Alþýðublaðið - 25.04.1995, Síða 6

Alþýðublaðið - 25.04.1995, Síða 6
6 M e n n ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 i n c RAÐAUGLYSINGAR INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar vill, fyrir hönd Raf- magnsveitu Reykjavíkur, vekja athygli framleiðenda og umboðsmanna á að send hafa verið út forvalsgögn vegna væntanlegs lokaðs útboðs á kerfiráði (fjarstýri- og gagna- söfnunarkerfi) fyrir veitukerfi Rafmagnsveitunnar. Útboðið ferfram á EES-markaði. Um er að ræða heildarútboð á kerfiráði, þ.e. móðurstöð og allt að 20 útstöðvum, ásamt öllum hugbúnaði, og þjónustu við búnaðinn. Forvalsgögn fást á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3. Vænt- anlegir bjóðendur, sem áhuga hafa og telja sig uppfylla þær kröfur sem fram koma í forvalsgögnum, þurfa að skila inn umbeðnum upplýsingum eigi síðar en föstudaginn 26. maí nk., kl. 16:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Til umsækjenda um starfslaun listamanna 1995 Þeir umsækjendur um starfslaun listamanna 1995, sem sendu fylgigögn með umsóknum, svo sem bækur, handrit eða myndir og hafa ekki sótt gögnin eru minntir á að sækja þau í menntamálaráðuneytið fyrir 1. maí nk. Reykjavík, 24. apríl 1995, Stjórn listamannalauna. Auglýsing um styrki úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðs- ins er að veita styrki til öryrkja til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem sérhæfa sig til starfa í þágu þroskaheftra. Umsóknir um styrki úr sjóðnum í samræmi við ofan- greind markmið, ásamt upplýsingum um umsækjendur og væntanleg verkefni eða nám, skulu sendartil: Stjórn- ar Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur, Öryrkjabandalaginu, Hátúni 10, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Frekari upplýsingar gefurformaðursjóðsstjórnar, Hafliði Hjartarson, í vinnu- síma 621620. Stjórnin. Útboð POSTUR OG SIM Sumarönn Tómstundaskólans að hef jast Alltfrá Njálu til nudds Sumarönn Tómstundaskólans hefst 8. maí og stendur fram í júní- mánuð. Fyrstu vikumar í maí verð- ur boðið uppá hraðnámskeið í tungumálum. Þátttakendum gefst á þessum námskeiðum kostur á að rifja upp tungumálin fyrir sumar- leyfið og æfa sig í talmálinu. Nokk- ur ný námskeið eru í boði og ber þar hæst námskeið fyrir böm í tónlist, myndlist, leiklist og ensku. Auk þess em ný námskeið í tómstund- um, listum og matargerð. Námskeið sem tengjast vor- og sumarkomunni em ætíð áberandi á dagskrá Tómstundaskólans um þetta leyti árs. Hafsteinn Hafliða- son verður til dæmis með vomám- skeið sitt, Vorverkin í garðinum, laugardaginn 6. maí, og námskeið í mat og kryddjurtum seinna í maí- mánuði. Einar Logi Einarsson grasalæknir mun ennfremur leið- beina í mánuðinum á námskeiði sem kallast Villtar jurtir og grasa- söfnun þar sem hann kynnir hvem- ig finna má og nota ýmsar matjurtir í náttúmnni. Námskeiðastjórar Tómstunda- skólans á sumarönn 1995 em Lár- us Guðjónsson (fluguhnýtingar), Skúli Þór Magnússon (ljósmynda- taka), Sigurður Grímsson (vídeó- taka á eigin vélar), Þorvaldur Jón- asson (skrautritun), Ragnar Sig- Tómstundaskólinn: Svipmynd frá fjölsóttu vatnslitanámskeiði. urðsson (nudd), Veronika S.K. Palaniandy (austurlensk matar- gerð, Jón Böðvarsson (Njáluslóðir og Grettissaga), Ingibergur Magn- ússon (myndlist), Björg Hauks- dóttir (glerskurður), Cheryl Hill og Linda Walker, Margrét Kr. Pétursdóttir (leiklist), Guðbjörg Linda Jónsdóttir (myndlist fyrir böm) og Helga Björg Svansdóttir (tónlistarleikir fyrir ungaböm). Skólastjóri Tómstundaskólans er Þráinn HaUgrímsson og skráning á námskeið á sumarönn fer fram í skólanum að Grensásvegi 16a eða í síma 677222. Sögukvöld í Kaffileikhúsinu Thor og félagar rækta sagnahefðina Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Lilja Valdimarsdóttir homleikari, Margrét Ákadóttir leikkona, Sigurður Á. Magnússon og Þór Vigfússon skólastjóri em þeir sögumenn sem koma fram á fjórða sögukvöldi Kaffileikhússins í Hlaðvarpanum annað kvöld (miðviku- dag), klukkan 21:00. Húsið opnar klukkan 20:00. Sögukvöld em samvinnuverkefni Kafftleikhússins og Rithöfundasambands Islands og tilgangur þeirra er að fá fólk til að koma saman og segja og hlusta á góðar sögur og rækta um leið þá sagnahefð sem býr með þjóðinni. Allir áhugamenn um sagnamennsku em hvattir til að mæta og eiga notalega sögustund í Kaffileikhúsinu. Þau verða annað hvert miðviku- dagskvöld í sumar og næst 10. maí. Boðið er uppá ljúffengar veitingar. Thor Vilhjálmsson er meðal þeirra sem rækta sagnahefðina í Kaffileikhúsinu. BOÐSKEPPNI UM HÖNNUN Á LEIKSKÓLA Forval Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík auglýsir eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna boðskeppni um hönnun leik- skóla í Borgarholti, fyrir Reykjavíkurborg. Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir þeir sem rétt hafa til að skila inn aðaluppdráttum til byggingarnefndar Reykjavíkur. Birgitta Spur og „Þessir kollóttu steinary/ Sigur- ións Olafssonar TÍðastliðinn laugardag var opnuð ný sýning í Listasafni Sigurjóns Ól- afssonar á Laugarnesi í Reykjavík sem ber heitið Þessir kollóttu stein- ar. Hér er um að ræða sýningu á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson og er þetta í annað sinn sem efnt er til slíkrar sýningar á veg- um safnsins - sú fyrri var haldin á Listahátíð árið 1990. í framhaldi af fyrri sýningunni lét safnið gera myndband undir heitinu Þessir kollóttu steinar og hlaut myndin silfurverðlaun í flokki fræðslumynda á alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum á síðastliðnu sumri. Sigurjón Ólafsson hlaut snemma mikla viðurkenningu fyrir portrettmyndir sín- ar. Skráðar mannamyndir eftir hann eru um tvö hundruð að tölu og dreifast yfir 60 ára tímabil - eða frá um 1922 til 1980. Sýning þessi spannar nær 50 ára tímabil í listsköpun Sigurjóns og þar gefur á að líta þekkt verk auk annarra mannamynda eftir hann í eigu safnsins, sem ekki voru á fyrri sýningunni. Þess skal getið að fram til 1. júní verður safnið opið á milli 14:00 og 17:00 á laugardögum og sunnudögum. Á myndinni má sjá Birgittu Spur, forstöðukonu Listasafns Sigurjóns Ól- afssonar, hagræða einni af myndum meistarans. A-mynd: E.ÓI. Ingibjörg Guðjónsdóttir einsöngvari. Owain Arwell Hughes hljómsveitarstjóri. Tilboð óskast í viðbyggingu og breytingar innanhúss á póst- og símahúsinu, Kirkjubraut 37, Akranesi. í verkinu felst að byggja við og endurnýja hluta hússins að innan; reisa veggi, klæða loft, koma fyrir raf- og hitalögn- um, leggja gólfefni, mála húsið að innan, koma fyrir nýjum gluggum, stiga o.fl. Grunnflöturfyrirhugaðrar viðbygging- ar er 10 m2. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 25. apríl 1995, á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, Reykjavík og á skrifstofu stöðvarstjóra Pósts og síma, Kirkjubraut 37, Akranesi, gegn 20.000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar þriðjudag- inn 16. maí 1995, kl. 13:30. Reykjavík, 21. apríl 1995, Póst- og símamálastofnunin. Við val á þeim verður færni, menntun, reynsla, afkastageta og hæfileikartil samvinnu og stjórnunar, lögð til grundvall- ar. Sérstök forvalsnefnd mun velja þátttakendur í boðskeppn- ina. Boðskeppnin ferfram á grundvelli samkeppnisreglna Arki- tektafélags íslands og er dómnefnd skipuð samkvæmt því. Forvalsgögn liggja frammi hjá Borgarverkfræðingnum í Reykjavík, Skúlatúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 25. apríl 1995. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila til Borgarverk- fræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2,3. hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 13:00, föstudaginn 12. maí 1995. Boðskeppni um leikskóla. FORVAL. ■ Sinfóníuhljómsveit íslands Ung söngkona debúterar Ingibjörg Guðjónsdóttir syngur undir stjórn breska hljómsveitarstjórans Owain Arwell Hughes. Það er alltaf viðburður þegar ís- lenskur tónlistarmaður kemur í fyrsta sinn frarn með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Á tónleikum sveitar- innar á fimmtudagskvöldið er það söngkonan Ingibjörg Guðjónsdótt- ir en þar fá áheyrendur að njóta nokkurra helstu perlum óperutón- bókmenntanna. Hljómsveitarstjóri er hinn breski Owain Arwell Hughes. Ingibjörg hóf söngnám í Tónlist- arskóla Garðabæjar þar sem kennari hennar var Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir. Að loknu burtfaratprófi árið 1986 fór hún til Bandaríkjanna og lauk B.M prófi frá Indiana Univers- ity í Bloomington. Hún hélt sína fyrstu einsöngstónleika árið 1991. Ingibjörg hefúr tekið þátt í óperu- uppfærslum bæði hér og erlendis. Hún var fulltrúi Islendinga á tónlist- arhátíð ungra norrænna einleikara í Stokkhólmi árið 1993. Breski hljómsveitarstjórinn Owa- in Arwell Hughes starfar reglulega með þekktustu hljómsveitum Bret- lands og einnig starfar hann mikið með hljómsveitum á Norðurlöndum. Arwell Hughes hefur unnið mikið fyrir BBC-sjónvarpið og tvisvar hef- ur hann hlotið Gold Disc verðlaun fyrir hljóðritanir fyrir EMI.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.