Alþýðublaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n Síðbúin sinnaskipti í leiðara DV skrifar Jónas Krist- jánsson um stefnu ríkisstjórnarinn- ar í fíkniefnavörnum: „Ríkisstjómin hefur loks snúið við blaðinu í fíkniefnavömum. Hún hefur hætt að amast við tollgæzlu og að draga úr fjárveitingum til viðnáms gegn innflutningi og sölu fíkniefna. Hún hyggst fá Alþingi til að verja 65 milljónum króna sérstaklega til slíkra vama á næsta ári. Önnur sjónarmið Þetta felur hvorki í sér neina stefnu- breytingu í aðgerðum gegn neyzlu fíkniefna né í auknum úrræðum til meðferðar þeirra, sem ánetjast hafa fíkniefnum. Á þeim sviðum ríkir enn sama niðurskurðarstefnan og áður. Áherzlubreytingin snýr aðeins að dreifingu fíkniefna. Stefnubreytingin felur væntanlega í sér, að hægt verður að vakta hafnir Reykjavíkursvæðisins betur að kvöld- og næturlagi og að byrjað verður að vakta aðrar hafnir, sem flestar eru hriplekar fyrir fíkniefnum. Mikið af fíkniefnum hefur einmitt farið um hafnir landsins. Önnur mikilvæg smyglleið er toll- pósturinn, sem er svo máttlaus, að þar finnst sjaldnast neitt. Átakið leiðir vonandi til endurreisnar fíkniefna- vama á þeim vettvangi, til dæmis með aukinni notkun leitarhunda. Mikil- vægast væri þó að skipta um æðstu embættismenn tollgæzlu. Ennfremur má búast við, að fjár- veitingin geti aukið fíkniefnaleit í Leifsstöð, meðal annars vegna ábend- inga ffá fjölþjóðalögreglunni fnterpol um, að suðuramerísk fíkniefni komi í auknum mæli vestan um haf. Þar er um að ræða hörð efni á borð við óp- íum og heróin. Við erum heppin að eiga ekki landamæri með öðmm þjóðum. Þess ISkynsamlegra hefði verið, að síðbúin sinnaskipti ríkisstjórnarinnar hefðu náð til fieiri þátta fíkniefnavandans en tollgæzlunnar og löggæzlunnar einvörðungu. vegna em innflutningsstaðir ólöglegra efna mun færri en þeir em í öðrum löndum og gefa betri möguleika á vömum. Því má reikna með, að fleiri burðardýr fíkniefna verði tekin föst á næsta ári. Búast má við, að aukin fjárveiting leiði til aukins mannahalds og betri tækjakosts í fíkniefnadeild löggæzl- unnar í Reykjavík. Þar mun fjármagn- ið líka nýtast bezt, því að þar er mest þekking og mestur áhugi starfsmanna og yftrmanna á vömum gegn ffkniefh- um.... Sinnaskipti stjómvalda ná því mið- ur ekki til þessa mikilvæga þáttar bar- áttunnar gegn fíkniefnum. Samt er til í landinu töluverð þekking á meðferð áfengissjúklinga og raunar einnig fíkniefnasjúklinga, sem er mun erfið- ari vegna langvinnra eftirkasta og frá- hvarfseinkenna. Skynsamlegra hefði verið, að síðbú- in sinnaskipti ríkisstjómarinnar hefðu náð til fleiri þátta fíkniefnavandans en tollgæzlunnar og löggæzlunnar ein- vörðungu." Engar skyndilausnir Svanborg Isberg grunnskóla- kennari skrifar í Dag-Tímann um skólamál: „Einhverjir telja blandaða bekki or- sök agaleysis og meðalmennsku í námi. Menntamálaráðherrann okkar orðaði möguleikann á því að við tækj- um upp fyrra kerfi þar sem nemendur raðast í bekki eftir námsárangri. Vekur orðið tossi eða tossabekkur upp ein- hverjar minningar? Gildandi gmnn- skólalög hafa aldrei náð fullri virkni og úrræði takmarkast af fjármunum. Menntamál em fjárfrekur málaflokk- ur, en við þurfum líka á tímum vax- andi atvinnuleysis að forgangsraða til framtíðar. í þessum efnum duga ekki víðfrægar skyndilausnir Islendinga. Hugtök eins og tíma- og agaleysi eru eitthvað sem við könnumst við á íslandi. Ég veit ekki hversu gagnlegt væri að fara út í vangaveltur um or- sakir og afleiðingar þessa, sekt eða sakleysi hlutaðeigandi, en þetta er samfélagslegt vandamál! Hvemig okkur tókst að koma mál- um í núverandi horf er athugunarefni, en hvort nægur vilji er fyrir að breyta einhveiju á eftir að koma í ljós. Tök- um ekki undir orð þekkts fjölmiðla- manns sem kallaði skólann „sálarlausa hakkavél". Gefum okkur tíma og ger- um í sameiningu góðan skóla betri.