Alþýðublaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ b æ k u r MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 ■ Fley og fagrar árar er nafn á bók sem geymir minningar Thors Vilhjálmssonar. Hér er gripið niður í frásögn Thors þar sem hann segir frá vini sínum Rögnvaldi Finnbogasyni og eftirminnilegum fundi við Einar í Hvalnesi Mér þekir þú mendarlegur Varla hefur nokkur maður ver- ið víðar prestur á íslandi en séra Rögnvaldur Finnboga- son. Þegar hann var í Bjarnarnesi einhvern tímann á 6. áratugnum þá fór ég að heimsækja hann þangað og sigldi með strandferðaskipinu Heklu. Það stanzaði fyrir utan kaup- túnið í Höfn og báti var skotið út, róið af tveimur mönnum, sem svo líkir voru að það var eins og skapar- inn hefði verið tvívegis að móta sama hausinn og sett sinn á hvom. Þeir vom í alveg eins álafossúlpum með samskonar derhúfur og báðar sveigðar yfir sama augað til að skyggja það. Og horfðu hinu grá- grænu útundan sér á mann. Þetta byrjaði vel nema tveir lög- fræðingar fylgdu í kaupunum og þyngdu bátinn ískyggilega í annað borðið svo lá við að aldan seildist eftir þeim inn til að draga þá í djúp- ið. Þeir voru glaðbeittir og vildu tala við mig en ég þóttist vera að grandskoða ferjumennina. A bryggjunni stóð séra Rögnvaldur í fullri birtu og varð glaður fundur okkar þar til að það skyggði á að lögfræðingarnir ætluðu sér sömu leið og náðu því að koma sér í jepp- ann með presti. Þeir settust upp með drjúgar viskíbirgðir og höfðuðu til hafnfirskra æskukynna annars þeirra sem var öllu feitari en hinn næstum því eins feitur og með staurfót, - og sögðu aldrei neitt sem ekki lá í augum uppi nema það væri dónalegt - hvort sem þeir ætluðu sér að vera fyndnir eða ekki. Og vom að þessu til þess að fá að veiða ókeypis í vatninu sem heyrði undir prestsetrið og nefndist Þveit. Meðan entust setu lögfræðing- anna með háum og óréttlættum hlátrasköllum og klámbruðli ýmist heiina á prestsetrinu eða við vatnið með veiðistengur liggjandi í grasinu og flöskustúturinn horfði mót sólu eða skýjaflotum loftsins, þá hafði ég langar göngur um þetta svipfagra hérað sem átti ærinn hrikaleik utan um fríðleikann til þess að ég yndi mér vel, einkum þar sem ég vissi alltaf hvar lögfræðingana var að forðast. Hins saknaði ég að hafa ekki Rögnvald til að leiða mig á fund hins sjálfstæða mannlífs í hér- aðinu og nærleikis. Svo ég er hálfs- ár við hann að hafa látið þennan ófögnuð setjast að sér. Þegar þeir fóru loks að rukka í Reykjavík og þrasa um tittlingaskít með hártogunum á misnýtum laga- greinum og lifa sínu eðlilega lífi við það gat Rögnvaldur loks einbeitt sér að mér, og hélt mér þá hátíð í hellis- skúta einsog ég væri nýkominn. Við klifum bjarg og settumst í hellis- skúta bak við foss sem sólin marg- ljómaði og lét bruðla með geislana í síbreytilegum litum á vatnstjaldinu fyrir framan okkur. Og niðurinn lyfti andagiftinni og bar uppi talið svo þurfti enga vængi. Og svo dunkaði á flúðunum niðri og sólar- geislar helguðu líka hið dýra koníak úr launhelgunum sem opnuðust við það, og glóði með helgum loga í fínum kúptum glösum sem Rögn- valdur hafði í úlpuvasanum svo við gætum tekið hvor annan til altaris við straumbreytta sólina sem nærði allt líf og vakti með kossi. Og kveikti ilmandi söng í glösunum í höndum okkar. Svona stund er áfram nærri og maður getur ekki sagt hvort er ár eða dagur síðan. Svo nærtæk er minningin enn þótt sá sem sat með manni þarna og opnaði sál sína sé horfinn. Eitt kvöld sátum við hjá Einari í Hvalnesi. Hann var hinum megin við Hvannadalshnjúk og mældist helzt við hann, Homafjörður allur á milli með fríðindum sínum. Einar var af tröllakyni og hló svo heyrðist víða um sveitir þegar honum var skemmt. Hann var langhöfðaður mjög og kjálkamikill, limalangur og allur mikill um sig og stórhuga. Hann gerði uppreisn gegn alræðis- afli kaupfélagsins