarflokksins og hefur átt náin samskipti við Halldór eins og reyndar við formenn flokksins, en Atli hefur verið lengi á flokksskrifstof- unni. Einn viðmælenda blaðsins sagði Halldór hafa mjög gott persónulegt samband við flesta æðstu stjórnar- menn í embættiskerfinu. Pórður Frið- jónsson hjá Þjóðhagsstofnun er sér- staklega nefndur í því sambandi. Þá er Halldór í mjög góðu persónulega sam- bandi við ýmsa aðila erlendis, til dæmis á Norðurlöndum þar sem hann var tvö síðustu ár formaður þingflokks miðju- hópsins i Norðurlandaráði. Halldór er einnig í góðum samböndum í Þýska- landi frá því hann var sjávarútvegsráð- herra. Porsteinn Ólafsson er góöur vinur Halldórs og ráðgjafi, en hann var efnahagsráðgjafi hjá Steingrími og starfar nú í Helsinki hjá norrænum samtökum. Halldór er sagður hafa lagt sig í framkróka um að vera í góðum tengslum við kvennaarm Framsóknar- flokksins og segja heimildarmenn Al- þýðublaðsins að hann eigi góð sam- skipti við þær Ingibjörgu Pálmadótt- ir, Unni Stefánsdóttur gjaldkera flokksins og Drífu Sigfúsdóttur. Ferill Halldórs Halldór Ásgrimsson fæddist 8. sept- ember árið 1947 á Vopnafirði. Foreldrar hans eru Guðrún Ingólfsdóttir hús- móðir og Ásgrímur Halldórsson út- gerðarmaður og fyrrum kaupfélags- stjóri á Höfn i Hornafirði. Halldór er annar í röð fimm systkina. Hin eru þau Ingólfur sem er skipstjóri, Anna Guð- ný sem er skrifstofumaður, Elín er fóstra og Katrín er garðyrkjufræðingur. Kona Halldórs er Sigurjóna Sigurðar- dóttir læknaritari og eiga þau þrjú börn: Helgu, Guðrúnu Lind og írisi Huld. Halldór lauk prófi frá Samvinnuskól- anum árið 1965 og árið 1970 varð hann löggiltur endurskoðandi. Árin 1971 til 1972 var Halldór í Björgvin í Noregi og stundaði þarframhaldsnám í endur- skoðun og reikningshaldi í Verslunar- skólanum þar. Árin 1972 og 1973 var hann í Kaupmannahöfn í sömu erinda- gjörðum. Með námi starfaði Halldór sem endurskoðandi hjá Gunnari R. Magnússyni eða á árunum 1965 tii 1971. Á árunum 1973 til 1975varHall- dór lektor í endurskoðun og reiknings- haldi við Háskóla Islands. Þingmaður Framsóknarflokksins í Austurlandskjör- dæmi varð Halldór frá og 1974 til 1978 og frá og með 1979. Sjávarútvegsráð- herra var Halldór 1983 til 1987 í stjórn Steingríms Hermannssonar og í stjórn Porsteins Pálssonar 1987 til 1988. Dóms- og kirkjumálaráðherra var Halldór 1988 til 1989. Og nú utanríkis- ráðherra frá 1995 í stjórn Davíðs Oddssonar. Hann var samstarfsráð- herra Norðurlanda 1985 til 1987. Önnur störf Halldórs eru þau að hann varð varaformaður Framsóknarflokks- ins 1981 og tók við sem formaður af Steingrími Hermannssyni sem fór í Seðlabankann í apríl 1994. Halldór var formaður blaðstjórnar Tímans 1981 til 1983. í bankaráði Seðlabankans sat Halldór á árunum 1976 til 1983. Hann hefur einnig verið í Norðurlandaráði frá 1977 til 1978,1979 til 1983 og frá 1991, varamaður 1974 til 1977. Halldór var endurskoðandi SIS 1977 til 1983 og f stjórn Kaupfélags Austur- Skaftfellinga frá 1992. Hann var í endurskoðunar- nefnd Norræna fjárfestingabankans 1979 til 1983. Halldór hlaut Riddarakross Hinnar ís- lensku fálkaorðu 1991. Byggt á fslenskum samtíðarmónnum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.