Alþýðublaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lb æ IS u r 7 ■ Blóðakureftir Ólaf Gunnarsson er ein umtalaðasta skáldsaga ársins. Þar segir meðal ann- ars frá pólitísku baktjaldamakki og vélabrögðum stjórnmálamanna sem einskis svífast til að ná fram persónulegum markmiðum sínum. Lýsingarnar eru vissulega hrollvekjandi - en eru þær trúverðugar? Alþýðublaðið leitaði álits tveggja gamalreyndra stjórnmálamanna á Blóð- akri og spurði: Getur þetta gerst á íslandi? Blóðakur stjórnmálanna Svavar Gestsson Þetta gæti gerst Það er svo mikið efni undir í bók Ólafs Gunnarssonar að hún hefði þessvegna mátt vera fimm sinnum lengri; samt er hún fimm- hundruð síður. Það er allt á dagskrá: Píslar- saga Krists og drengsmálið vafið inn í stjórn- málaátök nútímans og firringu markaðsþjóð- félagsins. Þannig séð er bókin mikið verk og afrek. Það hefði hinsvegar gjaman mátt sitja aðeins lengur yfir nokkrum setningum í bók- inni svo stíllinn yrði sumsstaðar aðeins fal- legri en hann er. Hrafn Jökulsson spyr mig svo þeirrar spurningar hvort það geti verið, að svona átök í stjórnmálum ættu sér stað á Islandi ein- sog þarna er lýst. Blóðakur er nefnilega saga um stjórnmálaátök þar sem leikast á skin og skúrir, blíðmælgi og ofbeldi og allt þar á milli. Mér finnst ofbeldið og barsmíðarnar reyndar það eina sem er ótrúverðugt í bók- inni. Ef svona slagsmál og ofbeldi eru trú- verðugur hversdagsveruleiki á Islandi þá þekki ég þann veruleika ekki þó ég viti vissu- lega einsog aðrir af þessum ljóta veruleika; ég hélt að hann væri undantekning en ekki regla í samskiptum manna. Persónurnar sem Ólafur skapar inn í þessa sögu eru legíó en sumar sitja í manni lengi; presturinn sem er í senn Kristur og Ólafur Friðriksson, Tryggvi og Dagný og synir þeirra og svo FJÖLSKYLDAN með stórum staf og greini: forsætisráðherrann sem er fremstur og einhverskonar blanda af Ólafi Thors og Davíð Oddssyni, Theódóra sem er einskonar kvenkyns Albert Guðmundsson að gera uppreisn í Sjálfstæðisflokknum, læknir- inn sem er gjörfirrtur einstaklingur sem svífst einskis í orði og æði - allt eru þetta persónur sem sitja eftir í hausnum á lesandanum. Þannig séð eru þær góðar því þær verða eftir- minnilegar og verða einsog partur af sögunni. Blóðakur er svo mikil stjórnmálasaga nú- tímans að þar er Þjóðvaki orðinn til en þó ekki dáinn aftur, þarna er búið að skerða bæt- ur til þolenda ofbeldisbrota - þannig að bókin er í hjarta samtímans gjörsamlega. Bókin er gölluð að því leyti að ýmsir við- burðir af vettvangi stjórnmálanna eru ekki nægilega nákvæmir, og að því er ég best fæ séð er einnig nokkuð um ónákvæmni á fjár- málavettvangi líka. Höfundur og útgáfan hefðu getað lagað þetta hvorttveggja án þess að spilla sögunni á nokkurn hátt. En fyrir skáldverkið Blóðakur skiptir þetta ekki stóru máli og í heildina er aðalatriðið það að plott- ið gengur upp. Þó er ótrúlega flókinn vefur- inn sem Ólafur slær í bók sinni um alla þessa fjölskyldu og hagsmuni hennar út og suður. Stundum eru flækjurnar leystar af bráðsnjallri hugkvæmni þvert á það sem allir ímynda sér einsog þegar læknirinn hringir í kollega sinn um nótt: Eitt - eitt... og verður ekki nreira frá því sagt hér á þessu blaði. Getur þetta gerst á íslandi? Það getur gerst, að sögn, að menn kaupi fyrirtæki án þess að borga fyrir þau. Það hefur gerst og getur því gerst að menn tryggi sér völd með fyrirtækj- um og hlutabréfum. Það getur gerst að leið- togar stjórnmálaflokka vinni svo stóran stjórnmálasigur í kosningum að það skapi þeim sjálfum sérstök vandræði. Það hefur gerst og getur gerst að Sjálfstæð- isflokkurinn klofni. „Blóðakur er skáldsaga sem hittir samtímann í hjarta- stað," segir Svavar. Það getur gerst að hingað komi drengur frá Bosníu í fóstur. Það getur gerst að fólk verði frávita af smitsjúkdómahættu. Það getur gerst og hefur gerst að stofnað verði heimili fyrir börn sem eiga í erfiðleik- um. Það getur gerst að fólk verði viti sínu fjær af fátækt og blánkheitum og berji allt og alla og sjálft sig líka í ölæði þegar gjaldþrotin hrannast að höfði manns. Allt getur þetta gerst og hefur gerst. Það gæti líka gerst að mikilvæg embætti yrðu eins og tuskur í höndum valdamanna; það gæti gerst að landlæknisembættið ætti erfitt með að athafna sig andspænis slíkum aðilum ef þar væru ekki samviskusamir og öflugir menn fyrir einsog Ólafur Ólafsson og samstarfsmenn hans. Það gæti gerst að lög- reglustjóraembættið yrði notað í valdabaráttu einsog tuska. Allt getur þetta gerst, allt gæti þetta gerst. Við höfum reyndar reynsluna af því þegar sefasýki