sem allir aðrir lutu þá og fór að reka búðarholu ■ Elísabet Jökulsdóttir Trúðurinn Það þótti með ólíkindum hvað snilligáfa hans kom fljótt í ljós. I hvert sinn þegar vandræðaleg þögn varð í fjölskyldunni breiddi þessi litli snáði yfir þögnina með ýktri sögu eða hnyttinni athuga- semd af sömu leikni og þjónn breiðir dúk yfir borð. Eftir því sem árin liðu urðu þagnirnar vandræðalegri og sögumar ýktari svo að hann fór aldeilis á kostum og var dýrkaður í fjölskyldunni fyrir að skjóta út þessum björg- unarhringjum þótt enginn velti íyrir sér hvað yrði um þagnirnar. það var mikið spáð og spekúler- að hvað úr honum yrði, því það var sama hvað þögnin var vandræðaleg, hyldjúp eða nístandi, alltaf gat hann komið málunum í himnalag. Hann gat látið þögnina lifna svo fólk fyndi eins og spjót rekast á kaf í brjóstið en þá fixaði hann þögnina með svo ótrúlegu trixi að fólk trúði varla eigin eyrum. Með tímanum náði hann valdi á tækni sem kom í veg fyrir þagnir. Þegar hann óx úr grasi varð hann heimnsfrægur sölumaður og gat selt hverjum sem er hvað sem er hvenær sem var. Ég býst við að það hafí einmitt verið hann sem hefur selt þér allt draslið sem er heima hjá þér. Elísabet Kristín Jökulsdóttir sendi nýlega frá sér bókina Lúörasveit Ellu Stínu, sem hefur aö geyma örsögur. Útgefandi er Mál og menning. nú ekki nógu væne menn Rögnvaldur Finnbogason. „Rögnvaldur var kannski marglyndur en það var strengur í honum heill og einlægur sem náði bæði dýpra og hærra af skiptingunni og dró sér úr mörgum áttum." sem helzt var til málfunda og skrafs og einhver kyrrð þar inni einsog aldirnar tækju á sig sveig hjá með tilfæringum og breytingum sínum. Kannski var rétt komið fram yfir Gamla sáttmála þar inni. Og systkin hans tvö af tröllakyni lágu uppi á búðarborðinu einsog þeim hefði verið lagt þar til geymslu meðan foreldrar fóru í róður eða draga fyrir lúru í lóninu, og leyfði ekki af borð- inu undan fyrirferð þeirra og værð. Rögnvaldur kynnir okkur og þá seg- ir Einar strax við mig eftirvænting- arfullan: Mér þekir þú nú ekki nógu mendarlegur væne menn, og kvað fast að með styrkum rómi. Þetta vanmat Einars stafaði af dýrkun hans á Ólafi Thors móður- bróður mínum sem hann sá fyrir sér gnæfa við himinskaut. Hann bauð okkur að koma heim í Hvalnes og þiggja kaffi og kökur og þar sagði hann Rögnvaldi frá land- kostum sem voru ærnir. Konan hans var að láta á borðið og þá segir hann strax: Það er svo mikið göll í fjall- inu. Og bunan stóð út úr honum um hvað þeir hefðu mikinn áhuga á því í útlöndum og öllum öðrum dýren- döm í Hvalnesfjalle. Þá benti Rögnvaldur honum á að nú væru önnur verðmæti. Það væri komin ný öld og nú miðaðist aíit við kjarnorkuna. Það væri úraníum sem þeir væru alls staðar að leita að núna, það væri það dýrasta. Einar gnæfði yfir okkur með þennan langa haus og kröftugu kjálka sem virtust ætla að leggjast og þrýsta sér niður á mikla bringuna og glennti upp augun einsog hann ætlaði að þeyta augabrúnunum upp á höfuðið svo þær sætu uppi á skallanum einsog fiður á öldruðum vígalegum gæsa- steggi því hann var allt of góðlegur til að hann gæti verið gammur. Hann vatt dálítið upp á sig sem álft- ir þytu við eyra f erindum og allur glenntur sagði hann drynjandi röddu langdrægri með allt í styrkri hendi og það voru engir smáspaðar held- ur: Já já væne menn, já já væne menn, það er þungt vatn í bæjar- læknöm. Og erum síðan komnir inn að skriðjöklinum tveir og stöndum þöglir að horfa á þessi feikn sem brjótast fram frá mildum og tignum Vatnajökulsskildinum sem á sinn þátt í að gera þessa sveit svo him- neska, þar sem hvítar fannir braga við bláfölan himin svo varla greinist sundur. Og undir þessu sem giftir jörð og himin, vígir saman við allt þetta stríð og átök og umbrot og feikn og mildi og sælu og frið og reiði og grimmd og auðmýkt og ör- læti og ofsa við hina