“ 2 3 5 JÓN ÓSKAR m e n n Pencheva sem er einnig eitt helsta kyntákn landsins, ákvað að reyna að beina athygli samlanda sinna frá slæmum efnahag lands- ins með þessu uppátæki og von- ast nú til að þeir gleymi hagvaxt- arhugleiðingum um stund og njóti þess í stað brjóstamyndanna. Hér er komin hugmynd sem vel mætti nýta í íslensku ríkisstjórninni. Þar er komin stutt hefö á tvö brjóst í hverri stjórn. Mbl f gær. Stromboli narrraði litla drengi inn í drengjaparadísina þar sem nammið var frítt og þar sem allt mátti fá fyrir ekkert. En eftir skamma stund í þessu himnaríki neyslunnar byrjuðu drengjunum að spretta löng eyru og halar uns þeir breyttust í hrínandi asna, sem Stromboli notaði sem vinnudýr og þræiaði út sjö daga vikunnar. Friörik Erlingsson stappar stálinu í sinn betri mann fyrir jólaösina. DT í gær. Ég er mjög sáttur við að ná þriðja sætinu, að vera þriðji hrikalegastur á landinu. , Smári Haröarson úr Vestmanneyjum varö þriöji á íslandsmeistaramótinu í vaxtarækt. DT í gær. itdómarar eru í essinu sínu um þessar mundir enda kveð- ur svo rammt að mikilvægi þeirra að höfundum er fremur óskað til hamingju með „dóminn", það er ef hann er jákvæður, en verkið sem slíkt. Einn er þó sá ritdómari sem ekki nýtur athyglinnar sem skyldi en það er Þórleif Ólafs- son gagnrýnandi á Helgarpóstin- um. Astaeðan er einföld. Við eftir- grennslan hefur komið í Ijós Þór- leif er hvorki karl né kona - sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni er Þórleif krítlker ekki til. Get- um hefur verið leitt að því að þarna sé ritstjórinn Póll Vil- hjálmsson sjálfur kominn á kreik að fá útrás fyrir „dómaraeðli" sitt. Líkast hefur honum ekki þótt við hæfi að hann sem aðal og alltum- lykjandi á sínu blaði setjist I sæti ritdómara fyrir opnum tjöldum... r Ymsum kom á óvart þegar Heimir Már Pétursson var ráðinn framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins í stað Einars Karls Haraldssonar. Einar Karl hafði, sem kunnugt er, komist uppá kant við Margréti Frí- mannsdóttur, eftir að hafa verið dyggasti stuðningsmaður hennar við Steingrím J. Sigfússon. Innan Alþýðubandalagsins telja menn að Heimir Már sé mjög hallur undir Svavar Gestsson sem tekið hefur ótvírætt frum- kvæði sem helsti forystumaður flokksins. Athygli vakti í síðasta Vikublaöi að Heimir Már réðist í grein með köpuryrðum að ung- um sameiningarsinnum í stjórn- arandstöðuflokkunum. Nýji fram- kvæmdastjórinn sagði að unga fólki fengi „falleinkunn í sagn- fræði" fyrir að afskrifa hermálið og Nató sem pólitískt ágreinings- mál. Ungum Alþýðubandalags- mönnum gramdist mjög yfirlætið og hrokinn I grein Heimis en mál- flutningur hans þykirtil marks um að hann geti sótt í öruggt skjól hinna raunverulegu valdamanna í Alþýðubandalaginu... Sjálfstæðismenn velta nú mjög vöngum yfir því hvernig best sé að bregðast við óvæntu gengi jafnaðarmanna í Reykjavík, en ný- leg skoðanakönnun sýndi að sameinaðir jafnaðarmenn