þjóðarinnar hleypur með hana í gön- ur. Er ekki að koma út um jólin núna bókin eftir Magnús Leópóldsson sem lýsir þeim hremmingum sem hann varð fyrir, félagar hans og fjölskylda? Má ekki lengur rifja það upp þegar dómsmálaráðherrann var svo að- þrengdur að hann neyddist til að kalla mann utanlands frá til að fást við morðmál þar sem fundust þó engin líkin. Og enn í dag er verið að grufla yfir því máli - Geirfinns- og Guð- mundarmálinu. Við höfum semsé reynsluna af því þegar allt leggst saman, pólitísk valda- sýki, þegar fyrirsagnaæðið rennur á fjölmiðl- ana og þegar ímyndunaraflið hleypur með þjóðina í gönur. Með þessu er ég ekki að segja að það gerist nákvæmlega sem lýst er í Blóðakri - ég er að segja að stjórnkerfið er svo veikt að það þarf að vera á verði andspænis ógnum einsog þeim sem þar er lýst. Og það er ótrúlega snjöll hugmynd að tefla þeim Kristi og Ólafi Friðrikssyni saman inn í íslenskan nútíma - og takast að skila verkinu á enda. Svarið við spurningu Hrafns er því já, og þessvegna er Blóðakur skáldsaga sem hittir samtímann í hjartastað þrátt fyrir stöku blá- þræði og skort á nostri í texta hér og þar. Sighvatur Björgvinsson Þetta gætiekki gerst Framan af fannst mér ekki mikið til bókar- innar koma. sagan lausgirt og ekki skemmti- leg. Bókin er langdregin, ekki mjög markviss og svolítið ruglingsleg. Sem dæmi um það síðastnefnda má nefna frásagnaraðferðina en þar er iðulega skipt í miðjum klíðum frá frá- sögn sögumanns og yfir í hugleiðingar per- sóna. Eftir miðja bók fór ég að hafa meiri áhuga á henni. Mér fannst skemmtilegt hvernig höfundur óf drengsmálið inn í sam- tímann, nokkuð sannfærandi og vel. Bókin fannst mér semsagt vinna á við lesturinn en ég held að höfundur hefði getað komið því frá sér sem hann var að segja í mun styttra og hnitmiðaðra máli. Forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins í þessari bók er týpa og sjálfsagt hefur höfund- ur spunnið hana úr mörgum stjórnmálamönn- um: Eg þekki engan einn á þessari lýsingu og mér fannst forsætisráðherrann ekki trúverðug persóna. Hið sama má segja um lækninn, en margt af því sem hann er látinn taka sér fyrir hendur gengur ekki upp. Slíkur maður, sem hefði öðlast viðurkenningu úti í Bandaríkjun- um í einni mestu hátæknigrein skurðlæknis- fræðinnar, væri ekki að sinna almennum heimilislækningum í Reykjavík. Ef hann kæmi heim á annað borð þá rnyndi hann að sjálfsögðu taka til starfa í sinni sérgrein inni á spítala. Pólitísku plottin sem lýst er í bókinni ganga nokkuð langt og snúast mjög mikið um persónulega hagsmuni forsætisráðherrans og fjölskyldu hans. Ég þekki það nú ekki úr mínum pólitísku afskiptum að menn í stjórn- málum séu svo rækilega uppteknir af per- sónulegum hagsmunum sínum og sinna. Fæstir stjórnmálamenn samtíðarinnar eru með mikil umsvif í atvinnurekstri eða miklir eignamenn einsog forsætisráðherra þessarar bókar. En það var meira um það talsvert fyrir mína tíð að foringjar í stjórnmálum væru jafnframt umfangsmiklir í atvinnurekstri þannig að lýsing höfundar á fremur við um liðinn tíma en samtímann. Eini umtalsverði eignamaðurinn sem ég hef haft kynni af í stóli forsætisráðherra var Geir Hallgrímsson og hann er langt frá því að geta verið sá for- sætisráðherra sem þarna er lýst. Geir hefði aldrei ruglað saman sínu pólitíska hlutverki og eignalegum hagsmunum fjölskyldu sinnar. Mér finnst stíll bókarinnar nokkuð grautar- legur, of mikið um óþarfa málalengingar og sagan nokkuð tætingsleg þangað til höfundur- inn finnur miðpunkt atburðarásar sem er drengssagan sem mér finnst hann nota nokk- uð vel. En þegar spurt er hvort þessi saga gæti gerst, þá er svar mitt nei. Eg held útilokað að þeir atburðir sem verið er að lýsa gætu gerst á okkar dögum. Enginn læknir í dag myndi láta hafa sig í það að gefa út sjúkdómsgreiningar á jafnhæpnum forsendum og þarna er gert. Miðað við þá þekkingu sem ég hef úr heil- brigðiskerfinu er einn aðili sem myndi strax grípa í taumana og það er sá ágæti maður Ól- afur Ólafsson landlæknir. Ég held að það sé líka mjög óeðlilegt að gera ráð fyrir því að miðbæjarungdómurinn geti fetað í fótspor þeirra sem kallaðir voru rauðliðarnir í kring- um Ólaf Friðriksson. Þannig að mér finnst bókin full reyfarakennd. „Útilokað að þeir atburðir sem verið er að lýsa gætu gerst á okkar dögum," segir Sighvatur. Seinni hluti bókarinnar finnst mér mun markvissari en fyrri hlutinn, en mér finnst að höfundurinn hefði að skaðlausu mátt sleppa heilu köflunum. En ég er sæmilega sáttur við verkið í heild.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.