himnesku abst- raksjón Nirvana. Og ökum til baka heim í Bjarnar- nes, snortnir af þessu kyrrstæða máttarspili í kvöldhúminu og þegj- um þangað til Rögnvaldur fer að segja mér frá hestakyninu frá Rauðabergi; og förum fram hjá Þveit þar sem ég sat oft og hafði áð- ur gáð að því að þar stæðu ekki lög- fræðingarnir að veiða eða staupa sig með Rögnvaldi; og komum heim í Bjarnarnes, og hestur einn efst á hól einsog hann væri að bíða eftir því að vængirnir væru fullsprottnir svo hann gæti tekið sig upp og flogið til að skola af sér jarðarryki í síðustu glæðunum af sólareldi þar sem rökkrið var ennþá gisið framan við jökulbunguna í vestri. Og við stóð- um lengi úti og horfðum til jökuls- ins meðan hvítmataði fyrir honum í kvöldinu, og séra Rögnvaldur lýsti fyrir mér draumnum um kirkjuna og í þeim draumi var það að sæist út Rögnvaldur kynnir okkur og þá segir Einar strax við mig eftirvaent- ingarfullan: Mér þekir þú nú ekki nógu mendariegur væne menn, og kvað fast að með styrkum rómi. Þetta vanmat Einars stafaði af dýrkun hans á Ólafi Thors móður- bróður mínum sem hann sá fyrir sér gnæfa við himinskaut. um kirkjudymar sú mynd sem hafði blasað við okkur fyrr um daginn, og yrði eina altaristaflan sem hæfði þar til að fullkomna guðsþjónustuna; og hafði fengið Hannes Davíðsson til að teikna hana samkvæmt hugsjón og lotningu hvað sem liði siðvandri forskrift um hvernig kirkjur skyldu snúa og hversu hanna. Rögnvaldur kom mönnum oft undarlega fyrir sjónir, ekki sízt sem prestur. Þó hafði ég tækifæri til þess að vera vitni að þvf hvað hann vann fallega prestverk sín, og hann var fágætur ræðumaður. Eg veit um menn sem héldu að hann væri innst inni múhameðstrúar; og endur fyrir löngu sagði sænski stórleikarinn Anders Ek við mig eftir að við höfðum farið hring um Suðurlands- undirlendi með Rögnvaldi: Svona prest eigum við ekki í Svíþjóð, og gætti nokkurs saknaðar með hrifn- inni. Honum fannst hann nánast búddisti. Aðrir töldu að hann væri á snærum grísk-orþódoxkirkjunnar; kannski trúði hann á stokka og steina á panþeíska vísu, guðdóm- smátt sem byggi í hverjum hól, læk, steini. Og þó við værum góðir vinir og trúnaðarvinir þá var eins og þyrfti að smáklukka í Rögnvaldi þegar hann var að tala í djúpri alvöru og leitandi lotningu sem fól í sér var- færni og þrá og einlægni og við- kvæmni, sem þurfti að verja jafnvel hálfkæringi saman við djúpar hugs- anir sem voru sagðar til hálfs eða meir, og stundum vel og eftirminni- lega; en oftast líkt og prófandi fyrir manni, og þá eflaust sjálfum sér um leið. Gáfur Rögnvaldar seildust það djúpt að þær hlutu að berjast við ef- ann í stað þess að staðnæmast í ein- hverjum freistandi hugarvinjum og tileinka sér atlæti kennisetninga; og sumir bjargast við kreddur og verða þá haltir og örvasa andlega sumir, og leitinni er lokið. Rögnvaldur var kannski marglyndur en það var strengur í honum heill og einlægur sem náði bæði dýpra og hærra af skiptingunni og dró sér úr mörgum áttum. Og mér sýnist hann hafi þjónað betur kirkju sinni með því að einskorða sig alls ekki við hennar hefðbundnar aðferðir í spurningum sínum og skoðun og öðrum trúar- brögðum. Og sá það líka af viti sínu og eðliskostum að í flestum trúar- brögðum er lífsstrengurinn hinn sami og leitin ein og sama, að því sama, og stofnanir ógna kjarnanum þegar í trúarfélög hleypur valdhroki og fégræðgi, og við stýrið setjast málamiðlunarmenn tækifæranna í togstreitu um stundarhagnað með boðskapinn á köldum vörum og kviksetja andann í kreddum. Á slíkum fundum fann ég hina einlægu leit Rögnvaldar og þrá að finna sannleika í einhverju djúpi, einhvers staðar djúpt djúpt sem hann einsog óraði fyrir, í heilindum sínum, - og var sagður breyskur klerkur. Sem hann var kannski, hvað sem það nú þýðir. Hann vissi það sjálfur vel og sagði það. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.