hafa 47 prósenta fýlgi, Framsókn 17 en Sjálfstæðisflokkurinn aðeins 36. Þessi hrykalega niðurstaða Sjálf- stæðisflokksins þykir ekki aðeins sýna sterka stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur heldur Ifka að staða Árna Sigfússonar sé jafnvel veikari en menn töldu. Útspil Árna f tengslum við trygg- ingamál bifreiðaeigenda gegnum FÍB virðast hafa gagnast honum illa, en víst er að margir gegnir Sjálfstæðismenn hafa litið á það sem óvanalega tækifæris- mennsku af hans hálfu, og jafnvel brugðist við með því að gefa sig í ríkum mæli upp á Reykjavíkurlist- ann. Nú ertalað um það fullum fetum að eina von Sjálfstæðis- manna sé að láta Árna sigla sinn sjó, og þá eru helst tveir kandídat- ar nefndir til sögunnar, þau Vil- hjálmur P. Vilhjálmsson og Katrín Fjeldsted. Katrín er hins vegar talin hafa sett augu sín á þingið, þar sem hún hefur þótt eiga ágæta leiki í þau skipti sem hún hefur komið inn sem vara- maður. Þvi þykir ólíklegt að hún söðli um aftur og leiti hófanna um frekari frama í borgarstjórn. Vilhjálmur þykir hins vegar hafa vaxið af verkum sínum innan Sambands íslenskra sveitarfé- laga, og hafa til að bera mikla þekkingu á málefnum sveitar- stjórna. Til skammstíma þótti hann hins vegar ekki nógu fjöl- miðlavænn innan Sjálfstæðis- flokksins, meðan menn þurftu helst að líta út á þeim bæ eins og sambland af John F. Kennedy og John Wayne. En Árni Sigfús- son, með sitt Ijóshærða og vask- lega vikingsútlit, þykir hafa sann- að að menn þurfa líka að hafa eitthvað á milli eyrnanna... h i n u m e g i n i Eftir 23 tíðindalaus ár í snákadeild Dýragarðsins helltust ónotin yfir Gústa ræstitækni með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Arndís Jóhannsdóttir verslunareigandi: Ég hef á tiltinningunni að Guðmundur Andri Thorsson og Olafur E. Friðriksson fái verðlaunin núna. Róbert Hediddeche bif- velavirki: Það er kominn tími til að Gyrðir Elíasson fái þessi verðlaun. Alda Lóa Leifsdóttir bóka- útgefandi: Ég vona að Böðv- ar Guðmundsson fái verðlaun fyrir skáldskap, og mér þykir líklegt að Þorsteinn Gylfason vinni í hinum flokknum. Eva Lilja Skagfjörð hár- greiðslunemi: Vigdís Grímsdóttir fær verðlaunin fyrir Z. Berta Finnbogadóttir flug- freyja: Ég held að Vigdís sé mjög sigurstrangleg. Hvernig verður arðsemis- krafan aðlöguð hollustuyfir- lýsingu við atvinnulíf bæjarins. Verður Kyrrlátt kvöld við fjörðinn. Stefán Jón Hafstein klikkar ekki í leiðaraskrifum DT. Það má vera að krakkarnir skemmti sér yfir apaspili þessu en þeir eiga samt eitthvað betra og hollara skilið. Arnaldur Indriöason í kvikmyndadómi um myndina, Apinn Ed, í Mogganum. í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum. Bókin er satt að segja hundleiðinleg. Jónasi Jónassyni hefur tekist að setja mark sitt svo mjög á allan texta að hugleiðingar sem eiga að vera Magnúsar eru skelfilega Jónasar-legar svo ekki sé meira sagt. Birgir Sigmundsson rannsóknar- lögreglumaður er ekki ánægður meö bókina í klóm réttvísinnar, og sendir höfundinum tóninn í DV. smáa letrið Hver sem þetta eftirfylgjandi innsigli ber á sér, honum grandar aldrei fjandans freistni. Og enginn hans óvinur kemur sinni heift frarn við hann. Og ei verður hann svikinn í mat né drykk, af engum falslegum hlutum verður hann svikinn. Salmonónsinnsigli úr bókinni Galdur á brennuöld, eftir Matthias Viðar Sæ- mundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.